Fréttablaðið - 01.07.2005, Page 18
Göng undir Va›lahei›i í augs‡n
Eyfirðingar og Þingeyingar hafa
undanfarin ár þrýst á stjórnvöld
um gerð Vaðlaheiðarganga. Þegar
sýnt þótti að ekki væri vilji hjá
samgönguyfirvöldum og alþingis-
mönnum til þess að ráðast í göngin
í náinni framtíð tóku heimamenn
af skarið og hófu sjálfir undirbún-
ing að gangagerðinni. Framundan
eru viðræður við Sturlu Böðvars-
son samgönguráðherra um að-
komu ríkisins að verkefninu og ef
niðurstaða þeirra viðræðna verður
heimamönnum í vil, virðist fátt
geta stöðvað framkvæmdir. Af
ummælum ráðherra í fjölmiðlum
síðustu daga má ætla að hann sé
ekki fráhverfur hugmyndinni.
Hlutafélagið Greið leið ehf. var
stofnað 28. febrúar árið 2003 og
var í fyrstu undirbúningsfélag
fyrir gerð jarðganga undir Vaðla-
heiði. Eigendur félagsins eru öll
sveitarfélögin innan Eyþings,
Sambands sveitarfélaga í Eyja-
firði og Þingeyjarsýslum, og 10
fyrirtæki, með Kaupfélag Eyfirð-
inga í fylkingarbrjósti. Stærstu
hluthafar eru Akureyrarbær 35,91
prósent, KEA 22,67 prósent og
Þingeyjarsveit 11,33 prósent. Aðr-
ir hluthafar eiga allir innan við 10
prósenta hlut hver.
Á aðalfundi Greiðrar leiðar 22.
júní síðastliðinn var samþykkt að
breyta félaginu úr undirbúnings-
félagi í framkvæmdafélag og auka
hlutafé félagsins úr 4,4 milljónum
króna í allt að 100 milljónir króna.
„Eftir að öll lán vegna fram-
kvæmdanna verða greidd upp, og
hlutafé hefur verið greitt til baka
til eigenda með hæfilegri ávöxtun,
mun Greið leið afhenda ríkissjóði
göngin. Hvenær það verður fer
eftir samningum við ríkið og fjár-
málastofnanir en við gerum ráð
fyrir því að það verði 20 til 25
árum eftir að göngin verða tekin í
notkun.“ segir Pétur Þór Jónasson,
stjórnarformaður Greiðrar leiðar.
Einkaframkvæmd
Í nálægum löndum er algengast að
ríkið fjármagni gerð jarðganga en
í sumum tilfellum er kostnaðinum
náð til baka með veggjöldum.
Greið leið ehf. er annað hlutafé-
lagið á Íslandi sem hefur það
markmið að byggja og reka jarð-
göng en hlutafélagið Spölur var
stofnað árið 1991 með það að
markmiði að byggja og reka Hval-
fjarðargöng.
Í Noregi er talsvert um bland-
aða fjármögnun ríkis og sveitarfé-
laga, einkum þegar sveitarfélög
vilja flýta framkvæmdum eins og
raunin er með Vaðlaheiðargöng. Í
Evrópu og í Bandaríkjunum er
hins vegar mjög algengt að vega-
framkvæmdir séu í höndum
einkaaðila og veggjöld standi að
öllu leyti undir kostnaði við fram-
kvæmdirnar.
Vegna lítillar umferðar á Ís-
landi er líklegt að Hvalfjarðar- og
Vaðlaheiðargöng séu einu göngin
sem raunhæft er að fjármagna
með veggjöldum.
Staðsetning ganganna
Ágúst Guðmundsson, hjá Jarð-
fræðistofunni ehf., annast rann-
sóknir í Vaðlaheiði fyrir Greiða
leið. Yfirborðsrannsóknum og öfl-
un korta og loftmynda er lokið en í
næsta mánuði hefst undirbúning-
ur að rannsóknarborunum sem
varpa eiga ljósi á jarðlögin í heið-
inni. Kostnaður við rannsóknar-
boranirnar, og gagnavinnslu, er
áætlaður um 60 milljónir króna.
„Frumrannsóknir benda til
þess að bergið í Vaðlaheiði sé
hentugt hvað varðar jarðganga-
gerð og göngin verða því tækni-
lega vel framkvæmanleg. Líkleg
staðsetning munnans austan meg-
in er við bæinn Skóga í Fnjóskadal
en munninn Eyjafjarðar megin
verður að líkindum upp af
Hallandsnesi, um 60 metra ofan
við sjávarmál. Staðsetning munn-
ans Eyjafjarðar megin mun þó
taka mið af jarðvegsrannsóknun-
um í Fnjóskadal,“ segir Ágúst.
Fjögurra milljóna kostnaður
Vaðlaheiðargöng verða lengri en
flest þau veggöng sem gerð hafa
verið á Íslandi eða um sjö kíló-
metra löng, aðeins Vestfjarðar-
göngin eru lengri. Heildarkostnað-
ur er áætlaður rúmir fjórir millj-
arðar króna; að stærstum hluta
lánsfé. Í rekstrarlíkani Greiðrar
leiðar er gert ráð fyrir um 500
milljóna króna stofnframlagi frá
ríkinu, jafnframt því sem virðis-
aukaskattur verði felldur niður
með sama hætti og gert var við
gerð Hvalfjarðarganga.
Eigendur Greiðrar leiðar leggja
félaginu til á næstunni aukið hluta-
fé, allt að 100 milljónir króna, en
það sem á vantar, um þrír og hálf-
ur milljarður króna, verður tekinn
að láni. Pétur Þór segir að rætt
hafi verið við allar íslenskar
bankastofnanir og hafi þær undan-
tekningarlaust lýst yfir áhuga á
því að koma að fjármögnun. „Þau
kjör sem okkur verða boðin munu
ráðast af aðkomu ríkisins að verk-
efninu og ýmsum óvissuþáttum
eins og niðurstöðum jarðfræði-
rannsókna,“ segir Pétur Þór.
Mikill umferðarþungi um Víkur-
skarð er forsenda þess að hægt
verði að fjármagna og reka göngin
með veggjöldum. Á síðasta ári fóru
að meðaltali 1.023 ökutæki um
skarðið á hverjum degi og frá árinu
1996 hefur árleg aukning í umferð
um skarðið numið að jafnaði um
fimm prósentum. Vegagerðin fram-
kvæmir í sumar ítarlega umferðar-
könnun á Svalbarðsströnd þar sem
aflað verður margvíslegra upplýs-
inga frá vegfarendum sem nýttar
verða við undirbúning Vaðlaheiðar-
ganga.
kk@frettablad.is
ÁSGEIR MAGNÚSSON
Stjórnarmaður hjá Greiðri leið.
Stu›ningur
ríkisins
mikilvægur
VAÐLAHEIÐARGÖNG
SPURT & SVARAÐ
18 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
Gert er ráð fyrir því að göngin verði um sjö
kílómetra löng og stytti leiðina á milli Akur-
eyrar og Húsavíkur um 16 kílómetra. Við
bestu akstursskilyrði að sumarlagi er það
tímasparnaður um 10 mínútur. Tímasparnað-
urinn að vetrarlagi er mun meiri vegna snjó-
þyngsla og hálku í Víkurskarði en þeir sem
nota göngin þurfa ekki að fara um skarðið.
Hversu mikið sparast?
Stytting ekinnar vegalengdar lækkar ferða-
kostnaðinn um 1000 krónur samkvæmt taxta
ferðakostnaðarnefndar ríkisins. Á móti kemur
kostnaður við veggjöld en í reiknilíkani
Greiðrar leiðar er gert ráð fyrir því að ein stök
ferð á fólksbifreið kosti 500 krónur eða helm-
ingi minna en í Hvalfjarðargöng. Þeir sem
kaupa 10 eða 20 ferða kort fái afslátt af því
gjaldi og gert er ráð fyrir að veggjald stórnot-
enda verði 250 krónur á hverja ferð.
Hvaða áhrif hefur þetta á öryggismál?
Göngin eru talin auka öryggi vegfarenda þar
sem erfiðar akstursaðstæður skapast oft í Vik-
urskarði yfir vetrarmánuðina; ekki síst fyrir
þungaflutningabifreiðar en ökumenn þeirra
lenda ósjaldan í vandræðum af völdum
hálku.
Hvað annað breytist?
Þjónustusvæði íbúa beggja megin Vaðlaheið-
ar stækkar en kemur þó væntanlega íbúum
austan heiðarinnar einkum til góða.
Atvinnusvæðið mun stækka sem kemur öll-
um íbúum á svæðinu til góða.
Hærra þjónustustig og stærra atvinnusvæði
kann að leiða til hækkunar á fasteignaverði
austan Vaðlaheiðar.
Göngin skapa möguleika á aukinni samvinnu
sveitarfélaga á svæðinu og munu jafnvel auka
líkur á sameiningu sveitarfélaga.
Á snjóþungum vetrum er Víkurskarð oft erfið-
ur farartálmi og því auka göngin öryggi íbúa
austan Vaðlaheiðar sem þurfa að sækja
margvíslega þjónustu, svo sem heilbrigðis-
þjónustu, til Akureyrar. kk
Tímasparna›ur og auki› öryggi
FBL-GREINING: ÁVINNINGUR ALMENNINGS AF VAÐLAHEIÐARGÖNGUM
fréttir og fró›leikur
SVONA ERUM VIÐ
Hlutfall nettengdra heimila í
nokkrum Evrópulöndum
árið 2004
VAÐLAHEIÐI Gangamunninn Eyjafjarðarmegin
mun liggja við núverandi vegarstæði í heiðinni,
um það bil á miðri myndinni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
Flest bendir til fless a› rá›ist ver›i í ger› ganga undir Va›lahei›i innan fárra ára, flrátt fyrir a› fram-
kvæmdina sé hvergi a› finna á samgönguáætlun. Göngin ver›a fjármögnu› me› veggjöldum, líkt og
Hvalfjar›argöng, en líklega ver›a ekki önnur göng á Íslandi fjármögnu› me› fleim hætti.
Barðavogur, Reykjavík.
Mjög góð 90 fm. hæð auk 31 fm. bílskúrs í mjög góðu steinhúsi
byggðu árið 1952. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðhebergi, stofu
og borðstofu og þrjú svefnherbergi. Eignin er öll hin snyrtilegasta
og húsið í sérlega góðu ástandi að utan, þak nýlega yfirfarið og
málað.
Frábær staðsetning.
GETUR VERIÐ LAUS 12.07.2005
Verð kr. 21.800.000
PÉTUR ÞÓR JÓNASSON Stjórnarformað-
ur Greiðrar leiðar segist gera ráð fyrir því
að um 90 prósent ökumanna sem leið
eiga um Vaðlaheiði muni nota göngin í
stað þess að fara um Víkurskarð.
ÁGÚST GUÐMUNDSSON Fyrstu jarð-
fræðirannsóknir benda til þess að berglög-
in í Vaðlaheiði séu hentug til jarðganga-
gerðar.
KRISTJÁN J. KRISTJÁNSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
VAÐLAHEIÐARGÖNG
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
Í næsta mánuði hefst undirbúningur
að rannsóknarborunum vegna Vaðla-
heiðarganga. Í sumar verður óskað
eftir viðræðum við Sturlu Böðvarsson
samgönguráðherra um aðkomu ríkis-
ins að verkefninu.
Mun afstaða samgönguyfirvalda
skipta sköpum?
Það er hægt að ráðast í þessa fram-
kvæmd án stuðnings ríkisins en þá
tekur lengri tíma að endurgreiða öll
lán.
Þurfa göngin að fara í umhverfis-
mat?
Það er óvíst en Skipulagsstofnun
svarar því. Ef framkvæmdin er mats-
skyld mun vinna við umhverfismat
væntanlega hefjast næsta sumar. Að
umhverfismati fengnu, eða svari frá
Skipulagsstofnun þess efnis að fram-
kvæmdin sé ekki matsskyld, verður
gengið til formlegra samninga við
fjármálastofnanir um fjármögnun
ganganna.
Hvenær verða göngin tilbúin?
Ef viðræður okkar við samgönguyfir-
völd ganga að óskum, og aðrar for-
sendur reynast haldbærar, er mögu-
leiki á að framkvæmdir hefjist í árslok
2007 eða ársbyrjun 2008. Við gerum
ráð fyrir því að gangagerðin taki um
þrjú ár og því verða göngin í fyrsta
lagi tekin í notkun árið 2010 eða 2011.
Arnardalshamar 30 metrar
Oddsskarð 640 metrar
Strákagöng 800 metrar
Almannaskarð 1.308 metrar
Múlagöng 3.400 metrar
Hvalfjarðargöng 5.770 metrar
Vestfjarðagöng 9.120 metrar
LENGD VEGGANGA
Heimild: VEGAGERÐIN
B
R
ET
LA
N
D
D
A
N
M
Ö
R
K
FR
A
K
K
LA
N
D
ÍS
LA
N
D
Þ
Ý
S
K
A
LA
N
D
JARÐGANGNAGERÐ Gera má ráð fyrir að gerð Vaðlaheiðarganga taki 3 ár og vonast aðstandendur Greiðrar leiðar til að þau verði
fullbúin árið 2010.