Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 52
28 5. júní 2005 SUNNUDAGUR Þ riðja plata bresku hljóm-sveitarinnar Coldplay, X&Y,kemur út á mánudag. Plöt- unnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda hafa þær tvær síðustu, Parachutes og A Rush of Blood Through the Head, notið gríðarlegar hylli bæði á meðal gagnrýnenda og almenn- ings. Tilfinningaþrungnir og grípandi Coldplay var stofnuð árið 1998 í London og strax ári eftir gerði sveitin útgáfusamning við Parlo- phone. Frumburðurinn Para- chutes kom út 2000 og með tilfinn- ingaþrungnum lögum á borð við Yellow og Trouble sló Coldplay umsvifalaust í gegn. Tveimur árum síðar kom A Rush of Blood Through the Head út og vakti ekki síður athygli fyrir innihaldsríkar og grípandi lagasmíðar. Þessar tvær plötur hafa selst í yfir 16 milljónum eintaka og gert Cold- play að einni af allra stærstu hljómsveitum heimsins. Hér á landi hafa báðar plöturnar náð gullsölu; Parachutes hefur selst í 8.500 eintökum og A Rush of Blood to the Head í 6.000 eintök- um. Liðsmenn Coldplay eru líka vel kunnugir landi og þjóð því þeir hafa þegar haldið tvenna tón- leika fyrir fullu húsi í Laugardals- höll. Útgáfudeginum frestað Þeir félagar, Chris Martin, Jonny Buckland, Guy Berryman og Will Champion, tóku sér langan tíma í gerð nýju plötunnar og frestuðu útgáfudegi nokkrum sinnum vegna þess að þeir voru ekki full- komlega ánægðir með útkomuna. „Það sem við vorum að gera var bara ekki nógu gott,“ segir gítar- leikarinn Buckland. „Lögin hljóm- uðu eins og við hefðum ekkert unnið að þeim saman. Það er alltaf hætta á að leiðast út í fullkomnun- aráráttu og gleyma hvað það er sem skiptir mestu máli.“ Söngvar- inn Martin er sammála Buckland. „Það vantaði alla sál í þetta hjá okkur,“ segir hann. „Þannig að við ákváðum að hlaða batteríin á nýj- an leik, fara í gamla æfingarher- bergið okkar með bjórslettum á gólfinu og hljómsveitarnöfn krot- uð á veggina og bara spila sam- an.“ Átján mánaða upptökum lýkur Eftir þetta fóru hlutirnir að smella saman. Þeir sögðu skilið við upptökustjóra sinn til langs tíma, Ken Nelson, og tóku upp nokkur lög með Danton Supple sem hljóðblandaði síðustu plötu þeirra. Hljómurinn var hrár og orkuríkur og svo virtist sem hjartað og sálin væru komin aftur í sveitina. Eftir átján mánaða upp- tökumaraþon í átta hljóðverum í Chicago, New York, Los Angeles, Liverpool og London er gripurinn loksins á leiðinni í búðir og virðast þeir félagar vera yfir sig hrifnir. Martin hefur þegar lýst því yfir að það verði erfitt að toppa þessa plötu og Buckland virðist vera á svipuðu máli. „Við vildum prófa nýja hluti og þróa hljóminn okkar áfram en við einbeitum okkur ennþá að lögunum sjálfum og svo hljómar röddin í Chris frábær- lega,“ segir Buckland. „Allir eru að standa sig betur en nokkru sinni fyrr.“ Stærsta tónleikaferðin til þessa Til að fylgja eftir nýju plötunni, sem fékk nýverið fullt hús stiga í tímaritinu Q, ætlar Coldplay í stærstu tónleikaferð sína um heiminn til þessa. Hún byrjar í Hamborg í Þýskalandi 15. júní og heldur síðan áfram fram eftir ári. Á meðal þeirra sem munu hita upp fyrir sveitina í Evrópu eru Interpol, Supergrass, Doves, El- bow og Morning Runner. Hljómurinn flróa›ur áfram firi›ja plata bresku hljómsveitarinnar Coldplay, X&Y, kemur í bú›ir á mánudag. Tónlistarunnendur hafa be›i› spenntir eftir plötunni og flá flyrstir í einn eitt stórvirki› frá sveitinni. Freyr Bjarnason hita›i upp fyrir plötuna. COLDPLAY Hljómsveitin var stofnuð fyrir sjö árum og er um þessar mundir að gefa út sína þriðju plötu. CHRIS MARTIN Söngvarinn Chris Martin hefur tvisvar sinnum haldið tónleika hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.