Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 &Hellur steinar S. 540 6800 www.steypustodin.is  ÁFRAM BJARTVIÐRI í dag og hægur vindur en einhverjar líkur á síðdegisskúrum hér og hvar. Veður 4 SUNNUDAGUR 5. júní 2005 - 150. tölublað – 5. árgangur Vill nýtt líf Aron Pálmi Ágústsson segist bjartsýnn á framtíðina. Hann ætlar að sækja sér menntun og móta sér framtíð í öðru um- hverfi eftir að hann er laus mála úr stofu- fangelsi í Texas. VIÐTAL 22 ÍSLAND HLAUT 73 VERÐLAUN Frjálsíflróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir kóróna›i eftirminnilega viku me› flví a› vinna sín önnur gullver›laun en Ísland var me› næstflest ver›laun á leikunum á eftir K‡pur. ÍÞRÓTTIR 35 MEÐ PENSILINN Á LOFTI Vilhelm Anton Jónsson FÓLK 46 SMÁÞJÓÐALEIKUNUM Í ANDORRA LAUK Í GÆR ROKKARINN VER‹UR MÁLARI Popparar bjarga heiminum Hin gamla glysímynd rokk- ara og poppara, þar sem þeim stendur á sama um allt nema dóp og kon- ur, er fallin. Rokkarar eru nú pólitískir friðarsinnar. FÓLK 23 Óskabarnið fer á flug Með kaupum Avion Group á Eimskipum hverfur félagið tímabundið af hluta- bréfamarkaði. Stefnt er að skráningu sameinaðs félags fyrir lok janúar á næsta ári. Stefnt er að því að hluthafar Burðaráss, sem eru tæplega 20 þúsund fái þá bréf í Avion. VIÐSKIPTI 10 VEÐRIÐ Í DAG Skorradalur: Sameiningu hafna› á n‡ SVEITASTJÓRNARMÁL „Þessi niður- staða kom í raun ekki óvart enda því sem næst óbreytt frá fyrri kosningu,“ segir Sveinbjörn Eyj- ólfsson, formaður sameiningar- nefndar sveitarfélaga í Borgar- firði. Skorrdælingar höfnuðu aft- ur sameiningu við hin sveitarfé- lögin í Borgarfirði með sama at- kvæðafjölda og í síðustu kosn- ingu, 26 voru á móti en 17 fylgj- andi. Sveinbjörn segir að málið sé nú loks komið út af borðinu og sam- einingarnefndin þurfi ekki lengur að taka tillit til Skorrdælinga. „Nú geta hinar sveitirnar komið sér saman um sína framtíð og nú fer í hönd meiri vinna vegna þess sem framundan er enda nóg eftir enn- þá.“ -aöe MÖGNU‹ TILBO‹ Á N†JUM VÖRUM Kaup 2.-5. júní Sí›asti dagurinn!í i i Lothar Matthäus, þjálfari Ungverja, biður Íslendinga afsökunar: Hissa á a› vi› unnum leikinn FÓTBOLTI Ég hef aldrei fengið jafn mikið fyrir jafn lítið á mínum þjálfaraferli, sagði Lothar Matthäus, landsliðsþjálfari Ung- verja, eftir að lið hans bar sigur af því íslenska í fimm marka leik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Matthäus sagði að í raun skuldaði hann Íslendingum afsökunar- beiðni fyrir það hversu lítið þeir hefðu fengið út úr leiknum. Ásgeir Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari Íslands, kvaðst ánægður með spilamennsku Íslendinga þrátt fyrir að leikurinn hefði tap- ast 3-2. Hann sagðist óánægður með að hafa engin stig fengið úr leiknum því liðið hefði átt skilið að landa stigum miðað við spila- mennskuna. Eiður Smári Guðjohnsen var besti maður Íslands í leiknum í gær. Hann sagði Íslendinga hafa mætt miklu mótlæti í leiknum. Þau orð hans koma ekki á óvart þegar litið er til þess að íslenska liðið fékk tvö víti dæmd á sig, missti tvo leikmenn af velli meidda og einn með rautt spjald. Sjá síður 32 - 35 Þéttbyggðari Reykjavík: Úthverfin væru ekki til SKIPULAG Öll Reykjavík kæmist fyrir á svæðinu vestan Elliðaár- ósa ef byggð utan Hringbrautar og Snorrabrautar hefði þróast með sama hætti og byggð innan þessara gatna. Íbúðabyggð austan Elliðaárósa væri varla önnur en bóndabæir og stöku sumarbústaðir í Árbæ, Breiðholti, Grafarholti og Grafar- vogi ef reykvísk íbúðabyggð hefði þróast með þessum hætti. Þó er gert ráð fyrir því í þessum út- reikningum að Reykjavíkurflug- völlur væri áfram í Vatnsmýrinni í óbreyttri mynd og að engar breytingar væru gerðar á at- vinnu- og útivistarsvæðum. Í dag búa um 62 þúsund manns á 891 hektara skipulagðrar íbúðabyggðar vestan Elliðaárósa en um 52 þúsund manns á 983 hekturum austan þeirra. Allt þetta fólk kæmist fyrir vestan Elliðaárósanna ef sami þéttleiki væri alls staðar í borginni og er í 101 Reykjavík. Sjá síður 18 og 19 RÍKISÚTVARPIÐ Ríkissjónvarpið á tvær íslenskar þáttaraðir sem það getur ekki sýnt, meðal annars vegna þess að ekki hefur fengist heimild til kaupa á efninu. Anna Th. Rögnvaldsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri annarrar þáttaraðarinnar, sagði að upphaflega hefði staðið til að fyrsti þátturinn af þremur yrði sýndur sunnudaginn 6. febrúar, en nú lægi fyrir að þeir yrðu ekki sýndir fyrr en eftir áramót. „Þetta var skýrt þannig fyrir okkur að innlend dagskrárdeild hefði ekki efni á að bókfæra kaupverðið fyrr en á næsta fjárhagsári.“ Rúnar Gunnarsson, dagskrár- stjóri Ríkisútvarpsins, neitaði í samtali við Fréttablaðið að ætlun- in hafi verið að sýna þættina í febrúarbyrjun, þótt svo kunni að hafa verið nefnt í upphafi. Þáttaraðirnar eru Kallakaffi og Allir litir hafsins eru kaldir. Rún- ar sagði ekki heppilegt að sýna tvo innlenda þætti á sama tíma og það væri meðal annars ástæða þess að sýningar væru óhafnar. Allir litir hafsins eru kaldir verða sýndir eftir áramót þegar sýning- um á Kallakaffi verður lokið. „Það er góð þjónusta við áhorfendur að sýna ekki tvo íslenska sjónvarps- þætti á sama tíma, sagði Rúnar. „Vetrardagskráin skiptist á tvö bókhaldsár, fyrir og eftir áramót, og við hugsum um veturinn sem heild en ekki bókhaldsárið,“ sagði Rúnar en vildi ekki staðfesta að bókhaldið ráði að þættirnir hafi ekki verið sýndir og ekki heldur að ekki hefði fengist fjárheimild til kaupa á öllum þáttunum. Ákveðið hefur verið að Kalla- kaffi verði sýnt í haust og Allir lit- ir hafsins eru kaldir eftir áramót. Alls kostaði framleiðsla þátt- anna 120 milljónir króna og Sjón- varpið hefur greitt sinn hlut að fullu. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hve há upphæðin var, en hún mun vera á þriðja tug milljóna. Sá kostnaður verður ekki gjaldfærð- ur í bókhaldi RÚV fyrr en eftir áramót. Samkvæmt bókhaldskerfi stofnunarinnar er kostnaður vegna dagskrárgerðar ekki gjald- færður fyrr en efnið er sýnt. Sam- kvæmt heimildum er treyst á að fjárheimildir fáist áður en allt efnið verður sýnt. -grs RÚV keypti flætti án fjárheimilda Tvær fullunnar íslenskar sjónvarpsfláttara›ir bí›a s‡ninga hjá Sjónvarpinu, önnur fram yfir áramót. Ríkisútvarpi› hefur greitt flættina. Ekki hefur fengist heimild til kaupanna og fless vegna flarf a› bí›a me› s‡ningar. ALLIR LITIR HAFSINS ERU KALDIR Úr þáttaröðinni Allir litir hafsins eru kaldir, sem hefur verið sett í geymslu fram yfir áramót. FYRSTA MARKIÐ AÐ LÍTA DAGSINS LJÓS Íslendingar komust yfir með marki Eiðs Smára Guðjohnsen á átjándu mínútu. Markið skoraði hann eftir mikla baráttu í vítateig Ungverja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.