Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 11
milljarða en Burðarás vildi fá hærra verð. Stjórnendur félags- ins hafa því greinilega séð tæki- færi í sameiningu flutningafé- lags og flugfélags. Kaupin komu dálítið á óvart vegna þess að í tilkynningu frá Burðarási frá því í febrúar sagði að ekki væri áformað að selja Eimskip að sinni, enda þótt fjölmargir aðilar hafi látið í ljós áhuga á að kaupa félagið. En hvaða tækifæri sjá stjórn- endur Avion og hvar liggja þau? Magnús Þorsteinsson, aðaleig- andi og stjórnarformaður Avion og Eimskipa segir tækifærin liggja víða og bendir til dæmis á þrjú atriði sem víkja að kostnaði félaganna. Í fyrsta lagi fái fyrirtækið ódýrari tryggingar vegna stærðar sinnar og betri samn- ingsstöðu gagnvart tryggingafé- lögum. Kostnaður vegna trygg- inga er umtalsverður í rekstri félaganna. Í öðru lagi verði inn- kaup á olíu hagstæðari fyrir fé- lögin vegna stærðarinnar en ol- íukostnaður er einnig umtals- verður í rekstri félaganna. Air Atlanta leigir vélar með olíu og viðskiptavinir félagins bera kostnaðinn af olíunni en félagið ber sjálft kostnaðinn af elds- neyti á vélum Excel Airways. Excel Airways er leiguflugfélag og dótturfélag Avion. Í þriðja lagi verði fjármögnun félagsins ódýrari. Magnús bendir einnig á að hægt verði að samtvinna starf- semi Eimskipa og Avion víða um heim en starfsstöðvar félagsins eru 80 um allan heim. Hafþór Hafsteinsson, for- stjóri flugrekstrar Avion segir sameininguna styrkja starfsemi eignarhaldsfélagsins. Sterkar stoði séu innan Eimskips sem hægt sé að nýta fyrir hin félög- in. Hann segir þó ekki stefnt að sameiningu allra stoðdeilda en verið sé að skoða hvernig hægt sé að ná fram sem flestum tæki- færum. Magnús segir félagið geta boðið heildarlausnir í flutning- um. Félögin hafa haft samstarf í flutningum en Atlanta flýgur fraktflug frá Íslandi undir eigin nafni. Starfsemi félagsins verður fjölbreyttari en áður og því verða sveiflur í rekstrinum lík- lega minni. Af markaði Eimskip hverfur nú tímabundið af hlutabréfamarkaði en stefnt er að skráningu félagsins fyrir lok janúar á næsta ári. Stefnt er að því að hluthafar Burðaráss, sem eru tæplega 20 þúsund fái þá bréf í Avion. Tæpir níu millj- arðar af kaupverðinu eru borg- aðir með bréfum í Avion og seg- ir Magnús líklega hluta af þeim fara áfram til hluthafa Burðar- áss en eitthvað verði eftir í fé- laginu. Áður var stefnt að því að skrá Eimskip á markað og á síðasta aðalfundi Burðaráss greindi Björgólfur Thor Björgólfsson frá því að til greina kæmi að greiða bréf í Eimskip út til hlut- hafa Burðaráss í formi nokkurs konar arðs. Sama virðist því eiga við nú með bréf í Avion. Ef ekki verður að skráningu hafa stærstu hluthafar Avion Group skuldbundið sig til að kaupa áð- urnefnda hluti af Burðarási. Talið er að það komi sér vel fyrir félagið að allir hluthafar Burðaráss fái bréf í félaginu og að það sé svo stórt því að þá verða viðskipti með félagið tíð- ari og verðmyndun á því betri. Magnús Þorsteinsson er nú stærsti eigandi Avion Group en hann keypti hlut Þóru Guð- mundsdóttur í félaginu og einnig keypti hann helming af hlut Arngríms. Aðrir eigendur eru Gunnar Björgvinsson, Ómar Benediktsson og eitthvað af fyrri eigendum Excel Airways. Kaupin eru gerð með fyrir- vara um að Avion Group fjár- magni kaupin innan 14 daga og Magnús telur að það verði auð- velt. Tilboða verður leitað bæði hjá erlendum bönkum og inn- lendum. Hann sagði ekki sjálf- gefið að Landsbankinn fjár- magni kaupin en hann hefur verið viðskiptabanki Avion, áður Air Atlanta um tíma. Áður stefnt á markað Avion hefur stefnt að skráningu í nokkurn tíma og var fyrst greint frá því fyrir rúmu ári síð- an. Skráning hefur dregist nokk- uð og búist var við skráningu nú í haust. Kaupin á Eimskip fresta því skráningunni nokkuð. Kauphöllin hefur lengi freist- að Avion, eignarhaldsfélags Air Atlanta, því árið 1999 var til- kynnt að Atlanta stefndi á mark- að innan 18 mánaða. Búnaðar- bankinn Verðbréf keypti þá rúm 20 prósent í félaginu. Andri Sveinsson, starfsmaður Samson vann þá hjá fyrirtækjaráðgjöf Búnaðarbankans. Ekkert varð þó af skráningu en félagið var þá í eigu Arn- gríms Jóhannssonar og Þóru Guðmundsdóttur, stofnenda þess. Um þessar mundir eru mark- aðsaðstæður hagstæðar fyrir nýskráningar og verða það eitt- hvað áfram. Verðmæti félagins gæti verið í kringum 50 milljarða króna. Mikil veltuaukning Velta Avion eykst hratt en hagn- aðurinn virðist ekki vaxa jafn hratt. Hafþór segist vera mjög sáttur við afkomu ársins í fyrra. Stjórnendur félagsins hafi ekki átt von á svo hröðum viðsnún- ingi í fluggeiranum. Einnig bendir hann á að hátt eldsneytis- verð hafi ekki komið jafn hart niður á flugfélögum og vænta mátti vegna þess að aukin eftir- spurn hafi komið á móti, það sjá- ist í afkomutölum þeirra. Tap ársins 2003 segir Hafþór vera vegna tiltektar í efnahagsreikn- ingnum áður en félagið verður skráð. Aðallega var það afskrift viðskiptakrafna sem félagið taldi sig ekki fá greiddar sem skýrir tapið. Rekstur Eimskips hefur einnig verið bættur mikið að undanförnu og hefur félagið vaxið með kaupum á öðrum fé- lögum. Ágætlega hefur tekist til þar og hefur afkoma rekstr- arins batnað. Vinna er framundan hjá stjórnendum félagins við að koma auga á tækifærin sem fel- ast í kaupum Avion á Eimskip og í að styrkja rekstur fyrirtækis- ins. Frekari kaup á félögum eru ekki útilokuð og fagna íslenskir fjárfestar komu félagsins á markað þrátt fyrir að einhverjir hefðu líklega viljað sjá tvö félög í stað eins. dogg@frettabladid.is SUNNUDAGUR 5. júní 2005 11 Sumartilboð í Sony Center Alvöru klippihugbúnaður og 3 spólur fylgja! DSR-HC22 Stafræn myndavél • 2,5 snertiskjár • 20x optical Carl Zeiss linsa • Tengistöð einfaldar allar tengingar 4.995 krónur á mánuði vaxtalaust* 59.940 krónur staðgreitt. DSR-PC55 Stafræn myndavél • 3" snertiskjár • 12x optical Carl Zeiss linsa • Tengistöð einfaldar allar tengingar 7.495 krónur á mánuði vaxtalaust* 89.940 krónur staðgreitt. *Miðað við 12 vaxtalausar jafnar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. AFKOMA AVION GROUP SÍÐUSTU ÁR Í – MILLJÓNUM KRÓNA Velta Hagnaður Félag 2004 2003 2004 2003 Air Atlanta 21.380 14.495 541 -910 Íslandsflug 8.526 5.510 178 102 Excel Airways 38.601 29.906 1.766 1.125 Samtals Avion Group: 68.507 49.911 2.485 317 Eimskip 24.063 23.284 991 536 Sameinað félag: 92.570 73.195 3.476 853
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.