Fréttablaðið - 25.05.2005, Side 62

Fréttablaðið - 25.05.2005, Side 62
Tveir nemendur Nýja söngskólans „Hjartansmál“ halda burtfarartón- leika þessa dagana, þau Sævar Kristinsson og Anna Klara Georgs- dóttir. Tónleikar Sævars verða í kvöld en Önnu Klöru á mánudags- kvöldið. Nýi söngskólinn Hjartansmál fagnar um þessar mundir tíu ára af- mæli sínu, en þau Sævar og Anna Klara eru fyrstu nemendur skólans sem útskrifast með burtfararprófi. Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt þessi tíu ár, en var býsna lítill þegar Sævar hóf þar söngnám sitt. „Ég sé svo sannarlega ekkert eftir því. Þetta er svo persónulegur skóli með úrvali góðra kennara. Mér finnst hann æðislegur.“ Sævar segir sönginn vera sér lífsnauðsyn og allir hafi gott af því að læra að syngja. „Mín skoðun er sú að það ætti að skylda alla til að læra þó ekki væri nema raddbeitingu. Sjálfur vinn ég sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki og það er svo oft sem fólk er búið að undir- búa eitthvað flott en kann ekki að koma því frá sér vegna þess að það kann ekki að beita röddinni.“ Anna Klara ætlar sér í fram- haldsnám í söng næsta haust. Hún fer til Bretlands í hinn virta skóla Guildhall School of Music and Drama í London. „Hún ætlar sér stóra hluti í þessu,“ segir Sævar, sem ætlar þó sjálfur að láta staðar numið í söng- náminu að sinni. Hann býst reyndar við að halda áfram að syngja við ýmis tækifæri. Hann syngur til dæmis með Radd- bandafélagi Reykjavíkur, litlum karlakór sem Sigrún Grendal píanó- leikari stjórnar. Svo segist hann gjarnan syngja fyrir viðskipavini sína í ráðgjafa- starfinu. Hefur til dæmis sungið á árshátíðum og opnunarhátíðum og við fleiri tækifæri. „Þetta skapar manni sérstöðu, maður er „syngjandi ráðgjafi“ og það er bara mjög gaman.“ Á tónleikunum í kvöld leikur Guðbjörg Sigurjónsdóttir á píanó meðan Sævar syngur, en Guðbjörg er skólastjóri söngskólans. Einnig leika þeir Vadim Fedorov á harmon- ikku og Sigurjón B. Daðason á klar- inett auk þess sem félagar Sævars úr Raddbandafélagi Reykjavíkur taka undir í tveimur lögum. Á efnisskránni er ljóðaflokkur- inn Frauenliebe und -leben eftir Schumann, Kirkjulög Jóns Leifs, ljóð eftir Duparc og aríur úr La Bohéme. ■ 26 25. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… ... hinum heimsþekkta franska sirkus, Cirque, sem slær upp tjaldi á Hafnarbakkanum í miðbæ Reykjavík- ur í næstu viku í samstarfi Listahátíð- ar í Reykjavík og Hátíðar hafsins sem fram fer um sama leyti. ... danshátíðinni Trans Danse sem haldin verður í Nasa við Austurvöll í tengslum við Listahátíð um næstu helgi. Nýir og ferskir danshópar frá Frakklandi, Finnlandi og Tékklandi sýna listir sínar á föstudag og sunnu- dag. ... portúgölsku fado-söngkonunni Marizu, sem heldur tvenna tónleika á Listahátíð um helgina. Fyrri tónleik- arnir verða á Broadway á föstudags- kvöldið, og er nú þegar uppselt á þá, en enn eru fáanlegir miðar á seinni tónleikana, sem verða haldnir á sama stað á laugardagskvöld. Stórsveit Reykjavíkur heldur í kvöld tónleika með bandaríska trompetleikaranum, tónskáld- inu og hljómsveitarstjóranum Greg Hopkins. Tónleikarnir verða í Ráðhúsi Reykjavíkur og aðgangur er ókeypis. Þeir hefjast klukkan 20. „Greg Hopkins er að segja má orðinn einn af aðalstjórnendum sveit- arinnar,“ segir Jóel Páls- son saxófónleikari, sem spilar með stórsveitinni. „Hann þekkir hljómsveit- ina vel og meðlimi hennar, og það er gott að vinna með honum. Hann er snöggur að vinna og effektívur.“ Greg Hopkins var á árum áður tónlistarstjóri hjá Stórsveit Buddy Rich. Á tón- leikunum í kvöld ætlar Stórsveit Reykjavíkur að flytja bæði ný verk eftir Hopkins og eldra efni úr smiðju hans. „Þetta eru hans útsetn- ingar meira og minna, bæði á klassískum stór- sveitarverkum og einnig minna heyrðu efni.“ Stórsveit Reykja- víkur heldur jafn- an nokkra tónleika á hverju ári og spilar næst á djass- hátíð á Egilsstöð- um í sumar. Með- limir sveitarinnar eru allt saman hljóðfæraleikarar í fremstu röð. „Þetta er rjóminn af blásurum landsins.“ Kl. 15.00 Lars Lönnroth verður aðalframsögumað- ur á umræðufundi í Norræna húsinu um þýðingar og útgáfu á íslenskum fornbók- menntum á skandinavískum málum. Aðrir framsögumenn verða Annette Lassen, Bergur Þorgeirsson og Viðar Hreinsson. menning@frettabladid.is Rjómi íslenskra blásara SÖNGVARARNIR SÆVAR OG ANNA KLARA Þau eru að halda burtfarartónleika sína frá Nýja söngskólanum Hjartansmál þessa dagana. ! Stóra sviðið DÍNAMÍT - Birgir Sigurðsson KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR - H.C. Andersen ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA - Hallgrímur Helgason/leikgerð Baltasar Kormákur MÝRARLJÓS - Marina Carr Sun. 29/5. Allra síðasta sýning Litla sviðið kl. 20:00 Smíðaverkstæðið kl. 20:00 Valaskjálf Egilsstöðum KODDAMAÐURINN - Martin McDonagh RAMBÓ 7 - Jón Atli Jónasson EDITH PIAF Á AUSTURLANDI - Söngdagskrá Mið. 1/6 kl. 20:00, fim. 2/6 kl. 20:00. Miðasala á Bókasafni Héraðsbúa. Opið alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546 8. sýn. fim. 26/5 örfá sæti laus, 9. sýn. fös. 3/6, 10. sýn. lau. 11/6, 11. sýn. sun. 12/6. Fös. 27/5 nokkur sæti laus, lau. 28/5, lau. 4/6 örfá sæti laus, fim. 9/6, fös. 10/6. Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana. Lau. 28/5 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 5/6 kl. 14:00 nokkur sæti laus. Síðustu sýningar í vor. Fös. 27/5 örfá sæti laus, lau. 28/5 örfá sæti laus, fös. 3/6. Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is. Miðasalan er opin kl. 12:30-18:00 mán. og þri. Aðra daga kl. 12:30-20:00. símapantanir frá kl. 10:00 virka daga Þjóðleikhúsið sími 551 1200 Í kvöld mið. 25/5 örfá sæti laus, fim. 26/5 örfá sæti laus. Síðustu sýningar í vor. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. ÞÚ VEIST HVERNIG ÞETTA ER Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins. Stúdentaleikhúsið. Þri. 31/5. EDITH PIAF Á AUSTURLANDI 1. OG 2. JÚNÍ! STÓRA SVIÐ 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR frá SV´ÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 TÍMAR Dansleikhús / samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON. Fi 9/6 kl 20 - 2.500,- Einstakur viðburður DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Fö 27/5 kl 20 Síðasta sýning HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fi 26/5 kl 20 Síðasta sýning HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 28/5 kl 20 Síðasta sýning KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 4/6 kl 14 UPPS., Su 5/6 kl 14 - UPPS., Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Fi 26/5 kl 20 - UPPS., Fö 27/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20, Su 29/5 kl 20, Fi 2/6 kl 20, Fö 3/6 kl 20 THE SUBFRAU ACTS - GESTALEIKSÝNING The paper Mache og Stay with me Fi 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Dagana 13.-25. júní býðst þér að setjast á skólabekk í Háskóla Íslands og taka þátt í umræðum, tilraunum, vettvangsferðum og heilabrotum um flest milli himins og jarðar. Hvað vekur áhuga þinn? Viltu vita meira? Skráning í Háskóla unga fólksins er hafin. Líttu inn á www.ung.is og skoðaðu þig um. Ertu á aldrinum 12-16 ára?* *Háskóli unga fólksins er opinn unglingum fæddum á árunum 1989 - 1993. Syngjandi ráðgjafi útskrifast ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Burtfarartónleikar Sævars Kristinssonar frá Nýja söngskólan- um Hjartansmál verða í tónlistarhús- inu Ými við Skógarhlíð.  20.00 Stórsveit Reykjavíkur held- ur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur með bandaríska trompetleikaranum, tónskáldinu og hljómsveitarstjóran- um Greg Hopkins. Flutt verða ný verk eftir Hopkins auk eldra efnis úr smiðju hans.  22.00 Indigo, Pétur Ben, Bob Justman og Kalli spila á Gauknum. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur MAÍ 23 24 25 26 27 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.