Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 8
Þegar flogið er yfir Reykjavík á heiðríkum degi verður ekki hjá því komist að hugsa um tvennt; gullfallegar eyjar standa auðar á sundunum við Kollafjörð og gam- all flugvöllur ristir í sundur verð- mætasta byggingarland borgar- innar. Reykjavík er að mörgu leyti vansköpuð borg, illa skipu- lögð og hefur liðið óskaplega fyrir það á allra síðustu árum að miðja borgarinnar hefur færst yfir í önnur sveitarfélög; miðborgin sit- ur eftir sem alræmt úthverfi, mannlaus mestallan daginn en vaknar ófriðlega á kvöldin og ólmast fram eftir nóttu. Vandi flestra miðborgar- samfélaga í Evrópu er að þau vantar bakland. Íbúarn- ir eru horfnir til pollrólegra úthverfa og eftir stendur óleystur bílastæðavandi framan við dimmgráar skrifstofubyggingar. Og þegar bankastofnunum sleppir, ásamt ráðuneytum og einstaka sérverslunum ... er ekkert meira að sækja í miðborgina annað en stöðu- mælasektir á daginn, pizzur og pilsner á kvöldin, lífs- háska að nóttu. Skipulagsmál verða að öllum líkindum helsta kosn- ingamál borgarstjórnar- kosninganna á næsta ári. Það er innan við ár til stefnu, svo sem eins og fimmtíu vikur í pólitík. Og þær líða hratt. Útspil sjálf- stæðismanna í síðustu viku þar sem áhersla var lögð á landfyllingar á milli Örfiriseyjar og Akureyjar, ásamt íbúðabyggð í Engey, Viðey og Geldinganesi, hef- ur almennt hlotið jákvæðar undirtektir, þar á meðal í þessum dálki. Hugmyndir sjálfstæðismanna eru ekki síst þeirrar náttúru að kveikja í umræðunni um skipulagsmál í borginni, sem hefur verið stöðnuð og leiðinleg um langt árabil – og yfirmáta embættismannaleg. Gallinn við þessa hugmyndavinnu sjálfstæðismanna er að þeir þorðu ekki að taka skrefið til fulls og skófla Reykjavíkurflugvelli burt úr Vatnsmýrinni og rýma með því móti fyrir byggð beggja vegna við miðborgina. Reykjavíkurflugvöllur hefur verið helsta tabú umræðunnar um skipulagsmál í borginni um tveggja áratuga skeið. Athyglis- vert hefur verið að fylgjast með stjórnmálamönnum allra flokka hverfa ofan í hálsmálið þegar vik- ið hefur verið að framtíð vallar- ins. Í þeim efnum hefur pólitískt þor verið af svo skornum skammti að líkja verður við póli- tíska fælni. Fyrir vikið hefur ver- ið gripið til skammtímalækninga á landsvæðinu í kringum völlinn á síðustu misserum; lækninga sem líkjast munu alvarlegu meini eftir nokkra áratugi þegar Reykvíking- ar horfa á allar steypuskellurnar sem slett hefur verið á svæðið eins skjálfhentur múrari hafi stjórnað þar verki. Íslendingar hafa efni á því að færa Reykjavíkurflugvöll. Og segja má reyndar með sanni að Ís- lendingar skuldi höfuðborginni það að flytja völlinn úr verð- mætasta byggingarlandi borgar- innar. Það eitt hefur vantað að sterkur stjórnmálamaður opnaði þverrifuna og talaði hreint og beint út um framtíð þessa svæðis. Og loks hefur það gerst. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknar- manna í Reykjavík og eitt sterkasta límið í R-listasamstarf- inu, kveður sér hljóðs á forsíðu Fréttablaðsins á föstudag og tek- ur af skarið: Alfreð vill flugvöll- inn burt. Hann segir að landfyll- ing undir nýjan Reykjavíkurflug- völl á Lönguskerjum í Skerjafirði geti kostað 10 til 20 milljarða króna en menn megi ekki láta þann kostnað vaxa sér í augum; sala lóða í Vatnsmýrinni geri gott betur en að hrökkva fyrir þeim kostnaði. Alfreð telur ástæðu til að skoða nánar tillögur Sjálfstæðisflokks- ins um eyjabyggð á sundunum en bendir hins vegar á að þau mál séu „ekki næsta stóra viðfangs- efnið á sviði skipulagsmála í Reykjavík. Þar hlýtur Vatnsmýrin að koma á undan. Hvorki Sjálf- stæðisflokkurinn né R-listinn geta skotið sér undan því að taka af- stöðu um framtíð Reykjavíkur- flugvallar.“ Svo mörg voru þau orð. Og mikið lifandi skelf- ing er þægilegt að vita til þess að alvarleg umræða er farin af stað um þetta efni. Hér fer saman skyn- samlegt og arðsamt verk- efni fyrir borgina og ríkið; sáttalausn sem íbúar Reykjavíkur og annarra byggðarlaga á landinu ættu að geta sætt sig fylli- lega við. Stjórnmál á Íslandi snú- ast einna mest um þras. Táknmynd þeirra er tveggja manna tuð í sjón- varpssal; hnútukast á síð- um dagblaðanna, fýluköst í opinskáum tímaritum. Löngu er orðið tíma- bært að stjórnmálaöfl sem vilja láta taka sig alvar- lega taki höndum saman um framtíðarskipulag höf- uðborgar Íslands. Miklu betur fer á því að fulltrúar Reykjavíkurlistans viður- kenni að hugmyndir sjálf- stæðismanna um eyja- byggð eru bráðsnjallar en að muldra ofan í bringu sér einhvern ófögnuð um annarra manna frum- kvæði. Og þá fer ekki síð- ur vel á því að fulltrúar minnihlutans í Reykjavík grípi hugmynd Alfreðs Þorsteinssonar á lofti og fylgi henni eftir; þessar tvær hugmyndir – eyjabyggð og skerjavöllur – fara einstaklega vel saman ... og hlúa betur að mið- borgarkjarnanum en nokkrar aðr- ar skipulagshugmyndir sem fram hafa komið á undanliðnum árum. Reykjavíkurflugvöllur verður aldrei starfræktur í Keflavík – og hvorki í Svínahrauni né Kapellu- hrauni. Farþegaflug á milli byggð- arlaga úti á landi og Reykjavíkur verður aldrei arðvænlegt nema móðurvöllurinn verði sem næst stjórnsýslunni í höfuðborginni. Þetta eru einföld sannindi sem hafa þvælst fyrir stjórnmála- mönnum í alltof langan tíma. Það er tímabært að þétta byggðina allt í kringum miðborg- ina. Til þess þarf pólitískt þor og áræði – og löngu tímabæra sam- stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn og Alfreð Þorsteinsson hafa boðið upp í dans. Fleiri þurfa að finna taktinn. ■ Getur verið að allir aðrir en ráðamenn þjóðarinnar hafiáhyggjur af stöðu útflutningsgreina? Meðan fjöldaupp-sagnir dynja yfir er ekki annað að heyra en byggðamála- ráðherrann telji ástandið ágætt á landsbyggðinni. Þar er verið að reisa álver sem eflaust mun hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið þar eystra. Reyndar ekki áfallalaust, því á Reyðarfirði hefur þegar þurft að loka fiskiðjuveri þar sem hátt gengi krónunnar er að sliga sjávarútveginn. Verra er áfallið í þeim byggðum þar sem ál- ver gagnast ekki, eins og á Bíldudal. „Þetta er reiðarslag,“ sagði Jón Páll Jakobsson, sjómaður á Bíldudal í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur að sjálfsögðu slæma þýðingu fyrir byggðarlagið þegar svo margir missa vinn- una.“ Jón Páll sagði fólk almennt hætt að hugsa mikið um hvað taki við á Bíldudal. „Baráttuandinn er alveg horfinn,“ sagði hann. „Mjög erfitt er að yfirgefa þorpið enda ómögulegt að taka húsið með sér.“ Bílddælingar taka ekki undir með ráðherranum um að fólk á landsbyggðinni hafi það ágætt. Ruðningsáhrifin af álverinu og virkjuninni fyrir austan hafa aukið áhyggjur Bílddælinga, og fleiri. „Fækkun starfa í innlendum samkeppnisiðnaði er af sömu rót- um runnin og viðleitni fyrirtækja til þess að flytja störf á erlenda grund. Það er hins vegar nefnt útrás,“ sagði Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Það eru mörg önnur störf en í fiskiðnaði sem eru að tapast en gætu verið arðbær. Þetta gerist vegna firnasterkrar krónu. Ég sé eftir arðbærum störfum eins og til dæmis Marel er að skapa í Slóvakíu. Þetta eru hátækni- störf og Marel fjárfestir þar fremur en í Garðabæ.“ „Allir eru sammála um að orsakir ástandsins séu þrjár: Í fyrsta lagi stóriðjustefnan, í öðru lagi skattalækkanir stjórnvalda og í þriðja lagi ástandið á fasteignamarkaðinum. Stjórnvöld hafa möguleika á beinum aðgerðum varðandi stóriðjustefnuna. Skyn- samlegast væri að lýsa því yfir að nú sé nóg komið í bili og hag- kerfinu verði gefið svigrúm til kælingar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Sjávarútvegurinn er í vanda vegna þess hversu sterk krónan er. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur bent á að það sé ekki bara krónan sem geri útgerðinni erfitt fyrir. Útvegurinn finnur mikið fyrir veiðileyfagjaldinu, einkum og sér í lagi rækjuvinnslan og rækju- veiðarnar. Þar mun vera mikið tap fyrir og þess vegna erfitt að eiga á sama tíma að borga veiðileyfagjald sem leggst ofan á það tap sem fyrir er. Óskum um að fresta innheimtu gjaldsins hefur verið synjað. Ástæðan er eflaust sú að fólk hefur það víst svo gott á landsbyggðinni, en ekki á Bíldudal og ekki á Stöðvarfirði og ef varnaðarorð margra ganga eftir á vandinn eftir að aukast, en ekki við byggingu álversins. Svo valdamenn geta áfram bent austur, en ekki vestur, og ekki suður og ekki norður, bara austur. 5. júní 2005 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ SIGURJÓN M. EGILSSON Útflutningurinn er í erfiðri stöðu vegna þess hversu sterk krónan er. Ru›ningur og gjaldtaka FRÁ DEGI TIL DAGS Mjög erfitt er a› yfirgefa florpi› enda ómögulegt a› taka húsi› me› sér. Taktu þátt... í kjöri um áhorfendaverðlaun ársins á visir.is og þú gætir farið frítt í leikhús - 20 miðar og 2 árskort í boði! Verðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu 16. júní B as eC am p Pr od uc tio ns Í samvinnu við: Arfleið Krumma Eins og lesa má annars staðar í blaðinu hefur Sjónvarpið gripið til þess ráðs að fresta frumsýningu íslensks sjónvarps- efnis. Þetta mun gert til að koma kostnaði við þættina Allir litir hafs- ins eru kaldir fyrir innan heimilda. Það skrýtna við þetta er þó að þegar er búið að greiða fyrir þættina en samkvæmt bókhalds- reglum verður greiðslan ekki bókfærð fyrr en þættirnir eru sýndir. Bókhaldið lítur því mun betur út en ella. Kunnugir segja að þessa reglu megi rekja til þeirra daga þegar Hrafn Gunnlaugsson var yfir dagskrárdeild Sjónvarpsins. Þá gustaði mjög um Krumma, eins og reyndar oft áður og síðar. Eitt sem hann gerði þá var víst að eyða mun meira fé til kaupa á dagskrárefni en sem nam fjárheimildum. Þá var brugð- ið á það ráð að breyta bókhaldsreglum þannig að þótt borgað væri fyrir þætti eitt árið væri það ekki bókfært fyrr en á næsta ári ef þættirnir væru ekki sýndir fyrr en þá. Frægi nafnlausi maðurinn Vestan hafs hafa menn rætt mikið um Mark Felt sem viðurkenndi á dögunum að hann hefði verið frægasti nafnlausi heimildarmaður blaðamanna í sög- unni, sjálfur Deep Throat sem hefur orðið tilefni ófárra bóka, blaðagreina og sjónvarpsþátta – en heimildarmað- urinn var nefndur svo eftir kunnri klám- mynd þess tíma. Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirrar ákvörðunar Felt að láta blaðamönnunum Carl Bernstein og Bob Woodward í té upplýsingar sem áttu mikinn þátt í að Richard Nixon hrökklaðist af forsetastóli og nokkrir samstarfsmenn hans enduðu í fangelsi. Kemur þá í ljós að sumum er enn heitt í hamsi, þar á meðal stuðn- ingsmönnum forsetans fyrrverandi, og kann það að staðfesta öðru fremur að rétt var af Felt að koma upplýsingunum á framfæri við fjölmiðla frekar en að hætta á að málið væri þaggað niður innan stjórnsýslunnar. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Vansköpu› borgarmynd TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Skipulagsmál ver›a a› öllum líkindum helsta kosningamál borgar- stjórnarkosninganna á næsta ári. fia› er innan vi› ár til stefnu, svo sem eins og fimmtíu vikur í pólitík. Og flær lí›a hratt. ,, TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.