Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 33
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI göngu- sumarsins garpa Fyrir Meindl Colorado Lady Flokkun B Nubuk leður Gore Tex vatnsvörn Vibram Multigriff sóli Þyngd 750 g (stærð 42) Einnig til í herraútfærslu Tilboð 14.990 kr. Verð áður 17.990 kr. Lowa Renegade GTX Bestu kaupin í útbúnaðar- prófun Útiveru 2005 Flokkun AB Klassískir fjölnota skór Gore Tex vatnsvörn Nubuk leður Verð 13.990 kr. BC: Fyrir erfiðari göngur og fjallabrölt • C: Fyrir alpagöngur, kletta, ís og brodda SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Bill Gates, stjórnarformaður tölvurisans Microsoft, sagði á dögunum að fyrirtæki þyrftu að gera meira til að hjálpa starfs- mönnum sínum að takast á við sí- fellt aukið flæði upplýsinga. Ef ekkert yrði að gert gæti þetta komið niður á framleiðni. Gates sagði vef upplýsinga orðin svo flókinn að menn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. „Menn fá ekki greitt fyrir að leita upplýs- inga eða vafra um á netinu, held- ur fyrir að hanna nýja vöru á sem skemmstum tíma með sem minnstum tilkostnaði.“ Hann bætti svo við að væntan- leg útgáfa Office-pakkans svo- kallaða, sem meðal annars inni- heldur ritvinnsluforritið Word, ætti að gera mönnum kleift að skilja hismið frá kjarnanum og einbeita sér að því sem raunveru- legu máli skipti: „Nýi búnaðurinn mun gera fyrirtæki mun sam- keppnishæfari, þetta verður alveg nýr heimur“, sagði Gates. - jsk Gates hræðist upplýsingaflæðið Smásala á netinu eykst Smásala á netinu í B a n d a r í k j u n u m jókst um 23 prósent á fyrsta ársfjórð- ungi sé miðað við árið á undan, er komin í 1.235 millj- arða. Netsérfræð- ingurinn David Garrity segir greinilegt að neytendur verði sí- fellt vanari því að nota netið: „Fólk virðist ekki hafa neinar áhyggjur af því að kaupa í gegnum netið lengur“. Netsala er 2,2 pró- sent allrar smásölu í Bandaríkjunum og hefur hlutfallið aukist hratt og örugglega undanfarin ár. Búist er við því að framhald verði á þeirri þróun. - jsk Á NETINU Smásala á netinu eykst jafnt og þétt í Bandaríkjun- um. BILL GATES Segir starfsmenn fyrirtækja vera að drukkna í upplýsingum og ef ekkert verði að gert muni það koma niður á fram- leiðni. Svo virðist sem söngurinn um að fátt sé óhollara en sólskinið eigi ekki við rök að styðjast. Þau góðu tíðindi hafa borist sóldýrk- endum að sólböð séu holl og gagnist líkamanum vel í barátt- unni gegn krabbameini. Vísindamenn hafa komist að því að líkaminn þurfi mjög á D- vítamíninu að halda sem fæst úr sólarljósi. Líkaminn vinnur mun betur úr D-vítamíni sem fer þá leiðina inn í líkamann en D- vítamíni sem innbyrt er með mat eða í töfluformi. Nýjar rannsóknir sýna að sólarljós hjálpar líkamanum að verjast eitilkrabbameini, lungnakrabba- meini, krabbameini í blöðruháls- kirtli og jafnvel húðkrabba- meini. Vísbendingarnar eru sterkastar um að hæfileg sólboð verji líkamann gegn ristil- krabbameini. Vísindamennirnir sem nú mæla sterklega með sólböð- um segja ljóst að kostirnir séu miklu meiri en gall- arnir. Þeir benda á að sólböð virðist verja lík- amann gegn nokkrum mjög hættulegum teg- undum af krabbameini. Lengi hefur verið vitað að óhófleg sólboð geta vald- ið húðkrabbameini en það er sjaldan lífshættulegt. Að mati Edward Giovann- ucci, prófessor í læknadeild Harvard-háskóla, telur að fyrir hvert andlát sem verður vegna húðkrabbameins bjargist þrjá- tíu líf vegna D-vítamínsins sem líkaminn fær úr sólarljósinu. - þk Ekki spara sólböðin Í ljós hefur komið að þau eru meinholl. Í SÓL OG SUMARYL Ekki nóg með að þessi kona fái fersklegan lit af sólbaðinu. Hún er líka að verja sig gegn krabbameini. Fr ét ta bl að ið /G VA Nákvæmasta klukka heims Skeikar um eina sekúndu á 30 milljörðum ára. Stundvísi er talin dyggð og þeir sem leggja metnað sinn í að vera alltaf á réttum tíma geta nú glaðst yfir því að búið er að hanna nákvæmustu klukku heimsins. Nýjustu atómklukkur eru svo nákvæmar að þeim skeikar að- eins um eina sekúndu á þrjátíu milljón árum. Slíkri klukku skeikaði því aðeins um tvær sek- úndur frá þeim tíma sem liðinn er síðan risaeðlurnar dóu út. En ef einhverjir eru svo stressaðir á stundvísinni að þetta dugir ekki geta þeir hinir sömu glaðst yfir því að nú er búið að hanna klukku sem er þúsund sinnum nákvæmari. Það þýðir að klukkunni skeikar aðeins um eina sekúndu á hverjum 30 millj- örðum ára, en til gamans má geta þess að alheimurinn er talinn vera milli tíu og tuttugu milljarða ára gamall samkvæmt kenn- ingum vísindanna – en töluvert yngri samkvæmt sköp- unarsögu Biblí- unnar, eða um sex þúsund ára. Þeir sem eiga það til að vera óstundvísir geta því tæpast kennt klukkunni um því hægt er að verða sér úti um úr sem stillir sig sjálfkrafa miðað við atómklukkur. Þær eru að vísu ekki eins nákvæmar og þær allra nýjustu og skeikar þar um eina sekúndu á nokkrum milljónum ára. - þk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.