Fréttablaðið - 25.05.2005, Page 8

Fréttablaðið - 25.05.2005, Page 8
1Könnun hvaða stofnunar leiðir í ljósað föt og skór eru dýrust á Íslandi? 2Hver lék á kassagítarinn sem trú-badorinn JoJo ætlar að bjóða upp? 3Frá hvaða landi eru hermennirnir semtaldir eru hafa orðið úti í Andesfjöll- um í síðustu viku? SVÖRIN ERU Á BLS. 70 VEISTU SVARIÐ? 8 25. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Embætti yfirdýra- læknis hefur sótt um fjárveitingu til stjórnvalda til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi. Er þetta gert í varúðarskyni gegn ýmsum sjúkdómum, þar á meðal fuglaflensu, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfir- dýralæknis. Hann sagði að ekki væri komin niðurstaða frá stjórn- völdum enn. Talið er að rannsókn af því tagi sem yfirdýralæknir vill láta fara fram kosti eina og hálfa milljón króna. „Það hefur verið gerð rann- sókn á alifuglum áður með tilliti til ýmissa sjúkdóma, en núna telj- um við að tímabært sé og ástæða til að kanna þetta líka í villtum fuglum, úr því að fregnir herma að þessi veira hafi drepið villta fugla í Kína,“ sagði Sigurður Örn. Hann sagði að rannsókn af þessu tagi gæti tekið fáeina daga sem forgangsverkefni en ella nokkrar vikur. „Auk þessa erum við með margvíslegar varnir gegn því að þessi sjúkdómur berist til lands- ins, svo og viðbragðsáætlanir gegn alvarlegum smitsjúkdómum í dýrum,“ sagði Sigurður Örn. - jss BAGDAD, AP Ofbeldið í Írak hélt áfram í gær sem aldrei fyrr. Sex Írakar dóu í sprengingu fyrir utan barnaskóla í Bagdad í gær og sjö bandarískir hermenn biðu bana í árásum í eða við höfuðborgina. Tilræðið við stúlknaskólann í austurhluta Bagdad varð snemma í gærmorgun en þá sprakk bíll í loft upp. Sex Írakar dóu en ekki er talið að skólabörn hafi verið þar á meðal. Þá féllu sjö bandarískir her- menn í valinn í tveimur sprengju- tilræðum. Annað var framið í mið- borg Bagdad en hitt í borginni Haswa sem er litlu sunnar. Alls hefur 1.641 bandarískur hermað- ur fallið síðan ráðist var inn í landið í mars 2003. Uppreisnarmenn náðu bænum Tal Afar, sem er skammt frá Mos- ul í norðurhluta landsins, á sitt vald í fyrrinótt en skömmu áður höfðu sprungið þar tvær öflugar sprengjur sem bönuðu tuttugu manns. Í gærmorgun var svo þingkonu úr flokki sjía sýnt banatilræði þegar hópur vopnaðra manna hóf skothríð á bílalest hennar. Þetta er í þriðja sinn á einu ári sem reynt er að ráða hana af dögum en sem fyrr sakaði hana ekki. Fjórir fylgdarmenn hennar særðust hins vegar alvarlega í árásinni. ■ ... gOÐur MeÐ GrIlLmAtnum E N N E M M / S ÍA / N M 16 4 3 4 Írski lýðveldisherinn: Vígvæ›ingin heldur áfram NORÐUR-ÍRLAND Herskáir hópar norður-írskra lýðveldissinna ráða enn í sínar raðir menn sem þeir síð- an þjálfa í vopnaburði og meðferð sprengiefna. Þetta eru niðurstöður skýrslu nefndar sem rannsakar starfsemi slíkra hópa á Norður-Írlandi, The Independent Monitoring Commis- son. Frá þessu var greint í breska blaðinu The Guardian í gær. Skýrslan segir að þetta eigi jafnt við um sjálfan Írska lýðveldisher- inn, IRA, svo og öfgasinnaða klofn- ingshópa úr honum. Auk þess standi IRA ennþá að skipulagðri glæpa- starfsemi í fjármögnunarskyni. ■ EKKERT LÁT Á SORGINNI Litli drengurinn á myndinni missti móður sína í sprengjutilræði við sjíamosku í Mahmoudiya í fyrradag. Konurnar reyna að hugga hann en geta vart hamið sinn eigin harm. M YN D /A P Róstusamt í Írak enn einn daginn: Sprengjutilræ›i vi› stúlknaskóla VATNAFUGLAR Gæsir og endur eru meðal þeirra villtu fuglategunda sem rannsakaðar verða ef vilji yfirdýralæknis gengur eftir. Embætti yfirdýralæknis bíður fjárveitingar: Vill rannsaka ali- fugla og vatnafugla

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.