Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 70
34 25. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Sjötta Stjörnustríðsmyndin fer sigur-för um heiminn eins og við var að búast og Íslendingar eru engir eftir- bátar annarra þjóða kvikinda þegar kemur að aðsókn að þessari loka- mynd vinsælasta kvikmyndabálks allra tíma. Myndin var heimsfrumsýnd um síðustu helgi og að forsýningum meðtöldum borguðu 12.382 manns sig inn á myndina í íslenskum kvik- myndahúsum dagana 20.-22. maí. Það þarf vart að hafa mörg orð um það að engin mynd hefur farið jafn glæsilega af stað á árinu en saman- lagt eyddu Íslendingar tæpum 10 milljónum króna í aðgöngumiða á Episode III: Revenge of the Sith fyrstu sýningarhelgina og myndin trónir á toppi íslenska aðsóknarlistans með um 70% af heildaraðsókn helgarinn- ar. Það var meira og minna uppselt á allar sýningar helgarinnar en þegar myndin fór af stað höfðu 1700 miðar þegar selst í forsölu. Það er því ljóst að Íslendingar halda tryggð við Svart- höfða og félaga og munu líklega sjá til þess að mynd- in verði sú vin- sælasta á árinu hér á landi. Mannlífsrýnirinn og spjallþátta-stjórnandinn Egill Helgason er jafnan með á nótunum og hann greinir frá því á heimasíðu sinni á www.visir.is að hann hafi séð Episode III um daginn. „Ég fór á Star Wars myndina í fyrrakvöld. Ég var voða þreyttur, þraukaði ekki nema fram í hlé. Ætla að fara seinna og sjá síðari hlutann. Þetta var mikið pommsara- pomms eins og var að vænta. Sprengingar og kappsiglingar á geim- skipum. Ógurlega stirðbusaleg sam- töl. Dálítið þreytandi ofnotkun á tölvugrafík. En svosem ekkert leiðin- legt.“ Það eitt að Egill ætli að gera aðra atrennu að myndinni segir sjálf- sagt margt um skemmtigildi hennar enda hafa stirð samtöl og flatur leikur aldrei þótt skemma Stjörnustríðin þar sem aðaláherslan er lögð á geislasverðabardaga, sprengingar og pomms- arapomms. Egill á líka von á góðu þar sem hamagangurinn gerir ekkert nema magnast eftir hlé. Lárétt: 1 biðill,6eið,7óó,8li,9aða,10 urr, 12fés,14bál,15tó,16ól,17átt,18 taum. Lóðrétt: 1 belg,2iii,3ðð,4lóðrétt,5 lóa,9arf, 11sál,13sótt,14bót,17ám. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 – hefur þú séð DV í dag? Ágúst svindlaði Keypti sér varaformannsstól með peningum, bjór og pitsum Tónlistarmynd Ara Alexanders, „Gargandi snilld,“ sem var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dög- unum fékk sérstaka umfjöllun í pistli hins virta gagnrýnanda Kenn- eth Turan í L.A. Times síðastliðinn sunnudag. Það heyrir til undantekninga að fjallað sé um myndir sem ekki taka þátt í sjálfri keppninni, en Turan hreifst sérstaklega af „Gargandi snilld“ sem hann segir gefa greinar- gott yfirlit yfir þær hræringar sem eiga sér stað í íslenskri rokktónlist um þessar mundir. Hann hrósar myndinni fyrir að bjóða upp á frá- bæra tónlist, m.a. með Björk og Sig- ur Rós, ásamt lifandi og upplýsandi leiðsögn um landið sjálft. Ljóst er að með þessum skrifum hefur Gargandi snilld, sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi, fengið glæsilega inngöngu í kvikmynda- umræðuna í Bandaríkjunum. Myndin er sýnd í Smárabíói, Regnboganum og Borgarbíói . ■ Gó›ir dómar í LA Times BJÖRK Björk Guðmundsdóttir kemur við sögu í heimildarmyndinni Gargandi snilld. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Hagstofu Evrópusambandsins. Bruce Springsteen. Chile. Vespu var stolið frá heimili Snæ- fríðar Ingadóttur ritstjóra í fyrr- inótt. Vespan er vínrauð að lit af gerðinni Yamaha Neos og er löskuð á vinstri hlið eftir óhapp sem ritstjórinn lenti í síðasta vet- ur. „Vespur hafa aldrei verið vin- sælli en nú og það sést best á því að þær seljast ekki bara grimmt heldur er fólk farið að nappa þeim frá eigendum sínum. Ég skil það svo sem vel, enda vespur frá- bær ferðamáti og sól á lofti núna,“ segir Snæfríður sem sakn- ar þó vínrauðu vespunnar sinnar. „Það er samt algjör óþarfi að stela þeim því það er hægt að fá þær á svo fínu verði núna. Þar að auki er mín mikið keyrð og vel notuð svo það er ekki mikill feng- ur í henni.“ Vélknúna vespan hennar Snæ- fríðar er ein sú víðförlasta á land- inu. Ritstjórinn hefur meðal ann- ars ekið á henni austur á Höfn, í gegnum Hvalfjörðinn og áleiðis á Kántrýhátíð í Skagafirði. „Vespan er bara 50 kúbik og það þarf því ekki mótorhjólapróf á hana. Ég er alveg bíllaus og fer allra minna ferða á henni,“ segir Snæfríður sem hefur átt vespuna í ein tvö ár. Mikill kippur hefur orðið í sölu á léttum bifhjólum hér á landi en um tíma var Snæfríður heldur einmana á vínrauðu vespunni. „Ég er farin að sjá mun fleiri vespueigendur og vil gjarnan vera áfram í hópi þeirra,“ segir Snæfríður sem vill benda þeim sem geta gefið upplýsingar um vespuna að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík eða hana sjálfa. Hún lofar fundarlaunum. Númerið á vespunni er ZU-865. kristjan@frettabladid.is SNÆFRÍÐUR VIÐ VESPUNA Snæfríður Ingadóttir með vespuna góðu. Hún saknar vespunnar sinnar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um vespuna eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík eða Snæfríði sjálfa. SNÆFRÍÐUR INGADÓTTIR: SAKNAR LÉTTBIFHJÓLSINS SÍNS Víðförlasta vespan týnd FRÉTTIR AF FÓLKI Ekki umhyggja fyrir börnunum Nei það er alveg fráleitt. Á þá að taka börn af feitu fólki? Svo er það raunin líka að flest þessi börn sem verið er að ættleiða búa við enga framtíð svo þetta er alveg fráleitt að þetta eigi að vera einhver umhyggja fyrir þeim að vigta fólk. Ég get ekki skilið það. Að dulbúa svona vitleysu sem gæsku við barnið er al- veg fráleitt. Spurning um andleg heilindi Nei, heldur betur ekki. Mér þætti það mjög skrítin ástæða fyrir að banna fólki að ættleiða. Það er ekki nema fólk sé ekki hæft að ala upp börn að það ætti að banna þeim að ætt- leiða. Það er náttúru- lega einhver prósess sem maður þekkir ekki - að velja úr hverjir mega ættleiða og hverjir ekki en ég sé ekki að líkams- vöxtur ætti að koma þar að. Þetta ætti aðallega að vera spurning um andleg heilindi. Enn eitt dæmi um fordóma Nei að sjálfsögðu ekki, þetta er út í hött. Mér þykir einkennilegt að taka út úr einn þátt í heilsufarinu þegar hægt er að horfa á fleiri þætti eins og reykingar, drykkjusiði og lífsstíl yfir- leitt. Auðvitað á að vanda valið þegar fólk sem fær að ættleiða er valið en fyrr má nú vera! Þetta er óttalega heimskulegt og bara enn eitt dæmi um for- dóma í þjóðfélaginu okkar. ÞRÍR SPURÐIR Andrea Jónsdóttir, útvarps- kona og rokkspekúlant. Vignir Snær Vigfússon, gítarleikari Írafár. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur. ...fær tónlistarmaðurinn JoJo sem ætlar að selja gítar, sem Bruce Springsteen fékk lánaðan, til að vekja fólk til umhugsunar um byggingu tónlistarhúss. HRÓSIÐ ER RÉTT AÐ BANNA FEITU FÓLKI AÐ ÆTTLEIÐA BÖRN? Lárétt: 1 í makaleit, 6 svardaga, 7 tveir eins, 8 fimmtíu og einn, 9 skel, 10 reiði- hljóð, 12 andlit, 14 eldur, 15 grastotti, 16 fæddi, 17 stefna, 18 reipi. Lóðrétt: 1 skjóða, 2 þrír eins, 3 tveir eins, 4 í krossgátum, 5 fugl, 9 úr dánar- búi (þf.), 11 anda, 13 veiki, 14 betrun, 17 kindum. Lausn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.