Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 5. júní 2005 17 Hætt er við að þorri almennings þurfi að bæta við sig eins og tveimur störfum eða selja íbúð sína standi hugur til að fjárfesta í dýrustu tegund af húsbílum sem seldir eru hérlendis. Er þar um bíl af tegundinni Hymer að ræða sem Evró ehf. á Grensás- vegi selur þessa dagana á tæpar þrettán milljónir króna. Hægt er að fá bílalán til 84 mán- aða fyrir gripnum, sem gerir um 155 þúsund krónur á mánuði auk vaxta, en fyrir vikið þarf um eng- an að væsa sem ferðast í slíkum bíl. Sturtur inni og úti, fallegt sal- erni, sjónvarpsflatskjár, stór kæli- skápur, öflugt hitakerfi og allt sem nokkurn mann getur vanhagað um. Fer þeim fjölgandi hér á landi sem selja húsbíla enda vaxandi eftirspurn ár frá ári. Verð er æði mismunandi eftir gæðum og búnaði hvers bíls fyr- ir sig en almennt má fá góða al- menna húsbíla frá fimm milljón- um króna og upp úr. Er það ekki ósvipuð upphæð og greiða þarf fyrir sæmilegan sumarbústað en þá á eftir að taka tillit til eldsneytisnotkunar og þar sem flestir húsbílar nota dísilolíu er hætt við að mörgum bregði við í júlí þegar ný lög um olíugjald taka gildi. Mun þá lítri af dísilol- íu verða á svipuðu verði og lítr- inn af bensíni. Svo virðist sem þetta sé ekki efst í huga þeirra sem hug hafa á að kaupa sér einn húsbíl enda er sömu sögu að segja frá öllum um- boðunum; salan milli ára hefur margfaldast og nokkrar vinsæl- ustu tegundir húsbíla eru þegar uppseldar. - aöe LÆTUR EKKI MIKIÐ YFIR SÉR Dýrasti húsbíll landsins er þessi Hymer sem Evró sleur. Verðmiðinn hefur ekki komið í veg fyrir að fjölmargir hafa forvitnast og eru fleiri en eitt umboð að skoða innflutning á enn dýrari tegundum á næsta ári. HELSTU SELJENDUR HÚSBÍLA: Netsalan Knarrarvogi 4 Húsbílar frá 4,1 – 6,2 milljóna Evró ehf. Grensásvegi Húsbílar frá 4,7 – 12,9 milljóna Seglagerðin ÆgirEyjaslóð 7 Húsbílar frá 3,9 – 7,9 milljóna Víkurverk Tangarhöfða 1 Húsbílar frá 4,4 – 8,1 milljónar Sala á húsbílum hér á landi margfaldast milli ára: Sá d‡rasti á flrettán milljónir White giftist Karen Elson Söngvari hljómsveitarinnar White Stripes, Jack White, giftist unn- ustu sinni á kanó í Amazonfljóti í Brasilíu. Jack giftst bresku fyrir- sætunni Karen Elson síðastliðinn miðvikudag og Meg White, fyrr- verandi eiginkona Jacks var brúð- armeyja við athöfnina. Giftingin var framkvæmd af Shaman-töfra- presti en strax eftir brúðkaupið fóru þau og fengu blessun ka- þólsks prests í kirkju sem kallast Igreja Matric. Karen hefur verið kölluð „sú skrítna“ í fyrirsætubransanum vegna mjög sérstaks útlits og hin nýbök- uðu hjón eiga það sameiginlegt að vera mjög föl. Elson kemur fram í nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar við lagið Blue Orchid en að öðru leyti hefur sam- band þeirra farið mjög leynt. Þess- ar fréttir koma að- eins nokkrum vik- um á eftir fregn- um af brúðkaupi Renee Zellweger en hún og Jack voru par og eru til- tölulega nýhætt saman. Annars eru White Stripes að fara að gefa út sína fimmtu plötu 6. júní sem mun heita Get Behind Me Satan. ■ JACK WHITE hefur getið sér gott orð sem leikari og kom meðal annars fram í kvik- myndinni Coffee and Cigarettes. KAREN ELSON var mikið strítt í skóla fyrir skrítið útlit sitt. Googlað á netinu Vinsæl veiki Hermannaveiki hefur verið mik- ið í umræðunni undanfarið enda hafa greinst óvenju mörg tilvik hennar á þessu ári. Þegar her- mannaveiki er slegið inn á Google þá koma 1.390 færslur. Hermannaveiki er ein tegund lungnabólgu og þegar því orði er googlað fást 562 færslur. Á ensku heitir hermannaveiki legionary disease og þá fást mun fleiri síð- ur, eða 17.400. Það er hins vegar bakterían Legionella sem veldur hermannaveiki og um hana finn- ast langflestar færslur, því þær eru hvorki fleiri né færri en 754.000. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.