Fréttablaðið - 01.07.2005, Page 16

Fréttablaðið - 01.07.2005, Page 16
16 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR Heilsuverndarstöðin við Barón- stíg telst til merkari og glæsi- legri húsa borgarinnar. Bygging þess hófst 1949 og var vígt 1957. Einhver starfsemi hófst í húsinu árið 1953. Einar Sveinsson og Gunnar H. Ólafsson eru arki- tektar þess og flokkast það til síðfúnkís-húsa. Margar kynslóð- ir borgarbúa hafa sótt þangað heilsugæslu og aðra þjónustu á sviði heilsuverndar og ber fjöldi fólks sterkar taugar til hússins. Heilsuverndarstöðin er í sameiginlegri eigu ríkis og borgar sem nú hafa afráðið að rýma húsið og selja. Áformin leggjast misvel í fólk og hefur til að mynda Ólafur F. Magnús- son borgarfulltrúi gagnrýnt að heilsuverndin skuli flutt af Bar- ónstígnum. Fleiri eru þeirrar skoðunnar eða telja í öllu falli að áfram skulið hlúð að heilsu í húsinu glæsta. Aðrar hugmyndir eru nefnd- ar hér, til dæmis hótel, leikhús og bókasafn. Kannski er ráð að hræra þessu saman í einn graut og koma á fót menningartengdu heilsuhóteli! bjorn@frettabladid.is „Það er ekki spurning, ég mun lesa hana,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður þegar hún er spurð að því hvort hún hafi áhuga á að lesa ævi- sögu Jóns Ólafssonar. Einar Kárason rithöfundur vinnur að bókinni þessa dagana og hefur rætt við á hundrað manns vegna hennar. „Jón er á svipuðum aldri og ég þannig að hann mun tala mikið um minn samtíma, tíma sem ég er alin upp í. Ég veit líka að Einar er örugglega mjög laginn að ná upp úr honum hlutum sem aðrir myndu ekki ná,“ segir Guð- rún, sem er ekki viss um að leyndar- mál komi upp úr kafinu en hins vegar hafi Jón örugglega frá mörgu að segja. Þá líst Guðrúnu mjög vel á ævisögurit- arann. „Mér líst bara mjög vel á þá báða,“ segir hún og telur Jón ekki of ungan til að láta rita ævisögu sína. „Eflaust er þetta ekki ævisaga í þeim skilningi heldur ákveðin þroska- og reynslusaga,” segir Guðrún, sem efast ekki um að bókin verði vinsæl. Guðrún hefur gaman af því að lesa samtímasögur og les ævisögur til jafns við aðrar bókmenntir enda segist hún alæta á bækur. Hún reynir að lesa tals- vert og alltaf áður en hún fer að sofa. GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR Jón hefur frá mörgu a› segja ÆVISAGA JÓNS ÓLAFSSONAR: SJÓNARHÓLL Útlitið var dökkt þegar við vöknuð- um í gærmorgun. Það rættist þó úr um leið og við hnýttum á okkur gönguskóna og veðrið var ágætt til göngu. Við vöknuðum klukkan sjö í gær eins og alla morgna og eftir hefð- bundin morgunverk var gítarinn tek- inn upp. Við byrjum nefnilega alla daga á að spila og syngja til að blása okkur liðsandann í brjóst. Á leið okkar í gær hjólaði Eggert Skúlason fram úr okkur en hann er að safna áheitum til styrktar Hjarta- heillum. Með honum í för var Hildur Vala söngkona sem er gömul bekkj- arsystir Bjarka. Urðu með þeim fagn- aðarfundir og ekki spillti fyrir þegar hún tók fyrir okkur lagið. Stundin náði þó hámarki þegar Hildur Vala smellti kossi á Bjarka, sem vitaskuld varð upp með sér og sveif það sem eftir var göngunnar. Hildur Vala ætlar að hitta okkur aftur seinna og labba með okkur einhvern spöl. Í dag munum við hitta Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra í Skaftafelli. Þar verða líka krakkar í Ný-Ung sem er ungliðahreyfing Sjálfsbjargar. Ætlunin er að taka út aðgengi í þjóðgarðinum í Skaftafelli fyrir fólk með fötlun. Það verður spennandi að sjá hvernig garð- urinn er í stakk búinn að taka á móti fólki með fötlun en það er einmitt helsti tilgangur göngu okkar að vekja athygli á málefnum fólks með fötlun. Góðar kveðjur, gönguhrólfarnir. Hildur Vala smellir kossi HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI nær og fjær „Vi› höfum fla› sem reglu a› tjá okkur ekki um mál af flessu tagi.“ PÁLL GUNNAR PÁLSSON, FORSTJÓRI FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS, Í FRÉTTABLAÐ- INU. „Ég ætla a› fara í sól- ba› á morgun í svört- um sandi flegar fla› rignir.“ NICK RHODES, HLJÓMBORÐSLEIKARI DURAN DURAN, Í MORGUNBLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ EITT SÍMANÚMER UM LAND ALLT GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! HÓTEL „Ég sé fyrir mér að þarna geti orðið lúxushótel í framtíðinni,“ segir Guð- mundur Sighvatsson, skólastjóri Aust- urbæjarskóla sem stendur handan Barónstígsins og svo að segja gnæfir yfir Heilsu- verndarstöðinni. Hann tekur raunar fram að það sé ekki hans heitasta ósk að þar verði hótel. „Þetta er óskaplega fallegt hús og þarf að skipa virðulegan sess í borgarlífinu. Það snertir þá sem það muna og þekkja.“ Guðmundur telur að húsið sé illa farið og á því þurfi að gera margvíslegar lagfæringar. Telur hann brýnt að í þær verði ráðist hið fyrsta. Dekra þurfi við húsið. „Þar sem ríki og borg eru nú ekki kunn af að fara vel með húsin sín væri kannski heppilegast að það færi í einkaeign. Þá er tryggt að því verði haldið vel við.“ Guðmundur segir að hótel í húsinu gæti orðið glæsilegt og nefnir að anddyri þess sé virðulegt og ekki síður stiginn sem liggur upp á efri hæðir. „En ef ekki hótel þá dettur mér helst í hug starfsemi sem tengist heilsu, menningum eða listum. Húsið er allt eitt listaverk.“ Menningartengt heilsuhótel á Heilsuverndarstö›inni Það stendur til að loka Heilsuverndarstöðinni við Barónstíg og selja húsið hæstbjóðanda. Viðmælend- um Fréttablaðsins datt helst í hug að hótel, leikhús, bókasafn eða heilsuhæli gætu verið þar til húsa í framtíðinni. GUÐMUNDUR SIGHVATSSON ÁFRAM HEILSUVERND „Án þess að ég vilji kallast afturhalds- seggur þá vildi ég helst hafa heilsu- verndarstöðina áfram á sínum stað,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Mér finnst gott að koma þangað, allt öðruvísi og betra en að koma á aðrar læknastofur.“ Sigríði þykir húsið fallegt og segir það hluta af borgarlífinu að koma þangað, eins og í önnur fal- leg hús í borginni.“ Mér finnst gott að versla á Laugavegi og mér finnst gott að fara í mæðraskoðun á Barónstíg- inn,“ segir hún og hlær. Þurfi núverandi starfsemi að víkja vill Sigríður helst að einhver önnur opin- ber starfsemi verði í húsinu og stingur upp á bókasafni eða skóla. Ef nauð- synlegt er að selja það gæti hún hugs- að sér einkarekna heilbrigðisþjónustu. „Annars er mögulegt að þarna verði hótel í framtíðinni eða höfuðstöðvar einhvers stórfyrirtækisins. En um leið lokast byggingin almenningi og það þætti mér miður,“ segir Sigríður, sem vonar innilega að engum detti í hug að rífa húsið og byggja nýtt. HEILSUHÆLI „Ég held að húsið sé tilvalið fyrir heilsuhæli upp á rússneskan máta,“ segir Margrét Rósa Einarsdóttir, hús- ráðandi í Iðnó. Hún sér fyrir sér að fólk komi til lengri eða skemmri dvalar og hefur nokk- uð mótaðar hugmynd- ir um hvernig starf- semin eigi að vera. „Þetta á að vera alls herjar heilsubæli þar sem fólk getur hreinsað sig and- lega og líkamlega og fengið bót flestra meina. Þarna á hvorki að vera sími né sjónvarp, fólk á að fá algjöran frið frá umheiminum.“ Margrét Rósa leggur áherslu á að eng- inn lúxus eigi að viðgangast á heilsu- hælinu, þar eigi starfsfólkið að vinna í hvítum einkennisklæðnaði og gestir og sjúklingar klæðast gráum, þægilegum jogginggöllum. „Ég vil engin smartheit,“ segir hún. Vísir að slíku heilsuhæli er nú þegar rekinn í Hveragerði og segir Margrét Rósa Heilsuhælið við Barónstíg eiga að vera í svipuðum dúr en ganga lengra í flestum efnum. Hún þekkir húsið nokkuð vel, og segir það margslungið en nauðsynlegt sé að koma því í upprunalegt horf. LEIKHÚS „Mér finnst upplagt að koma á fót leik- húsi í húsi Heilsuverndarstöðvarinnar,“ segir Bragi Þór Jósefsson, ljósmyndari hjá Fróða. „Umhverfið er ævintýralegt og gæti orðið enn ævintýralegra ef vatni væri hleypt undir brýrnar og turn- inn lýstur upp.“ Bragi segist ekki vita hvort hugmyndin sé raunhæf, það er hvort mögulegt sé að breyta húsinu í leikhús, enda hefur hann ekki kynnt sér innviði þess að marki. „Og ég hef heldur ekki hugmynd um hvort þetta sé raunhæft út frá rekstrarlegum forsendum og ætla mér ekki bera neina ábyrgð á þessu.“ Bragi segist ekki sjá fyrir sér einhverja tiltekna tegund leikhúss við Bar- ónstíginn, það sé fyrst og fremst möguleikinn á ævintýralegri umgjörð- inni sem hann sjái í húsinu. Og ef hugmyndin þykir algjörlega út úr kú dettur honum í hug að breyta hús- næðinu í skóla. „Þarna gæti verið ósköp sætur og skemmtilegur barna- skóli sem hægt væri að tengja við Austurbæjarskóla með einhverjum hætti.“ SIGRÍÐUR SIG- URJÓNSDÓTTIR HEILSUVERNDARSTÖÐIN VIÐ BARÓNSTÍG Hér hefur verið hlúð að heilsu borgarbúa í rúma hálfa öld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MARGRÉT RÓSA EINARSDÓTTIR BRAGI ÞÓR JÓS- EFSSON LESIÐ Í REGNINU Áhorfandi á Wim- bledon-mótinu í tennis skýlir sér undir regnhlíf og gluggar í dagblað.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.