Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 62
5. júní 2005 SUNNUDAGUR Stjórnmálamenn hafa tekið upp á því síðustu ár að velja sér þá fjöl- miðla eða fjölmiðla- menn sem þeir ræða við. Valið fer oft eftir því hvort og þá hvernig fjölmiðlarnir eða við- komandi fjölmiðla- menn hafa fjallað um mál sem snúa að stjórnmálamönnunum. Margir hafa gagnrýnt þessa að- ferð stjórnmálamannanna enda til- heyra þeir þeirri stétt sem veita þarf hvað mest aðhald. Nú hefur komið í ljós að stjórn- málamenn hafa beitt álíka aðferðum um langt skeið og á jafnvel enn und- arlegri máta en áður er greint frá. Finnur Ingólfsson, fyrrum við- skiptaráðherra, lýsti því yfir í vik- unni að hann hefði neitað fjölmiðla- manni um viðtal vegna andlegs ástands mannsins og neitaði að út- skýra nánar hvað hann átti við þeg- ar falast var eftir því. Nú ætla ég ekki að fullyrða um andlegt ástand fjölmiðlamannsins á þeim tíma þegar Finnur neitaði hon- um um viðtal. Hitt veit ég þó að stjórnmálamenn, eins og aðrir menn, hafa oft á tíðum verið í annar- legu ástandi andlega þegar þeir hafa stigið í ræðustól eða veitt viðtöl. Stundum má fólk anda djúpt áður en það talar. Það sem hræðir mig samt kannski meira við orð Finns er það að stjórnmálamenn virðast vera farnir að láta undan asnalegum kröf- um samtímans um útlit og vaxtarlag fólks. Finnur neitaði nefnilega líka að tala við fjölmiðlamanninn þar sem hann var líka í annarlegu líkam- legu ástandi. Ef marka má orð Finns myndi hann varla tala við mig því sjálfur hef ég alltaf verið langt und- ir kjörþyngd og þyki frekar ljótur. Nú en ef stjórnmálamenn ætla að velja fjölmiðlamenn eftir útliti gætu þeir kannski auglýst eftir þeim í þar til gerðum dálkum smáauglýsinga. Þá gæti auglýsingin hljómað svona: „Alþingismaður óskar eftir því að tala við ljóshærðan, fallegan, vel byggðan og brjóstastóran blaða- mann í kjörþyngd sem spyr þægi- legra spurninga. Mynd og upplýs- ingar sendist í Alþingishúsið við Austurvöll.“ ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON HEFUR ÁHYGGUR AF STJÓRNMÁLAMÖNNUM Líkamlegt ástand M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N FORSÝND Í KVÖLD KL. 20.00 Bönnuð innan 16 ára ★★★★ ★ „Svalasta mynd ársins“ ÞÞ FBL ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Jæja sitjið þið bara hérna tvær og hafið það notalegt? Alveg karlmannlausar, Úpps Æjæ, fyrirgefðu elskan Þú hreinsar bara borðin eins og venjulega? Ég vill fara heim!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.