Fréttablaðið - 05.06.2005, Side 23

Fréttablaðið - 05.06.2005, Side 23
um, sex kartöfluflögur, tvær smákökur og vatn. Þarna var ég í sex eða átta mánuði og þetta var auðvitað eins og annað ömurlegur tími,“ segir Aron. Hann hefur nú komið sér fyrir í íbúð í bænum Beaumont í Texas. Faðir hans ber kostnað af íbúðinni en lætur Aroni Pálma í té verkefni sem hann vinnur á tölvu og fær af því tekjur. Endar ná þó vart sam- an en hann nýtur stuðnings for- eldra sinna. Lífið er betra í leigu- húsnæði en innan veggja fang- elsanna. Aron Pálmi nýtur lífsins með ýmsum hætti en er bundinn reglum sem settar eru af fangels- isyfirvöldum og hefur hann tæki fast við ökkla sér svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. „Ég má fara einu sinni í viku út í búð eða í kirkju. En ég þarf að láta vita með viku fyrirvara ef ég ætla mér að fara eitthvert annað svo sem í klippingu og má auðvit- að bara fara ef tilefni er til að mati skilorðseftirlitismanns. En ég hef ýmislegt fyrir stafni. Ég les bækur og var núna að enda við að lesa ævisögu Bills Clintons. Ég hlusta líka mikið á tónlist. Tónlist hjálpar mér að finna hvernig mér líður, hún hjálpar mér mikið.“ Ætla ekki að hata sjálfan mig Aron Pálmi segist bjartsýnn á framtíðina. Hann vonast til að barátta stuðningsmanna hans á Ís- landi sem og ytra skili árangri og hann fái tækifæri til að verða fluttur til Íslands og ljúka afplán- un sinni hér á landi. Hann segist hafa gengið í gegnum nóg og hann hugsi um framtíðina. Hann vilji komast til Íslands enda sé banda- rískt samfélag ekki draumasam- félagið en Ísland hafi upp á margt að bjóða. „Það hefur ekkert upp á sig að líta til baka. Í dag veit ég að það sem ég gerði er rangt. Ég hugsa og bið til þess einstaklings sem ég braut gegn. Ég veit ekkert hvern- ig er komið fyrir þeim einstak- lingi í dag enda er mér bannað að hafa samband við hann. En ég bið til guðs að honum gangi vel. Ég ætla ekki að hata sjálfan mig fyr- ir það sem ég hef gert. Það skilar engum árangri, ég verð að halda áfram með mitt líf,“ segir Aron Pálmi. Hann er bjartsýnn á lausn. Kaupsýslumaður í New Jersey hafði samband við hann á dögun- um og ætlaði að beita sér í máli hans og sama hefur RJF-hópurinn gert, svo og biskup Íslands og fleiri. Aron Pálmi segist þakklát- ur öllum þeim sem gera hvað þeir geta til að sýna honum stuðning. Allur stuðningur skipti máli og hann er þakklátur. „Eitt lítið bréf frá fólki getur gert mig glaðan í marga daga. Það er svo nauðsynlegt fyrir mig að vita af stuðningi, það er það sem heldur mér gangandi. Einn góðan veðurdag vil ég geta þakkað öllum fyrir stuðninginn með einhverju móti en í dag geri ég það eitt að bíða, biðja og vona að ég fái að fara til Íslands og takast á við nýtt líf.“ SUNNUDAGUR 5. júní 2005 Dagskráin í dag sunnudaginn 5. júní Næg bílastæði í Faxaporti Samstarfsaðilar: Listahátíð í Reykjavík og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur 10:00 Athöfn við Minningaröldur Sjómannadagsins við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Sr. Hjálmar Jónsson fer með ritningarorð og bæn. 11:00 Sjómannaguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands predikar og minnist drukknaðra sjómanna. Sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Meðan á guðsþjónustu stendur verður lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins. 12:00 Hopp og skopp leiktæki: leikir, leiktæki, líf og fjör. Fitnesskeppni fyrir börn kl. 14:30 - 15:30. Miðbakkinn. 13:00 - 16:00 Tjaldið - komdu og kynnstu hafinu, iðnaði og íþróttum tengdu því. Háskólinn á Akureyri, Fiskistofa, Hafsúlan, Faxaflóahafnir, Fjöltækniskóli Íslands, Hampiðjan, Sjómennt, Kænu- og kappróðradeild Brokeyjar, Elding, Sportkafarafélag Íslands, Vaktstöð siglinga, Björgunarsveitin Ársæll, nýbakaðar vöfflur og lifandi harmonikkutónlist. 13:00, 14:00 og 15:00 Skemmtisigling fjölskyldunnar: Skólaskipið Sæbjörg siglir um sundin blá. Ómetanlegt tækifæri fyrir Reykvíkinga og gesti höfuðborgarinnar að sjá borgina frá allt öðru sjónarhorni en venjulega. Aðgangur ókeypis. Handavinna, basar og kaffisala á Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Hafnarfirði. 13:00 - 16:00 Varðskipið Týr býður gestum um borð. Faxagarður. 13:30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Hafnarbakkanum fyrir framan sirkustjaldið. 13:50 Í tilefni af Hátíð hafsins og alþjóðlegum umhverfisdegi verður Bláfáninn afhentur Ylströndinni í Nauthólsvík fyrir gott umhverfisstarf. Hjólað verður með fánann frá Miðbakka kl. 13:50. Allir velkomnir. 14:00 - 15:00 Hátíðahöld Sjómannadagsins á Miðbakka SETNING HÁTÍÐARINNAR: Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs ÁVÖRP: Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Hjörtur Gíslason, formaður Útvegsmannafélags Reykjavíkur Helgi Hjörvar, stjórnarformaður Faxaflóahafna. Árni Sverrisson, skipstjóri Sjómenn heiðraðir. Kynnir: Guðjón Petersen. Ath. Hátíðardagskrá Sjómannadagsins fer fram í sirkustjaldinu á Miðbakkanum. 14:10 Sjósund á vegum Sjósundfélags Íslands. Synt verður frá Faxagarði yfir á Hafnsöguprammann í Suðurbugt. 15:00 Ráarslagur: Kappar björgunarsveitinni Ársæli takast á og reyna að fella andstæðing sinn í sjóinn. Hafnsöguprammi í Suðurbugt. Þyrla Landhelgisgæslunnar verður með björgunaræfingar yfir austurhluta Reykjavíkurhafnar. Hin eina sanna sjómannasveifla. Félagar úr Harmonikkufélagi Reykjavíkur taka lagið í sirkustjaldinu. Kappróður í innri höfninni. Frækin lið ræðara takast á. Vinna Færeyingar bikarinn aftur í ár eða verða reykvískir lögregluþjónar sigursælir? Listflug yfir Reykjavíkurhöfn. 15:30 Hinir óviðjafnanlegu Gunni og Felix skemmta börnum og fullorðnum í sirkustjaldinu á Miðbakkanum. Skyldu þeir nokkurn tíman hafa farið á sjóinn? 16:00 Verðlaunaafhending úr róðrarkeppni fer fram í sirkustjaldi. 20:00 Sagan um Gústa trúð. Sýnt í sirkustjaldinu á Miðbakkanum. Sagan um Gústa trúð er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Hátíðar hafsins með stuðningi Símans. Miðasala síma 552 8588 og í Bankastræti 2. MEÐ TÆKI FAST VIÐ ÖKKLANN Tækið, sem bundið er við ökkla Arons, getur numið allar hreyfingar og hægt er að fylgjast með öllum ferðum hans. Heimilisfang Arons Hægt er að senda Aroni Pálma bréf á eftirfarandi heimilisfang: 893 Alma Street Beaumont Texas 77705 USA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.