Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2005 17 S K O Ð U N Katrín Ólafsdóttir skrifar Nýlega fór um 200 manna við- skiptasendinefnd til Kína ásamt forseta Íslands. Markmið ferðar- innar var að styrkja tengsl íslensks atvinnulífs við Kína. En hvernig stendur á því að svo mörg fyrir- tæki sáu ástæðu til að taka þátt í þessari ferð? Hagvöxtur í Kína hefur verið gífurlega mikill síðustu ár og útlit fyrir áframhaldandi vöxt. Þannig færist Kína hröðum skrefum í átt að vestrænum ríkjum hvað varðar stöðu efnahagsmála. Í kjölfarið hafa lífskjör fólks í Kína batnað til muna á undanförnum árum, þótt batinn sé mjög mismikill eftir svæðum. Eftir því sem árin líða mun Kína gegna æ stærra hlutverki í heims- búskapnum. Fólksfjöldinn er gífur- legur og eftir því sem lífskjör íbú- anna batna og ráðstöfunartekjur aukast er útlit fyrir að þarna opnist einn stærsti markaður heims fyrir alls kyns vörur og þjónustu. Kína gerðist aðili að Alþjóðavið- skiptastofnuninni (WTO) í lok árs 2001. Með því samþykktu þeir að gangast undir þær skyldur sem að- ildinni fylgir, þ.e. að tryggja eðli- lega viðskiptahætti milli landa. Jafnframt var nýlega undirritað samkomulag milli Íslands og Kína sem er undanfari fríverslunarvið- ræðna. Með aðild Kína að Alþjóða- viðskiptastofnuninni og með hugs- anlegum fríverslunarsamningi Ís- lands og Kína verða viðskipti þess- ara þjóða mun greiðari en annars. Framsýn fyrirtæki leita því leiða til að tengjast þessum risa- stóra markaði sem á ekki eftir að gera annað en að stækka á komandi árum og áratugum. Sem dæmi má nefna að stærsti markaður heims- ins fyrir farsíma er í Kína, þar sem farsímaeigendur eru ríflega 300 milljón talsins. Þá kaupa Kínverjar um þriðjung af öllum fartölvum í heiminum. En það eru fleiri sóknarfæri en að selja Kínverjum íslenskar vörur. Þar sem efnahagsaðstæður eru mjög mismunandi eftir svæð- um er víða nóg framboð af vinnu- afli og launin enn lág. Sem dæmi er landsframleiðsla á mann í Shang- hai átta sinnum hærri en lands- framleiðsla á mann í Sichuan- héraði. Í Kína eru um 740 milljónir manna á vinnumarkaðnum, sem er heldur stærri vinnumarkaður en hér á landi þar sem eru 156 þúsund manns. Því eru víða tækifæri til að framleiða vinnuaflsfrekar vörur við lítinn kostnað og má geta þess að Kínverjar framleiða um 60% af öllum DVD-spilurum í heiminum. Í ljósi mikillar útrásar íslenskra fyrirtækja síðustu ár er engin ástæða til að ætla að við látum hér staðar numið. Því virðist eðlilegt að næsta skref verði að snúa sér að þessum stærsta markaði heims, en framtíðin ein leiðir í ljós hvort þessi ferð Íslendinga til Kína hafi verið ferð til fjár. Viðskiptatækifæri í Kína Fasteignir og kínverskir peningar Íslandsbanki spáði því á dögun- um að fasteignamarkaðurinn myndi hækka áfram um fimmt- án prósent á árinu. Ég er alveg viss um að þetta er rétt hjá þeim. Hagfræðingarnir eru alltaf að glápa á meðaltalið meðan ég og mínir líkar leitum uppi veð- hlaupahestana. Það að fasteigna- markaðurinn hækki að meðaltali um fimmtán prósent þýðir að ákveðnar eignir munu hækka meira. Þá er ég að tala um stærri eignir og eignir sem eru vel staðsettar. Ástæðan er sú að þeim sem eiga fullt af peningum hefur fjölgað verulega og lána- möguleikar þeirra sem eiga eitt- hvað undir sér eru nánast enda- lausir. Þessi hópur er til í að borga helling fyrir góðar hæðir og hús í vesturbænum og mið- bænum. Einhvern veginn virð- ast KR-ingar hafa það betra en aðrir, nema að menn verði sjálf- krafa KR-ingar af því að vegna vel í lífinu. Ég er búinn að tryggja mér eitt hús í Vesturborginni og flotta hæð á Laufásveginum. Lit- háarnir eru á leiðinni og eru samkvæmt því sem umboðs- maður þeirra sagði hörkudug- legir strákar. EES-samningurinn tryggir að þeir geta unnið hérna í íbúðunum með þennan líka hagstæða þjónustusamning upp á vasann. Það borgar sig samt ekki að flikka of mikið upp á íbúðirnar. Kaupendurnir moka þessu hvort eð er öllu út. Þær þurfa hins vegar að líta sæmilega út til þess að sem hæst verð fáist. Ég ætla því að koma þessu í sæmi- legt stand og bíða svo í nokkra mánuði með að selja. Best væri náttúrlega að fá einhvern til að búa í þarna í smá tíma, því það er alltaf auðveldara að selja íbúð sem búið er í. Þótt vorkvöldin séu falleg í vesturbænum kvað líka vera fallegt í Kína og maður getur ekki leyft sér að hugsa bara um skammtímagróðann. Kínverska juanið hefur verið fest við doll- arann í tíu ár. Það fer að koma að því að það losni um þau tengsl. Ég er því byrjaður að skipta krónum í juan til lengri tíma litið. Maður tekur líklega tíu prósent í hagnað þegar Kínverj- ar láta undan Bandaríkjamönn- um og svo slatta í viðbót þegar krónan leiðréttir sig. Til lengri tíma litið er þetta pottþétt fjár- festing. Kínverski gjaldmiðill- inn mun bara vaxa að verðmæti á næstu árum. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Í Kína eru um 740 milljónir manna á vinnumarkaðnum, sem er heldur stærri vinnumarkaður en hér á landi þar sem eru 156 þúsund manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.