Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 HEIMSÓKN Dr. Tan Sun Chen, utan- ríkisráðherra Taívans, kom hing- að til lands í gær. Kínverskum embættismönnum gremst heim- sóknin en íslensk stjórnvöld ítreka að ráðherrann sé hér ein- ungis í einkaerindum Tan kom til landsins síðdegis í gær frá Noregi en strax við kom- una til landsins þusti hann upp í bifreið með dökklituðum glerjum sem ekið var á brott í snarhasti. Að sögn kunnugra er ráðherr- ann hér að kynna sér land og þjóð og ætlar hann að hitta íslenska viðskipta- og skólamenn. Hann fer héðan á morgun. Íslenska ríkisstjórnin hefur engan viðbúnað vegna heimsókn- arinnar og engin áform eru um að Tan hitti íslenska ráðamenn. „Þarna er um hreinræktaða einka- heimsókn að ræða sem ekki snert- ir á neinn máta íslensk stjórn- völd,“ segir Gunnar Snorri Gunn- arsson, ráðuneytisstjóri í utanrík- isráðuneytinu. Grunnt er á því góða með ríkis- stjórnum Kína og Taívan og því hafa starfsmenn kínverska sendi- ráðsins tjáð yfirvöldum andstöðu sína við heimsóknina. „Þeir hafa lýst yfir vissum áhyggjum af þessu og hvaða áhrif þetta gæti haft,“ segir Gunnar Snorri. Hann kvaðst hins vegar hafa ítrekað að Íslendingar viðurkenndu aðeins eitt Kína. „Samskipti Íslands og Kína eru svo góð og vinsamleg og hafa verið í svo ágætum farvegi að ég hef fulla trú á að þeir skilji að þetta er ekki illa meint.“ Kínverska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. -shg SKÚRIR Á VÍÐ OG DREIF, síst þó norðan til á landinu þar sem rofað gæti nokkuð til. Hlýtt í veðri og hiti 12-18 stig, hlýjast norðan til á landinu. VEÐUR 4 FÖSTUDAGUR 1. júlí 2005 - 175. tölublað – 5. árgangur 15-70% Afsláttur ÚTSALA Ónýtar siðareglur? Vissulega þarf að endurskoða ýmislegt í siðareglum Blaðamannafélagsins, segir Birgir Guðmundsson. Það breytir samt ekki þeirri grundvallar- staðreynd að það er á ábyrgð blaðamanna sjálfra og þeirra sem kaupa fjölmiðlaefni að ákveða á hverjum tíma hvar markalín- an liggur. UMRÆÐAN 22 FH kann ekki að tapa Eftir að hafa lokið fyrri umferð Landsbankadeildar karla í fótbolta eru FH-ingar ennþá með fullt hús stiga. Í gær voru það Framarar sem voru fórnarlamb Hafnfirðinga. Valsmenn fylgja þeim eins og skugginn en þeir unnu góðan útisigur á botnliði Þróttar. ÍÞRÓTTIR 32 Grét af geðshræringu Hin árlega skeggvaxtar- keppni sem kennd er við sjálfan Tom Selleck var haldin á Sirkus á miðvikudag- inn. Þar báru menn saman skeggrætur sínar og kepptust við að glenna efri vörina í átt að dómurum. UNGA FÓLKIÐ 44 VEÐRIÐ Í DAG 500 kr. afsláttur fyrir Námufélaga Landsbankans Fyrstu Live 8 tónleikarnir: Áttalíf í Reykjavík TÓNLEIKAR Klukkan 20:30 í kvöld hefjast fyrstu Live 8-tónleikarnir í Hljómskálagarðinum en þeir standa yfir til klukkan ellefu í kvöld. Það er hópur tónlistar- manna undir nafninu Áttalíf ásamt fyrrum fréttahauknum Árna Snævarr sem standa að þessum viðburði. Með þessu vilja þeir lýsa yfir stuðningi við Live 8- hópinn, sem vill meðal annars láta fella niður skuldir fátækustu þjóða heims. Sjá síðu 47 SNJÓLAUG BENEDIKTSDÓTTIR: Í MIÐJU BLAÐSINS ● matur ● tilboð ▲ tíska tíðarandinn heilsa stjörnuspá tónlist pistlar matur SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 1. júl í – 7. júl í me ð s ínu ne fi & M ar ía M ar ka n » N ÖF N ÞE IR RA LI FA Ste fán Ís lan di Nöfn fleirra lifa ● Skálholtshátíð ● sundföt ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG MARÍA MARKAN OG STEFÁN ÍSLANDI: MAHMOUD AHMADINEJAD Bandaríkjafor- seti tekur ásakanir um að hann hafi tekið þátt í gíslatöku fyrir aldarfjórðungi mjög al- varlega. Nýr forseti Írans: Gruna›ur um gíslatökur WASHINGTON, AP Bandaríkjamenn, sem haldið var í sendiráði sínu í Teheran í 444 daga fyrir um aldar- fjórðungi síðan, staðhæfa að ný- kjörinn forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, sé einn gíslatöku- mannanna. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann tæki þessarar ásakanir al- varlega og þær vektu upp margar spurningar. Ahmadinejad var meðlimur í stúdentahreyfingunni sem hertók sendiráðið 4. nóvember 1979 til þess að knýja fram framsal Íranskeisara sem Bandaríkja- menn höfðu skotið skjólshúsi yfir eftir klerkabyltinguna sama ár. Talsmaður hans sagði hins vegar í gær að Ahmadinejad hefði sjálfur lagst gegn gíslatökunum. ■ Me› grænar ORA baunir í Boston Utanríkisráðherra Taívan í leyniheimsókn: Íslensk stjórnvöld neita tengslum M YN D /A TL I M ÁR G YL FA SO N /V ÍK U R FR ÉT TI R Í SKJÓLI EIGINKONUNNAR Tan Sun Chen vildi augljóslega að koma sín vekti litla athygli því hann faldi sig á bak við eiginkonu sína þegar reynt var að taka af honum mynd. STJÓRNMÁL Auknar líkur eru á að störfum viðræðunefndar flokka R-listans ljúki með því að listinn verði leystur upp, segir heim- ildarmaður Fréttablaðsins úr röð- um Vinstri grænna. Það er ágreiningur Vinstri grænna og Samfylkingar um fjölda fulltrúa hvers flokks á listanum sem gæti riðið R-listanum að fullu. Sá ágreiningur byggist á því að Sam- fylkingin vill fá fjóra til fimm borgarfulltrúa eða láta kjósa inn á listann í opnu prófkjöri meðan Vinstri grænir vilja tryggja jafna aðkomu flokkanna. Heimildarmaður blaðsins segir enn fremur að greina megi á mörgum Samfylkingarmönn- um að þeir líti á Vinstri græna sem olnbogabarn sem gott væri að losa sig við eftir að þeir reyndust Samfylkingunni erfið- ur ljár í þúfu, bæði þegar Þórólf- ur Árnason sagði af sér sem borgarstjóri og í Landsvirkjun- armálinu. Sverrir Jakobsson, varamað- ur Vinstri grænna í viðræðu- nefnd um R-listann, segir að ef ekki náist sátt um málið muni flokkarnir bjóða fram hver í sínu lagi en þó ganga bundnir til kosninga. Annar heimildarmað- ur Vinstri grænna telur hins vegar litlar líkur á því að Sam- fylkingin sjái hag sinn í því, þar sem flokkurinn muni reyna að ná fylgi frá hægri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aldrei hafi verið jafnt hlutfall fulltrúa flokkanna á list- anum heldur hafi alltaf verið lit- ið til fylgis flokkanna enda sé það lýðræðislegt. Hún segir Samfylkinguna síður en svo líta á VG sem olnbogabarn þótt flokkarnir hafi tekist á sem sam- starfsflokkar. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu vilja Fram- sóknarmenn hins vegar í lengstu lög halda samstarfinu áfram og hafa í þeirri viðleitni rætt það lauslega að láta Orkuveituna í hendur Vinstri grænum. Fulltrúi Framsóknarflokksins í viðræðu- nefndinni segist ekki kannast við að fulltrúar samstarfsflokkanna tveggja séu farnir að hóta því að bjóða fram einir. Hann segir Orkuveituna ekki heilagt vígi Framsóknarmanna. Viðræðunefndin kemur aftur saman á mánudaginn. - jse Stefnir í upplausn R-lista samstarfsins Vi›ræ›unefnd glímir nú vi› ágreining Samfylkingar og Vinstri grænna sem líklegur er til a› sprengja R-listasamstarfi›. Framsóknarmenn tilbúnir a› láta Orkuveituna lausa til a› halda samstarfinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.