Fréttablaðið - 05.06.2005, Side 22

Fréttablaðið - 05.06.2005, Side 22
Aron Pálmi Ágústsson situr ístofufangelsi í Beaumont íTexas í þrjátíu og fimm stiga hita. Hann var þrettán ára gamall þegar hann var dæmdur til tíu ára betrunarvistar af dómstóli í Texas í Bandaríkjunum. Hann hefur afplánað tæp átta ár af dómnum en fékk skilorðsbundna reynslulausn árið 2002. Hann þarf þó að lúta ýmsum reglum sem settar eru af fangelsisyfirvöldum og hefur takmarkað frelsi. Þegar Aron Pálmi var þrettán ára gamall átti sér stað barnsleg yfirsjón hans í leik við annað barn. Yfirsjón sem flestir hefðu litið á sem mistök í leik barna en það háttaði svo til að líf Arons Pálma tók stefnu sem engan hefði órað fyrir. Dómari í Texas leit málið alvarlegri augum en tilheyrir þeim viðmiðum og gildum sem Íslendingar hafa van- ist og dæmdi Aron Pálma til þungrar refsivistar. „Ég gat ekki ímyndað mér að ég ætti eftir að verða dæmdur til tíu ára fangelsisvistar þegar ég var í dómssalnum. Ég hélt kannski að ég yrði settur í út- göngubann eða eitthvað álíka. Ég vissi ekki að það sem ég gerði var rangt. Ég var bara barn. Þegar dómurinn var lesinn upp áttaði ég mig ekki heldur á alvarleika máls- ins. Það var ekki fyrr en ég sá fimmtán ára systur mína bresta í grát í dómssalnum að ég skildi að það var eitthvað óeðlilegt að ger- ast,“ segir Aron Pálmi. Hann hóf afplánun og bjó sig undir líf innan veggja fangelsa Texas-fylkis án gruns um hvað koma skyldi. Niðurlæging og fangelsisgirðing- ar Afplánun Arons Pálma hófst og fyrstu fjörutíu og fimm dagana var hann vistaður innan um fjöru- tíu einstaklinga sem svipað var ástatt um; þeir höfðu framið ýmis afbrot og hlotið dóm. Sumir höfðu framið morð en aðrir höfðu stolið bíl og tóku út sína refsingu. „Á þessum stað var fólk brotið niður. Þarna vorum við saman um fjörutíu manns í einum sal. Þú gerðir þarfir þínar fyrir framan alla aðra og fékkst úthlutað fimmtán salernisbréfum. Þú fórst líka í sturtu fyrir framan aðra fanga. Það var bannað að tala við aðra og ef þú gerðir það þá var þér refsað með því að láta þig standa úti í horni í klukkutíma. Þetta var upphafið á dvölinni og mér leist ekki á það sem koma skyldi,“ segir Aron. Hann var svo fluttur í Gidd- ings-fangelsið sem er í um fjöru- tíu mínútna keyrslu frá Austin í Texas. Þar eru vistaðir um 430 fangar af yngri kynslóðinni og er fangelsið skilgreint sem barnafangelsi með hámarks ör- yggisgæslu. Fangaverðir eru bún- ir tækjum og tólum til að bregðast við ástandi sem upp kann að koma en þar dvaldi Aron Pálmi næstu sjö árin. „Þarna eru vistaðir harðsvír- ustu glæpamennirnir. Þetta er kallað skóli en svæðið er afmark- að með háum girðingum og er auðvitað ekkert nema fangelsi. Ég lauk ýmsum prófum þarna og lærði eins og aðrir. Ég lauk prófi í tölvufræði og hafði gaman af náminu. Ég hef gaman af því að læra og í framtíðinni langar mig að ná mér í meistaragráðu í hegð- unarsálfræði. Mér hefur alltaf fundist ég hafa skilning á því hvernig fólki líður og mig langar að koma fólki til hjálpar. Áhuginn er auðvitað líka til kominn út af minni eigin reynslu en mig hefur alltaf dreymt um að geta hjálpað öðrum,“ segir Aron. Hann segir lífið innan fangelsismúranna hafi verið blanda af vinnu og námi. Aron Pálmi hafði tvö störf með höndum. Annað í eldhúsinu og hitt í líkamsræktinni. Hann segir að störfin hafi gert það að verkum að tíminn leið hraðar en hann hafi þó oft bundið vonir við frelsi og tím- inn liðið hægt á köflum. Vonaðist eftir lausn „Ég fékk heimsóknir og foreldrar mínir komu tvisvar í mánuði. Svo komu frænkur og frændur og meðal annars amma mín frá Ís- landi sem er dáin í dag. Þegar for- eldrar mínir komu máttum við fara af svæðinu í þrjár klukku- stundir í hverri heimsókn en fyrst eftir að ég hafði verið í fangelsinu í fimm ár. Það var mjög gaman að fá þau í heimsókn en þetta var erfitt fyrir þau eins og fyrir mig. Þau sáu mig í aðstöðu sem þau gátu ekkert gert í,“ segir Aron Pálmi. Foreldrar Arons Pálma eru íslenskir en stjúpfaðir hans er bandarískur en Aron flutti til Bandaríkjanna tveggja ára gam- all. Hann segist oft hafa bundið vonir við frelsi þegar hann dvald- ist í fangelsinu. Slíkt hafi verið gefið í skyn af starfsmönnum fangelsisins en það hafi verið fölsk fyrirheit sem olli honum gremju. „Þau lugu einfaldlega. Auðvit- að trúði maður því sem manni var sagt. En svo var raunin önnur. Einn starfsmaður fangelsisins sagði við mig að hann byggist við því að mér yrði sleppt fljótlega. En ekkert gerðist. Ég sá svo hversu mikið hatur og illska var í þessu fólki þegar við fórum fyrir dóm og verið var að reyna fá mig færðan yfir í fangelsi fyrir full- orðna. Tilhugsunin um það var hræðileg enda hefur Texas orð á sér fyrir að hafa einhver hræði- legustu fangelsi í öllum Banda- ríkjunum. Ofbeldið er ömurlegt og nauðganir eru dagleg uppá- koma. Ég vildi frekar vera dauður heldur en að fara í þessi fangelsi. En þau reyndu allt til að koma mér í fangelsið. Þau breyttu skjöl- um, lugu og eitt vitni þeirra var staðið að því að bera ljúgvitni. Það var sálfræðingur sem átti að vitna gegn sinni eigin sannfæringu og sagði lögmanni mínum frá því. En svo vildi hún ekkert viðurkenna en hún var eiðsvarin og dómarinn sá í gegnum hana. Ég skildi reynd- ar aldrei af hverju þeir voru að reyna fá mig færðan yfir í annað fangelsi. Hegðun mín var ekkert óeðlileg. Kannski fannst þeim ís- lensk yfirvöld vera of afskipta- söm af þeirra málum. Kannski fannst þeim einkennilegt að ein- hver skyldi dirfast að ráðast gegn sjálfu Texas,“ segir Aron Pálmi. Með ökklaband í stofufangelsi Aron Pálmi hlaut reynslulausn í september 2002. Þá var hann færður á áfangaheimili þar sem heimilislausir einstaklingar á reynslulausn eru vistaðir þar til þeir hafa fundið sér heimili eða finna lausn á húsnæðivanda sín- um sem fangelsisyfirvöld fallast á. „Við vorum 30 manns í hverju hjólhýsi og ég var langyngstur af öllum föngunum þarna. Við feng- um sama matinn í hverju hádegi sem var samloka með kjötafgöng- 22 5. júní 2005 SUNNUDAGUR Stökktu til Portúgal 8. eða 22. júní frá kr. 29.990 Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Portúgal 8. og 22. júní. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Síðustu sætin Verð kr. 29.990 í viku kr. 39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 8. og 22. júní. Verð kr. 39.990 í viku / kr. 49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 8. og 22. júní. Í BEAUMONT Í TEXAS Aron Pálmi á sér þann draum að flytjast til Íslands og hefja nýtt líf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R O H N W ES SL ER Aron Pálmi Ágústsson bí›ur eftir flví a› komast til Íslands. Hann hefur vari› sí›ustu átta árum ævinnar bak vi› lás og slá í fangelsum Texas-ríkis í Bandaríkjunum. Hann er bjarts‡nn á framtí›ína, ætlar a› sækja sér mennntun og móta sér framtí› í ö›ru umhverfi. Hjálmar Blöndal átti samtal vi› Aron Pálma sem sag›i frá fangelsum í Texas, daglegu lífi og draumnum um a› komast heim til Íslands. ARON PÁLMI ÁGÚSTSSON „Það hefur ekkert upp á sig að líta til baka. Í dag veit ég að það sem ég gerði er rangt. Ég hugsa og bið til þess einstaklings sem ég braut gegn.“ ÉG VIL NÝTT LÍF Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.