Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 6
6 25. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR HREFNUVEIÐAR Sendiherrar Bret- lands, Frakklands og Þýskalands sendu utanríkisráðuneytinu yfir- lýsingu í gær þar sem þeir lýsa andstöðu sinni við tillögur Haf- rannsóknastofnunar um veiðar á 39 hrefnum í vísindaskyni á þessu ári. Þeir skora á ríkisstjórn Ís- lands að hunsa þessi tilmæli og láta af öllum áætlunum þar sem vísindalegar forsendur séu vafa- samar. Stefán Ásmundsson, skrif- stofustjóri hjá sjávarútvegsráðu- neytinu, segir þessi viðbrögð sendiherranna ekki koma sér á óvart. Þau séu þó frekar til marks um að andstaða við hvalveiðar hafi dofnað þar sem mun fleiri þjóðir hafi mótmælt ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að hefja hvalveiðar árið 2003. Spurður hvort það sé ekki hag- stæðara fyrir Íslendinga að láta af hvalveiðum frekar en að ögra vinaþjóðum okkar segir Stefán að ekki megi skynja neina hótun í þessum viðbrögðum. Að hans sögn bendir ítarleg ítarleg könnun samgönguráðuneytisins til þess að hvalveiðar hafi ekki neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn. – jse HERMANNAVEIKI Hermanna- veiki eða Legionella dregur nafn sitt af því að veikin var fyrst greind árið 1976 eftir að fjöldi fyrrverandi hermanna veiktist á samkomu í Fíla- delfíu í Bandaríkjunum. Alls veiktust 182 og þar af létust 29. Veikin er afbrigði af lungnabólgu og hefur hún verið rakin afturvirkt allt aftur til ársins 1947. Bakterí- an sem veikinni veldur fyrir- finnst víða í náttúrulegu um- hverfi en verður fyrst hættu- leg þegar hún nær að fjölga sér. Það gerist helst í vatni þar sem hitastig er tiltölu- lega hátt eða 35-50 gráður. Hún smitast ekki milli manna heldur berst hún með úða frá menguðu vatni. Helstu uppsprettur veik- innar eru ýmiss konar dreifi- kerfi drykkjarvatns, hita- kerfi, loftræstikerfi og kælit- urnar. Sömuleiðis eru dæmi um að veikin geti smitast með vatni í sturtuklefum og heitum pottum. Fyrstu einkenni veikinnar eru höfuðverkur, verkir í vöðvum og slappleiki. Síðan fylgir hár hiti, þurr hósti og önnur einkenni frá öndunar- vegi. Hægt er að beita fúkka- lyfjum gegn veikinni en and- látstíðni sjúklinga er milli 5 og 30 af hundraði. - ssal HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisyfir- völd í Noregi hafa verulegar áhyggjur af hermannaveikifar- aldrinum sem kominn er upp í bænum Friðriksstað skammt sunnan við Osló. Um 30 manns hafa veikst og þar af hafa fimm látist. Veikin gaus upp á Østfold- svæðinu um helgina en nú leikur grunur á að hún sé að skjóta upp kollinum víðar. Þannig var kona lögð inn á sjúkrahús í Drammen í gær sem er mun nær Osló og er staðfest að hún er með her- mannaveiki. Það sem veldur norskum yfir- völdum mestu hugarangri er að uppspretta veikinnar hefur ekki fundist og er allt kapp lagt á að finna hana, en athyglin beinist fyrst og fremst að stórum bygg- ingum í Friðriksstað og ná- grenni. Nokkur uggur er í norskum almenningi; þannig var stórt verslunarhús í Friðriksstað meira og minna mannlaust í gær eftir að orðrómur komst á kreik um að fólk hefði smitast eftir komu þangað. Haraldur Briem sóttvarnar- læknir segir að Landlæknisemb- ættið geri engar sérstakar ráð- stafanir vegna hermannaveik- innar. „En ef einhver er að koma hingað frá þessu svæði og fær einhver einkenni, höfuðverk, hita, slappleika og hósta, á hann auðvitað að leita læknis,“ segir Haraldur. Hann leggur áherslu á að her- mannaveikin smitist ekki manna milli þannig að engin hætta sé á að veikin breiðist út. „Þetta er í sjálfu sér alls ekki sjaldgæfur sjúk- dómur, það er bara við svona kringumstæður þegar þetta nær að magnast upp og verða að hópsýk- ingu að veikin vekur sérstaka athygli,“ segir hann. Hér á landi hafa orðið ein- staka tilfelli um hermannaveiki árlega en hópsýkingar hafa ekki komið upp síðan fyrir tíu til fimmtán árum. „Þá komu upp nokkur sýkingarvandamál á Landspítalanum og það tókst að finna bakteríur í sturtuhausum sem gátu skýrt málið og menn komust fljótt fyrir þetta,“ segir Haraldur Briem sóttvarnar- læknir. - ssal@frettabladid.is BROSMILDIR George W. Bush og Hamid Karzai ræddu málin í Washington í gær. Afgönsk stjórnvöld: Rá›ist gegn ópíumrækt KABÚL, AP Eftir að hafa sætt ámæli fyrir að draga lappirnar í barátt- unni við ópíumræktendur hafa af- gönsk yfirvöld blásið til stórsókn- ar síðustu daga. Rassían fór fram í suðurhluta landsins og að henni lokinni höfðu fimmtán manns ver- ið handteknir og 4.590 kíló af ópí- um gerð upptæk. George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði að hersveitir Banda- ríkjamanna í Afganistan yrðu áfram undir bandarískri stjórn, þrátt fyrir óskir Hamid Karzai, forseta landsins, um að hafa meira um aðgerðir þeirra að segja, en hann er í heimsókn í Washington. ■ Áfrýjun Pitcairn-búa: Bei›ninni hafna› WELLINGTON, AP Hæstiréttur Pitcairn-eyju hefur hafnað beiðni sex manna á Pitcairn-eyju í Kyrrahafi um að máli þeirra verði vísað frá. Mennirnir voru dæmdir til nokkurra ára fangelsisvistar fyrir kynferðisferðisafbrot af ýmsu tagi í október síðastliðnum en brotin höfðu staðið yfir í marga áratugi. Þeir báru því hins vegar við að þeir hefðu ekki gert sér grein fyr- ir að bresk lög giltu á eyjunni. Því hafnaði dómstóllinn algerlega, en hann kom saman á Nýja-Sjálandi. Rúmlega 50 manns búa á Pitcairn-eyju en þeir eru afkom- endur uppreisnarmanna af skip- inu Bounty. ■ Óprúttnir tölvuþrjótar: Gjald fyrir læst skjöl WASHINGTON, AP Tölvuþrjótar hafa fundið enn eina aðferðina til að gera tölvunotendum lífið leitt. Til viðbótar við vírus- og ormasend- ingar eru þeir farnir að ástunda að læsa skjölum í tölvum fólks og heimta lausnargjald fyrir að opna þau aftur. Viðskiptavinur netþjónustu í San Diego í Kaliforníu uppgötvaði á dögunum að hann gat ekki leng- ur opnað mikilvæg skjöl í tölvu sinni. Skömmu síðar fékk hann tölvupóst þar sem um 25.000 ís- lenskra króna var krafist í „lausn- argjald“ fyrir skjölin. Leggja átti peningana inn á bankareikning á netinu gegn því að fá kóða sendan í tölvupósti. ■ Forseti Indlands: Kalam sækir okkur heim HEIMSÓKNIR Dr. A.P.J. Abdul Kalam, forseti Indlands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í boði forseta Ís- lands á sunnudag- inn kemur og mun dvelja hér til 1. júní. Á meðan á dvöl- inni stendur mun hann undirrita loft- ferðasamning fyrir hönd lands síns við Ísland en auk þess hyggst hann heim- sækja hérlendar menntastofnanir. Kalam er múslimi sem fæddist árið 1931 í Tamil Nadu-héraðinu á sunnanverðu Indlandi. Hann er flugvélaverkfræðingur að mennt en starfaði lengstum að þróun eld- flauga. Hann er af mörgum talinn faðir indversku kjarnorku- sprengjunnar. ■ Spilar flú golf? SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur›u a› íslenskir kaup- menn leggi óe›lilega miki› á föt og skó? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 80% 20% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Nýr forseti Mongólíu: Ætlar a› berj- ast vi› fátækt ÚLAN BATOR, AP Nambariin Enkhbay- ar er nýkjörinn forseti Mongólíu. Hann er bókmenntafræðingur að mennt. Hann kemur úr Byltingar- flokki alþýðunnar sem er gamli komm- únistaflokkurinn í þessu fyrrverandi leppríki Sovétríkj- anna. Enkhbayar lofar því að vinna með pólitískum andstæð- ingum sínum að því að berjast gegn fá- tæktinni sem hrjáir stóran hluta mongólsku þjóðarinn- ar. Það ætlar hann að gera með því að efla innlenda og erlenda fjárfest- ingu og skapa þannig fleiri störf. ■ ABDUL KALAM NAMBARIIN ENKHBAYAR M YN D /A P ØSTFOLD Í héraðinu Østfold sunnan við Osló þar sem hermannaveikin kom upp búa alls rúmlega 250 þúsund manns. Hvað er hermannaveiki? Smitast ekki milli manna HARALDUR BRIEM SÓTT- VARNARLÆKNIR Fleiri Nor›menn fá hermannaveiki Íslensk heilbrig›isyfirvöld segja enga ástæ›u til a›ger›a hér á landi enda smit- ast veikin ekki milli manna. Einstök tilfelli koma upp árlega á Íslandi en hóp- s‡king hefur ekki komi› upp í meira en áratug. HREFNUVEIÐAR Talið er að um 44 þúsund hrefnur séu við Ísland. Sendiherrar Bret- lands, Frakklands og Þýskalands skora á ríkisstjórn Íslands að hunsa tilmæli stofn- unarinnar um að veiða 39 hrefnur á þessu ári. Hafrannsóknastofnun um hvalveiðar: Sendiherrar mót- mæla tillögunum Darfur í Súdan: NATO b‡›ur ‡msa a›sto› SÚDAN Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, greindi frá því í gær að bandalagið hefði ákveðið að bjóða Afríkusambandinu (AU) ýmsa aðstoð við friðargæsluverk- efni þess í Darfur-héraði í Súdan. Alþjóðleg ráðstefna um ástand- ið í Darfur hefst í Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu, á morgun og af því tilefni ákvað NATO að bjóða ýmiss konar tæknilega aðstoð, en áður hafði Evrópusambandið boð- ist til að sjá um flutninga á hinu 7.700 manna friðargæsluliði sem mun fara á vegum Afríkusam- bandsins á vettvang í Darfur. ■ Fredriksstad Øst fo ld Noregur Sv íþ jóð Osló
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.