Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 4
LÖGREGLUFRÉTTIR RÉTTINDALAUS OG ÖLVAÐUR Lögreglan á Ísafirði stöðvaði sext- án ára dreng á bíl um þrjúleytið aðfaranótt laugardags og reyndist hann jafnframt vera ölvaður. Var hann sóttur af foreldrum sínum. Vinur drengsins, fæddur fyrr á sama ári, sem leyfði honum að prófa bíl sinn, verður að öllum lík- indum sektaður. KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 65,65 65,97 119,32 119,90 80,59 81,05 10,83 10,90 10,19 10,25 8,82 8,88 0,61 0,61 96,69 97,27 GENGI GJALDMIÐLA 03.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 113,05 +1,49% 4 5. júní 2005 SUNNUDAGUR Niðurstöður rannsóknar á því hvernig öryrkjum reiðir af: Fæstir fara aftur á vinnumarka› HEILBRIGÐISMÁL Einungis tólf pró- sent þeirra kvenna og níu pró- sent karla sem metin voru til ör- orku árið 1992, voru að líkindum komin aftur á vinnumarkað tólf árum síðar. Fyrrnefnda árið voru samtals 725 metnir til ör- orku, 428 menn og 297 konur. Þetta kemur fram í niðurstöð- um könnunar þeirra Sigurðar Thorlacius, tryggingayfirlæknis Tryggingastofnunar, og Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræð- ings sem könnuðu stöðu þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga hér árið 1992. Könnunin birtist í nýju Læknablaði. Hún sýndi að 12 árum eftir að fólkið var metið höfðu 434 úr hópnum fallið af ör- orkuskrá: 240 konur og 194 karl- ar. Langflestir höfðu fallið af skránni vegna þess að þeir höfðu sest í helgan stein eða látist. Aðstandendur könnunarinnar telja að athuga þurfi hvað hægt sé að gera til að breyta þróun- inni og auðvelda öryrkjum að komast aftur á vinnumarkað. Þar komi til greina starfsendur- hæfing, aðgerðir til að örva vinnuveitendur til að ráða fólk með skerta starfsgetu og endur- skoðun tekjutengingar örorku- bóta. - jss Deila á Abbas vegna frestunar kosninga Forystumenn Hamas eru rei›ir Mahmoud Abbas fyrir a› hafa einhli›a fresta› palestínsku flingkosningunum. Óvíst er hvenær flær ver›a haldnar. Abbas seg- ir meiri tíma flurfa til a› undirbúa breytingar á kosningalögum. PALESTÍNA, AP Hamasliðar brugðust ókvæða við ákvörðum Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heima- stjórnarinnar, um að fresta þing- kosningum sem halda átti 17. júlí um ótiltekinn tíma. Þeir segja hann reyna að koma í veg fyrir sigur Hamas en hann segir nauðsynlegt að komast að samkomulagi um nýtt kosningakerfi áður en kosn- ingar fara fram. Abbas sagði í gær að ekki væri hægt að halda kosningar á fyrir- huguðum tíma. Hann nefndi máli sínu til stuðnings að meiri tíma þyrfti til að ræða nýja kosningalög- gjöf. Abbas vill að Palestína verði öll eitt kjördæmi en sumir félagar í Fatah-hreyfingunni sem Abbas til- heyrir vilja mörg kjördæmi. „Tíminn er af skornum skammti. Frestun var nauðsynleg svo við gætum gengið frá laga- breytingum og samráði allra fylk- inga,“ sagði Abbas þegar hann til- kynnti að hann hefði frestað kosn- ingunum. Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas á Gaza, var harðorður þeg- ar hann mótmælti ákvörðuninni. „Þessi ákvörðun var tekin ein- hliða,“ sagði hann og bætti við að hún markaðist meira af því að Fatah væri í slæmum málum, eins og sveitarstjórnarkosningar hefðu sýnt fram á, fremur en að tekið væri tillit til þjóðarhagsmuna. Hamasliðar ætla þrátt fyrir þetta að virða vopnahléið við Ísra- ela sem þeir samþykktu vegna beiðna Abbas. Abu Zuhri sagði þó að ákvörðun Abbas græfi undan samskiptum hans við Hamas. Hamasliðar hafa styrkt stöðu sína í palestínskum stjórnmálum að undanförnu, ekki síst vegna mikillar óánægju með spillingu sem lengi hefur viðgengist innan Fatah, hreyfingarinnar sem Yasser Arafat og Abbas eftir- maður hans, hafa sótt áhrif sín til. Hamashreyfingin vann sigur í sveitarstjórnarkosningum fyrr á árinu og virðist líkleg til að vinna þingsæti af Hamas í þingkosn- ingunum, þeim fyrstu sem Ham- as tekur þátt í. ■ Í RÆÐUPÚLTI Rumsfeld kallaði eftir meira frelsi í Kína. Donald Rumsfeld: Gröfum ekki undan Kína SINGAPÚR, AP Kröfur Bandaríkja- stjórnar um aukið frelsi í Kína eru ekki settar fram til að ógna jafn- vægi í landinu eða grafa undan því með nokkrum hætti, sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær. „Ég tel þá ályktun að frelsi jafn- gildi óstöðugleika vera ranga,“ sagði Rumsfeld á ráðstefnu um ör- yggismál í Singapúr. Hann sagðist einnig telja að Kínverjar myndu ekki fullnýta tækifæri sín til hag- vaxtar og sóknar á alþjóðlegum mörkuðum ef þeir opnuðu ekki stjórnmálakerfi sitt. ■ LOKAÐ Ekki kom til mikilla tafa vegna lok- unar Reykjanesbrautar frameftir degi í gær enda nóg af hjáleiðum sem ökumenn nýttu sér. Reykjanesbraut: Lokun olli litlum töfum SAMGÖNGUR Hluti Reykjanesbraut- ar var lokaður fram eftir degi í gær vegna framkvæmda en ekki urðu alvarlegar tafir hjá vegfar- endum af þeim sökum enda marg- ar hjáleiðir í boði. Sigurður Helgason hjá Um- ferðarstofu segir að þeir sem önn- uðust framkvæmdina hafi haft hagsmuni vegfarenda að leiðar- ljósi og því hafi framkvæmdin hafist strax í fyrrinótt og henni verið lokið um miðjan dag í stað þess að hefja störf um morguninn og loka þessari mikilvægu sam- gönguæð allan daginn. -aöe Þekkir þú fuglinn? Einn af einkennisfuglum votlendis á láglendi. Gefur frá sér hátt kvak og hvellt nefhljóð á varptíma, annars þögull. edda.is Svarið fæst í Fuglavísinum, frábær handbók, ómissandi í bílinn. VEÐRIÐ Í DAG LÖGREGLUFRÉTTIR ÓK ÖLVAÐUR ÚTAF VIÐ HREPPSLAUG Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn vegna ölvunaraksturs í Borgarfirði aðfaranótt laugar- dags. Hann hafði ekið út af skammt frá Hreppslaug í Skorra- dal og reyndist ölvaður þegar lögregla kom á vettvang. Málið er í rannsókn. ÞRETTÁN FÍKNIEFNAMÁL Í REYKJAVÍK Óvenju mörg fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Reykjavík á aðfaranótt laugardags. Upp komu þrettán tilvik þar sem lögreglan lagði hald á fíkniefni. Í flestum tilvikum var um lítið magn af amfetamíni eða kannabisefnum að ræða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ö RÐ U R MÓTMÆLT Í MARDA Um svipað leyti og Abbas og Hamasliðar deildu um frestun þingkosninga safnaðist fjöldi fólks saman nærri Marda á Vesturbakkanum til að mótmæla byggingu múrsins sem Ísraelar segja vernda landsmenn sína fyrir árásum en Palestínumenn kalla að- skilnaðarmúr. LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLVELTA VIÐ HOFSÓS Stúlka á átjánda aldursári slasað- ist illa í bílveltu rétt sunnan við Hofsós á föstudagkvöldið. Hún var flutt burt í sjúkrabíl en var ekki talin í lífshættu. Hún var ekki í bílbelti. Bíllinn er talinn ónýtur. SLYS HESTUR SPARKAÐI Í MANN Karlmaður frá Blönduhlíð meidd- ist illa á hné á föstudag þegar hestur sparkaði til hans. Hann var fluttur til Akureyrar þar sem gert var að meiðslunum. ENDURHÆFING Endurhæfing og iðjuþjálf- un eru stórir þættir í því að hjálpa öryrkj- um aftur út á vinnumarkaðinn. Myndin er ótengd fréttinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.