Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 28
Síminn hagnast um 1,2 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins: Hagnaður tvöfaldast frá síðasta ári Hagnaður Símans var 1.223 milljónir króna á fyrsta ársfjórð- ungi og er það einn besti fjórð- ungurinn í sögu fyrirtækisins. Þetta er mun betri afkoma en fyrir sama tímabil í fyrra, þeg- ar hagnaðurinn var 409 millj- ónir króna. Aukningin stafar að mestu leyti af söluhagnaði af hlutabréfum í Straumi, sem var 576 milljónir eftir skatta. Heildartekjur voru um 5.059 milljónir króna og jukust um sex prósent á milli ára en rekstrargjöld námu 1.646 milljónum og hækk- uðu um 18 prósent. Rekstrar- hagnaður (EBITDA) Símans var 669 milljónir króna, sem er um sjö prósenta aukning frá fyrra ári. Framlegðarhlutfall var um 33 prósent, samanborið við 32 prósent í fyrra. Arðsemi eigin fjár var um 32 prósent á tímabil- inu. Heildareignir félagsins voru í lok mars rúmir 30 milljarðar króna og eigið fé um 11,9 millj- arðar. Eigið fé lækkar um 2,5 milljarða milli ára vegna hárrar arðgreiðslu til hluthafa í ár. - eþa MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Stjórn SH breytist Breytingar verða á stjórn SH á hluthafafundi 30. maí næstkomandi. Mun nafni félagsins einnig verða breytt í Icelandic Group um leið og það sam- einast Sjóvík formlega. Hluthafar í Sjóvík munu eiga um 33 prósent í SH eftir 1. júlí næstkomandi. Þórólfur Árnason, fyrrum borgar- stjóri, hefur verið sterklega orðaður við starf forstjóra sameinaðs félags en samkvæmt heimildum Markaðarins hefur ekki enn verið tekin formleg ákvörðun um það. Það mun verða ákveðið af nýrri stjórn að loknum hluthafafundi. - bg Björgvin Guðmundsson skrifar Fjárfestingarfélagið Burðarás hefur frá áramótum aukið eignarhlut sinn í Actavis um rúmt prósent. Sé miðað við meðalgengi hlutabréfa í Actavis á þess- um tíma gæti kaupverð hlutarins verið um 1,4 millj- arðar króna. Tæpur helmingur þessara viðskipta hafa farið fram frá því í byrjun mars á þessu ári. Sé horft til tuttugu stærstu hluthafanna sést að ein- ungis Burðarás og Landsbankinn hafa aukið hlut sinn í Actavis svo einhverju nemur frá því í lok mars. Á þriðjudaginn var átti Burðarás 3,75 prósent í Acatvis en um 2,6 prósent um áramótin. Björgólfur Thor Björgólfsson er bæði stjórnar- formaður í Actavis og Burðarási. Föstudaginn 13. maí síðastliðinn var lokað fyrir viðskipti með hlutabréf í Actavis í Kauphöll Ís- lands. Verð hlutabréfanna hækkaði þegar viðskipti tóku kipp þá um morguninn. Var talin hætta á að upplýsingar um væntanleg kaup Actavis á banda- rísku samheitalyfjafyrirtæki hefðu lekið út. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir að þetta séu ekki óeðlileg viðskipti. Burðarás hafi lengi verið að kaupa og selja í Actavis eins og öðrum fyrirtækjum. „Við höfum átt í kringum þrjú prósent í þessu félagi. Þetta eru bara eðlileg við- skipti,“ segir hann. Friðrik neitar því að starfsmenn Burðaráss hafi búið yfir upplýsingum um væntanleg kaup á þessu bandaríska fyrirtæki áður en þær voru gerðar opinberar öðrum markaðsaðilum. Starfsmenn séu ekki fruminnherjar í Actavis og búi ekki yfir inn- herjaupplýsingum. Þeir hafi heimild til að fjár- festa í fyrirtækjunum, innlendum jafnt sem er- lendum, án þess að ráðfæra sig sérstaklega við stjórn Burðaráss. Einungis stærri fjárfestingar fari fyrir stjórn og þessi viðskipti hafi ekki verið það umfangsmikil. Halldór Kristmannsson, forstöðumaður innri og ytri samskipta Actavis, segir búið að kanna þetta mál innan fyrirtækisins. Ekkert hafi fundist sem bendi til þess að upplýsingar hafi borist frá fyrir- tækinu sjálfu. Það sé ólíklegt en erfitt að komast að hinu sanna. Aðspurður hvort athugað sé hverjir hafi verið að kaupa hlutabréf í Actavis þegar svona mál séu skoðuð segir Halldór þá hafa aðgang að hluthafa- skrá. Það sé hins vegar eftirlitsaðila eins og fjár- málaeftirlitsins að rannsaka slíka hluti. Hann hafi enga vitneskju um hvort slík rannsókn fari fram. Segir kaupin í Actavis eðlileg Burðarás hefur frá áramótum keypt hlutabréf í Actavis. Höfðum enga vitneskju um væntanleg kaup Actavis á bandarísku samheitalyfjafyrirtæki, segir forstjórinn. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hefur skipað Gylfa Magnússon, dósent við Há- skóla Íslands, formann stjórnar samkeppniseftirlits sem tekur til starfa 1. júlí næstkomandi. Er það í samræmi við ný samkeppn- islög og hefur stjórnin það hlut- verk að móta áherslur í starfi og ráða forstjóra. Aðrir í stjórninni eru Jóna Björk Helgadóttir, aðstoðar- maður hæstaréttardómara, og Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli. Hlutverk samkeppniseftirlits er að framfylgja boðum og bönn- um samkeppnislaga, ákveða að- gerðir gegn samkeppnis- hamlandi hegðun fyrirtækja, gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og fylgjast með þróun á sam- keppnis- og viðskiptaháttum á einstökum mörkuðum í íslensku viðskiptalífi. – bg Stjórn samkeppniseftirlits skipuð Ísfélagið hagnast um 630 milljónir Framlegðin hækkar milli ára. FRIÐRIK JÓHANNSSON OG BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRG- ÓLFSSON Forstjórinn segir að starfsmenn Burðaráss þurfi ekki að ráðfæra sig við stjórnarformanninn áður en keypt er í stærstu fyrir- tækjum landsins. Samkvæmt efnahagsskýrslu OECD er mikil þensla í íslenska hagkerfinu og sparnaðarað- gerða þörf til að stöðva þá þróun. Enn fremur segir að þegar hægjast fari á þeim miklu framkvæmdum sem ráðist hafi verið í megi búast við að gengi krónunnar lækki. Mikill við- skiptahalli og skuldir bæti ekki úr skák. Verði ekki brugðist við má búast við háu vaxtastigi og hugs- anlega kreppuástandi, líkt og hafi gerst á síðasta þensluskeiði árið 2002. Jafnframt kemur fram að nauðsynlegt sé að hækka vexti til að koma í veg fyrir að neyslu- verð hækki umfram laun. Sér- fræðingar OECD telja að ríkis- stjórnin eigi að stefna að enn meiri tekjuafgangi en gert er. Til að ná því markmiði er lagt til að útgjöldum verði haldið í lágmarki og að enn frekar verði ýtt undir vöxt á fasteignamark- aðnum. - jsk Þensla í hagkerfinu M ar ka ðu rin n/ Vi lh el m GYLFI MAGNÚSSON Nýr formaður stjórnar samkeppniseftirlits. M ar ka ðu rin n/ G VA MEIRI HAGNAÐUR Hagnaður Símans var um 1,2 milljarðar króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og jókst um 805 milljónir milli ára. Ísfélag Vestmannaeyja skilaði góðum hagnaði á síðasta ári. Hagnaður síðasta árs var 635 milljónir króna og jókst lítillega frá fyrra ári. Rekstrartekjur voru 3,4 milljarðar og jukust um 100 milljónir frá árinu áður en rekstrargjöld voru rúmir 2,4 milljarðar og minnkuðu um 37 milljónir. Framlegðin (EBITDA) var 956 milljónir eða 28 prósent af veltunni. Árið 2003 var fram- legðin hins vegar 25 prósent. Eignir félagsins voru 8,5 millj- arðar í árslok og eigið fé um 2,8 milljarðar. Fyrstu þrír mánuðir þessa árs byrja vel en verði ekki loðnuveið- ar í sumar eða haust geti það haft áhrif á reksturinn þar sem félag- ið er háð veiðum og vinnslu á loðnu og síld. Stjórn Ísfélagsins skipa Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, Þórarinn S. Sigurðsson og Guð- björg Matthíasdóttir. - eþa HÁÐ LOÐNUVEIÐUM Ísfélag Vestmannaeyja skilaði góðum rekstrarárangri í fyrra og nam hagnaðurinn 635 milljónum króna. Reksturinn í ár veltur á því hvort veiðar á loðnu og síld gangi vel í sumar og haust. EFNALAUG Í GÓÐUM REKSTRI Til sölu er lítil efnalaug, húsnæði fylgir í kaupunum, hægt að hefja rekstur með aðstoð eiganda strax eftir samning. SÖLUSKRÁ HÚSSINS ER Á VEF WWW.HUSID.IS Salómon Jónsson • Löggiltur fasteignasali Ingvaldur Mar Ingvaldsson viðskiptafræðingur FA G L E G Þ J Ó N U S TA • S É R H Æ F Ð Þ E K K I N G • T R A U S T V I N N U B R Ö G Ð S E L J U M O G L E I G J U M M E S T A F AT V I N N U H Ú S N Æ Ð I O G F Y R I RT Æ K J U M Borgartúni 28, 2 Hæð • Sími 588 5160 • www.fyrirtækjasala.is • gjy@fyrirtækjasala.is Fjölbreytt þjónusta við fyrirtæki m.a. Gunnar Jón Yngvason Löggiltur fasteigna og fyrirtækjasali Viðskiptafræðingur MBA Sala atvinnuhúsnæða • Leiga atvinnuhúsnæða Sala fyrirtækja allar stærðir • Sala á rekstri fyrirtækja Rekstrarúttektir og ráðgjöf • Stofnun fyrirtækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.