Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 40
Útbreiddasta og langlífasta mýtan um auglýsingar hljóðar svo: „Það les enginn auglýsingar. Góð auglýsing á að vera ein mynd, ein fyrirsögn og eitt lógó. Allt annað er fyrir.“ Það athyglis- verða við þessa tilteknu mýtu er að hún hefur búið um sig jafnt á auglýsingastofum sem í mark- aðsdeildum fyrirtækja. Fyrir vikið er sjaldnast nokkur texti að ráði í þeim auglýsingum sem birtast í dagblöðum og tímaritum landsmanna. Mýtan er hins vegar röng. Hið rétta er að það les enginn leiðin- legar auglýsingar. Þetta ætti í raun að vera augljóst. Innihald auglýsinga er miklu mikilvægara fyrir lesendur en eiginlega allt annað efni dagblaða. Auglýsing sem býður vöru, þjónustu eða til- boð sem lesandinn getur nýtt sér hefur miklu meiri áhrif á líf hans en sprengjur í Írak. Það eru einna helst veðurfréttir eða kvik- myndagagnrýni sem skipta okk- ur meira máli í daglega lífinu. Tilboðin í Bónus skipta okkur miklu meira máli en fjárfesting- ar Baugs. BRAUÐGERÐ En texti er ekki það sama og texti. Til þess að halda athygli lesandans þarf að vanda verkið. Texti í auglýsingar er hins vegar gjarnan kallaður „brauð vegna þess að lengri textar eru oftast óáhugavert stagl sem er hægt að copy/paste-a milli auglýsinga ólíkra fyrirtækja án þess að það skipti neinu máli. Og hver nennir að lesa það? Þetta er miður því það er með ólíkindum hversu margir lesa auglýsingar í tætlur þegar verkið er vandað. Textar sem nálgast vöruna og ábata hennar á skemmtilegan hátt hafa oft verið þuldir upp fyrir starfsfólk versl- ana. Þrátt fyrir tröllatrú sína á gildi sniðugheita verður þessi auglýsingamaður sem hér skrif- ar oft forviða þegar hann heyrir heilu málsgreinarnar um ágæti neysluvara fljóta því sem næst orðrétt upp úr fólki. Textinn selur en samt er hann næstum hvergi. Af hverju? BURT MEÐ SYKURINN Í grunninn er þetta strategíu- vandamál. Auglýsingagerð geng- ur ekki út á eitthvert flipp. Þó að það séu sniðugheit og glens í aug- lýsingu þarf hún að koma ein- hverjum skilaboðum áleiðis. Auglýsendur eru ekki að borga hundruð þúsunda fyrir heilsíð- una bara til þess að skemmta landsmönnum. Auglýsingar eru kynning á vöru og þjónustu. Ef þau skilaboð eru ekki á hreinu verða sniðugheitin vita gagns- laus. Of oft er hins vegar lagt upp í sjálfa auglýsingagerðina, hönn- unina og skrifin, án þess að fyrir liggi hvert skuli stefna og hvert yfirbragð auglýsinganna eigi að vera. Auglýsingamaður sem skrifar texta sem honum finnst skemmtilegur og áhugaverður er því allt of oft að skrifa um eitt- hvað sem viðskiptavinurinn hefur ekki áhuga á að tala um og notar tón sem er allt annar en sá sem fyrirtækið vill senda frá sér. Þegar einhver er búinn að skrifa eitthvað er því næstum aldrei hent og farið aftur á byrj- unarreit. Því miður. Í stað þess að setjast niður og ræða um hvað auglýsingin á að vera er tekið til við að strípa textann – fyrst af fullyrðingum (af því að það gleymdist að hafa skilaboðin á hreinu) og síðan sniðugheitum og stílbrögðum (af því að það gleymdist að hafa yfirbragðið á hreinu). Upphaflegu textadrögin ganga manna á milli á tölvupósti, fara stundum ótrúlegustu hliðar- túra í gegnum hin ýmsu mark- aðs-, sölu-, kynningar-, og við- skiptasvið og með hverju FW sem bætist á póstinn verður text- inn minni og minni texti en meira og meira brauð sem enginn les og ekkert selur. HVERNIG BÝR MAÐUR ÞÁ TIL GÓÐAN TEXTA? Til þess þarf tvennt að gerast. Auglýsandinn þarf að hafa það á hreinu hverju hann vill ná fram með auglýsingum sínum og treysta auglýsingastofunni sinni. Síðan þarf auglýsingastofan að standa undir því trausti með því að halda sig við þau fyrirmæli sem hún hefur og skrifa góða, skemmtilega og viðeigandi texta. Annars verður þeim bara breytt aftur í brauð. MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2005 MARKAÐURINN16 S K O Ð U N Kína mun feta leið til lýðræðis og markaðsbúskapar. Viðskiptatækifæri og mannréttindi Hafliði Helgason Lokið er velheppnaðri ferð Íslendinga til Kína, þar sem skrifað var undir fjölda samninga og viljayfirlýsinga. Margt bendir til þess að Kína muni verða land efnahagssprengju 21. aldarinnar. Tækifærin eru mýmörg en hætturnar jafnframt margar. Kína fetar brautina í átt til markaðshagkerfis og sú leið mun vörðuð sigrum og áföllum líkt og áður er þekkt í hagsögu þjóða. Hagvöxtur í Kína hefur verið verulegur á undanförnum árum, en kínversk stjórnvöld hafa markvisst haldið aðstæðum landsins þannig að samkeppnisstaðan sé sem sterkust. Þannig hafa stjórn- völd þar í landi falsað verðmæti gjaldmiðilsins til að bæta sam- keppnishæfni. Fyrr eða síðar verða þau að láta af þessum leik og láta yuanið lúta lögmálum framboðs og eftirspurnar. Því lengur sem það verður dregið því meira áfall yrði það fyrir efnahagslíf Kína. Bandaríkjastjórn beitir Kínverja nú þrýstingi til þess að fá þá til þess að styrkja gjaldmiðil sinn. Kínversk stjórnvöld ættu að fara að beiðni Bandaríkjanna og hefja aðlögun gjald- miðilsins að því að gengi hans ráðist á markaði. Veikur gjaldmiðill og lág laun hafa skapað Kínverjum gríðarlegt sam- keppnisforskot. Þarna leynist fjöldi tækifæra fyrir íslensk fyrirtæki. Þarna leynast einnig hættur. Fiskvinnsla í Kína er ekki vélvædd af þeirri einföldu ástæðu að kostnaður vegna afkasta- aukningar sem tæknin veitir er meiri en launakostnaðurinn við að handvinna vöruna. Þau lífskjör sem eru hér á landi keppa ekki við slíkt. Efnahagsleg framþróun Vesturlanda hefur verið drifin áfram af tæknilegum lausnum sem spara tíma og mannafla. Í Kína er enn sem komið er enginn hvati til slíks. Þar mun háþróuð tækni ekki leysa mannshöndina af í bráð. Sá tími hlýtur þó að koma að lífskjör batni í Kína, laun hækki og vinnutími styttist. Íslendingar þekkja vel snöggar breytingar á efnahagslífi, reyndar ekki fyrr en eftir seinni heimstyrjöld. Hér áður var vinnudagurinn langur og launin lág. Það er á vissan hátt nöturleg staðreynd að við sem byggjum hinn vestræna heim njótum nú lágra launa og falsaðs gengis gjaldmiðils Kínverja. Það er sjálfsagt að setja kröfur um að gjaldmiðillinn aðlagist raunvirði. Hitt er svo annað að tollamúrar sem settir eru til þess að refsa Kínverjum eru ólíklegir til að flýta fyrir þróun lands- ins. Þvert á móti eru frjáls viðskipti og aukin samskipti Kínverja við Vesturlönd líklegasta leiðin til þess að mannréttindi og almenn réttindi launafólks í Kína fari batnandi á komandi árum. Kínverjar eiga lengri og merkilegri sögu en Vesturlönd. Þeir munu færast áfram til lýðræðis og opnara hagkerfis. Það að sú þróun verði hægari en margir vilja má ekki verða til þess að hún verði heft með tollamúrum. Það er hins vegar full ástæða til þess að vara við því að blind viðskiptasjónarmið verði til þess að slakað verði á kröfum um mannréttindi í Kína. Costa del Sol M all or ca Sóla rlottó Síð ustu sætin í sólina í júní og júlí. • Þú velur áfangastað og ferðadag og tekur þátt í lottóinu um hvar þú gistir. • Viku fyrir brottför staðfestum við gististaðinn. Sama sólin, sama fríið en á verði fyrir þig. *Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. á mann miðað við 2 eða 4 í stúdíói eða íbúð. Enginn barnaafsláttur. Spilaðu með! Krít 6. 27. júní, 4. og 21. júlí Mallorca 25. maí, 15. júní, 6. 13. júlí og 17. ágúst Costa del Sol 2. 9. 16. 23. 30. júní 7. og 21. júlí Portúgal 20. 27. júní, 4. 11.18. júlí og 22. ágúst ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Þórlindur Kjartansson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEF- FANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heim- ili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Óvelkomnir sjóðsstjórar Financial Times | Sífellt fleiri sjóðstjórar sem yfir- gáfu fyrrverandi atvinnuveitendur til að setja á laggirnar eigin vogunar- sjóði eru óvelkomnir aftur ef dæmið gengur ekki upp segir í Financial Times. Tortryggni gætir í garð þeirra. Í Financial Times segir að þetta viðhorf sé nýtil- komið og hafi leitt til þess að færri hæfir sjóðstjór- ar séu liðtækir til starfa í Bretlandi og laun þeirra hækki. Nú sé svo komið að meðallaun fjárfesta í Bretlandi, sem samanstanda af launum, þóknunum og kaupréttum, hafi hækkað um tólf prósent á síð- ustu tveimur árum og séu um fjórtán milljónir króna. Það er þó lægra en þegar launin náðu síðast hámarki árið 2001. Allir græða nema flugfélög The Economist | Allir sem tengjast flugrekstri eru að græða peninga á meðan flugfélög sinna bara flug- inu, er haft eftir Giovanni Bisignani, stjórnanda samtaka um al- þjóðlegar flug- samgöngur, í The Economist. Hann vill meina að allir aðrir en flugfélög, eins og flugvellir, vara- hlutaframleiðendur, flugvélaverksmiðjur og bank- ar, séu að gera það gott en flugfélögum takist ekki að reka fyrirtækin réttu megin við núllið. Þetta eigi hvergi betur við en í Bandaríkjunum þar sem rúm- lega helmingur flugmarkaðarins sé. Sex stærstu hefðbundnu flugfélögin hafa tapað samtals 27 milljörðum Bandaríkjadala frá árinu 2000 en eru samt ennþá í loftinu. Eitt af þessum flugfélögum, US Airways, er í greiðslustöðvun til að forða því frá gjaldþroti. það er í annað sinn á stuttum tíma sem það gerist. U M V Í Ð A V E R Ö L D Efnahagsleg framþróun Vesturlanda hefur verið drifin áfram af tæknilegum lausnum sem spara tíma og mannafla. Í Kína er enn sem komið er enginn hvati til slíks. bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l thkjart@markadurinn.is Viggó Örn Jónsson Meðeigandi aug- lýsingastofunnar Jónsson & Le’macks. O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Brauðið sem drepur Auglýsendur eru ekki að borga hundruð þúsunda fyrir heilsíðuna bara til þess að skemmta lands- mönnum. Auglýsingar eru kynning á vöru og þjón- ustu. Ef þau skilaboð eru ekki á hreinu verða snið- ugheitin vita gagnslaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.