Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er föstudagur 1. júlí, 182. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.05 13.32 23.57 AKUREYRI 1.58 13.16 24.31 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Snjólaug Benediktsdóttir er í stuttu fríi hér heima, en hún er búsett í Boston. Það er þó ýmislegt séríslenskt sem hún vill helst ekki vera án í út- landinu. „Ég tek alltaf með mér grænar ORA-baun- ir, krydd frá Pottagaldri, íslenskt lamba- læri og svo kjöt- og grillkrydd sem ég finn ekki úti,“ segir Snjólaug og skellihlær. Þó hún sé búsett í Ameríku, þar sem hamborgararnir eru hvað mest djúsí, borð- ar hún aldrei hamborgara. „Nei, hvorki þá né kleinuhringina sem fólk virðist ótrúlega fíkið í. Það skiptist greinilega í tvö horn hversu meðvitað fólk er um mataræðið, fjölmargir stunda líkamsrækt og borða hollan mat en gríðarlega margir eru allt of of feitir og mér finnst það sorglegast með börnin. Það er mikið borðað af eftirréttum og tertum í Boston.“ Snjólaug segir þó ýmislegt sem hún myndi sakna frá útlandinu. „Það væru þá þá helst steikurnar sem við fáum á uppá- haldsveitingastaðnum okkar, Texas. Mér skilst að Willie Nelson eigi eitthvað í þeirri keðju, en þar er alltaf mikið stuð, sungið og dansað við hvert tilefni og steikurnar engu líkar. Svo fær maður fínan fisk í Boston, að ógleymdum humri og hörpudiski sem þeir kalla reyndar sjálfir fátækrafæði.“ Það sem hefur breyst í matargerð Snjó- laugar í gegnum árin er notkun grænmetis, en börnin hennar voru aldrei hrifin af því. „Fyrir utan hvað það var dýrt,“ segir Snjó- laug, sem nú notar grænmeti í flest mál. „Ég eldaði líka alltaf fyrir fimm og er bara nýhætt því þó við séum löngu orðin tvö. Maður er ekkert nema vaninn.“ Annað sem hún segist myndu sakna sár- lega er verðlagið. „Ég fæ alltaf áfall í stór- mörkuðum hér heima, meira að segja í Bónus, því verðmunurinn er svo gríðarlegur.“ Dódó gefur uppskrift að rækjurétti sem er kallaður Rækjuréttur Dódóar. Upp- skriftin er á bls. 3 edda@frettabladid.is Grænar ORA-baunir í Boston Polarn og Pyret í Kringlunni hefur hafið útsölu á sínum vör- um sem eru bæði barnaföt og kvenfatnaður. Flestar flíkurnar eru á 25-50% afslætti nema hvað smáröndótti fatnaðurinn lækkar um tíu af hundraði. Meðal þess vinsælasta í Polarn og Pyret er fatnaður fyrir barns- hafandi konur, til dæmis ská- bolir sem nú kosta aðeins 2.700 en voru áður á 3.900. Húsgögn og smávara eru á hásumarútsölunni í Ikea sem stendur til 24. júlí. Þar eru yfir 1.000 vörutegundir á lækkuðu verði. Í eldhúsið fást kollar, stólar og stólsessur, í svefnher- bergið, boxdýnur, kommóður, koddaver og lök og í forstofuna skó- og fatahillur svo nokkuð sé nefnt. Þá er alls konar smávara á útsölunni eins og plaköt, rammar, púðar og gardínustangir. Dömufatnaður er seldur á 40-70% af- slætti á sumarútsölu Cosmo sem bæði er í Smáralind og Kringlunni. Þar eru yfirhafnir, pils, jakk- ar, kjólar, töskur og skart svo nokk- uð sé nefnt og er allt á lækk- uðu verði. Sem verðdæmi má nefna svartan hnésíðan bómullarkjól sem er rykktur í mittið og er nú á 4.790 en kostaði fyrir lækkun 7.990. Snjólaug er nýhætt að elda fyrir fimm þó börnin séu löngu farin að heiman. LIGGUR Í LOFTINU í tilboðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Pabbi er skrýtinn! Ef ég er með læti þá skammar hann mig og ef ég er rólegur þá mælir hann mig! Litrík sumarútsala hjá Bernharð Laxdal BLS. 5 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is tilbod@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.