Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 61
SUNNUDAGUR 5. júní 2005 37 Enska úrvalsdeild-arliðið Tottenham hefur rekið Danann Frank Arnesen frá störfum en hann hefur haft yfirumsjón með knattspyrnu- málum Tottenham síðasta árið. Arnesen er sakaður um að hafa á laun átt viðræður við Chelsea og með því brotið reglur enska knattspyrnu- sambandsins. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem Chelsea er uppvíst að því að falast ólöglega eftir leikmönnum sem samningsbundnir eru öðrum félögum. Þórey Edda Elísdóttir stangar-stökkvari stökk 4.18 metra og varð í 5. til 6. sæti á alþjóðlegu stigamóti í frjálsum íþróttum í Sevilla í gær en hún sigraði Smáþjóðaleikanna á fimmtudaginn með stökki upp á 4,40 metra sem var Smáþjóðaleikamet. Belgíska tennsidrottningin JustineHenin-Hardenne vann opna franska meiataramótið í tennis í annað sinn í gær en hún var úrslitaleikinn gegn frönsku konunnni Mary Pierce af miklu öryggi í tveimur settum, 6-1 og 6-1. Hafsteinn ÆgirGeirsson slasaði í götuhjólreiðum á Smáþjóðaleikunum en í upphafi annars dags datt einn keppandi fyrir framan hann með þeim afleiðingum að Hafsteinn þurfti að snarbremsa og datt. Hann var fluttur á spítala með sjúkrabíl og eftir ítarlega skoðun og myndatöku var hann settur í gifs frá ökkla og upp að læri. Læknir hópsins, Ágúst Kárason, skoðaði myndirnar og mat stöðu Hafsteins þannig að hann væri ekki brotinn eða alvarlega slasaður. ÚR SPORTINU HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Sunnudagur JÚNÍ ■ ■ LEIKIR  16.00 KS og Víkingur R. mætast á Siglufirði í 1. deild karla.  16.00 Stjarnan og Tindastóll mætast í Garðabænum í 2. deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  10.50 Handbolti gegn hörmungum á RÚV.  11.35 Hnefaleikar á Sýn. Kostya Tszyu – Ricky Hatton. (e)  15.30 Golf á Sýn. Memorial Tournament (e)  19.00 Golf á Sýn. Bein útsending frá Memorial Tournament.  22:00 Helgarsportið á RÚV.  22.00 Hnefaleikar á Sýn. Kostya Tszyu – Ricky Hatton. (e)  22:15 Smáþjóðaleikarnir á RÚV. (1:5)  00.30 NBA körfuboltinn á Sýn. Detroit – Miami. (e) Sex leikmenn frá FH í liðinu Daði Lárusson, FH: Hefur fengið fæst mörk á sig. Traustur og reyndur markvörður. Guðmundur Sævarsson, FH: Skemmtilegasti bakvörðurinn í deildinni. Fljótur og góður sóknarlega. Auðun Helgason, FH: Mjörg sterkur í ná- vígjum og mikill keppnismaður. Tommy Nielsen, FH: Les leikinn vel og gefur góðar sendingar. Góður stjórnandi. Bjarni Ólafur Eiríksson, Val: Líkamlega sterk- ur leikmaður. Er með góðar sendingar og getur auðveldlega skorað mörk. Helgi Valur Daníelsson, Fylki: Duglegur og skynsamur leikmaður. Heldur bolta vel. Dennis Siim, FH: Mjög sterkur í loftinu, góðar sendingar og hefur batnað með hverjum leik. Guðmundur Benediktsson, Val: Hugmynda- ríkur og óútreiknanlegur. Skorari og leggur auk þess upp mörkin. Tryggvi Guðmundsson, FH: Fæddur marka- skorari. Klókur og keppnismaður mikill. Guðmundur Steinarsson, Keflavík: Frá- bær skotmaður, grimmur og fljótur að fram- kvæma hlutina. Matthías Guðmundsson, Val: Fljótur, vinnu- samur og hefur bætt sig í markaskorun. „Þjálfari þessa liðs gæti verið í kaffi allan leikinn og það kæmu margir að horfa á það því það væri stórskemmtilegt.“ Daði Siim 4-3-3 LIÐIÐ MITT > NJÁLL EIÐSSON BÝR TIL ÚRVALSLIÐ 1. TIL 4. UMFERÐAR LANDSBANKADEILDARINNAR Guðmundur Auðun Tommy Bjarni Guðmundur B. Helgi Valur Matthías Tryggvi Guðmundur S. Enn ekkert gull í körfuboltanum KÖRFUBOLTI Körfuboltalandsliðin þurftu bæði að sætta sig við silfur á Smáþjóðaleikunum í Andorra og lengist því biðin eftir gullinu um að minnsta kosti tvö ár í viðbót. Silfrið kom í hús hjá körlunum í gær þegar íslenska liðið vann 12 stiga sigur á San Marínó, 94-82, í fjórða og síðasta leik sínum. Magnús Þór Gunnarsson skor- aði 27 stig í leiknum og Hlynur Bæringsson bætti við 17 stigum. Þeir Magnús og Hlynur voru tveir stigahæstu menn íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum, Magnús Þór var með 17,5 stig að meðaltali í leik og Hlynur skoraði 16 stig og tók 10 fráköst í leik. Nýi Íslendingurinn Darrel Lewis skoraði hinsvegar bara 9,3 stig að meðaltali og varð fjórði stigahæstur á eftir Sigurði Þorvaldssyni sem skoraði 10,8 stig í leik. Ísland hefur bara unnið eitt gull á síðustu sex leikum og það unnu stelpurnar á heimavelli 1997. Karlalandsliðið hefur ekki unnið Smáþjóðaleikanna síðan á Möltu fyrir tólf árum en þeir voru þó mun nærri gullinu á síðustu tveim- ur leikum en í Andorra þar sem Ís- land tapaði með 24 stigum gegn Kýpur í óopinberum úrslitaleik. Frá því að karlaliðið vann gull tvö ár í röð í Andorra 1991 og á Möltu 1993 hefur uppskera liðsins verið þrjú silfur og tvö brons. Bið- in eftir gullinu er því orðin löng, alltof löng af mati flestra sem hafa á sama tíma séð íslenska liðið vinna sig upp metorðalistann í Evrópukeppninni. 1995 tapaði íslenska landliðið fyrir heimamönnum í Lúxemburg, 86-95, í undanúrslitunum en vann síðan San Marínó í leik um þriðja sætið. Tveimur árum síðar hófst Kýpurmartröð íslenska liðsins sem tapaði undanúrslitaleiknum fyrir Kýpur í Smárunum með 15 stigum, 64-79. Ísland vann síðan Lúxemburg örugglega í leiknum um þriðja sætið. 1999 var ekki keppt í körfu- bolta en tveimur árum síðar tapaði íslenska liðið með 14 stigum fyrir Kýpur í úrslitaleik. Vonbrigðin voru örugglega mest á Möltu fyrir tveimur árum þegar íslensku strákarnir misstu niður unnan úr- slitaleik gegn Kýpur. Ísland náði mest 16 stiga forskoti um miðja þriðja leikhluta, 58-42, en varð á endanum að sætta sig við tveggja stiga tap, 77-79. Í ár átti íslenska liðið aldrei möguleika í lið Kýpur sem komst í 21-7, leiddi með 21 stigi í hálfleik, 21-46, og vann leik- inn að lokum með 24 stigum, 66-80. Þetta er stærsta tap Íslands á Smá- þjóðaleikunum frá upphafi og bætti reyndar gamla metið um heil 9 stig. Íslenska liðið hefur aðeins tapað fjórum leikjum á leikunum frá 1997, öllum fyrir Kýpur og all- ir hafa þeir kostað íslenska liðið gullið. Það vantaði vissulega í íslenska liðið, þjálfarinn Sigurður Ingi- mundarson og fyrirliðinn Friðrik Stefánsson sátu báðir heima, þá var Jón Arnór Stefánsson meiddur og þeir Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson komust ekki til And- orra. Engu að síður mættum við með mjög frambærilegt sem ætti að gera betur en að steinliggja fyrir Kýpurbúum sem hafa unnið gull- verðlaunin á fimm Smáþjóðaleik- um í röð. ooj@frettabladid.is MAGNÚS MEÐ 70 STIG OG 18 ÞRIGGJA STIGA KÖRFUR Keflvík- ingurinn Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur hjá íslenska lands- liðinu á Smá- þjóðaleikunum, skoraði 17,5 stig úr leik og hitti úr 18 af 42 þriggja stiga skotum sín- um (43%). FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslenska karlalandsli›i› enda›i í ö›ru sæti flri›ju Smáfljó›aleikana í rö›. K‡pur trygg›i sér fimmta gulli› í rö› me› flví a› vinna stærsta sigurinn á Íslandi í sögu leikanna. BIÐ KARLALANDSLIÐSINS EFTIR GULLI Á LEIKUNUM: 2005 2. sæti 2003 2. sæti 2001 2. sæti 1999 Ekki keppt 1997 3. sæti 1995 3. sæti 1993 1. sæti 1991 1. sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.