Fréttablaðið - 25.05.2005, Page 57

Fréttablaðið - 25.05.2005, Page 57
Efla þarf hlut kvenna í upplýsinga- tækni að mati þeirra sem í geiran- um starfa, en stofnfundur félagsins UT-konur verður í dag klukkan fimm. Ásrún Matthíasdóttir, lektor í tölvufræði við Háskólann í Reykja- vík, telur mikilvægt að styðja við konur í upplýsingatækni. „Því mið- ur hefur aðsókn kvenna í tölvu- fræðigreinar á háskólastiginu minnkað síðustu misseri og áhugi kvenna virðist fara dvínandi á þess- um greinum. Þess vegna teljum við mikilvægt að stofna þetta félag, til þess að efla áhugann og samskipti kvenna sem við þetta starfa,“ segir Ásrún. Meginmarkmið félagsins er að stuðla að auknu starfi kvenna í upp- lýsingatækni, bæði í stjórnunar- stöðum og öðrum stöðum. Sérstak- lega er stefnt að því að efla sýni- leika kvenna í upplýsingatækni og reyna að auka áhugann á námi tengdu upplýsingatækninni. ■ Þennan dag árið 1961 lýsti John F. Kennedy því yfir í frægri sjónvarpsræðu í Bandaríkjunum að hann hyggðist koma manni til tungsins og til baka fyr- ir 1970. „Ég trúi á það að þessi þjóð geti verið fyrst af öllum til þess að koma manni til tunglsins og til baka,“ sagði Kennedy ákveðinn við bandarísku þjóðina. Ræðan hleypti miklu lífi í kapphlaup Sovétmanna og Bandaríkjamanna. Sov- étmenn höfðu haft forskot í geimrann- sóknum fram að þessu og var litið svo á að með því að vera fyrri til að koma manni til tunglsins næðu Bandaríkja- menn forskoti í kapphlaupinu milli þjóðanna. Kostnaðinn við verkefnið sagðist Kenn- edy ekki ætla að greiða með sköttum á bandaríska borgara, heldur mundi styrking efnahagslífins skila in þeim peningum sem til þyrfti. Ræða Kennedys var síðasta ávarp hans til almennings áður en hann fór á fund með Nikíta Krútsjov, leiðtoga Sovét- manna. Krútsjov var þá ennþá kok- hraustur yfir ferð Juri Gagarín út í geim- inn, en hann varð með þeirri ferð fyrsti maðurinn til þess að fara út í geiminn. Kennedy reyndist sannspár, því þann tuttugasta júlí árið 1969 steig Neil Arm- strong fyrstur manna á tunglið, banda- rísku þjóðinni til mikillar gleði. ÞETTA GERÐIST MIÐVIKUDAGUR 25. maí 2005 21 Kennedy stefnir til tunglsins AFMÆLI Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri er 62 ára. Jórunn E. Eyfjörð sameindaerfðafræð- ingur er 59 ára Guðný Guðbjörnsdóttir, fyrrverandi al- þingiskona, er 56 ára. FÆDDUST fiENNAN DAG 1767 Friedrich Johann Eck, tónskáld. 1926, Miles Davis, trompetleikari og djassisti. 1963, Mike Myers, gaman- leikari og grínisti. Stofnfundur UT-kvenna „Ég vona að ég nái að miðla því þó ekki væri nema til barnanna minna,“ segir Gunnar og hlær. Gunnari finnst hver áratugur hafa sinn sjarma og telur að líf- ið fari bara uppávið eftir fimm- tugt. Aldur sé þó afstæður og fari eftir hugsunum og viðhorfi. „Ég hef reynt að temja mér að vera ungur í anda og jákvæður,“ segir Gunnar sem hefur starfað hjá Garðabæ í aldarfjórðung en hann hóf fyrst störf 26 ára sem æskulýðsfulltrúi. Þá hefur hann frá árinu 1995 verið forstöðu- maður fræðslu- og menninga- sviðs. Gunnar segir að það hafi komið á óvart að Ásdís skyldi hætta. Meirihluti bæjarstjórnar hafi tekið ákvörðun um að hann skyldi verða eftirmaður hennar og sitja út þetta kjörtímabil. Gunnar vill ekkert gefa upp um hvort miklar breytingar verði á starfinu þó eðlilega verði alltaf breytingar með nýjum mönnum. Hann á sér þó sín hjartans mál. „Málefni barna og ungmenna fylgja mér sjálfkrafa í þetta starf,“ segir Gunnar sem ætlar einnig að skoða vel skipulags- mál bæjarins og samgöngur. Gunnar er bókaður á fundi frá morgni til kvölds á sjálfan afmælisdaginn og því lítið um hátíðahöld í dag. Upphaflega ætlaði hann þó ekki að halda upp á afmælið fyrr en að ári, um leið og hann útskrifaðist úr doktors- námi sínu í stjórnun mennta- mála. Vegna breyttra aðstæðna er nú komið lokaplan og tekur Gunnar á móti vinum og vanda- mönnum í Garðaholti föstudag- inn 3. júní milli klukkan fimm og sjö. ■ ÁSRÚN MATTHÍASDÓTTIR Telur nauð- synlegt að skapa umræðuvettvang fyrir konur sem stunda nám og starfa í upplýs- ingatæknigeiranum. 69%Vi› segjum fréttirFlestir velja Fréttablaðið!Fréttablaðið er sá miðill sem flestir Íslendingar veljasem sinn á hverjum degi*Vertu séður, auglýstu þar sem viðskiptavinur þinn er. * GALLUP NÓV. 2004 Hún mætir aftur næsta sunnudagsmorgun kl. 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.