Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 60
5. júní 2005 SUNNUDAGUR36 Kæti Katalóníumanna yfir sigri Bör- sunga í hinni spænsku Primera Liga á sér lítil takmörk. Þorsteinn vinur minn Stephensen athafnamaður í Madrid og áhugamaður um spænska boltann seg- ist aldrei nokkurn tímann hafa vitað önnur eins fagnaðarlæti og í Barcelona er liðið tók á móti titlinum. Ekki einu sinni Evrópumeistaratitlinum 1992 né neinum af ofursigrum Draumaliðs Cru- yff hafi verið mætt með viðlíka hætti. Þetta staðfesti elstu menn í Madrid með viðeigandi vandlætingu, þyki oflát- ungsbragur á hátíðarhöldunum yfir einni dollu, enda Börsungar vart hálf- drættingar á við Madrídinga í titlum talið. En kannski á fýlan í „Madrilenos” stuðningsmönnum Real, sér dýpri skýringar. Máski gera þeir sér grein fyrir því að á tveimur árum hafa orðið pól- skipti í spænska boltanum og Barca er nú flaggskipið sem Real Madrid, með sína öldnu ofurbolta eða „galacticos”, á töluvert í land með að ná. Katalónska hjartað Á síðasta áratug náði Barcelona undir stjórn Johans Cruyff lengsta yfirburða- tímabili sínum í spænska boltanum. Og þótt á Hollendingatímabilinu síðara undir stjórn Van Gaal hafi ýmislegt áunnist var sjaldnast glæsibragur á og endaði valdatími Van Gaals í upplausn. Fyrir tveimur árum var svo Juan Laporta kosinn forseti og töldu fæstir að hann væri neitt nema loftið enda mikill pop- ulista-bragur á kosningu hans sem var aðallega knúin áfram af því loforði Laporta að hann myndi semja við David Beckham um að ganga til liðs við félag- ið. Laporta náði samningum við Manchester United en ekki leikmanninn sjálfan, enda taldi Beckham Börsunga standa Madrídingum langt að baki í getu og framtíðarmöguleikum. Víst er að Barca stóð ekki vel, síðustu sex ár hafa verið félag- inu erfið og mátti það sætta sig við að auk fornu fjendanna í Madrid skutust bæði Valencia og Deportivo langt fram úr þeim. En undir stjórn Frank Rikja- ard hafa orðið stöðugar framfarir, liðið lék gríðar- lega vel síðari hluta tímabilsins í fyrra og leiddi deildina örugg- lega frá upphafi í allan vetur. Fótboltinn sem lið- ið lék var á köflum sér- lega glæsilegur en brot- hættur að sama skapi og víst er að fé- lagið þarf að bæta við sig leikmönnum, sérstaklega varnarmönnum, eigi það að eiga möguleika á að verja titilinn og gera atlögu að Evrópumeistaratitlinum á næsta ári. Rikjaard virðist hafa tekist sérlega vel upp með að byggja upp góðan anda hjá félaginu og erlendu stórstjörnurnar sýna félaginu mikla holl- ustu sem er mikilvægt á tímum þar sem samningar telja oft lítið. Þetta sást vel er Samuel Etoío var sektaður á dög- unum fyrir að hafa sýnt Real Madrid vanvirðingu með látbragði og ummmælum ófögr- um en Etoío telur sig hafa sannað ýmislegt í vetur fyrir Madrídingum sem hann var keyptur til á unga aldri en ævinlega lánaður til annarra liða. Etoío kyssti katalónska hjartað í skildi Barcelona jafn- an eftir að hann hafði skorað mark en það hefur löngum verið háttur katalónskra leik- manna Barca og vakti þetta mikla athygli. Villarreal undrið Etoío lék manna best hjá Börsungum ásamt Ron- aldinho og Deco en mörkin hans 24 dugðu ekki til markakóngstitils því hann hrifsaði óvæntasta stjarna deildarinnar þetta árið, Úrugvæmaðurinn Diego Forlan sem skoraði tvennu í síðasta leiknum og varð markakóngur Spánar auk þess að hreppa gullskó Evrópu ásamt Thierry Henry. Forlan small eins og flís við rass þess frjálsa bolta sem Juan Riquelme stýrði á miðjunni hjá smáklúbbnum Vill- arreal sem endaði í þriðja sæti deildar- innar og gaf dýrmætt Meistaradeildarsæti. Vill- arreal hefur unnið hug og hjörtu knattspyrnuá- huga- manna, enda ótrúlegt að lið frá þorpi minna en Reykjavík nái svo langt og ekki verra að liðið lék hreint út sagt glimrandi knattspyrnu. Vonandi er að Vill- arreal haldist á bestu mönnum sínum þótt líklegt sé að Barcelona heimti Riquelme heim á ný eða selji hann áfram. Hann var nánast und- antekingalaust í hópi efstu manna hjá spænsku blöðunum í einkunnagjöf tímabilsins og náði loks að fullnýta ótvíræða hæfi- leika sína sem aldrei fengu að skína þegar hann dvaldi hjá Barca. Sevilla liðin tvö börðust um Meistara- deildarsæti við Villarreal og fór svo að Real Betis náði fjórða sætinu. Bæði lið- in búa yfir miklum framtíðarmöguleik- um, vel studdir klúbbar með góðan mannskap og verða bæði í toppbarátt- unni áfram ef vel er á málum haldið. Er það gleðilegt því alltaf er gríðarleg stemming í kringum liðin og óvíða meiri rígur milli félaga en í höfuðborg hinnar blóðheitu Andalúsíu. Valencia var vonbrigði ársins, eins og margir voru reyndar búnir að spá fyrir um, t.d. við hér á Fréttablaðinu í spá okkar fyrir tímabilið. Claudio Ranieri eyðilagði nánast liðið og ljóst er að breyta þarf miklu á þeim bæn- um. Rauðhvítu frændurnir At- letico Madrid og Athletic Bilbao gerðu líka mun minna en efni stóðu til, sérstaklega Bilbæingar sem skarta tveimur af bestu mönnum deildarinnar, mið- vallarleikmanninum Yesti og bakverðinum Asiar del Horno. Smáliðið Getafe gladdi marga og sömuleiðis Levante í byrjun leiktíðar þótt þar skorti dampinn á, Bernd Schuster látinn taka pokann sinn og fall varð örlögin á vordögum. Ofurkæti Börsunga br‡st út og á sér lítil takmörk EINAR LOGI VIGNISSON SKRIFAR UM BOLTANN Í SUÐUR-EVRÓPU: RENNT YFIR SPÆNSKU DEILDINA Í VETIUR HEFUR BEÐIÐ LENGI EFTIR TÆKIFÆRINU FÓTBOLTI „Ég er búinn að bíða lengi og ég er feginn því að hafa fengið mitt tækifæri,“ segir Grétar Rafn Steinsson landsliðsmaður í knatt- spyrnu. Það er engum ofsögum sagt að þessi 23 ára Skagamaður sé með mikinn metnað og skýr markmið. Það er langt síðan að hann ákvað að hann myni gerast atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður. Það leit ágætlega út með það fyrir fáeinum árum þegar hann var bú- inn að vinna sér fast sæti í byrjun- arliði ÍA, þrátt fyrir ungan aldur, og farinn að vekja athygli á sér. Þá var hann valinn í hálfgert B- landslið Íslands sem árið 2001 hélt utan til Brasilíu til að leika við heimamenn. Þar skoraði hann eina mark Íslands í 6-1 tapi. Ekki slæmt að skora mark í sínum fyrsta landsleik, hvað þá gegn bestu knattspyrnuþjóð í heimi. „Það var mjög skemmtilegt en það er langt síðan og maður lifir ekki endalaust á því,“ segir Grét- ar. En þá kom áfallið. Í leik gegn Þrótti á Laugardalsvelli þann 24. júlí 2003 sleit Grétar Rafn kross- bönd í hné. „Það voru teknar nokkrar kvöldstundir í að gráta í koddann. En ég ákvað að leggja allt undir, ég ætlaði að ná mér fljótt og verða betri en ég var fyr- ir. Það tókst.“ Þegar þetta átti sér stað hafði Grétar þegar vakið athygli er- lendra liða, þeirra á meðal Young Boys í Sviss. „Það átti eftir að stíga skrefið til fulls en þá gerist þetta, því miður. Ég ákveð því að taka málin í mínar hendur og gera þetta eins vel og mögulegt er. Ég dvel í Hollandi í tvo mánuði hjá mjög færum læknum og sjúkraþjálfur- um til að allt sé fagmannlegt og gert almennilega. Þá er ég einnig hjá þeim sjúkraþjálfurum sem eru í landsliðinu og hjá ÍA. Maður þarf að vera nett geggjaður til að gera þetta almennilega og sem betur fer er nóg af því til staðar hjá mér.“ Grétar bjó á hóteli í Hollandi og naut að eigin sögn aðgangs að bestu æfingaaðstöðunni og lækn- unum sem völ er á. „Ég vildi bara það besta og það gekk eftir. Þetta var dýrt en ég fékk góðan stuðning. Ég gerði mér grein fyrir því að ef ég hefði ekki gert þetta myndi ég alltaf sjá eftir því,“ segir Grétar. Aðgerðin sjálf fór fram hér heima hjá ís- lenskum lækni. „Það var einróma álit úti að aðgerðin hafi verið mjög vel heppnuð og allt gengið að óskum.“ Hann kom sér síðan aftur af stað í boltanum síðastliðið vor og var í raun kominn aftur á byrjunarreit. „Ég þurfti að sanna mig upp á nýtt og vekja áhuga erlendra liða aftur. En þetta gekk ágætlega þó svo að ég hafi verið með verki í hnénu þegar mótið byrjaði. En líð- anin er líka að miklum hluta til í kollinum, hvernig þú ákveður að lifa með þessu. Ég leit á það þannig að ég hafði ekki margra annarra kosta völ.“ Um haustið fór Grétar aftur út til Sviss til reynslu hjá Young Boys. „Það var í raun ótrúlegt hvað þeir voru í raun þolinmóðir. Á sín- um tíma datt þetta alveg út af borðinu hjá þeim og höfðu þeir ekki samband fyrr en allt hafði gengið yfir. Þetta í raun reddaðist fyrir horn, þjálfarinn vildi fá mig og það gerði útslagið.“ Honum líkar vel vistin í Sviss þó svo að það hafi tekið sinn tíma að aðlagast nýjum aðstæðum, eins og hjá öllum. „Ég bý í Bern sem er í raun eins og alþjóðlegur flugvöllur, þar eru allra þjóða kvikindi. En ég hef stimplað mig vel inn í liðið, ég er talsvert öðruvísi leikmaður en flestir eru þarna og hef öðlast mikið sjálfstraust.“ Grétar hefur spilað allar stöð- ur á vellinum nema í sókn og marki en þó mest sem hægri bak- vörður. „Það fylgir því oft bölvun að geta spilað allar söður en svo lengi sem maður fær að spila er ég sáttur. Og þó svo að ég sé mik- ið í vörninni hef ég þó náð að skora fleiri mörk en á síðustu tímabilum mínum með ÍA.“ Young Boys varð í fjórða sæti í svissnesku deildinni sem lauk um síðustu helgi. „Það var ekki nógu góður ár- angur. Við eigum að vera að berj- ast um eitt af efstu tveimur sæt- unum en þau veita þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildarinnar. En mér líkar vistin vel í Sviss, þetta er fínn fótbolti enda hefur það sýnt sig að svissneska lands- liðið hefur verið að gera góða hluti og leika flestir landsliðs- mannanna í sínu heimalandi. Það segir sitt um styrkleika deildar- innar.“ eiríkurst@frettabladid.is SUNNUDAGSVIÐTALIÐ > GRÉTAR RAFN STEINSSON fiegar Skagama›urinn Grétar Rafn Steinsson sleit krossbönd fyrir nærri tveimur árum ákva› hann a› taka málin í eigin hendur. Hann vildi bestu mögu- legu læknisme›fer›ina og stó› flví sjálfur straum af kostna›i vi› tveggja mána›a endurhæfingarfer› til Hollands. Hann haf›i löngu ætla› sér a› komast út í atvinnumennskuna og vinna sér sæti í íslenska lands- li›inu sem nú hefur tekist. „Ég grét fyrst í koddann en ákva› svo a› leggja allt undir,“ sag›i hann í vi›- tali vi› Eirík Stefán Ásgeirsson. FJÖLHÆFUR LEIKMAÐUR Grétar Rafn Steinsson hefur byrjað atvinnumannaferilinn vel í Sviss og hefur leikið allar stöður í liði Young Boys nema í sókn og í marki. Grétar Rafn hefur þó mest spilað í stöðu hægri bakvarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.