Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 26
Björgvin Guðmundsson skrifar Greiningardeild KB banka telur að Íbúðalánasjóður hafi mismun- að þeim sem sýnt hafi skulda- bréf sjóðsins áhuga með því að taka einungis tilboðum Lands- bankans og Íslandsbanka í lok- uðu útboði. „Þetta fyrirkomulag verður að teljast sérkennilegt í ljósi þess að íbúðalánasjóður er opinber sjóður sem gefur út skuldabréf með ríkisábyrgð, sem leggja grunn að vaxtarófi ís- lensku krónunnar,“ segir í hálf- fimm fréttum bankans. Í útboðinu, sem haldið var 19. maí, seldi sjóðurinn skuldabréf að andvirði tíu milljarða króna að nafnvirði. Jóhann G. Jóhannsson, svið- stjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að ávöxtunarkrafan hafi verið búin að vera svolítið há. Þegar hún datt niður í 3,55 prósent um miðj- an maí hafi Landsbankinn og Ís- landsbanki komið og boðið Íbúða- lánasjóði að fara í lokað útboð. „Við þáðum það í þetta skipti. Það er vegna þess að markaðurinn var svo grunnur og við vissum ekki hvert stefndi,“ segir hann. Rangt sé að betri kjör hefðu fengist í opnu útboði við þessar aðstæður. Með þessu sé áfram hægt að bjóða fólkinu í landinu áfram góð kjör á sínum lánum. Þetta hafi verið gert tvisvar áður. Hann segist aðspurður hafa orðið var við að KB banki kvarti yfir þessu fyrirkomulagi. Þetta fyrirkomulag hafi líka verið við- haft vegna markaðsóvissu. Í út- boði Íbúðalánasjóðs fyrir um mánuði síðan hafi KB banki dregið sig út úr útboði tveimur mínútum fyrir útboðið. Það hafi haft afgerandi áhrif á það útboð. Í fréttabréfi greiningardeild- ar KB banka segir að gera þurfi þá kröfu til Íbúðalánasjóðs, sem sé í eigu opinberra aðila, að hann hugsi um almannahagsmuni með því að reyna að ná fram sem hag- stæðustum kjörum. Sjóðurinn eigi að starfa á gagnsæjan hátt og ekki mismuna markaðsaðil- um. Það hafi hann gert með þess- ari ákvörðun. Vika Frá áramótum Actavis 11,44˚% 16,04% Atorka óbr. 7,64% Bakkavör 2,69% 41,15% Burðarás 5,07% 22,64% Flaga -4,19% -17,54% FL Group 3,14% 56,11% Íslandsbanki -1,11% 21,97% KB banki -0,18% 21,95% Kögun -0,16% 34,67% Landsbankinn 1,85% 38,78% Marel 1,44% 13,82% Og fjarskipti 0,72% 30,31% Samherji óbr. 9,00% Straumur 0,42% 27,86% Össur -0,61% 5,22% *Miðað við gengi í Kauphöll í gær MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N KB banki fékk ekki að taka þátt í útboði Íbúðalánasjóður tók boði Landsbanka og Íslandsbanka um lokað útboð á skuldabréfum. 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki Gengisstyrking krónunnar á stærstan þátt í því að Útrásar- vísitala Markaðarins lækkaði úr 115,7 stigum í 110 í síðustu viku. Aðeins þrjú félög af fjórtán í vísitölunni skiluðu jákvæðri ávöxtun fyrir íslenska fjárfesta. Mest hækkaði breska verslun- arkeðjan French Connection, sem Baugur á hlut í. Bréfin hækkuðu um 6,9 prósent á breska markaðinum en ávöxtun að teknu tilliti til lækkunar pundsins gagnvart krónu var 2,6 prósent. Decode heldur áfram að hækka á bandarískum markaði og stóðu bréfin í 7,44 á mánudag og höfðu hækkað um 4,6 prósent. Að teknu tilliti til breyttu gengi Bandaríkjadals var ávöxtunin 1,9 prósent. Gengi Finnair hækkaði nokk- uð á markaði í Finnlandi en breytingar á gengi átu nánast alla þá hækkun upp fyrir ís- lenska fjárfesta. Útrásarvísitala Markaðarins mælir gengi fjórtán félaga á markaði erlendis sem Íslendin- gar eiga umtalsverðan hlut í. - þk Samskip hafa ráðið Danann Michael F. Hassing, fyrrverandi forstjóra Mærsk í Bretlandi, sem nýjan forstjóra félagsins. Ás- björn Gíslason forstjóri, sem hefur leitt útrás Samskipa er- lendis undanfarin ár, kemur til Íslands og starfar við hlið Michaels. Knútur Hauksson lætur af starfi sem forstjóri Samskipa á Íslandi og tekur við starfi forstjóra Heklu. Bæði Ás- björn og Michael gerast hluthaf- ar í Samskipum. Michael Hassing hefur starf- að hjá AP Möller-Mærsk Group í aldarfjórðung og starfaði í fjórt- án ár sem forstjóri félagsins í Austur-Asíu. Hann kynntist ís- lenska markaðnum árið 1989 og hefur unnið náið með íslensku skipafélögunum. Ólafur Ólafsson, stjórnarfor- maður Samskipa, telur að félagið muni styrkjast enn frekar með þessum breytingum á yfirstjórn og skýrari verkaskiptingu for- stjóranna. „Það er gríðarlegur ávinningur að fá í okkar raðir jafn reynslumikinn mann í alþjóðlegum siglingum og flutn- ingastarfsemi og Michael Hass- ing er.“ Félagið ætlar að draga úr hefðbundinni skiptingu verkefna á milli Íslands og erlendra starfs- svæða og einbeita sér að fjórum þjónustustigum, gámaflutning- um, frystiflutningum, flutnings- miðlun og almennri þjónustu. „Við Michael verðum ábyrgir fyrir starfsemi félagsins í heild. Ég mun verða ábyrgur fyrir eflingu starfseminnar á Íslandi og uppbyggingu frystiflutning- anna,“ segir Ásbjörn. - eþa Skuldir heimilanna við innláns- stofnanir námu 390 milljörðum króna í lok apríl og hafa þær aukist um 83 milljarða króna frá áramótum. Þessi mikla aukning er að mestu vegna skuldbreyt- ingar heimilanna á íbúðalánum hjá Íbúðalánasjóði. Ástæða auk- innar skuldsetningar heimilanna við innlánastofnanir er að mest- um hluta vegna íbúðalána bank- anna. Skuldirnar færast því frá Íbúðalánasjóði til bankakerfis- ins. Skuldir fyrirtækja hjá inn- lánsstofnunum námu 903 millj- örðum króna í lok apríl og höfðu þá aukist um ríflega 95 milljarða frá áramótum. Lán til erlendra aðila hafa aukist mikið en lán innlánsstofn- anna til þeirra stóðu í 285 millj- örðum í lok apríl síðastliðins og höfðu þá aukist um 90 milljarða frá áramótum. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabanka Íslands. - dh Skuldir heimilanna aukast Íbúðalán bankanna ástæða skuldaaukningar. Útrásarvísitala Markaðarins: Lækkar um 4,9 prósent Nýr forstjóri Samskipa Michael Hassing, fyrrverandi forstjóri hjá Mærsk á Bretlandseyjum, ráðinn forstjóri Samskipa við hlið Ásbjörns Gíslasonar. Svipað fasteignaverð í Kaliforníu og Reykjavík Group enn gjaldgengt Fasteignaverð í Kaliforníu hefur hækkað upp úr öllu valdi síðan 1997. Viðskiptatímaritið Fortune telur að meðalverð fyrir fast- eign hafi verið um 186.000 dalir árið 1997 en sé nú komið upp í 495.000. Það gerir um 32 milljón- ir íslenskra króna. Til saman- burðar var meðalupphæð hvers þinglýsts kaupsamnings á höf- uðborgarsvæðinu 29 milljónir króna í síðustu viku. Það vantar því ekki mikið upp á að fast- eignaverð í Reykjavík jafni fast- eignaverðið í hinni rómuðu Kali- forníu. - eþa JÓHANN G. JÓHANNSSON Vegna óvissu ákvað Íbúðalánasjóður að heimila einungis Ís- landsbanka og Landsbanka að kaupa íbúðabréf að andvirði tíu milljarða króna. Jóhann segir að sjóðurinn hafi þannig fengið betri kjör en ella. Það er ekki rétt að fyrirtækja- skrá hafi lagt bann við því að fleiri fyrirtæki fengju að skrá sig undir heitinu Group, eins og fram kom fyrir helgi í fréttum Ríkisút- varpsins, segir Skúli Jónsson, for- stöðumaður fyrirtækjaskrár Ríkis- skattstjóra. Svo lengi sem heitið sé í samræmi við starfsemi fyrirtækisins sé í lagi að taka það upp. Fjölmörg íslensk fyrirtæki, sérstak- lega þau sem stunda viðskipti erlendis, hafa tekið upp orðið Group í heiti sínu. Til dæmis stendur til að breyta nafni Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Icelandic Group í lok mánaðarins. - bg NÝR FORSTJÓRI SAMSKIPA Michael Hassing hefur verið ráðinn forstjóri Samskipa við hlið Ásbjörns Gíslasonar. Jafnframt verður áherslu fyrirtækisins breytt og horft á eflingu þjónustustiga í stað þess að skipta verkefnum milli Íslands og útlanda. Fr ét ta bl að ið /V al ga rð ur Fr ét ta bl að ið /E . Ó l. FLEIRI MEGA VERA GROUP Nýlega skipti hið gamalgróna fyrirtæki Flugleiðir um nafn og heitir nú FL Group.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.