Fréttablaðið - 01.07.2005, Page 40
„Ég held að barnabækur hafi
aldrei verið mikilvægari en
einmitt núna,“ segir Ragnheiður
Gestsdóttir, sem fékk afhent Nor-
rænu barnabókaverðlaunin í vik-
unni. Hún heldur því fram að
bækur hafi gildi umfram lestur,
þær séu mannbætandi og þrosk-
andi. „Börn komast í kynni við
svo margt í bókum sem þau kom-
ast ekki í kynni við öðruvísi,“
segir Ragnheiður og vill að skól-
inn taki aukinn þátt í því að leiða
börn á vit bókmennta því ekki sé
sjálfgefið að þau lesi heima.
„Mér finnst óskaplega
skemmtilegt að skrifa barna-
bækur og vil ekkert frekar gera,“
segir Ragnheiður, sem á sjálf
fjögur börn sem hafa gefið henni
ýmsar hugmyndir að sögum. Til
að mynda fékk hún kveikjuna að
nýjustu bók sinni Sverðberanum
frá syni sínum fyrir nokkrum
árum. Hann hafði þá stundað
svokölluð hlutverkaspil og hvatti
hana til að skrifa bók í
fantasíustíl.
Hún segir mikið rætt og spjall-
að á sínu heimili og oft fái hún
viðbrögð við verkum sem hún er
að skrifa frá börnum sínum og
barnabörnum. Hún skrifar sögur
fyrir ung börn og lengri bækur
fyrir unglinga og finnst skemmti-
legt að breyta til og hoppa á milli
aldursstiga.
Ragnheiður ólst upp á listrænu
heimili og var því vön því að allir
í kringum hana fengjust við listir.
„Ég er alveg óendanleg draum-
óramenneskja og erfiðara að
halda sig við veruleikann,“ segir
Ragnheiður hlæjandi en móðir
hennar er Sigrún Guðjónsdóttir
bæjarlistamaður Hafnarfjarðar
og amma hennar var Ragnheiður
Jónsdóttir rithöfundur.
Listir eru því eitt aðal áhuga-
mál Ragnheiðar og virðist listin
renna í æðum fjölskyldunnar því
dóttir hennar er leikkona og elsti
sonurinn balletdansari. Ragnheið-
ur er kennari að mennt og hélt
eitt sinn að hún myndi frekar fást
við fræðilegan þátt listarinnar.
„En það er miklu skemmtilegra
að skapa sjálfur en að skrifa um
eitthvað aðrir hafa gert,“ segir
Ragnheiður glaðlega. ■
28 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
MARLON BRANDO (1924-2004)
lést þennan dag.
Óendanleg draumóramanneskja
RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR: HLAUT NORRÆNU BARNABÓKAVERÐLAUNIN
„Leikari er maður sem hlustar ekki nema
þú sért að tala um hann sjálfan.“
- Marlon Brando hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í myndum á borð
við Sporvagninn Girnd á sjötta áratugnum og hafði áhrif á leik
margra annarra leikara, svo sem James Dean og Paul Newman.
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
Níels Árni Lund, skrifstofustjóri í land-
búnaðarráðuneytinu, er 55 ára.
Björn Kr. Leifsson,
eigandi World Class,
er 46 ára.
Hreimur Örn Heimis-
son tónlistarmaður er
27 ára.
Eiríkur Örn Norðdahl
ljóðskáld er 27 ára.
FÆDDUST fiENNAN DAG
1804 George Sand rithöfundur.
1908 Estee Lauder, stofnandi snyrtivöru-
keðju.
1934 Sydney Pollack kvikmyndaleik-
stjóri.
1952 Dan Aykroyd leikari.
1961 Díana prinsessa.
BARNABÓKAHÖFUNDUR Ragnheiður vill að skólinn taki aukinn þátt í því að leiða börn á vit bókmennta.
Þennan dag árið 1994 sneri Jass-
er Arafat aftur á Gaza-svæðið eftir
27 ára útlegð. Klæddur í sín
venjulegu hermannaklæði og
með einkennandi köflóttan höf-
uðklút sýndi leiðtogi PLO sigur-
merkið þegar hann fór yfir landa-
mærin til Rafha frá Sinai-eyði-
mörkinni í Egyptalandi. Áður en
hann hélt af stað í þyrlu frá Kaíró
með forseta Egyptalands, Hosni
Mubarak, sagði Arafat: „Nú sný ég
aftur til frjálsra svæða í Palestínu í
fyrsta sinn“.
Heimsókn Arafats kom í kjölfar
samkomulags við ísraelsk yfirvöld
um að Palestínumenn hlytu sjálf-
stjórn á Gaza-svæðinu og á
Vesturbakkanum en það var hluti
þeirra svæða sem Ísraelsmenn
unnu í sex daga stríðinu 1967.
Í Gaza-borg hélt Arafat þrumandi
ræðu af svölum fyrrverandi höfuð-
stöðva yfirmanns ísraelska hersins
en um 200 þúsund Palestínu-
menn hlýddu á ræðuna á torginu.
Jasser Arafat og Jitshak Rabin for-
sætisráðherra Ísraels hlutu friðar-
verðlaun Nóbels þetta ár. Árið
1996 var Arafat kjörinn forseti en
sama ár vildi nýkjörinn forsætis-
ráðherra Ísraela, Benjamin Net-
anyahu, hægja á sjálfstæðisferli
Palestínu og missættið milli Ísra-
ela og Palestínumanna jókst. Þá
töldu Bandaríkin einnig að Arafat
væri flæktur í hryðjuverkastarf-
semi og stæði friði fyrir þrifum.
Jasser Arafat lést eftir nokkur veik-
indi árið 2004 og enn hafa ekki
náðst sættir milli Palestínumanna
og Ísraela.
1. JÚLÍ 1994
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1845 Endurreist Alþingi kemur
saman til fundar í fyrsta
sinn í Reykjavík.
1867 Kanada hlýtur sjálfstæði frá
Bretum.
1875 Alþingi tekur til starfa sem
löggjafarþing í samræmi
við nýja stjórnarskrá.
1886 Landsbanki Íslands, fyrsti
bankinn á landinu, tekur til
starfa.
1928 Líflátshegning er numin úr
lögum.
1930 Búnaðarbankinn tekur til
starfa.
1997 Bretar afhenda Kínverjum
Hong Kong eftir 150 ára
breska stjórn.
2000 Hátíð hefst á Þingvöllum til
að minnast þess að eitt
þúsund ár eru síðan kristni
var lögtekin hér á landi.
Arafat sn‡r aftur úr útleg›
Arnar Guðmundsson
40 ára afmæli
Þá er áfanganum náð og 40 ár undir belti. Af því tilefni langar mig að
bjóða þeim vinum og vandamönnum sem þiggja vilja í glens og léttar
veitingar á sólpallinum í Kotárgerði 8 laugardaginn 2. júlí næst-
komandi kl. 20.00. Gerið ráð fyrir veðri og næturlöngum gleðskap.
Vonast til að sjá sem flesta.
www.steinsmidjan.is
Lögformleg sameining Háskólans
í Reykjavík og Tækniháskólans er
í dag, 1. júlí 2005. Af því tilefni var
í gær skipt um skilti á báðum skól-
um og ný skilti með nafni og merki
skólans sett upp í staðinn. Samein-
aður skóli heitir Háskólinn í
Reykjavík og nýtt merki skólans
er tígulformað og vísar til spjald-
húfu útskriftarnema.
Ekki verður haldið sérstaklega
upp á daginn að sögn Guðfinnu
Bjarnadóttur, rektors Háskólans í
Reykjavík, en hátíðahöld verða því
meiri í tengslum við skólasetningu
nýja skólans 19. ágúst næstkom-
andi.
Búist er við því að nemendur
nýja skólans verði nálægt 2.500
talsins.
Skólarnir verða áfram í aðskild-
um byggingum á Kringlusvæðinu
og Höfðabakka en leigð verður að-
staða í Húsi verslunarinnar og í
gömlu prentsmiðju Morgunblaðs-
ins. Búið er að velja skólanum
framtíðarstað í Vatnsmýrinni og
er stefnan sett á að skólinn flytji í
sameiginlegt húsnæði í ágúst 2008.
Háskólanum stóð einnig til boða
framtíðarsvæði í Garðabæ en eftir
mikla yfirlegu var ákveðið að
velja skólanum stað í
Vatnsmýrinni þar sem fyrir eru
Erfðagreining og Háskóli
Íslands. ■
NÝR HÁSKÓLI Í REYKJAVÍK:
Sameinast og skipta um skilti
NÝTT MERKI Hið nýja merki Háskólans í Reykjavík er tígullaga og vísar til spjaldhúfu
útskriftarnema.
Lífsaugað
Þriðjudagskvöld 22-24
ANDLÁT
Júlíus Bernburg, fyrrverandi bifreiða-
eftirlitsmaður, lést á hjúkrunarheimilinu
Skjóli sunnudaginn 12. júní. Útför hefur
farið fram í kyrrþey.
Aðalbjörg Sigurðardóttir frá Fremri-Hlíð
í Vopnafirði, Fellsmúla 14, Reykjavík,
andaðist 17. júní. Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey.
Margrét Jóhannsdóttir, hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni, áður til heimilis á Framnes-
vegi 23, Reykjavík, lést á Sóltúni mánu-
daginn 27. júní.
Ragnar Fjalar Lárusson andaðist á líkn-
ardeild Landspítalans í Kópavogi sunnu-
daginn 26. júní.
Ólöf Auður Erlingsdóttir, Eikjuvogi 1,
Reykjavík, áður Álfabyggð 18, Akureyri,
lést á Landakotsspítala mánudaginn 27.
júní.
Sigurjón Björnsson, fyrrverandi stöðvar-
stjóri Pósts og síma í Kópavogi, lést að
Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
29. júní.
JAR‹ARFARIR
11.00 Nanna Unnur Bjarnadóttir, fyrrum
húsfreyja, Brekku í Lóni. Útförin
fer fram frá Hafnarkirkju. Jarðsett
verður í Stafafellskirkjugarði.
13.00 Knútur G.F. Kristjánsson húsa-
smíðameistari, Arnarhrauni 23,
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
13.00 Sigurður Sigurðsson kaupmaður,
versluninni Hamborg, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík.
13.00 Ragnar Guðjónsson úr Landeyjum
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju.
13.30 Jóhann Páll Ingólfsson, Uppsöl-
um, Eyjafjarðarsveit, verður jarð-
sunginn frá Munkaþverárkirkju.
14.00 Fanney Halldórsdóttir frá Sviðn-
ingi, Skagabyggð, verður jarð-
sungin frá Hofskirkju, Skagabyggð.
14.00 Hafsteinn Ármann Ísaksen, fyrrum
verkstæðisformaður, Njarðvíkur-
bæ, til heimilis að Kirkjuvegi 5,
Keflavík, verður jarðsunginn frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju.
14.00 Þorgeir Haraldsson, Bjarkargrund
39, Akranesi, verður jarðsunginn
frá Akraneskirkju.
15.00 Árni Finnbjörnsson, Hvassaleiti 39,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju.
Þorbjörg Sigurðardóttir, Hveramörk 2,
Hveragerði, verður jarðsungin frá
Hveragerðiskirkju laugardaginn 2. júní
kl. 14.00.