Fréttablaðið - 25.05.2005, Page 25

Fréttablaðið - 25.05.2005, Page 25
 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L B I2 83 03 0 5/ 20 05 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L B I2 83 03 0 5/ 20 05 7,6%* Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.04.2005–30.04.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf Landsbankans 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingar- sjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verð- bréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is Fjölmiðlanotkun: Ný tækni mælir áhorf Fasteignamarkaðurinn Stefnir í jafnvægi Breskir vísindamenn: Rauður er vinningslitur Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 25. maí 2005 – 8. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Keypt í Bandaríkjunum | Actav- is steig stórt skref inn á Banda- ríkjamarkað með kaupum á bandaríska samheitalyfjafyrir- tækinu Amide. Kaupverðið var 33 milljarðar króna. Hagnaður Amide var fyrir skatta í fyrra um 3,4 milljarðar króna. Forstjóraskipti hjá Heklu | Knútur G. Hauksson hættir sem forstjóri Samskipa og tekur við forstjórastarfi hjá bílafyrirtæk- inu Heklu. Tryggvi Jónsson, for- stjóri Heklu, verður starfandi stjórnarformaður fyrirtækisins. Mosaic seldist upp | Fagfjár- festar vildu fjórfalt meira af hluta- bréfum í bresku tískukeðjunni Mosaic en í boði var. Hlutafé seld- ist fyrir 3,7 milljarða á genginu 13,6. Almennt útboð verður 6. til 10. júní og verða þá bréf fyrir 1,2 milljarða í boði. Í framhaldinu verður félagið skráð í Kauphöll. Símakaup í Finnlandi | Björgólfur Thor Björgólfsson er á góðri leið með að yfirtaka finnska símafélagið Saunalathi. Félag í eigu Björgólfs stefnir að kaupum á 90 prósenta hlut í félaginu og skrá það af markaði. Kaupin hafa vakið mikla athygli í Finnlandi, en samkeppni er hörð á finnska síma- markaðnum. Fjórtán tilboð | Fjórtán tilboð bárust í Símann frá 37 aðilum. Einkavæðingarnefnd fer yfir til- boðin og birtir síðan nöfn tilboðs- gjafanna. Trúnaðarákvæði hindr- ar tilboðsgjafa í því að gefa sig upp, en listi verður birtur að lok- inni yfirferð einkavæðingar- nefndar. Þotur til Kína | FL Group hefur leigt fimm þotur til Kína. Félagið tryggði sér kaup og fjármögnun á 737-800 vélum frá Boeing með það að markmiði að leigja vélarnar áfram. Alls tryggði félagið sér fimmtán vélar, en þessar fimm fara til Kína á fyrri hluta næsta árs. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands: Greiðir ágóða til sveitarfélaga Stjórn Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands (EBÍ) hefur ákveðið að greiða 450 millj- ónir króna í ágóðahlut til þeirra 27 sveitarfélaga sem eiga aðild að Sameignarsjóði EBÍ. Upphæðin er í réttu hlutfalli við eignaraðild sveitarfélaganna. Stjórn og fulltrúaráð EBÍ mælast til þess að sveitarfélögin noti framlögin meðal annars til for- varna og brunavarna. Hæsta greiðslan rennur til Akureyrar eða um 50 milljónir króna. Kópavogsbær fær næst- hæstu greiðsluna, tæpar 39 millj- ónir króna. Frá árinu 1998 hefur EBÍ greitt aðildarsveitarfélögunum um 830 milljónir króna í ágóða- hlut en framlagið hefur verið um 100-150 milljónir króna á ári. - eþa Björgvin Guðmundsson skrifar Upplýst verður í dag hverjir sendu inn óbindandi til- boð í Símann og hverjir af þeim uppfylli skilyrði nefndarinnar til að halda áfram í söluferlinu. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, vildi ekki upplýsa hvort einhverjum yrði meinuð áfram- haldandi þátttaka. Einkavæðingarnefnd var í London í síðustu og fór yfir tilboðin sem bárust 17. maí síðastlinn með starfsmönnum Morgan Stanley. Hefur meðal annars verið kallað eftir útskýringum á eignatengslum bjóðenda. „Það er einn af þáttunum sem við höfum þurft að fara mjög vandlega í gegnum,“ segir Jón. Fjárfestar sem ekki uppfylla reglur um eigna- tengsl hafa gefið yfirlýsingar um að þeir ætli að breyta þessum tengslum, segir Jón. Annað hafi verið skoðað sérstaklega og menn brugðist við þess- um skilyrðum eða komið með frekari skýringar. Forsvarsmenn Kögunar fengu þær skýringar að þeir uppfylltu ekki skilyrði einkavæðingarnefndar um eignatengsl þar sem dótturfélag þess, Skýrr, væri í samkeppni við Símann. Ætluðu þeir að óska eftir útboðsgögnum til að skila inn óbindandi til- boði. Jón Sveinsson segist ekki telja að það feli í sér mismunun að aðrir bjóðendur hafi tækifæri til að sníða eignatengsl sín að skilyrðum nefndarinnar eftir að óbindandi tilboðum var skilað inn. Stjórn- endur Kögunar hefðu verið upplýstir um hverjar reglurnar væru og þeir hefðu tekið sína ákvörðun. Samstarfsaðilar Kögunar hefðu væntanlega getað fengið útboðsgögn afhent og fengið Kögun til liðs við sig síðar ef þeir þá uppfylltu skilyrðin. Af því hefði ekki orðið. Bæði KB banki og Straumur fjárfestingabanki eiga rúm fimmtán prósent í Kögun og eru tveir stærstu hluthafarnir. Bankarnir eiga því óbeint meira en fimm prósent í samkeppnisfyrirtæki Sím- ans. Ekki fékkst uppgefið í gær hvort þetta yrði til þess að útiloka þá frá frekari þátttöku í söluferli Símans. F R É T T I R V I K U N N A R 10 12-13 8 Á næsta stjórnarfundi Samskipa verður tekin ákvörðun um að auka hlutafé félagsins um allt að fjóra milljarða króna til að fylgja eftir útrás þess. Boðað verður til hluthafafundar í kjölfar stjórnar- fundar. Eigið fé Samskipa var um 2,7 milljarðar samkvæmt síðasta ársuppgjöri. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og stærsti hluthafi Kers, sem er leið- andi hluthafi í Samskipum, segir að félagið hafi alltaf stefnt að því að halda um 40 prósenta eiginfjár- hlutfalli. „Við munum ekki skrá félagið á markað á næsta ári,“ segir Ólafur aðspurður um hvort fyrirtækið verði sett á hlutabréfamarkað. „Það skiptir máli við svona breytingar að hafa frið en við erum í miklu um- breytingarferli.“ Velta Samskipa er áætluð um 45 milljarðar króna á þessu ári en var 23 milljarðar á liðnu ári. Félagið rekur 49 skrifstof- ur í 21 landi og starfsmenn þess eru 1.300 talsins. - eþa Ingvi Hrafn fékk Langá Ingvi Hrafn Jónsson hefur samið við veiðifélag Langár um áfram- haldandi leigu á ánni til ársins 2008. Einar Ole Pedersen, for- maður veiðifélagsins, segir að leiguverðið hafi hækkað um þrjá- tíu prósent. Ingvi Hrafn borgi í kringum fjörutíu milljónir króna árlega. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir að Langá sé í sérflokki hvað varði þéttleika seiða í ár. „Áin er það setin að Veiðimálastofnun telur enga þörf á því að veiða og sleppa,“ segir Einar. Seiðamælingar hafi komið mjög vel út. – bg Einkavæðingarnefnd skoðar eignatengsl KB banki og Straumur eiga meira en fimm prósent í sam- keppnisfyrirtæki Símans. Upplýst um bjóðendur í Símann í dag. Samskip auka hlutafé um fjóra milljarða Stefna ekki á skráningu á markað á þessu ári. S A M K E P P N I V I Ð S Í M A N N Væntanlegir kjölfestufjárfestar mega ekki, samkvæmt skilyrð- um einkavæðingarnefndar, eiga beint eða óbeint fimm prósent í fyrirtæki sem er í samkeppni við Símann og hefur fimm prósenta markaðshlutdeild. EINKAVÆÐINGARNEFND OG RÁÐGJAFAR MORGAN STANLEY Fulltrúar einkavæðingarnefndar hafa síðustu vikuna verið í London til að yfirfara óbindandi tilboð sem bárust í Símann. Í dag verður tilkynnt hverjir skiluðu inn tilboðum. H Æ S T U F R A M L Ö G E B Í T I L S V E I T A R F É L A G - A N N A Á R I Ð 2 0 0 5 Sveitarfélag Upphæð í milljónum 1. Akureyri 50 2. Kópavogur 39 3. Reykjanesbær 32 4. Ísafjörður 21 5. Vestmannaeyjar 18 6. Fjarðabyggð 16

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.