Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 70
Vilhelm Anton Jónsson hefur mörg andlit. Hann er kannski bet- ur þekktur sem Villi naglbítur, Villi grillari nú eða bingóstjórinn Villi. Í augnablikinu er þó gítarinn geymdur ofan í tösku, grilltang- irnar fá að hvíla sig og bingótöl- urnar liggja hreyfingarlausar. Þess í stað hefur hann pensilinn að vopni og á laugardaginn opnaði hann sína fyrstu opinberu mál- verkasýningu á Sólon í Banka- strætinu. „Ég var einu sinni með sýningu í Gallerý Gangi uppi í Sjónvarpshúsi en hún var frekar lokuð. Aðeins þeir sem áttu erindi þangað upp eftir gátu séð hana,“ segir hann. Vilhelm hefur verið að dunda við að mála í mörg ár. Það var þó ekki fyrr en sýningarstjóri Sólon kom upp í vinnustofuna hans á Laugaveginum að hann ákvað að leyfa almenningi að sjá verkin sín. „Ég hef verið að mála síðan í febrúar þegar ég hætti í sjónvarp- inu og eiginlega ekki gert neitt annað,“ segir hann og bætir við að honum finnist frábært að fá tæki- færi til að skapa eitthvað. Verkin sem verða til sýnis á Sólon eru öll frekar stór, 1:2. „Þetta eru verk úr meðal annars olíu og akríl, olíu, túss og kolum. Myndirnar eru frekar hráar og stundum er texti skrifaður yfir þær,“ segir hann. „Þær eru allar í svipuðum dúr og lýsa samskiptum fólks, svona lifandi myndir,“ segir hann en vill þó ekki meina að hann hafi einhverja eina fyrirmynd. „Það eru svo margir góðir málar- ar.“ Reykvíkingar og nærsveitar- menn verða þó ekki þeir einu sem fá að njóta verka Villa því seinna í sumar mun hann leggja land und- ir fót og heimsækja sveitunga sína á Akureyri. „Ég verð með sýningu á Kaffi Karólínu og vona bara að þeir taki mér vel.“ freyrgigja@frettabladid.is 46 5. júní 2005 SUNNUDAGUR Ungir sjálfstæðismenn færðu Al-freð Þorsteinssyni, stjórnarfor- manni Orku- veitu Reykjavíkur, spilið Monopoly að gjöf á föstu- daginn var. Var það gert til að mótmæla taum- lausri eyðslu Al- freðs úr sjóðum Orkuveitunnar en eins og Frétta- blaðið greindi frá í vikunni sam- þykkti stjórn veitunnar að reisa 600 sum- arhús við Úlf- ljótsvatn. Með spilinu vonuðust ungliðarnir til að Alfreð léti sér nægja að kaupa eignir með spila- peningum í stað þess að leika sér með fjármuni borgarbúa en spilið gengur út á að kaupa götur, hús og hótel með þar til gerðum spilapen- ingum. Það var Jón Hákon Halldórsson, fram- kvæmdastjóri SUS, sem færði Alfreð spilið að gjöf en þar sem hann var ekki við veitti ritari hans því viðtöku. Alfreð var hins vegar fljótur að svara fyrir sig. Hann endursendi spilið og hvatti SUS-ara til að bjóða Davíð Oddsyni formanni Sjálfstæðisflokksins í Monopoly í Perl- unni sem hann hefði látið byggja og borgarsjóður þyrfti enn að borga fyrir. ■ TAK TU ÞÁT T! Taktu þátt þú gætir unnið: Meet the fockers Lemony Snicket´s A Series Of Unfortunate Events • Meet the parents SE • Aðrar DVD myndir Kippur af Coke og margt fleira! D3 Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið HA HA HA HA HA! Nýtt andlit hefur sést í Íslandi í bítið nú í vikunni en það er engin önnur en Kolbrún Björnsdóttir sem áður var með Djúpu laugina á Skjá einum. „Ég hóf störf við þátt- inn 20. maí en fór fyrst í útsend- ingu þriðjudaginn 31. maí,“ segir Kolbrún sem kann rosalega vel við sig á Stöð 2. Hún segir að sam- starfsmenn hennar séu alveg ynd- islegir og starfið við Ísland í bítið vera gjörólíkt því sem hún kynnt- ist í Djúpu lauginni enda sé um allt öðruvísi þátt að ræða. „Þessi þátt- ur er á hverjum degi og hann er tveggja tíma langur, við höfum svo marga viðmælendur og ólík viðfangsefni að það er alltaf eitt- hvað nýtt að gerast.“ Umsjónar- menn bítisins þurfa að vakna fyrir allar aldir og segist Kolbrún enn vera að reyna að koma því upp í venju. „Ég þarf að hafa vekjara- klukkuna langt frá rúminu og er ennþá að stelast til að leggja mig aðeins á daginn.“ Aðspurð hvort hún haldi að amorstöfrarnir séu enn á sveimi í kringum hana þá segist hún ekki vita hvort hún eigi eftir að koma einhverjum viðmæl- endum sumarsins saman. „Ég sendi samt mág minn á stefnumót um daginn og ég held að hann sé bara ástfanginn upp fyrir haus – svo ég hef hæfileikann enn,“ segir Kolbrún og hlær. ■ Kolbrún í bíti› VILHELM ANTON: HEFUR PENSILINN AÐ VOPNI Rokkari verður málari FRÉTTIR AF FÓLKI HIN HLIÐIN HIN HLIÐIN Á RÖGNU BJÖRGU INGÓLFSDÓTTUR, HÁSKÓLANEMA OG ÍSLANDSMEISTARA Í BADMINTON Hvernig ertu núna? Mér líður bara ágætlega. Augnlitur: Grængrár. Starf: Nemi í heimspeki og sálfræði. Stjörnumerki: Fiskur. Hjúskaparstaða: Í sambúð. Hvaðan ertu? Úr Laugardalnum í Reykjavík. Helsta afrek: Að fá ólympíustyrk og badmintonið bara almennt. Helstu veikleikar: Ég er svolítið óþolinmóð. Helstu kostir: Ég er mikil keppnismanneskja, ákveðin og góð- ur vinur. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Sex and the City. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Það var Tvíhöfði á sínum tíma. Uppáhaldsmatur: Grillað kjöt. Uppáhaldsveitingastaður: Mekong og Tapas-barinn. Uppáhaldsborg: París. Mestu vonbrigði lífsins: Að komast ekki á Ólympíuleikana 2004. Áhugamál: Badminton, golf og afslöppun. Viltu vinna milljón? Já. Jeppi eða sportbíll: Jeppi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Kennari. Hver er fyndnastur/fyndnust? Jón Gnarr. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Viðar Guðjónsson. Trúir þú á drauga? Nei, ég trúi ekki á drauga. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Kisa. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Hestur. Áttu gæludýr? Þrjá hunda og eina kisu sem eru heima hjá mömmu og pabba. Besta kvikmynd í heimi? Zoolander. Besta bók í heimi? Mér finnst margar heimspekibækur mjög skemmtilegar. Næst á dagskrá? Að æfa fyrir HM sem verður í Los Angeles í ágúst og svo næstu Ólympíuleika sem verða í Peking 2008. 22.02.1983 ... fær Stefán Einar Stefánsson fyrir að sýna eldri borgurum þá virðingu sem þeir eiga skilið. HRÓSIÐ KOLBRÚN BJÖRNSDÓTTIR hefur bæst í fríðan flokk umsjónarmanna Íslands í bítið Gulli Helga Laugardagsmorgna 9-13 VILHELM ANTON Hefur málað síðastliðna þrjá mánuði í litlu vinnustofunni sinni á Laugavegin- um. Afraksturinn verður til sýnis á Sólon næstu daga. Stefnir ótrau› á Ólympíuleikana 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.