Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 64
Í kvöld verður kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts and Docs form- lega sett í Tjarnabíói. Á hátíðinni verða sýndar fimmtán íslenskar myndir, þar á meðal stuttmyndirnar Töframaðurinn eftir Reyni Lyngdal, Slavek the Shit eftir Grím Hákonar- son sem sýnd var á Cannes-hátíð- inni auk myndar um Matthew Barn- ey, eiginmann Bjarkar. Opnunarmyndirnar verða tvær heimildakvikmyndir. Önnur heitir Heimurinn með augum Bush en hin er íslensk og ber heitið Róska: saga og hugsjónir 68 kynslóðarinnar gerð af Ásthildi Kjartansdóttur. „Ég er bara um það bil að leggja lokahönd- ina á hana,“ sagði Ásthildur þegar Fréttablaðið náði tali af henni heima hjá sér og ekki laust við að nokkurr- ar spennu gætti í röddinni hennar. Róska var listamaður sem lifði hugsjónir og hugmyndir 68-kyn- slóðarinnar alveg í botn og segir Ásthildur að það hafi í raun verið sama hvar borið hafi niður. „Hún var anarkisti og pólitískur aktivisti. Róska var á móti valdhroka, hvort sem hann kom frá hægri eða vinstri,“ segir hún og bætir því við að lífshlaup hennar hafi verið ákaf- lega spennandi. „Hún var frum- kvöðull, var fyrsta íslenska kvik- myndagerðarkonan. Hún var ákaf- lega margbrotin og flókin mann- eskja en um leið mjög spennandi,“ segir Ásthildur en Róska lést árið 1996, langt fyrir aldur fram. „Hún hafði barist við flogaveiki frá tólf ára aldri auk þess sem lifnaðarhætt- ir hennar voru í takt við hennar kynslóð.“ Róska bjó mest alla lista- mannsævi sína í Róm og dvaldi Ást- hildur þar í fjórar vikur. „Róm er mjög skemmtileg borg sérstaklega af því að ég upplifði hana í gegnum Rósku,“ segir Ásthildur en þar hitt hún einnig vini og samtímamenn Rósku sem margir koma við sögu í myndinni. „Það hvað hún átti marga skemmtilega og spennandi vini sagði mér mjög margt um hana,“ segir hún. Ásthildur segir Rósku eiga fullt erindi við nútímann, hún hafi verið samkvæm sjálfri sér. „Hún fékk fólk til að hugsa og gagnrýna. Hún vildi aldrei taka neinu sem gefnu sem ég held að eigi mjög vel við í dag,“ segir hún. freyrgigja@frettabladid.is 29 25. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardaga frá 10-14.30 SIGIN GRÁSLEPPA OG SJÓ SIGINN FISKUR SIGIN RÁSLEPPA OG KÆST SKATA Traustur tækjabúnaður Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.isValtara Jarðvegsþjöppur Malbikunarvélar Fræsarar SÝNDAR Á REYKJAVÍK SHORTS & DOCS Heimilda- og stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs verður sett í kvöld. Veitt verða verðlaun í fyrsta skipti á hátíðinni en það eru Íslandsbanki og 66 gráður norður sem gefa þau en þau verða gefin fyrir bestu íslensku stuttmyndina og bestu íslensku heimildarmyndina. MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR Tjarnarbíó Tjarnarbíó Tjarnarbíó Tjarnarbíó Tjarnarbíó 14:00 Triumph of 14:00 The Swenkas the Heart + Rithöfundur með myndavél 16:00 Den tyske 16:00 The World 16:00 Triumph of the hemmelighed According to Bush Heart + Rithöfundur með myndavél 18.00 Heimurinn 18:00 Liberace of 18:00 Íslenskar 18:00 Den tyske of Baghdad frumsýningar hemmelighed + Matthew Barney + Red Death 20:00 Róska 20:00 Liberace 20:00 Íslenskar 20:00 Róska 20:00 Íslenskar Opnun/ of Baghdad frumsýningar frumsýningar Boðsýning + verðlaunaafhending 22:00 Matthew 22:00 Heimurinn 22:00 Liberia: 22:00 Róska Barney + Red Death Uncivil War 22:30 The World According to Bush Hellusund Hellusund Hellusund Hellusund The Red Rock Cinema The Red Rock Cinema The Red Rock Cinema The Red Rock Cinema 17:00 Evrópa 17:00 Georgi 17:00 Rejsen pa 17:00 Georgi and and the Butterflies ophavet + Offside the Butterflies + Little Peace of Mine + 300 Harmónikkur + Little Peace of Mine 22:00 The Swenkas 22:00 Rejsen pa 22:00 Evrópa 22:00 Liberia: opphavet + Offside Uncivil War + 300 Harmónikkur ÁSTHILDUR KJARTANSDÓTTIR LEIKSTJÓRI MYNDARINNAR UM RÓSKU Ásthildur fór til Rómar til að kynna sér lífshlaup listakonunnar Rósku. Hún kynntist þar vinum og samferðafólki hennar sem hún segir hafa gefið sér góða mynd af listakonunni. SHORTS & DOCS: HEIMILDARKVIKMYND UM RÓSKU FRUMSÝND Á fullt erindi við okkur í dag RÓSKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.