Fréttablaðið - 01.07.2005, Síða 6
6 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
Ný almenn bóknámsbraut við Menntaskólann á Akureyri:
Færri komust a› en vildu
SKÓLI Fjörutíu nemendur, sem all-
ir fengu mjög góða meðaleinkunn
í 9. bekk í vor, sóttu um að komast
á nýja almenna bóknámsbraut við
Menntaskólann á Akureyri og
sleppa þar með við að sitja 10.
bekk næsta vetur.
Menntamálaráðuneytið veitti
MA einum skóla heimild í til-
raunaskyni til að taka við 15 nem-
endum beint úr 9. bekk en Jón
Már Héðinsson, skólameistari
MA, segir að svo mjótt hafi verið
á munum í einkunnum nemend-
anna að niðurstaðan hafi verið að
taka 18 nemendur til náms að
hausti. „Ríflega helmingur nem-
endanna sem teknir voru inn
koma frá Akureyri en aðrir víða
af landinu. Því miður þurftum við
að vísa mörgum afbragðsnemend-
um frá og í rauninni sorglegt að
geta ekki tekið inn tvo hópa,“ seg-
ir Jón Már.
Að ári verða teknir inn tveir
hópar á nýju almennu bóknáms-
brautina við MA. Annar hópurinn
verður skipaður yfirburðanem-
endum en hinn nemendum 10.
bekkjar sem ekki ná að uppfylla
lágmarks inntökuskilyrði á bók-
námsbrautir í menntaskóla. - kk
Áhyggjur af stórum löxum:
Vei›imenn tregir a› sleppa
LAXVEIÐI Laxveiði hefur farið ró-
lega af stað í ár ef undan er skilin
veiði í Norðurá þar sem yfir fjög-
ur hundruð laxar hafa komið á
land, að sögn Páls Þórs Ármanns
formanns Stangaveiðifélags
Reykjavíkur. Laxá í Kjós hefur
ekki reynst gjöful og þar hafa að-
eins veiðst um sjötíu laxar það
sem af er sumri en áin virðist þó
vera að taka við sér. Þrátt fyrir
vonir um gott laxveiðisumar er
það mörgum áhyggjuefni hvað lít-
ið ber á tveggja ára laxi og telur
Stefán Jón Hafstein, stóráhuga-
maður um laxveiði með meiru, að
stórlaxinn sé hreinlega í útrým-
ingarhættu. Hann telur að veiði-
menn hafi ekki tekið tilmælum
um að sleppa stórlaxi nógu alvar-
lega.
Fyrir norðan er laxveiðin öll að
komast á skrið að sögn Sigurðar
Ringsted, formanns Stangaveiði-
félagsins Flúða. Til að mynda
voru tólf laxar komnir á land í
Fnjóská en í öllum júnímánuði í
fyrra höfðu aðeins þrír laxar
veiðst. Hún er greinilega sein til
því í fyrra veiddust 440 laxar í
ánni.
-jse
Tugir Íslendinga
látast úr bló›eitrun
Bló›eitrun, ö›ru nafni s‡klasótt, er stóralvarlegt og vaxandi vandamál hér
á landi, sem og á ö›rum Vesturlöndum. Tali› er a› 50 – 60 manns látist árlega
hér á landi af völdum flessa skæ›a sjúkdóms.
HEILBRIGÐISMÁL Áætlað er að 50 – 60
Íslendingar hafi látist árlega á und-
anförnum árum af völdum blóð-
eitrunar, öðru nafni sýklasóttar, að
sögn Ölmu D. Möller yfirlæknis á
Landspítala háskólasjúkrahúsi.
Dánartíðni hefur aukist samhliða
því að tilfellum hefur fjölgað.
Þessi vandi er eitt viðfangsefna
á þingi norrænna svæfinga- og
gjörgæslulækna, sem nú er haldið í
Reykjavík. Þingið sitja yfir 1000
þátttakendur frá 42 þjóðum. Fyrir-
lesarar eru yfir 100 talsins frá tólf
löndum.
Sýklasóttin, eins og fagfólk í
heilbrigðisgeiranum kallar blóð-
eitrunina, er alvarlegur sjúkdómur
með háa dánartíðni og fer tilfellum
fjölgandi. Til marks um það þá, lát-
ast fleiri af hennar völdum á Vest-
urlöndum heldur en úr brjósta- og
ristilkrabbameinum samanlagt. Al-
þjóðlegt átak er hafið þar sem leit-
ast er við að
bæta og hraða
greiningu og
meðferð á sýkla-
sótt, að sögn
Ölmu, jafnframt
því að auka
þekkingu lækna
og almennings á
sjúkdómnum.
„Þetta er það
sem kallað var
blóðeitrun í
gamla daga,“
segir Alma.
„Sýkingin getur orðið ef einhver
stingur sig, til að mynda á ryðguð-
um nagla og síðan kemur rák. En
hún getur líka komið út frá lungna-
bólgu, liðsýkingum, þvagfærasýk-
ingum og fleiri sýkingum. Þess
vegna viljum við breyta nafninu í
sýklasótt.“
Spurð hvort þessi aukning
sýklasóttar og afleiðinga hennar
sé til komin vegna vaxandi ónæm-
is fyrir sýklalyfjum segir Alma
það ekki vitað með vissu. En
vissulega læðist sá grunur að sér-
fræðingum.
„Við erum sífellt að meðhöndla
veikara fólk sem er þá einnig
veikara fyrir. Verið er að setja
gervilimi, gangráði og þess háttar
í fólk og það getur aukið hættuna
á þessu. Við gerum fleiri skurðað-
gerðir, svo það er svo margt sem
spilar inn í. Sýklasóttin getur
sumsé stafað af áverka, inngripi
eða komið eins og þruma úr heið-
skíru lofti. Við getum fengið inn
ungt, frískt fólk sem allt í einu
verður fárveikt. Grunur leikur á
að erfðafræðilegir þættir geti
einnig spilað þarna inn í, auk
hinna sem nefndir hafa verið hér
að framan.“
jss@frettabladid.is
Salmonella í Danmörku:
Ein kona látin
DANMÖRK Ein kona er látin eftir að
hafa veikst af salmonellubakterí-
unni í Danmörku. Tuttugu aðrir
liggja sjúkir eftir að hafa veikst af
sömu bakteríu,
eftir því sem
fram kemur í
Jyllands-Posten.
Yfirvöld í
Danmörku ótt-
ast að upp sé
kominn alvar-
legur salmon-
ellufaraldur en
búið er að rekja
bakteríuna til
svínabús á Fjóni. Faraldurinn gæti
hafa hafist fyrir mörgum vikum
þótt uppspretta hans hafi ekki
fundist fyrr en nú. ■
ICELANDAIR Engin áform um að leggja af
flug til Minneapolis.
Icelandair:
Vetrarflug
til New York
SAMGÖNGUR Icelandair mun fljúga
til New York allan næsta vetur en
síðustu tvö ár hefur ekki verið
flogið til borgarinnar yfir hávet-
urinn. Hins vegar verður gert hlé
á áætlunarflugi til Minneapolis
frá 9. janúar til 13. mars 2006.
„Minneapolis-flugið er mjög
langt flug og verðhækkun á elds-
neyti og fleira gerir það að verk-
um að flugið er orðið óhag-
kvæmara,“ segir Jón Karl Ólafs-
son, forstjóri Icelandair. „Hins
vegar hefur eftirspurn eftir flugi
til New York vaxið eftir lægðina
eftir 11. september 2001,“ segir
Jón Karl um breytingarnar. ■
VERSLUNARHVERFI Í VEXTI Lóð Atlantsolíu
er við Baldursnes; norðan við byggingar-
vöruverslunina Vídd og sunnan nýrrar
verslunar Byko sem áformað er að rísi á
Akureyri.
Bensínsala á Akureyri:
Atlantsolía vill
nor›ur í land
VIÐSKIPTI Atlantsolía hefur sótt um
lóð undir sjálfsafgreiðslubensín-
stöð og söluturn á Akureyri. Geir
Sæmundsson, framkvæmdastjóri
Atlantsolíu, segir að undirbún-
ingsvinna hefjist í ár og stöðin
verði opnuð á næsta ári. „Akur-
eyringar mega vænta lækkunar á
bensíni og díselolíu þegar fyrir-
tækið verður komið til bæjarins.
Um leið og okkur var úthlutað lóð
á Ísafirði lækkaðu keppinautarnir
verð á eldsneyti en verðið hefur
lækkað á öllum þeim stöðum þar
sem Atlantsolía hefur stigið niður
fæti,“ segir Geir. - kk
TÓLF TEKNIR FYRIR OF HRAÐAN
AKSTUR Umferðareftirlitsátak
samgönguráðuneytisins og lög-
reglu í Skagafirði heldur áfram.
Tólf bílar voru stöðvaðir í gær
vegna of hraðs aksturs. Einn bíll
var tekinn á 130 kílómetra hraða
á klukkustund en hinir óku eitt-
hvað hægar.
FÓR ÚT AF OG KVEIKTI Í BÍL Mað-
ur keyrði út af í nágrenni við
Sauðárkrók aðfaranótt fimmtu-
dags og kveikti því næst í bíl
sínum. Engan sakaði, hvorki í út-
afkeyrslunni né í eldinum. Mað-
urinn er grunaður um ölvun-
arakstur.
HVÍTU SLOPPARNIR HVERFA
Bresku læknasamtökin hafa sam-
þykkt að hætta notkun hvítra
sloppa á sjúkrahúsum vegna
hættu á skæðum bakteríusýking-
um. Í staðinn mæla þau með því
að læknar klæðist skurðstofubún-
ingum sem þvegnir eru daglega,
að minnsta kosti á svæðum þar
sem meðferð fer fram.
DÍANA NEYTTI KÓKAÍNS Ný út-
komin bók Simone Simmons, vin-
konu Díönu heitinar prinsessu,
hefur vakið mikla athygli í Bret-
landi en slúðurblaðið The Sun hef-
ur birt nokkra kafla úr henni. Þar
er því haldið fram að Díana hafi
einu sinni prófað kókaín en hætt
þar sem hún óttaðist að hún myndi
deyja. Auk þess er látið að því
liggja að hún hafi átt í ástarsam-
bandi við John F. Kennedy yngri.
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Tjöld
-landsins mesta úrval
í Tjaldalandi við Glæsibæ
Simex Coho
2ja manna
Einfalt og skemmtilegt
göngutjald.
Þyngd 2,6 kg
Verð 12.990 kr.
BRETLAND
LÖGREGLUFRÉTTIR
Á að reisa óperuhús í Kópa-
vogi?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ferð þú í tjaldferðalag í
sumar?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
39%
61%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
SVÍN Uppsprettu
salmonellusýkingar-
innar í Danmörku
má rekja til svínabús
á Fjóni.
SKÓLAMEISTARI MA Jón Már segir að
margir afbragðsgóðir nemendur hafi ekki
komist á nýja almenna bóknámsbraut við
MA vegna fjöldatakmarkana.
LAXVEIÐI Laxveiðimenn hafa þurft að sýna þolinmæði hingað til í flestum ám landsins en
nú virðist laxinn vera farinn að taka þótt stórlaxinn láti enn ekki mikið á sér kræla.
SÝKLASÓTTIN Er eitt af umfjöllunarefnum á fjölmennu norrænu þingi svæfinga- og gjörgæslulækna, sem nú stendur yfir hér á landi.
ALMA D. MÖLLER
Sýklasótt er vaxandi
vandamál hér á
landi, sem og ann-
ars staðar á vestur-
löndum.