Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 31
Með því að láta Póstinn sjá um allan pakkann sparar þú rekstrar- kostnað. Pósturinn kemur á fyrirfram ákveðnum tíma, tekur allar sendingar og skilar þeim fljótt og örugglega til viðtakenda. Hafðu samband við sölufulltrúa í síma 580-1090 eða í netfangið solufulltruar@postur.is og fáðu nánari upplýsingar. www.postur.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 78 64 03 /2 00 5 MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2005 7 Ú T L Ö N D United í verðsamráði Tíu breskum íþróttafyrirtækjum gert að greiða bætur eftir að upp komst um verðsamráð. Samkeppnisyfirvöld í Bretlandi hafa sektað knattspyrnufélagið fornfræga Manchester United, auk fjölda íþróttafyrirtækja, fyrir að hafa haft verðsamráð um sölu á keppnistreyjum. Alls voru tíu aðilar sektaðir, þar á meðal enska knattspyrnu- sambandið, íþróttavörufram- leiðandinn Umbro og íþrótta- vörukeðjan JJB Sport. Fleiri félög, á borð við stórveldin Chelsea og Glasgow Celtic, voru talin hafa óhreint mjöl í poka- horninu, en sluppu með ávítur. Sektirnar hljóðuðu samtals upp á tvo milljarða króna. Manchester United var gert að greiða um 170 milljónir. Sala á keppnistreyjum færir félögunum umtalsverðar tekjur í kassann og nýta þau tækifærið með því að láta hanna nýjar treyjur nánast á hverju ári. Það voru þó ekki tíð skipti á búningum eða margir varabún- ingar sem fóru fyrir brjóstið á samkeppnisyfirvöldum, heldur það að samráð skyldi haft um verð. Síðan rannsóknin hófst árið 2000 hefur verð á treyjum lækk- að um allt að 40 prósent. - jsk FYRIRLIÐINN FAGNAR Roy Keane fær sinn búning ókeypis. Martin gagnrýnir stórfyrirtæki Chris Martin, söngvari bresku Íslandsvinanna í Coldplay, gagnrýndi á dögunum útgáfufyrir- tæki sveitarinnar, EMI, og hluthafa þess. Martin sagði fyrirtæk- ið setja of mikinn þrýst- ing á Coldplay um að klára nýju plötuna sem væntanleg er í sumar, en fyrirtækið hafði kvartað undan því að kostnaður við plöt- una ryki upp úr öllu valdi vegna sífelldra frestana. Martin telur stórfyrirtæki og hluthafa þeirra hreinlega ill og að þau séu ein stærsta hættan sem steðji að heiminum í dag. Hljómsveitin taki sér þann tíma sem til þurfi og muni ekkert senda frá sér fyrr en hún sé fullkomlega sátt við það. ,,Mér er alveg sama hvað þeim hjá EMI finnst. Það er nú hálf undarlegt að eyða átján mánuðum í upp- tökuveri og uppgötva svo seint og um síðir að maður er bara þræll einhvers stórfyrir- tækis,“ sagði hann hundfúll. Sveitin hefur áður sent frá sér tvær plötur en nýja platan, sem hlotið hefur nafnið X & Y, verður sú fyrsta í þrjú ár. - jsk CHRIS MARTIN SÖNGVARI COLD- PLAY Segir stór- fyrirtæki og hluthafa eitt stærsta vanda- mál samtímans. Evrópusambandið hefur gefið forsvarsmönnum Microsoft- tölvurisans frest til maíloka til að uppfylla kröfur sambandsins um bætta viðskiptahætti, að öðrum kosti verði þeim gert að greiða allt að 350 milljónir króna í sekt- ir á dag. Microsoft er gefið að sök að hafa brotið samkeppnislög og hefur Evrópusambandið farið þess á leit við fyrirtækið að það skili skýrslu um hvernig það hyggist bæta ráð sitt: ,,Það er langt síðan við náðum samkomulagi um hvernig ætti að leysa málið. Nú erum við bara að bíða eftir því að Microsoft vinni heimavinnuna sína“, sagði Neelie Kroes, forstöðumaður sam- keppnismála innan Evrópusam- bandsins. - jsk Tekjur easyJet jukust á síðustu sex mánuðum um 26 prósent frá fyrra ári. Tekjur félagsins námu 553 milljónum punda fyrir skatta eða 65 milljörðum króna. Tap af rekstri fyrirtækisins á sama tíma var 31 milljón punda eða 3,7 milljarðar króna og jókst milli ára. Farþegum félagsins fjölgaði um 25 prósent á tímabilinu og á sama tíma batnaði sætanýting. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að vegna olíuverðs og gengis sé áfram gert ráð fyrir að hagnaður félagins verði minni en í fyrra en í takt við væntingar. Gengi hlutabréfa í easyJet lækkuðu nokkuð í gær eftir að sex mánaða uppgjör félagsins til 31. mars var tilkynnt. FL Group á 10 prósent hlut í easyJet og keypti félagið hlutinn undir lok síðasta árs á í kringum 7,5 milljarða. Síðan hefur gengi félagsins hækkað um 50 prósent og hefur því félagið hagnast um hátt í fjóra milljarða á fjárfest- ingu sinni. - dh Farþegum fjölgar en tap eykst Stjórnendur easyJet gera ráð fyrir hagnaði á árinu. Microsoft í vondum málum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.