Fréttablaðið - 05.06.2005, Síða 19
Höf›ar V
Ártúnsholt Hálsar
Höf›ar A
Bryggjuhverfi
Hamrar Foldir
Rimar
Borgir
Víkur
Engi
Sta›ir
Höf›ar
Tangar
Hlí›ar
Holt
Mi›bær
M‡rar
Tún
Hús
Grafarholt
Fell
Sel
Hólar
Bakkar
Stekkir
Árbær
Selás
Hvarf
Teigar
Lönd
Reykjahverfi
Keldnaholt
Brei›holt
Borgarholt
Selásblettir
Se
lja
da
ls
á
Langvatn
Hafravatn
Reynisvatn
Hólmsá
Su›urá
Su›urá
Hólmsá
Hrauntúnstjörn
Bug›aB
ug
›a
Helluvatn
Állinn
D
im
m
a
Elli›avatn
Myllulækjartjörn
Vatnsvík
E
lli›aárvogur
Grafarvogur
Ei›svík
Ko
rp
úlf
ss
ta›
aá
K
orpúlfssta›aá
Ú
lfarsá
Úlfarsá
Rau›avatn
E
lli›aár
Elli›aár
Grafarlæk
ur
Varm
á
Varm
á
Nátthagavatn
Varmá
Úlfarsá
Gvendabrunnar
Silungapollur
Kirkjuhólma-
tjörn
Leirtjörn
Vogabakki
fiingtorg
Bú›atorg
Vogabakki
Hljómskálagarð-
inum. Í þessum út-
reikningum er aðeins
miðað við að íbúðabyggð
væri þéttari á skilgreind-
um íbúðarsvæðum en hvorki
gert ráð fyrir henni á útivistar-
né atvinnusvæðum.
Samkvæmt þessu kynni eina
byggðin austan Elliðaárósa að
vera atvinnustarfsemi líkt og sú
sem er þar nú. Þó kynni að vera
pláss fyrir stóran hluta þeirrar
atvinnustarfsemi vestan Elliða-
árósanna, það er að segja ef
flugvöllurinn hefði verið látinn
víkja.
Þétta byggðin lætur undan
Reykjavík byggðist þétt á fyrstu
áratugum síðustu aldar, einkum
eftir að gengið var frá heildar-
skipulagi Reykjavíkur árið
1927. Þar var gert ráð fyrir að
Reykjavík rammaðist að miklu
leyti inn af Hringbraut í suðri
og Snorrabraut í vestri. Innan
þessara marka átti að byggja
þétta byggð að fyrirmynd evr-
ópskra borga.
Þessi stefna hélt velli fram til
1940. Eftir það fór borgin að
dreifast, hvort tveggja vegna
mikillar fólksfjölgunar og
einnig þess að Bretar lögðu
hentugt byggingarsvæði í
Vatnsmýrinni undir Reykjavík-
urflugvöll sem hefur verið þar
síðan þrátt fyrir að oft hafi kom-
ið fram þær hugmyndir að flytja
flugvöllinn, meðal annars í
vinnu við aðalskipulag Reykja-
víkur 1962 og 1963.
Á árunum milli 1940 og 1960
b y g g ð i s t
borgin nokkuð til-
viljanakennt út, byggt var á
hentugum svæðum en mörg
svæði, sem var dýrara að
byggja á, skilin eftir ónýtt á
milli nýju hverfanna og gamla
bæjarins. Byggðin var þannig
farin að teygja sig upp að Elliða-
ám um 1960 þegar tekin var
ákvörðun um mikla uppbygg-
ingu austan Elliðaárósa, fyrst
með Árbænum og Breiðholti og
síðar með Grafarvogi og Graf-
arholti.
Fimm fyrir tvo
Eitt af því sem er í algleymingi í
skipulagsumræðu í dag er þétt-
ing byggðar. Þegar litið er til
uppbyggingar borgarinnar fer
ekki á milli mála að mjög mis-
jafnt er hversu þétt borgin hef-
ur byggst upp. Mestur er þétt-
leikinn á svæðinu innan Hring-
brautar og Snorrabrautar, svæð-
inu sem byggt er upp sam-
kvæmt heildarskipulagi frá
1927. Þar búa í dag 128 einstak-
lingar á hvern hektara skipulags
íbúðasvæðis. Austan Elliðaárósa
er sama hlutfall aðeins 52,7 ein-
staklingar á hvern hektara. Með
öðrum orðum búa tveir íbúar á
jafnstóru svæði vestan Elliðaár-
ósa og dugar undir fimm íbúa í
101 Reykjavík. Hér er aðeins
reiknað hlutfallið í skipulögðum
íbúðarsvæðum en ekki tekið til-
lit til atvinnu- og útivistarsvæða
í útreikningunum, slíkt myndi
lækka talsvert fjölda íbúa á
hvern hektara í hverfunum
austan Elliðaárósa.
Þessi dreifða byggð hefur
haft þau áhrif að stöðugt meiri
þörf verður fyrir umferðar-
mannvirki og erfiðara verður að
halda úti góðum almennings-
samgöngum. Þannig hefur með-
al annars verið hart deilt um
hvort þörf sé á mislægum gatna-
mótum við Kringlumýrarbraut
og Hringbraut og erfiðlega hef-
ur gengið að komast að
niðurstöðu um legu og
fjármögnun Sundabrautar.
Þá hefur þurft að hanna nýtt
leiðarkerfi strætisvagna
nokkrum sinnum síðustu tvo
áratugi án þess að menn hafi
enn fallið niður á lausn sem hef-
ur sannað sig. Nýtt kerfi tekur
gildi innan skamms sem hannað
er fyrir allt höfuðborgarsvæðið
og á að bæta almenningssam-
göngur.
Heimildir: Byggingar- og
skipulagssvið Reykjavíkur, Hag-
stofa Íslands, Borg og náttúra:
Trausti Valsson, Þétting byggð-
ar, landfyllingar og Reykjavík-
urflugvöllur – sögulegt yfirlit:
Bjarni Reynarsson.
„Það er hægt að hugsa sér ýmsa
mælikvarða á það hversu mikil
borg er borg. Eitt er hversu
dreifbýl hún er, það er að segja
þéttleiki á flatareiningu, og þá
er Reykjavík meðal allra dreif-
býlustu borga Evrópu, nánast
eins og samansafn lítilla hverfa
eða bæja sem ekki enn eru full-
vaxin saman,“ segir Trausti
Valsson, skipulagsfræðingur,
sem lengi hefur rannsakað og
fjallað um skipulag Reykjavík-
ur.
„Annar mælikvarði væri
hvort að í viðkomandi borg væru
til virkilega þétt miðborgar-
svæði. Þar höfum við allgott
svæði í Kvosinni og að mörgu
leyti mjög skemmtilegt. Aðal-
gallinn er sá að þessi svokallaði
miðbær er ekki í miðju höfuð-
borgarsvæðisins heldur í einum
af útjöðrum þess mjög vestar-
lega á nesinu,“
Þá hefur lega miðbæjarins
neikvæð áhrif vegna þess
hversu takmörkuð íbúðasvæðin í
nágrenni hans eru. Trausti segir
að eftir að ungt fólk og eldra fólk
sem var búið að koma börnunum
upp sýndi því aftur áhuga að búa
í miðbænum hafi verðið rokið
upp úr öllu valdi. „Það má segja
að það séu orðin forréttindi
mjög ríks fólks að búa í góðu
húsnæði einhvers staðar nálægt
gamla miðbænum,“ Hann bendir
hins vegar á tillögur stjórnmála-
flokkanna um þéttingu byggðar,
uppfyllingar og eyjabyggð, sem
viðbrögð við vandanum. „Það er
þegar kominn vilji hjá pólitísku
flokkunum til að mæta óskum
unga fólksins sem vonar að þetta
verði ekki bara forréttindasvæði
ríks fólks, eins og Skúlagötureit-
urinn er,“
Trausti tiltekur líka að vegna
þess hversu dreifð Reykjavík er
sé strætisvagnakerfið mjög
strjált. Almenningssamgöngur
geti gert mikið í að gera borg að
borg og það takist almennings-
samgöngukerfinu í Reykjavík
ekki.
SUNNUDAGUR 5. júní 2005 19
Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Við höfum allgott svæði í Kvosinni sem er eins og þétt
miðborgarsvæði en vandinn er að það er í einum útjaðri höfuðborgarsvæðisins segir
Trausti Valsson.
Skipulagsfræðingur veltir fyrir sér hvort Reykjavík sé borg:
Eins og samansafn lítilla hverfa
Breytt landslag
Landslag Reykjavíkur er allt annað
nú en fyrir tveimur öldum, ekki síst
vegna landfyllinga víða í borgarland-
inu. Hér er nokkur dæmi þar um:
● Norðurhluti Tjarnarinnar
● Örfirisey og Miðbakki í
Reykjavíkurhöfn
● Geirsnef í Elliðaárvogi
● Bryggjuhverfi