Fréttablaðið - 01.07.2005, Síða 32

Fréttablaðið - 01.07.2005, Síða 32
Cafe Oliver er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður á Laugaveginum. Staðurinn hef- ur heldur betur slegið í gegn. „Við opnuðum í lok maí og þetta hefur gengið ótrúlega vel, eiginlega betur en við þorðum að vona,“ segir Gunnar Már Þráinsson, rekstrar- stjóri Cafe Oliver á Laugaveginum. Hann segir að alltaf sé nóg að gera og um helgar sé gjörsamlega troðið út úr dyrum. Cafe Oliver er í senn kaffihús, veitingastaður og skemmtistaður. „Við erum eiginlega með allan pakkann. Hér er róleg kaffi- húsastemning á daginn en á kvöldin er mikið fjör. Við erum með léttan mat sem kostar ósköp lítið og svo geturðu líka komið hingað og fengið bestu nautasteik sem þú hefur smakkað,“ segir Gunnar. „Við bjóð- um meira að segja upp á morgun- mat á morgnana. Staðurinn er á tveimur hæðum og neðri hæðin er reyklaus. Það er því hægt að skreppa hingað í morgunmat fyrir vinnu án þess að anga af reykinga- lykt allan daginn,“ segir Gunnar og bendir á að fólk sé ánægt með að geta setið í reyklausu umhverfi. „Það er líka frábært að koma hingað þegar veðrið er gott. Hér á bak við er frábært útisvæði og þar getur fólk setið allan daginn og notið blíðunnar. Við bjóðum meira að segja upp á sólarvörn fyrir þá sem það vilja,“ segir Gunnar. Um helgina verður mikið um að vera á Cafe Oliver. Tommy White spilar í kvöld ásamt leynigesti og annað kvöld mæta plötusnúðarnir JBK og Daði á svæðið. „Við reynum að hafa alltaf eitthvað um að vera. Sammi í Jagúar spilar fönk hér öll fimmtudagskvöld og á sunnudögum spilar hljómsveitin Club Member fyrir gesti.“ ■ Bílastæði Vissara er að taka með sér nógu mikið klink í stöðumæli og bílastæðahús þegar farið er í miðbæinn svo enginn þurfi að hafa áhyggjur á meðan rölt er um miðborgina.[ ] Laugavegi 66 • 101 Reykjavík • Sími: 552 2040 • mona@internet.is Útsalan er hafin Holtasmári 1 • Sími 517 8500 Silkitré og silkiblóm Útsalan hafin Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) Sími 551 2040 Ólafur hefur starfað í Dúni og fiðri frá því hann var fjórtán ára. Hann er ánægður með lífið í miðbænum og segir að umferðin niður Laugaveginn komi sér vel fyrir þá sem standa í verslunarrekstri. Fyrsta laugardag hvers mánaðar hafa kaupmenn í miðbænum verslanir sínar opnar lengur en annars tíðkast. Á morgun verður opið til klukkan 17 í verslunum miðborgarinnar og víða verða spennandi tilboð. Sumarútsölurn- ar eru að fara af stað í mörgum verslunum og því ætti að vera hægt að gera góð kaup. Oft er mikið um að vera í mið- bænum um helgar og gaman að spóka sig um. Veðurspáin er líka ágæt og þar af leiðandi tilvalið að rölta um bæinn í blíðunni. ■ Á löngum laugardegi er ávallt margt um manninn í miðbænum. Sumarútsölurnar að hefjast Á morgun er langur laugardagur í miðbænum og verslanir verða opnar til klukkan 17. Um helgar er margt um manninn á Cafe Oliver og fjör langt fram eftir nóttu en á daginn er kaffihúsastemningin við völd. Arnar Gíslason og Gunnar Már Þráinsson eru rekstrarstjórar Cafe Oliver. Þeir eru ánægðir með viðtökurnar sem staðurinn hefur fengið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Fjölskyldufyrirtækið sameinað á ný FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Róleg stemning á daginn og fjör á kvöldin Dún- og fiðurhreinsunin á Vatnsstíg og sérverslunin Dún og fiður á Laugavegi hafa nú gengið í eina sæng. Ólafur Benediktsson á og rekur Dún og fiður á Laugaveginum ásamt konu sinni og dóttur. Gömlu versluninni á Vatnsstígnum hefur nú verið lokað og verið er að flytja síðustu tækin upp á Laugaveg enda hafa verslanirnar tvær nú verið sameinaðar. „Foreldrar mínir stofnuðu Dún- og fiðurhreinsunina árið 1959 og fyrstu árin var hún til húsa í bílskúr við Kirkjuteig. Þau byrjuðu fljót- lega að selja sængur en á þessum tíma var ekki farið að flytja æðar- dún úr landi og nóg að gera í sæng- urgerð. Þar sem sængur voru oft heimatilbúnar þurfti líka oftar að hreinsa þær og laga,“ segir Ólafur, sem byrjaði að vinna við fjölskyldu- fyrirtækið þegar hann var fjórtán ára gamall. Hann tók sér frí frá sængunum í kringum tvítugt og lærði til rakara en hártíska bítla- fársins varð þess valdandi að hann hafði lítið að gera og sneri sér því að sængunum á ný. Þá var fyrirtækið flutt niður á Vatnsstíg, þar sem Dún- og fiðurhreinsunin hefur verið rekin til dagsins í dag. „Árið 2001 seldu mamma og pabbi okkur systkinunum fyrirtæk- ið og fljótlega klauf ég mig út úr rekstrinum og stofnaði mína eigin verslun hér á Laugaveginum,“ segir Ólafur, sem er ákaflega ánægður með sameininguna. Hann er líka ánægður með sig á Laugaveginum og segir af og frá að verslun í mið- bænum sé barn síns tíma. Úrvalið í Dúni og fiðri er mikið og verslunin öll hin notalegasta. Þar má finna rúmteppi, púða, náttföt, handklæði og sápur, að ógleymdum sængunum, sem eru í öllum stærð- um og gerðum. „Við erum með há- gæðasængur hér og vinnum allt úr úrvalsefnum. Við tökum líka við sérpöntunum og veitum alhliða þjónustu. Fólk áttar sig oft ekki á því að það þarf að hreinsa sængur og þvo en við það að vera þveginn á tveggja til þriggja ára fresti verður dúnninn eins og nýr,“ segir Ólafur og bætir því að verðið sé einnig gott. „Þessi búð hefur stundum verið kölluð dýra búðin. Það er hins vegar mikill misskilningur því hér eru vörurnar ekkert dýrari en víða annars staðar.“ ■ Dúnsokkar sem koma sér vel fyrir kalda fætur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.