Fréttablaðið - 25.05.2005, Side 26

Fréttablaðið - 25.05.2005, Side 26
Björgvin Guðmundsson skrifar Greiningardeild KB banka telur að Íbúðalánasjóður hafi mismun- að þeim sem sýnt hafi skulda- bréf sjóðsins áhuga með því að taka einungis tilboðum Lands- bankans og Íslandsbanka í lok- uðu útboði. „Þetta fyrirkomulag verður að teljast sérkennilegt í ljósi þess að íbúðalánasjóður er opinber sjóður sem gefur út skuldabréf með ríkisábyrgð, sem leggja grunn að vaxtarófi ís- lensku krónunnar,“ segir í hálf- fimm fréttum bankans. Í útboðinu, sem haldið var 19. maí, seldi sjóðurinn skuldabréf að andvirði tíu milljarða króna að nafnvirði. Jóhann G. Jóhannsson, svið- stjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að ávöxtunarkrafan hafi verið búin að vera svolítið há. Þegar hún datt niður í 3,55 prósent um miðj- an maí hafi Landsbankinn og Ís- landsbanki komið og boðið Íbúða- lánasjóði að fara í lokað útboð. „Við þáðum það í þetta skipti. Það er vegna þess að markaðurinn var svo grunnur og við vissum ekki hvert stefndi,“ segir hann. Rangt sé að betri kjör hefðu fengist í opnu útboði við þessar aðstæður. Með þessu sé áfram hægt að bjóða fólkinu í landinu áfram góð kjör á sínum lánum. Þetta hafi verið gert tvisvar áður. Hann segist aðspurður hafa orðið var við að KB banki kvarti yfir þessu fyrirkomulagi. Þetta fyrirkomulag hafi líka verið við- haft vegna markaðsóvissu. Í út- boði Íbúðalánasjóðs fyrir um mánuði síðan hafi KB banki dregið sig út úr útboði tveimur mínútum fyrir útboðið. Það hafi haft afgerandi áhrif á það útboð. Í fréttabréfi greiningardeild- ar KB banka segir að gera þurfi þá kröfu til Íbúðalánasjóðs, sem sé í eigu opinberra aðila, að hann hugsi um almannahagsmuni með því að reyna að ná fram sem hag- stæðustum kjörum. Sjóðurinn eigi að starfa á gagnsæjan hátt og ekki mismuna markaðsaðil- um. Það hafi hann gert með þess- ari ákvörðun. Vika Frá áramótum Actavis 11,44˚% 16,04% Atorka óbr. 7,64% Bakkavör 2,69% 41,15% Burðarás 5,07% 22,64% Flaga -4,19% -17,54% FL Group 3,14% 56,11% Íslandsbanki -1,11% 21,97% KB banki -0,18% 21,95% Kögun -0,16% 34,67% Landsbankinn 1,85% 38,78% Marel 1,44% 13,82% Og fjarskipti 0,72% 30,31% Samherji óbr. 9,00% Straumur 0,42% 27,86% Össur -0,61% 5,22% *Miðað við gengi í Kauphöll í gær MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N KB banki fékk ekki að taka þátt í útboði Íbúðalánasjóður tók boði Landsbanka og Íslandsbanka um lokað útboð á skuldabréfum. 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki Gengisstyrking krónunnar á stærstan þátt í því að Útrásar- vísitala Markaðarins lækkaði úr 115,7 stigum í 110 í síðustu viku. Aðeins þrjú félög af fjórtán í vísitölunni skiluðu jákvæðri ávöxtun fyrir íslenska fjárfesta. Mest hækkaði breska verslun- arkeðjan French Connection, sem Baugur á hlut í. Bréfin hækkuðu um 6,9 prósent á breska markaðinum en ávöxtun að teknu tilliti til lækkunar pundsins gagnvart krónu var 2,6 prósent. Decode heldur áfram að hækka á bandarískum markaði og stóðu bréfin í 7,44 á mánudag og höfðu hækkað um 4,6 prósent. Að teknu tilliti til breyttu gengi Bandaríkjadals var ávöxtunin 1,9 prósent. Gengi Finnair hækkaði nokk- uð á markaði í Finnlandi en breytingar á gengi átu nánast alla þá hækkun upp fyrir ís- lenska fjárfesta. Útrásarvísitala Markaðarins mælir gengi fjórtán félaga á markaði erlendis sem Íslendin- gar eiga umtalsverðan hlut í. - þk Samskip hafa ráðið Danann Michael F. Hassing, fyrrverandi forstjóra Mærsk í Bretlandi, sem nýjan forstjóra félagsins. Ás- björn Gíslason forstjóri, sem hefur leitt útrás Samskipa er- lendis undanfarin ár, kemur til Íslands og starfar við hlið Michaels. Knútur Hauksson lætur af starfi sem forstjóri Samskipa á Íslandi og tekur við starfi forstjóra Heklu. Bæði Ás- björn og Michael gerast hluthaf- ar í Samskipum. Michael Hassing hefur starf- að hjá AP Möller-Mærsk Group í aldarfjórðung og starfaði í fjórt- án ár sem forstjóri félagsins í Austur-Asíu. Hann kynntist ís- lenska markaðnum árið 1989 og hefur unnið náið með íslensku skipafélögunum. Ólafur Ólafsson, stjórnarfor- maður Samskipa, telur að félagið muni styrkjast enn frekar með þessum breytingum á yfirstjórn og skýrari verkaskiptingu for- stjóranna. „Það er gríðarlegur ávinningur að fá í okkar raðir jafn reynslumikinn mann í alþjóðlegum siglingum og flutn- ingastarfsemi og Michael Hass- ing er.“ Félagið ætlar að draga úr hefðbundinni skiptingu verkefna á milli Íslands og erlendra starfs- svæða og einbeita sér að fjórum þjónustustigum, gámaflutning- um, frystiflutningum, flutnings- miðlun og almennri þjónustu. „Við Michael verðum ábyrgir fyrir starfsemi félagsins í heild. Ég mun verða ábyrgur fyrir eflingu starfseminnar á Íslandi og uppbyggingu frystiflutning- anna,“ segir Ásbjörn. - eþa Skuldir heimilanna við innláns- stofnanir námu 390 milljörðum króna í lok apríl og hafa þær aukist um 83 milljarða króna frá áramótum. Þessi mikla aukning er að mestu vegna skuldbreyt- ingar heimilanna á íbúðalánum hjá Íbúðalánasjóði. Ástæða auk- innar skuldsetningar heimilanna við innlánastofnanir er að mest- um hluta vegna íbúðalána bank- anna. Skuldirnar færast því frá Íbúðalánasjóði til bankakerfis- ins. Skuldir fyrirtækja hjá inn- lánsstofnunum námu 903 millj- örðum króna í lok apríl og höfðu þá aukist um ríflega 95 milljarða frá áramótum. Lán til erlendra aðila hafa aukist mikið en lán innlánsstofn- anna til þeirra stóðu í 285 millj- örðum í lok apríl síðastliðins og höfðu þá aukist um 90 milljarða frá áramótum. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabanka Íslands. - dh Skuldir heimilanna aukast Íbúðalán bankanna ástæða skuldaaukningar. Útrásarvísitala Markaðarins: Lækkar um 4,9 prósent Nýr forstjóri Samskipa Michael Hassing, fyrrverandi forstjóri hjá Mærsk á Bretlandseyjum, ráðinn forstjóri Samskipa við hlið Ásbjörns Gíslasonar. Svipað fasteignaverð í Kaliforníu og Reykjavík Group enn gjaldgengt Fasteignaverð í Kaliforníu hefur hækkað upp úr öllu valdi síðan 1997. Viðskiptatímaritið Fortune telur að meðalverð fyrir fast- eign hafi verið um 186.000 dalir árið 1997 en sé nú komið upp í 495.000. Það gerir um 32 milljón- ir íslenskra króna. Til saman- burðar var meðalupphæð hvers þinglýsts kaupsamnings á höf- uðborgarsvæðinu 29 milljónir króna í síðustu viku. Það vantar því ekki mikið upp á að fast- eignaverð í Reykjavík jafni fast- eignaverðið í hinni rómuðu Kali- forníu. - eþa JÓHANN G. JÓHANNSSON Vegna óvissu ákvað Íbúðalánasjóður að heimila einungis Ís- landsbanka og Landsbanka að kaupa íbúðabréf að andvirði tíu milljarða króna. Jóhann segir að sjóðurinn hafi þannig fengið betri kjör en ella. Það er ekki rétt að fyrirtækja- skrá hafi lagt bann við því að fleiri fyrirtæki fengju að skrá sig undir heitinu Group, eins og fram kom fyrir helgi í fréttum Ríkisút- varpsins, segir Skúli Jónsson, for- stöðumaður fyrirtækjaskrár Ríkis- skattstjóra. Svo lengi sem heitið sé í samræmi við starfsemi fyrirtækisins sé í lagi að taka það upp. Fjölmörg íslensk fyrirtæki, sérstak- lega þau sem stunda viðskipti erlendis, hafa tekið upp orðið Group í heiti sínu. Til dæmis stendur til að breyta nafni Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Icelandic Group í lok mánaðarins. - bg NÝR FORSTJÓRI SAMSKIPA Michael Hassing hefur verið ráðinn forstjóri Samskipa við hlið Ásbjörns Gíslasonar. Jafnframt verður áherslu fyrirtækisins breytt og horft á eflingu þjónustustiga í stað þess að skipta verkefnum milli Íslands og útlanda. Fr ét ta bl að ið /V al ga rð ur Fr ét ta bl að ið /E . Ó l. FLEIRI MEGA VERA GROUP Nýlega skipti hið gamalgróna fyrirtæki Flugleiðir um nafn og heitir nú FL Group.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.