Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 18
Stendhalismo er því miður einn af sjaldgæfari sjúkdómum heimsins. Hann lýsir sér með svima, skorti á einbeitingu, and- þrengslum og erfiðleikum við að standa og ganga. Lasleikinn er kenndur við franska rithöfund- inn Stendhal sem lýsti fyrstur einkennum veikinnar sem hann þekkti af eigin raun. Orsök þess- arar sjaldgæfu sóttar er sögð vera fegurð Flórens. Stendhal réði ekki við fegurðina, var reikull í spori eftir að skoða Flórens og fæturnir gáfu sig við kirkju hins helga kross. Manni er sagt að nokkur tilvik af Stendhalismo séu meðhönduluð á spítölum borgarinnar á hverju ári, og að talsvert fleiri en þeir rúmföstu þurfi aðhlynningu. Sóttin sækir víðar á menn en í Flórens. Sjálfur hef ég stund- um staulast andstuttur um klausturgarða austur í Japan. Hætturnar liggja þannig víða í þessum heimi en það er dálítið undarlegt hvað margir þeirra staða sem líklegastir eru til að valda mönnum andþrengslum, svima og fótaskorti eru á Ítalíu. Ítalir eiga þá ófrumlegu skýr- ingu á þessu að almættið hafi vandað sig alveg sérstaklega þegar það bjó til landið þeirra. Sú tilfinning kviknar svo sem úti í ítalskri náttúru að almætt- inu hafi óvíða tekist betur til. Það sem situr þó fastar í manni eftir dvöl á Ítalíu er hvað ótrú- lega margir mennskir snillingar hafi vandað sig mikið og vel í þessu landi. Það er heldur ekki fegurð Flórens, Feneyja eða annarra frægra borga sem býr til flestar minningar um Ítalíu, heldur þessi margendurtekna ánægja að finna í óþekktum af- kimum einhver mannanna verk sem væru talin mestu þjóðar- gersemar í fátækari löndum. Kannski er stór hluti ítölsku þjóðarinnar líka haldinn ein- hverju afbrigði af Stendhal- ismo. Þótt hvergi sé notalegra að spássera á sólríku síðdegi en í ítalskri borg og hvergi séu föt mannanna betur sniðin, virðist þjóðfélagið sjálft vera reikult og ringlað. Það er djúp og versn- andi kreppa í atvinnulífinu, upp- lausn og öngþveiti í stjórnmál- um, ófremdarástand í mennta- málum, skelfingarástand á fjöl- miðlun, neyðarástand í ríkis- fjármálum, lömun í dómskerf- inu og djúpstæð spilling í opin- beru lífi. Það er eins og enginn geti talað um ítalskt atvinnulíf eða stjórnmál án þess að nota samlíkingar úr læknisfræði og æ oftar virðast þær ættaðar af skurðstofum spítala. Um daginn helgaði líka breska vikuritið Economist forsíðu sína þeirri kenningu að Ítalía væri hinn sjúki maður Evrópu. Örvænting ítala sést á því að þeir hafa kosið til valda mann sem aðrar vestrænar þjóðir hefðu stungið í fangelsi. Annars staðar væri Berlusconi ekki að- eins dæmdur sakamaður, heldur væri hann almennt fordæmdur fyrir algert siðleysi í viðskipt- um og stjórnmálum. Þessi mað- ur frumstæðra skoðana hefur heldur allsendis engar lausnir á vanda Ítalíu. Þó er stjórnartíð hans orðin löng á ítalskan mæli- kvarða enda ítalskir stjórnmála- menn ekki þess megnugir að finna siðlegra og skynsamlegra svar við vanda samtímans. Rætur þeirra djúpu kreppu sem Ítalir hafa lent í liggja auð- vitað víða. Það er hins vegar hnattvæðing viðskipta sem hratt henni af stað og í því liggja ákveðnir lærdómar fyrir aðrar þjóðir. Ítalir voru óheppnir að því leyti til að þeir byggðu meira á iðnaði af því tagi sem nú er að flytjast til Kína en margar aðrar þjóðir Evrópu. Dæmi úr samtímanum sýna hins vegar að það eru viðbrögð stjórnmála- manna og viðskiptalífs við hnattvæðingunni frekar en staða atvinnulífsins áður en til hennar kom sem mestu skiptir um hvernig til tekst. Ítalskir stjórnmálamenn til hægri og vinstri hafa ekki brugðist við hnattvæðingunni með öðru en afneitun og lýðskrumi. Margir kjósenda virðast trúa því að með því að hindra alþjóðavið- skipti geti ítalir látið eins og Asía sé ekki til, gert áfram það sem þeir gerðu í gær og farið síðan á góð eftirlaun 57 ára gamlir. Þó er Ítalía eitt þeirra landa sem gæti hagnast mest á nýrri stöðu í atvinnulífi heimsins. Í samtímanum hagnast menn á sköpun, hugviti og hönnun en lítið á einfaldri framleiðslu. Ónýtt stjórnmálakerfi og van- rækt menntakerfi beinir nú Ítölum frá því sem þeir hafa alltaf gert betur en aðrir menn og yfir í það öngstræti að verja deyjandi atvinnugreinar og réttindi sem engin innistæða er til fyrir. ■ M álefnum neytenda er stöðugt gefinn meiri gaumur í ís-lensku samfélagi. Það hefur allt of lengi verið lenska aðneytendur láti bjóða sér að bera fjárhagslegt tjón af því að þeir aðilar sem þeir kaupa af verk og þjónustu vandi ekki til vinnu sinnar eða hreinlega svindli á neytendum. Við og við koma þó upp mál sem minna á að frumskógarlögmálið er víða í fullu gildi í viðskiptum neytenda á Íslandi. Í Fréttablaðinu á mánudag var sagt frá húsi í Grafarholti þar sem fram hafa komið skemmdir sem rekja má til vanrækslu verk- taka. Vandi húseigendanna er sá að verktakinn er til gjaldþrota- meðferðar og því erfitt að sækja bætur. Í samtali blaðsins við byggingarfulltrúa borgarinnar kemur fram að margir byggingar- stjórar ræki ekki skyldur sínar og láti ekki taka út þær byggingar sem þeir reisa þrátt fyrir að bygging sé í raun ekki lögformlega risin fyrr en slík úttekt hefur farið fram. Í Fréttablaðinu í gær bendir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélags- ins, á að um mál sem þessi eigi að gilda eins og önnur lögbrot, að lögreglan sjái um að góma glæpamennina. Undir þessi orð Sigurð- ar ber að taka því það nær auðvitað ekki nokkurri átt að neytend- ur bíði fjárhagslegt tjón vegna vanefnda byggingaraðila. Mál sem þessi eru vitanlega alvarlegust þegar þau tengjast byggingum og fasteignaviðskiptum vegna þess að þá er iðulega al- eiga fólks að veði. Lengi hafa íslenskir neytendur litið á það eins og hverja aðra skráveifu að láta svindla á sér. Á þessu virðist sem bet- ur fer vera að verða nokkur breyting. Almenningur sækir í aukn- um mæli rétt sinn gagnvart svikum. Félagasamtök eins og Neyt- endasamtökin og Húseigendafélagið hafa eflst og samtök launa- fólks, einkum ASÍ, hafa einnig í auknum mæli gefið málefnum neytenda gaum. Á undanförnum árum hefur verð á matvöru lækkað. Ýmsar skýringar eru á því en ein þeirra er áreiðanlega aukin verðvitund neytenda. Vissulega eiga Íslendingar alllangt í land með að verð hinnar daglegu innkaupakörfu verði sambærilegt og í nágranna- löndum okkar þar sem launakjör eru svipuð þeim sem hér þekkj- ast. Enn lengra eiga íslenskir neytendur þó í land þegar litið er á verðkönnun hagstofu Evrópusambandsins á skóm og fatnaði í 30 Evrópulöndum og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. Þar kemur fram að verð á þessum vörum sé 49 prósentum hærra hér á landi en að meðaltali í löndunum sem könnunin náði til, þrátt fyrir að verð á þessari vöru hafi áreiðanlega lækkað talsvert síðustu ár. Það er því ljóst að íslenskir neytendur eiga verk að vinna í að veita seljendum vöru og þjónustu aðhald. Númer eitt er auðvitað að láta ekki svindla á sér og þar á eftir kemur aðhald í verðlagsmál- um. Neytendasamtökin eru stofnuð utan um hagsmuni neytenda. Þau samtök þarf að efla enn frekar með aðild og virkni neytenda. Aðeins þannig verður frumskógarlögmálinu eytt í viðskiptum hins almenna neytanda. ■ 25. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Íslenskir neytendur eru stöðugt betur á verði um hagsmuni sína. Burt me› frum- skógarlögmáli› FRÁ DEGI TIL DAGS GNOÐARVOGI 44 Opið frá 10-18:15 TILBOÐ Nýr skötuselur Aðeins 1290 kr.kg Stór humar Sigin grásleppa Gó› og slæm veikindi Einn af hinum stóru Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hefur á undanförnum mánuðum verið óþreytandi við að boða „nútímalega jafnaðarstefnu“ sem hann kallar svo. Hefur jafnvel framtíðarhópur nýkjörins formanns fallið í skuggann fyrir ákafa borgarfulltrúans, sem fram að þessu hef- ur gefið málflutn- ingi sínum aukið vægi með því að kynna sig sem for- mann framkvæmda- stjórnar flokksins – einn af hinum stóru í Samfylkingunni. Um tíma héldu menn að Sam- fylkingin ætlaði að gera hann að borg- arstjóra í Reykjavík. Og þegar lands- fundurinn rann upp trúðu ýmsir því að honum væri nýr frami vís. Óvænt úrslit Það kom því mörgum á óvart að þegar Stefán Jón freistaði þess á nýafstöðn- um landsfundi Samfylkingarinnar að feta enn ofar í virðingar- og áhrifastöðu meðal jafnaðarmanna og bauð sig fram í ritaraembætti flokksins féll hann fyrir óþekktri konu sem DV í gær kallar „óframfærna norðanstúlku“. Segir blað- ið að nýi ritarinn, Helena Þuríður Karls- dóttir, hafi ekki þurft annað en að koma í ræðustól og segja: „Ég er kona utan af landi“ til þess að sigra með yfirburðum. Einföld skýring Stefán Jón kann skýringu á þessu. Það var ekki verið að hafna honum á lands- fundinum og ekki hinni nútímalegu jafnaðarstefnu hans. Þó það nú væri! Helena var ekki kosin fyrir eigin verð- leika heldur vegna þess að hún er kona og búsett úti á landi. „Lands- byggðarmál?“ spyr blaðamaður DV, sem strax kveikir á perunni og Stefán Jón svarar að bragði: „Ekkert annað. Ég lít ekki svo á að þetta hafi verið van- traust á neitt annað en kynferði mitt og búsetu.“ En sem sönnum jafnaðar- manni sæmir er hann jákvæður í mót- blæstrinum: „En ég hef þá meiri frítíma en ég reiknaði með. Svona gerast hlut- irnir landsfundi á.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG ÍTALÍA JÓN ORMUR HALLDÓRSSON „Ón‡tt stjórnmálakerfi og vanrækt menntakerfi beinir nú Ítölum frá flví sem fleir hafa alltaf gert betur en a›rir menn og yfir í fla› öngstræti a› verja deyjandi atvinnugreinar og réttindi sem engin innistæ›a er til fyrir.“ Lengi hafa íslenskir neytendur liti› á fla› eins og hverja a›ra skráveifu a› láta svindla á sér. Á flessu vir›ist sem betur fer vera a› ver›a nokkur breyting.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.