Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2005 MARKAÐURINN8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Urð og grjót - Upp í mót ... ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 82 59 05 /2 00 5 Meindl Island Pro GTX Flokkun BC Heil tunga og vandaður frágangur Ótrúlega léttir! Þyngd 830 g (stærð 42) Gore Tex vatnsvörn MFS fóður lagar sig að fætinum MultigriffVibram veltisóli með fjöðrun Mjög góður stuðningur við ökklann Einnig fáanlegir í dömustærðum (gráir) Verð 22.990 kr. SCARPA Hekla Flokkun BC Dömuskórnir frábæru frá SCARPA Heil tunga, Goretex, Vibram veltisóli, góður stuðningur og þægindi Einnig til í herraútfærslu, Ladakh Verð 24.990 kr. Meindl 6.0 Mid GTX Flokkun AB Mjúkir og léttir Nubuk leður Gore Tex vatnsvörn Þyngd: 520 g (stærð 42) Einng til í dömuútfærslu Verð 15.990 kr. TNF Bruce Mid Flokkun A Ofurstrigaskór! Fisléttir gönguskór fyrir auðvelda notkun Nubuk leður og nylon Til í dömuútfærslu Verð 11.990 kr. Við skiptum skónum hjá okkur í flokka eftir því í hvaða notkun þeir eru hugsaðir. A: Fyrir auðvelda göngu og daglega notkun • AB: Fyrir göngu á slóðum og láglendi • B: Fyrir lengri göngur og bakpokaferðalög Rannsóknir breskra vísindamanna við Durham- háskóla benda til þess að rauðir búningar auki vinningslíkur í íþróttum. Telja þeir að rauðir bún- ingar virki á undirmeðvitund andstæðingsins og slái hann þannig út af laginu. Eldri rannsóknir hafa sýnt að hjá knattspyrnu- mönnum eykst magn karlhormónsins testósteron þegar þeir spila heimaleiki. Dr. Robert Barton, einn þeirra sem framkvæmdu rannsóknina, sagð- ist ekki vita hvort svipaðar skýringar væru á áhrifum rauðra búninga: ,,Við vitum ekki ennþá hvort rautt bælir testósteronið hjá andstæðingn- um eða hvort það eykur magnið hjá þeim sem í búningunum spila. Við þurfum að velta því fyrir okkur“. Vera má að litaáhrif í íþróttum megi rekja allt aftur til þróunar mannsins en í dýraríkinu táknar rauður litur gott líkamsástand, grimmd og mikið magn testósterons. Til að mynda hafa margar apategundir rauða flekki í andliti, á rassi og kynfærum sem talið er að gefi til kynna grimmd og bardagahæfni. Dr. John Lazarus, líffræðingur við háskólann í Newcastle, gefur þó ekki mikið fyrir þessa skýr- ingu: ,,Ég er nú ekki viss um að þetta hafi mikið skýringargildi, það eru til apategundir með blá kynfæri. Þar er blái liturinn merki um grimmd.“ Grétar Sigfinnur Sigurðsson, varnarjaxl Vals- manna, sem einmitt spila í rauðum búningi, sagð- ist ekki finna fyrir neinu testósteronflæði þegar hann klæðist rauða búningnum: ,,Ég fæ vissulega aukinn kraft við að klæðast Valstreyjunni, en hvort það er rauði liturinn skal ég ekki segja. Að- alatriðið er hvað ég lít fáránlega vel út í rauðu.“ Vísindamennirnir bresku sögðu að ef til vill væri nauðsynlegt fyrir íþróttayfirvöld að grípa í taumana til að tryggja að þau lið sem klæddust rauðum búningum nytu ekki ósanngjarns for- skots. -jsk Rauður er vinningslitur Breskir vísindamenn segja þá sem klæðast rauðu líklegri til sigra á íþróttasviðinu. Leynd hjá Nintendo VALSMENN Ættu að hafa ágætismöguleika á að verða Íslandsmeist- arar ef eitthvað er að marka breska vísindamenn sem segja lið sem klæðast rauðu njóta ósanngjarns forskots. Ný apa- tegund í Tansaníu Áhugamenn um leikjatölvur gætu þurft að bíða aðeins áður en þeir fá að reyna nýjustu afurð Nintendo-fyrirtækis- ins, Revolution-leikja- tölvuna. Útlit tölvunnar var frumsýnt á dögunum en forsvarsmenn fyrirtækisins harðneita að gefa nokkuð upp um hvað hún inni- heldur og það þrátt fyrir að keppinautarnir, Sony og Micro- soft, hafi sent frá sér upplýsing- ar um væntanlegar tölvur sínar. ,,Mér finnst ekki við hæfi að standa í ein- hverjum metingi, við látum verkin einfald- lega tala,“ sagði Jim Merick, markaðsfull- trúi Nintendo í Evrópu. Nintendo, sem hefur minnsta markaðshlut- deild á leikjatölvumarkaðnum af fyrirtækjunum þremur, upplýsir að tölvan komi í búðir árið 2006 en gefur ekki upp nákvæmari dagsetningu. - jsk NINTENDO REVOLUTION Forsvarsmenn Nintendo vilja ekkert gefa upp um nýjustu afurð sína. Ný apategund hefur fundist í skógum Tansaníu og hefur hlotið latneska nafnið ,,lophosecus kipunji“. Þetta er fyrsta nýja afríska apategundin sem finnst í meira en tuttugu ár og er strax komin á lista yfir dýr í bráðri út- rýmingarhættu. Lið rannsóknarmanna undir stjórn Tim Davenport heyrði apans fyrst getið í munnmælasög- um sem gengu meðal innfæddra í þorpi einu í Tansaníu. Strax og þeir heyrðu sögurnar fóru Daven- port og hans menn af stað, en það var ekki fyrr en að tæpu ári liðnu að leitin bar árangur. Apinn er náskyldur bavíönum en þó örlítið hærri í loftinu, með löng skegghár og stífan hártopp og gefur frá sér hljóð sem vísinda- menn segja einhvers konar blöndu af hundsgelti og bílflauti. - jsk NÝI APINN Hefur verið skýrður lopho- secus kipunji upp á latínu og gefur frá sér hljóð sem minnir á hundsgelt og bílflautu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.