Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 42
FÓTBOLTI Valsmenn byrjuðu betur í leiknum og náðu að komast aftur fyrir bakverði Þróttara nokkrum sinnum á fyrsta kortérinu, en mið- verðir Þróttara náðu að koma boltanum frá markinu í tæka tíð. Eftir nokkuð góða pressu Valsara, sem alltaf byrja leiki sína af mikl- um krafti, náðu Þróttarar að koma sér inn í leikinn með ágætum sam- leik, en náðu ekki að klára sínar sóknir með góðum skotum en það hefur verið þeirra helsti galli í sumar. Á tuttugustu og sjöundu mín- útu dró til tíðinda en þá fékk Bald- ur Aðalsteinsson boltann á hægri kantinum og sendi hann rakleiðis inn á teiginn, þar sem Garðar Gunnlaugsson skallaði boltann fallega í markið. Vel að verki stað- ið hjá Valsmönnum. Eftir þetta sóttu Þróttarar nokkuð en náðu, sem fyrr, ekki að nýta færin. Þannig fékk Josef Maruniak al- gjört dauðafæri inn á markteig en tókst á ótrúlegan hátt að klúðra því. Valsmenn hófu seinni hálf- leikinn líkt og þann fyrri, af mikl- um krafti, og voru í tvígang hárs- breidd frá þvi að koma boltanum í netið. Þróttarar gerðu breytingu á liði sínu eftir fimmtán mínútna leik og við það hresstust þeir. Valsmenn lágu aftarlega á vellin- um og vörðust ágætlega, fyrirsjá- anlegum sóknum Þróttara. Hálf- dán Gíslason skoraði síðan annað mark Valsmanna með fallegu skoti fyrir utan teig en hann hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður. Þróttarar spiluðu ágætlega úti á vellinum en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg marktækifæri. Valsmenn skoruðu tvö falleg mörk en sóttu ekki mik- ið í leiknum að öðru leyti. Þeir vörðust fimlega og börðust vel fyrir hver annan og náðu að inn- byrða góðan sigur með vinnusemi og baráttu, eitthvað sem Þróttara skorti. Halldór Arnar Hilmisson var bestur í liði Þróttara, en þeir verða að ná meiri hraða og snerpu í framlínu sína ef þeir ætla ekki hreinlega að falla. Það hlýtur að vera svekkjandi að spila vel út á vellin- um leik eftir leik, en ná ekki að nýta sér það nægilega vel. Valsliðið sótti og varðist sem ein heild, með Akur- eyringinn Atla Svein Þórarinsson og Húsvíkinginn Baldur Aðalsteins- son sem bestu leik- menn. Páll Einarsson, fyrirliði Þróttara var svekktur í leikslok. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa, en við getum sjálfum okkur um kennt. Við verðum að skora ef við ætlum okkur að ná í stig og náðum við ekki að gera í dag.“ Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var eins og gefur að skilja ánægður með sína menn. „Þrótt- arar spiluðu vel í dag, en við vörð- umst þeim ágætlega. Það er erfitt að leika gegn liði sem heldur bolt- anum jafn vel og Þróttur en okkur tókst að knýja fram sigur með vinnusemi og baráttu.“ -mh, -bb 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR > Við hrósum ... ... liði Breiðabliks í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Auk þess að vera taplaust á toppi deildarinnar gnæfði liðið yfir önnur þegar þeir sem þóttu skara fram úr í fyrri umferð deildarinnar voru verðlaunaðir í gær. Blikar áttu besta leikmanninn, besta þjálfarann og fimm leikmenn í úrvalsliði fyrri umferðarinnar. Heyrst hefur ... ... að Tony Pulis, nýrekinn knattspyrnustjóri Stoke City, hafi samið við framherjann Mamady Sidibe án vitundar íslensku stjórnarmannanna. Þess má geta að ensku stjórnarmennirnir komu af fjöllum þegar þeir heyrðu að Pulis hefði verið rekinn af íslensku stjórnarmönnunum. Já, starfsaðferðirnar í Stoke eru um margt frábrugðnar því sem eðlilegt þykir. sport@frettabladid.is 30 > Við dáumst að ... .... metnaðinum í forráðamönnum félagsins Neftchi Baku, andstæð- inga FH-inga í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Alla leið frá Azerbaídsjan voru mættir tveir njósnarar frá félaginu til að horfa á leik FH og Fram í gær. Valsmenn eru enn í skottinu á toppli›i FH eftir gó›an sigur á frískum firótturum í Laugardalnum í gær. Valsmenn voru fló nokku› frá sínu besta en fla› var fyrst og fremst gó› barátta li›sins sem gaf stigin flrjú. Baráttan skilaði Valsmönnum sigri ÍBV hefur fengið á sig 18 mörk í fyrstu átta umferðum Landsbankadeildarinnar. Markvörður liðsins, Birkir Kristinsson, hefur aldrei fengið jafnmörg mörk á sig í byrjun Íslandsmóts, hann fékk þó á sig 16 mörk í fyrstu átta umferðunum hjá Fram 1995 en það ár féll liðið úr deildinni. „Það er bara nokkuð ljóst að við erum ekki nægilega öflugir. Leikmannahópur okkar er mjög þunnt skipaður um þessar mundir og þetta verður erfitt. Það er liðið í heild sinni sem á að vinna í því að halda markinu hreinu og okkur hefur aðeins tekist það í einum leik það sem af er.“ sagði Birkir Kristinsson, sem fékk 20 mörk á sig allt tímabilið í fyrra. „Ég tel þetta vera hæfa einstaklinga sem eru þarna. Við höfum lítið spilað allir saman og vonandi fer þetta að smella. Það er alveg ljóst í hvað stefnir hjá okkur. Við verðum bara að reyna að berjast fyrir hverju einasta stigi sem býðst og svo kemur í ljós hverju það skilar okkur í lokin.“ Þegar Birkir var beðinn um að nefna bestu vörn sem hann hafi spilað með valdi hann á endanum vörn Fram 1988. Eftir 13 fyrstu umferðirnar það ár var hann búinn að fá á sig tvö mörk og liðið stóð að sjálfsögðu uppi sem Íslands- meistari. Einnig kom upp í huga hans sú vörn sem hann var með fyrir framan sig á Skaganum. Birkir er orðinn fertugur og ætlar að leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið, hann telur þó aldurinn ekki vera ástæðuna fyrir fjölda marka sem hann hefur á sig fengið. „Liðið sýnir miklu meiri baráttu í heimaleikjum og verður að ná þeirri grimmd yfir í útileikina. Við erum með þannig lið að við verðum að eiga toppleik til að vinna. Hugarfarið og leik- ur okkar þarf að breytast til þess að við náum að bjarga okkur frá falli. Það væri erfitt fyrir þetta lið að falla þar sem það hef- ur verið ákveðin stöðnun hérna og færri efni- legri leikmenn koma upp en áður.“ MARKVÖRÐURINN BIRKIR KRISTINSSON: HEFUR ALDREI BYRJAÐ JAFN ILLA Ljóst a› li›i› er ekki nægilega öflugt LA N DS BA N K AD EI LD IN Líf og fjör þegar Keflavík og Grindavík gerðu jafntefli í gærkvöldi: Bítlabænum, 1-1. Þrátt fyrir þyngslin var fjör í leiknum og bæði lið gerðu sitt besta til að spila sóknarbolta. Grindavík braut ísinn með marki Kekic en heimamenn létu það ekki á sig fá og Hörður jafn- aði metin með laglegu marki skömmu síðar. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru mjög fjörugar en leikmenn slökuðu aðeins á klónni eftir mörkin. Helst komu færi þegar leikmenn misstu boltann klaufalega í bleytunni og fékk Grindavík ótrúlegt færi á 43. mín- útu sem þeim tókst ekki að nýta. Gestirnir urðu síðan fyrir áfalli rétt fyrir hlé þegar Eyþór Atli fékk sitt annað gula og þar með það rauða. Eyþór hefði hæg- lega getað forðast bæði spjöldin en klaufalegar athafnir hans verðskulduðu lítið annað en rautt spjald. Síðari hálfleikur var kaflaskiptur. Keflavík réð ferð- inni framan af en eftir að Sinisa Kekic færði sig aftur á miðjuna tók Grindavík öll völd á vellinum, sótti grimmt og komst nálægt því að skora. Síðustu mínútur leiksins voru aftur á móti eign heimamanna enda voru Grindvíkingar þá manni færri og gáfu allt til þess að halda í stigið. Stigið fengu þeir þótt Keflavík hafi verið klaufar undir lokin enda fengu þeir víti og nokkur ákjósanleg færi. Það var sama hvað þeir reyndu, allt varði Savic og sérstaklega var vítaspyrnan vel varin hjá honum. Þegar upp var staðið var sann- gjarnt að liðin skildu skipta með sér stigunum í þessum fjöruga leik í vætunni í Keflavík. Gestirnir fá sérstakt hrós fyr- ir mikinn karakter sem getur hæglega bjargað þeim frá falli í sumar. -hbg *MAÐUR LEIKSINS KEFLAV. 4–4–2 Ómar 7 Guðjón 5 Johansson 6 Baldur 6 Milicevic 7 Gestur 4 (88. Bjarni –) Hólmar 6 Jónas 6 Hörður 4 Guðmundur 3 Stefán Örn 6 (76. Gunnar –) GRINDAV. 4–3–3 *Savic 8 Eyþór Atli 4 Jack 6 Óli Stefán 6 Óðinn 6 Eysteinn 4 Niestroj 6 McShane 5 Óskar Örn 7 Magnús Sverrir 3 (57. Ahandour 7) Kekic 7 0-2 Laugard., áhorf: 741 Eyjólfur Kristinsson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–4 (3–3) Varin skot Fjalar 1 – Kjartan 3 Horn 6–1 Aukaspyrnur fengnar 17–15 Rangstöður 2–3 0–1 Garðar Gunnlaugsson (27.) 0–2 Hálfdán Gíslason (85.) Þróttur Valur Savic fór á kostum í li›i Grindavíkur FYRSTA MARKINU FAGNAÐ. Valsmennirnir Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Sigurbjörn Hreið- arsson og Bjarni Ólafur Eiríksson sjást hér fagna Garðari Gunnlaugssyni sem kom Val yfir í leiknum gegn Þrótti í gær FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL *MAÐUR LEIKSINS ÞRÓTTUR 3–5–2 Fjalar 5 Ólafur 5 Jens 5 (62. Erlingur 5) Eysteinn 4 Daníel 5 Páll 6 Haukur 5 Halldór 7 Freyr 5 Þórarinn 4 (62. Ingvi 5) Maruniak 5 (72. Sævar 5) VALUR 4–4–2 Kjartan 6 Bjarni 6 *Grétar 7 Atli Sveinn 8 Steinþór 6 Matthías 6 Stefán Helgi 6 Sigurbjörn 5 (70. Sigurður 5) Baldur 7 Guðmundur 6 (70. Kristinn 5) Garðar 7 (82. Hálfdán –) 1-1 Keflavík, áhorf: 740 Kristinn Jakobsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–8 (8–2) Varin skot Ómar 1 – Savic 6 Horn 4–2 Aukaspyrnur fengnar 10–13 Rangstöður 1–3 0–1 Sinisa Kekic (16.) 1–1 Hörður Sveinsson (20.) Keflavík Grindavík FÓTBOLTI Völlurinn í Keflavík var blautur og þungur þegar Keflavík og Grindavík gerðu jafntefli í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.