Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 6
6 5. júní 2005 SUNNUDAGUR IÐNAÐUR Allt að 70 prósent þeirra sprotafyrirtækja, sem annars ættu góða lífsvon, berjast í bökkum við núverandi efnahagsástand og mörg þeirra eru við dauðans dyr. Þetta er mat Davíðs Lúðvíkssonar, forstöðu- manns Samtaka sprotafyrirtækja. „Sprotafyrirtækin eru yfirleitt að nota meginhlutann af sínu fjár- magni í þróunarstarf og eru oft fjár- vana þannig að þau hafa varla borð fyrir báru. Flestir ættu að deyja við núverandi aðstæður en það ótrúlega er að einhver þessara fyrirtækja lifa. Hjá þeim sem lifa af er afleið- ingin sú að þróunin verður hægari,“ segir hann. Mikið innstreymi er af gjaldeyri sem skipta þarf fyrir íslenskar krónur og spennir það upp verðið á íslensku krónunni, að sögn Davíðs. Þá er íslenska krónan hluti af litlu hagkerfi og því hefur svo mikið inn- streymi af gjaldeyri þeim mun meiri áhrif en í stærra hagkerfi. „Ef evran veiktist þá myndi kostnaðarhliðin lækka en það gerist ekki við þessar aðstæður þegar kostnaðurinn er bundinn í íslenskri krónu en tekjurnar í erlendri mynt,“ segir hann. -ghs Talsmenn Eldhesta og Íshesta ánægðir með bókunarstöðuna fyrir sumarið Svipu› ásókn í hestafer›ir og í fyrra FERÐIR Talsmenn fyrirtækjanna Eld- hesta og Íshesta sem skipuleggja hestaferðir hér á landi segja allt út- lit fyrir gott sumar í hestamennsk- unni. Hróðmar Bjarnason fram- kvæmdastjóri Eldhesta segist ánægður með fjölda bókana í hesta- ferðir hjá fyrirtækinu fyrir sumar- ið. Hann telur að ekki sé um aukn- ingu að ræða frá því í fyrra. Full- bókað er í margar ferðir á vegum fyrirtækisins en þó ekki allar. Hróð- mar segir fólk í auknum mæli farið að sækja í meiri þægindi í hesta- ferðunum og bjóða Eldhestar við- skiptavinum sínum upp á gistingu á hóteli fyrirtækisins sem staðsett er á Völlum í Ölfusi. Gitta Krichbaum hjá Íshestum segir bókunarstöðuna hjá fyrirtæk- inu vera góða og að erfitt sé að sjá einhvern mun á milli sumra. Nokk- uð er um að útlendingar sæki í hestaferðir hér á landi að sögn Gittu og nefnir hún til sögunnar að fólk frá Póllandi og Lettlandi hafi bókað ferðir í sumar og því geti hestaferð- irnar verið nokkuð fjölþjóðlegar. Ís- hestar munu einnig bjóða upp á tvær hestaferðir sem eingöngu eru ætlaðar Íslendingum. - ifv Hættulegasti kaflinn bættur og laga›ur Mei›sli og dau›sföll voru 130 prósent fleiri á vegakaflanum frá Borgarfjar›ar- braut a› Laxfossi en annars sta›ar á fljó›veginum. Nú er reynt a› stemma stigu vi› flessari vá me› flví a› endurgera veginn á versta sta›num. VEGAGERÐ Einn hættulegasti vega- kaflinn á þjóðvegi eitt mun heyra sögunni til eftir að vegafram- kvæmdum lýkur á kaflanum frá veitingarstofunni Baulu við Gljúfurá að Litlu Gröf í Norður- árdal í Borgarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu og Vegagerðinni voru slys með meiðslum og dauðsföllum frá árinu 2000 til 2003 130% fleiri á vegakaflanum frá Borgarfjarðarbraut að Lax- fossi en meðaltal slíkra slysa á öllum þjóðveginum utan þéttbýl- is. Ef eignatjón er talið með eru slysin helmingi fleiri, að meðal- tali, en á öllum þjóðveginum. Það er því ljóst að slys á þessum veg- arkafla voru bæði tíð og alvarleg og voru langflest þeirra á þeim kafla sem nú er unnið að. Að þessum framkvæmdum loknum á vegarkaflinn hins vegar að vera orðinn nokkuð öruggur, segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðar- stofu. „Vegurinn var afar mjór, þar voru miklar beygjur og á mörgum stöðum hafði hann sigið þannig að í honum voru dældir og svo var þarna hættuleg blind- beygja þannig að það var löngu orðið tímabært að gera endur- bætur á þessum vegarkafla,“ seg- ir Einar. Framkvæmdir hófust í fyrra- haust og voru áætluð verklok í júli 2006. Að sögn Sigurðar Ósk- arssonar framkvæmdastjóra KNH ehf. gengur verkið svo vel að nú er stefnt að því að nýi kafl- inn verði tilbúinn í september eða tíu mánuðum fyrr en áætlað var. Hann segir svæðið nokkuð erfitt til vegagerðar þar sem þarna eru miklar mýrar og því þarf að fergja jarðveginn vel áður en vegurinn er malbikaður. „Á svæðum sem þessum er al- gengt að jarðvegurinn sígi þegar búið er að fergja og hér hefur hann sigið um einn og hálfan metra þar sem verst er. Þess vegna erum við nú að fergja á fullu og svo verðum við bara að bíða,“ segir Sigurður. Hann segir að sérstaklega sé verið að vanda til þess að dældir myndist ekki í veginum líkt og gerðist á þeim gamla. jse@frettabladid.is Breskir þjófar: Vildu selja Harry Potter BRETLAND, AP Tveir menn voru handteknir eftir að þeir reyndu að selja blaðamanni breska dagblaðs- ins The Sun eintak af nýju bókinni um Harry Potter sem kemur ekki í verslanir fyrr en 16. júlí. Annar maðurinn vann í vörumiðstöð sem sér um dreifingu bókarinnar. Að sögn The Sun buðust menn- irnir til að selja blaðinu eintak af bókinni sem þeir höfðu komist yfir. The Sun sendi blaðamann til að ræða við mennina en kallaði einnig á lögreglu. Sömu sögu er að segja af The Daily Mirror sem fékk sama tilboð og hafði líka samband við lögregluna. ■ LIFI TJÁNINGARFRELSIÐ Líbanskir blaða- menn lyftu pennum sínum, tákni frjálsrar fjölmiðlunar, á minningarsamkomu um Samir Kassir í Beirút í gær. Morð á blaðamanni: Krefjast afsagnar BEIRÚT, AP Morð líbansks blaða- manns í vikunni er þegar farið að draga pólitískan dilk á eftir sér, í miðjum þingkosingum. Stjórnarandstæðingar kenna Sýrlendingum og bandamönnum þeirra í Líbanon um tilræðið. Samir Kassir var einkum þekktur fyrir hatrömm skrif sín gegn Sýrlendingum og banda- mönnum þeirra í Líbanon en var jafnframt leiðtogi and-sýr- lenskra samtaka. Því er víst að hann átti marga óvini. Nokkrir þeirra komu fyrir sprengju und- ir bílstjórasætinu í bifreið hans í fyrradag og þegar hann ræsti bílinn í fyrradag sprakk hún. Sýrlensk stjórnvöld vísa því á bug að þau beri ábyrgð á tilræð- inu. ■ www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 85 97 06 /2 00 5 Sumartilboð 9. og 16. júní Costa del Sol Glæsilegir gististaðir í boði • Sunset Beach Club Mjög gott íbúðahótel við ströndina í Benalmadena Costa. • Amaragua Eitt vinsælasta íbúðahótelið á staðnum. • Flatotel Glæsilegur gististaður í Benalmadena. 44.900* kr. Verðdæmi á Flatotel: á mann í íbúð m/1 svefnh. m.v. að 3 ferðist saman. Enginn barnaafsláttur. Verð á aukaviku skv. verðlista. Innif.: Flug, gisting í 7 nætur, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og föst aukagjöld. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu greiðist bókunar- og þjónustugjald sem er 2.000 kr. á mann. Tryggðu þér bestu kjörin og bókaðu strax. Sunset Beach Club Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð á www.urvalutsyn.is Fær RJF-hópurinn Aron Pálma Ágústsson lausan úr fangelsi í Texas? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu áhyggjur af stöðu efnahagsmála? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 56,8% 43,2% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN VEGAGERÐ Í BORGARFIRÐI Heilmikið efni þarf til að undirbúa jarðveginn fyrir nýja veginn á mýrlendinu í Borgarfirði. Framkvæmdirnar ganga afar vel og stefnir verktakinn á að klára verkið 10 mánuðum fyrr en áætlað hafði verið. VEGARKAFLINN Öryggi eykst þegar framkvæmdum lýkur. Sjómannadagsblað: Li›in tí› rifju› upp SJÓMANNADAG- URINN Sjó- m a n n a d a g s - blað Austur- lands er komið út og eru efnis- tök blaðsins fjölbreytt. Þar er meðal ann- ars að finna viðamikla um- fjöllun um strand togar- ans Egils rauða og frækilega björg- un 29 manna úr áhöfninni, viðtal við Önnu á Hesteyri og fjölmörg minn- ingabrot frá liðinni tíð á Austur- landi. Einnig er birt brot úr óútgefn- um æviminningum Vilhjálms Árna- sonar hæstaréttarlögmanns, fædd- um á Seyðisfirði, og fjallað um fisk- veiðar Færeyinga við Ísland á 19. og 20 öld og margt fleira. Ritstjóri Sjómannadagsblaðs Austurlands er Kristján J. Krist- jánsson frá Norðfirði. ■ SJÓMANNADAGS- BLAÐ AUSTURLANDS DAVÍÐ LÚÐVÍKSSON „Sprotafyrirtækin eru yfirleitt að nota meginhlutann af sínu fjár- magni í þróunarstarf og eru oft fjárvana þannig að þau hafa varla borð fyrir báru. Flestir ættu að deyja við núverandi að- stæður,“ segir Davíð Lúðvíksson, forstöðu- maður hjá Samtökum iðnaðarins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P HESTAMENNSKA Hestaferðir virðast njóta vinsælda bæði meðal Íslendinga og ferða- manna sem hingað koma. FERÐALÖG ÁTAK Í ÖRYGGISMÁLUM Félag hóp- ferðaleyfishafa ætlar á næstu mán- uðum að hrinda af stað átaki í að efla öryggis-, umhverfis- og gæða- mál greinarinnar í heild. Markmið- ið er að reyna að fyrirbyggja óhöpp eins og hægt er samhliða því sem umhverfis- og gæðamál greinarinn- ar verða teknar í gegn af festu. Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður Samtaka sprotafyrirtækja, um efnahagsástandið: Sprotafyrirtækin berjast í bökkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.