Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 58
5. júní 2005 SUNNUDAGUR34 Ásgeir Sigurvinsson landsli›sfljálfari var mjög ánæg›ur me› spilamennsku íslenska li›sins í gær flrátt fyr- ir tap. Hann hrósar ungu leikmönnunum sérstaklega. Mikið varið í ungu strákana FÓTBOLTI „Við spiluðum glimrandi leik og meira get ég ekki krafist, ég hef ekkert yfir leikmönnum að kvarta. Grétar Rafn, Gunnar Heið- ar, Halli og Kári eru allt drengir sem gefa sig alveg hundrað pró- sent í þetta og stimpluðu sig vel inn. Svo áttum við langbesta mann- inn á vellinum, Eið Smára, sem sýndi hvað eftir annað frábær til- þrif.“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins að leik loknum. Mjög sáttur við leik liðsins „Ég er mjög sáttur við leik okk- ar manna en því miður voru engin stig skilin eftir handa okkur. Við áttum svo sannarlega skilið að fá allavega eitt ef ekki fleiri stig úr þessum leik. Við komumst yfir en fengum síðan á okkur vafasamt víti, þetta var erfitt þar sem við misstum nánast þrjá af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Eiður fékk dauðafæri til að koma okkur yfir en við vorum óheppnir þar. Svo missum við Ólaf Örn af velli þegar hann fær sitt annað gula spjald í ódýrari kantin- um og aftur fengum við á okkur víti en ég sá það ekki nægilega vel af bekknum. Það var samt gaman að sjá okkur komast inn í leikinn einum manni færri og jafna, það var mjög ánægjulegt hvað þessir drengir sýndu í dag og ég sé enga ástæðu til að vera eitthvað að ör- vænta með það. Það var virkilega súrt að fá þetta mark síðan á okkur sem tryggði þeim sigurinn, það var af ódýrari gerðinni.“ sagði Ás- geir. Ásgeir vildi lítið setja út á dóm- arana. „Það vill oft vera svona með þessa dómara að sunnan, súrt að fá spjöld fyrir mótmæli, ég spurði til dæmis Indriða hvað hann hefði sagt en hann sjálfur sagðist bara ekki vita það. Svo fær Ólafur gult spjalt þegar það er skotið í hann og svo kemur annað gult í seinna vít- inu, er það ekki nógu mikil refsing að fá á sig vítaspyrnu?“ Mikið um forföll Það verður mikið um forföll í leiknum á miðvikudaginn og sagði Ásgeir að það þyrfti eflaust að bæta eitthvað í hópinn fyrir þann leik. „Við höfum unga og efnilega leikmenn sem sýndu að mikið er varið í þá. Ég hef ekki trú á að Pét- ur Marteinsson og Gylfi Einarsson geti leikið á miðvikudag. Svo er spurning hvort Grétar Rafn Steinsson verði leikhæfur en hann stimplaði sig vel inn í leikinn.“ elvar @frettabldid.is Lothar Matthaus, þjálfari ungverska landsliðsins: FÓTBOLTI „Ég er afar ósáttur við leik minna manna í dag og þó við höfum fengið þrjú stig, var þetta ekki knattspyrna sem við vorum að spila þarna úti. Ég er afar von- svikinn og ég verð eiginlega að biðja Íslendinga afsökunar, því þið voruð með stærra hjarta en við, betra hugarfar og betri knattspyrnu. Ég er því afar hissa á því að við skulum hafa unnið þennan leik,“ sagði Lothar Matt- haus, þjálfari Ungverja eftir leikinn í gær. Við spurðum hann hvað honum hefði fundist við um vítaspyrnudómana tvo. „Því miður var ég staðsettur svo langt frá atvikunum að ég er ekki dómbær á það. Mér skilst að um hendi og brot hafi verið að ræða, en ég verð að sjá það í sjón- varpinu áður en ég get dæmt um það að fullu. Það var heppni að við skyldum fá þessi víti og ná að stela sigrinum hérna, því við vor- um að leika skelfilega og ég þarf greinilega að lesa hraustlega yfir hausamótunum á mínum mönn- um. Við þurfum að fara yfir af hverju menn virkuðu svona latir, þreyttir og áhugalausir inni á vellinum. Ég hef skamman tíma til að vinna með liðið í þessum landsleikjum og því verðum við að bregðast skjótt við og laga þessa hluti. Ungverjar hafa stóra drauma og miklar væntingar til liðs síns og við verðum svo sann- arlega að bregðast skjótt við ef við eigum að standa undir þess- um væntingum,“ sagði þjálfar- inn. baldur@frettabladid.is Ba› Íslendinga afsökunar ÓRÉTTLÆTI Indriði Sigurðsson var ekki ánægður með dómaratríóið í gær. ÞAKKAÐ FYRIR LEIKINN Kollegi Eggerts hjá ungverska knattspyrnusambandinu gat ekki annað en huggað Eggert eftir þennan ósanngjarna sigur sinna manna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MARK Í UPPSIGLINGU Eiður Smári er hér um það bil að skora fyrsta mark íslenska liðsins í gær eftir að Gylfi Einarsson vann tæklingu í teignum. FRÉTTABLAÐIÐ/PALLI SÁRT AÐ FÁ EKKERT STIG Landsliðsþjálfarinn Ásgeir Sigurvinsson var ánægður með spilamennsku íslenska liðsins en liðið átti skilið að fá öll þrjú stigin í gær. Ísland hefur því ekki náð að vinna enn þrátt fyrir að sex leikjum sé lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Indriði Sigurðsson eftir leik: Miki› órétt- læti í flessu FÓTBOLTI „Eftir þennan leik er orð- ið óréttlæti það sem fyrst kemur upp í hugann. Við vorum að spila þetta vel og börðumst allan tím- ann, vorum miklu betri. Svo má setja stórt spurningamerki við það að gefa gul spjöld í báðum vítaspyrnudómunum.“ sagði Ind- riði Sigurðsson að leik loknum. „Ég er langt í frá ánægður með þetta dómaratríó á þessum leik. Strax í byrjun er annar línuvörð- urinn búinn að hóta mér gulu spjaldi fyrir eitthvað sem ég veit ekki hvað var. Svo nær hann að gefa mér það, ég fékk þarna gult spjald fyrir ekki neitt. Ég sagði kannski eitthvað upphátt með mér en ekkert sem beint var til hans, hann hefur bara tekið það til sín. Þetta var samt ekkert sem verð- skuldaði gult spjald.“ sagði Ind- riði. „Völlurinn var nokkuð erfið- ur en þrátt fyrir það náðum við góðu samspili, þetta var besti leik- ur okkar í langan tíma. Við náðum að jafna og það var ansi súrt að missa það síðan niður, það var ennþá mikill sigurvilji í okkur og við vorum líklegri til að skora ef eitthvað var.“ -egm VEL VAFINN Grétar Rafn Steinsson sést hér með óvenjulegt höfuðfat. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Grétar Rafn Steinsson: Svekkjandi Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var svekktur: Samt stoltur af strákunum FÓTBOLTI Við spurðum Grétar Rafn Steinsson fyrst hvernig hann væri í höfðinu eftir höggið þunga sem hann fékk í leiknum. „Ætli það hafi ekki bara gert mér gott, þá lagast maður kannski eitthvað þarna uppi,“ sagði Grétar í kald- hæðnum tón, greinilega hundsvekktur yfir tapinu. „Þetta eru einhver fjögur til sex spor sem þarf að sauma í þetta á eftir. Það er ömurlega svekkjandi að þurfa að vera út af meira og minna allann fyrri hálfleikinn út af einhverju rugli, þegar er verið að gera að sárum manns og þurfa svo að vera inni í klefa í síðari hálfleiknum. Ég er búinn að vera lengi að bíða eftir tækifærinu mínu og það er leiðinlegt að það skuli fara svona, “ sagði Grétar, sem var með höfuðið vel vafið inn í sárabindi eftir leikinn eftir sam- stuðið á vellinum. -bb FÓTBOLTI Eggert Magnússon var ekki síður svekktur en aðrir með tapið gegn Ungverjum í gær. „Þetta var mjög óverðskuldað tap í dag, liðið var að spila vel og því var mjög svekkjandi að tapa þessu. Eins og strákarnir lýsa þessu atviki þegar fyrra vítið er dæmt, er mér sagt að það hafi verið metri í höndina á honum og hann hefði því líklega þurft að saga hana af sér til að forðast spjaldið. Svo fer auðvitað jafn- vægið dálítið úr liðinu þegar við missum mann út af, eftir að hafa verið miklu betri aðilinn á vellin- um. Ég var að tala við Matthaus áðan og hann sagðist aldrei hafa verið eins heppinn í knattspyrnu- leik eins og hér í dag og sagði sína menn hafa verið að leika skelfi- lega. Ég er engu að síður mjög stolt- ur af strákunum og fannst þeir spila mjög vel. Ég get ekki ætlast til meira af þeim, en auðvitað verður að vera einhver smá heppni með okkur í þessu líka, en í dag var það bara óheppnin sem elti okkur og ef ég á að vera alveg heiðarlegur man ég nú ekki eftir annarri eins óheppni í landsleik og hér í dag,“ sagði Eggert Magn- ússon, formaður KSÍ -bb Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? Vináttulandsleikur í gær: Fjögur fl‡sk FÓTBOLTI Þjóðverjar skoruðu fjögur mörk í sigri á Norður Írum í vináttulandsleik í Belfast í gær. Michael Ballack skoraði tvö markanna, annað þeirra úr víti, en mörkin skoruðu þeir Gerald Asamoah og Lukas Podolski. Þjóðverjar léku manni færri frá 15. mínútu þegar Robert Huth, leikmanni Chelsea, var vikið af velli fyrir að verja með hendi á marklínu. -óój
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.