Fréttablaðið - 14.06.2005, Side 13

Fréttablaðið - 14.06.2005, Side 13
Vitaskuld munum vi› halda áfram á sömu braut enda metna›armál a› hafa öflugan Lánasjó› sem sinnir félagslegu tilliti sínu fyrir alla námsmenn í landinu. Metna›arfullar breytingar á LÍN Undanfarið ár hafa orðið miklar breytingar til hagsbóta fyrir náms- menn á Lánasjóði íslenskra náms- manna. Ber þar hæst lækkun end- urgreiðslubyrði námslána, lækkun skerðingarhlutfalls, afnám frí- tekjumarks, breytingar á ábyrgða- mannakerfinu, hækkun grunn- framfærslu, aukið sumarlánasvig- rúm og fleira. Þetta eru brýn hags- munamál námsmanna og er ánægulegt að algjör samstaða skyldi nást innan stjórnar LÍN um úthlutanarreglur fyrir næsta vetur. Lækkun skerðingarhlutfalls hefur lengi verið baráttumál náms- manna og hef ég víða orðið vör við mikla gagnrýni á hlutfallið, en námsmönnum hefur fundist þeim refsað fyrir að vinna. Stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur verið að lækka skerðingarhlutfall- ið en það var komið upp í 75 pró- sent, en fer nú niður í 14 prósent. Þetta er gríðarleg breyting og sam- hliða því að afnema frítekjumarkið má gera ráð fyrir því að hagur um 85 prósent námsmanna vænkist eftir breytinguna. Nú hafa náms- menn frjálsari hendur til að afla sér tekna sem er afar jákvætt, ekki síst vegna þess að við viljum auka tengsl atvinnulífs og skóla. Lækk- un endurgreiðslubyrði námslána var eitt af stærri kosningaloforð- um Framsóknarflokksins í síðustu kosningum. Í vetur var lækkunin lögfest en endurgreiðslan fór úr 4.75 prósent í 3.75 prósent. Varla þarf að fjölyrða mikið um mikil- vægi þessa máls en fyrir útskrifað- an nema með um 250.000 krónur á mánuði lækkar endurgreiðslan um 30.000 krónur á ári. Það munar nú um minna. Breytingin er stór liður í því að gera nám enn arðbærara. LÍN hefur ásamt bönkunum unnið að því að gera ábyrgðamannakerf- ið liðlegra. Nú geta námsmenn, eða án efa í einhverjum tilfellum að- standendur þeirra, keypt trygg- ingu í banka sem ábyrgist lánin þeirra. Þetta er gríðarlega stórt réttindamál, ekki síst fyrir þá sem ekki hafa átt neina aðstandendur til að skrifa upp á lán sín. Fleiri atriði voru tiltekin og vil ég sérstaklega vekja athygli á því að nú hafa námsmenn sama rétt til lána yfir sumarmánuðina og á öðr- um árstíma. Þannig geta náms- menn flýtt fyrir námslokum sínum með sumarnámi. Það getur verið gott úrræði þegar erfitt er að verða sér úti um sumarvinnu. Það má með sanni segja að námsmenn verði betur settir næsta vetur held- ur en áður varðandi úthlutun LÍN. Stjórnvöld hafa lagt mikinn metn- að í að koma til móts við námsmenn og hafa námsm lýst yfir ánægju með árangurinn. Vitaskuld munum við halda áfram á sömu braut enda metnaðarmál að hafa öflugan Lána- sjóð sem sinnir félagslegu tilliti sínu fyrir alla námsmenn í landinu. Höfundur er alþingismaður og varaformaður menntamálanefndar. 13ÞRIÐJUDAGUR 14. júní 2005 DAGNÝ JÓNSDÓTTIR UMRÆÐAN LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA BRÉF TIL BLAÐSINS SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Þrengsli í flugi Brynhildur Pétursdóttir, fulltrúi hjá Neyt- endasamtökunum, skrifar Í ljósi lesendabréfs „Þrengsli í flugi“ í Fréttablaðinu þann 13. júní vilja Neyt- endasamtökin koma eftirfarandi á fram- færi. Nýlega hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum könnun ráðgjafastofunnar Skytrax á aðbúnaði flugfarþega og vöktu Neytendasamtökin athygli á henni á heimasíðu samtakanna, www.ns.is, þann 10. júní sl. Neytendasamtökin tóku þetta mál upp fyrir ári síðan í Neytendablaðinu 2. tbl 2004 í grein sem bar heitið „Þröngt mega farþegar sitja“. Þar var ítarlega fjall- að um aðbúnað íslenskra flugfarþega og talað við talsmenn Icelandair og Iceland Express. Það er því ekki rétt eins og hald- ið er fram í fyrrnefndu lesendabréfi að Neytendasamtökin láti sig ekki málið varða, þvert á móti. Það er rétt að ítreka að Neytendasam- tökin eru félagasamtök og eiga allt sitt undir félagsmönnum. Neytendasamtök- unum er því miður ómögulegt að taka upp öll þau brýnu mál sem brenna á neytendum nema að fá til þess aukinn stuðning. Það þýðir fleiri félagsmenn og/eða aukinn fjárstuðning stjórnvalda. Neytendasamtökin standa fyrir öflugri hagsmunagæslu neytenda og halda uppi umræðu um neytendamál á heimasíðunni www.ns.is og í Neytenda- blaðinu. ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR Í frétt um nýja bók Þóru Krist- jánsdóttur listfræðings á sunnu- dag birtist mynd af Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði, en ekki Þóru. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTTING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.