Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 44
1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR32
Golfkort KB banka er fullgilt kreditkort sem
veitir kylfingum fjölmörg frí›indi sem
tengjast golfi og getur flannig spara› fleim
umtalsver›ar fjárhæ›ir. Allir geta sótt um
Golfkort, hvort sem fleir eru í vi›skiptum
vi› KB banka e›a ekki, á golfkort.is, í síma
444 7000 e›a næsta útibúi KB banka.
HAGKVÆMUR
KOSTUR FYRIR
GOLFARA
GOLFKORT KB BANKA
FH-ingar s‡ndu litla meistaratakta á heimavelli sínum í gær en ger›u fla› sem
flurfti til a› vinna sigur á Fram. FH er enn me› fullt hús stiga eftir níu umfer›ir.
FH sigraði á seiglunni
Edda og Úlfar valin best í
Landsbankadeild kvenna
FÓTBOLTI Edda Garðarsdóttir, sem
leikur með liði Breiðabliks, var í
gær valin besti leikmaður fyrstu
sjö umferða Landsbankadeildar
kvenna. Þjálfari hennar, Úlfar
Hinriksson, var kosinn besti þjálf-
arinn. Edda Garðarsdóttir hefur
verið kjölfestan í liði Breiðabliks
það sem af er Íslandsmótinu, en
félagið er með fullt hús stiga að
fyrri umferð lokinni. „Ég bjóst nú
ekki við því að vera kosin best. En
við höfum spilað vel og náð að ein-
beita okkur að einum leik í einu,
sem er mikilvægt í svona stuttu
móti.“
Edda gekk til liðs við Breiða-
blik frá KR í vetur og segist ekki
sjá eftir því núna. „Ég hafði leikið
með KR síðan ég var lítil stelpa,
þannig að þetta var svolítið erfitt
til að byrja með. Þetta er
skemmtilegur hópur hjá Breiða-
bliki og auðvelt að komast inn í
hann.“
Mótið er aðeins hálfnað
Úlfar Hinriksson, þjálfari
Breiðabliks, segir velgengnina í
sumar ekki hafa komið sér á
óvart.
„Það er búið að vinna að því
hörðum höndum að koma Breiða-
bliki aftur í fremstu röð, og það
eru margir þættir sem skapað
hafa þennan ágæta árangur í fyrri
umferðinni. Það voru fengnar
hingað stelpur sem eru góðir
knattspyrnumenn, auk þess sem
ungu stelpurnar eru árinu eldri en
í fyrra og hafa þroskast mikið
sem leikmenn á þessu eina ári.
Umgjörðin í kringum kvenna-
knattspyrnuna hjá Breiðabliki er
sú besta á íslandi, og það hefur
mikið að segja ef félög ætla sér að
ná árangri.“
Val á liði fyrstu sjö umferð-
anna kom ekki á óvart, en liðið var
skipað leikmönnum frá Breiða-
bliki, Val, ÍBV og KR. Fimm leik-
menn liðsins fengu fullt hús stiga
í valinu, en það voru Þóra Helga-
dóttir og Edda Garðarsdóttir úr
Breiðabliki, Laufey Ólafsdóttir og
Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val
og Hólmfríður Magnúsdóttir hjá
ÍBV. - mh
SÚ BESTA Edda Garðarsdóttir úr Breiðabliki
tekur hér við viðurkenningu úr hendi Geirs
Þorsteinssonar fyrir að hafa verið besti
leikmaður fyrri umferðar Landsbanka-
deildar kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN
LIÐ FYRRI UMFERÐAR:
Þóra Björg Helgadóttir Breiðablik
Ásta Árnadóttir Valur
Erna Björk Sigurðardóttir Breiðablik
Pála Marie Einarsdóttir Valur
Edda Garðarsdóttir Breiðablik
Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðablik
Hólmfríður Magnúsdóttir ÍBV
Laufey Ólafsdóttir Valur
Hrefna Jóhannesdóttir KR
Margrét Lára Viðarsdóttir Valur
Hnefaleikarinn Mike Tyson:
Ekki dau›ur úr
öllum æ›um
HNEFALEIKAR Umboðsmaður hnefa-
leikarans Mikes Tyson, sem ný-
lega hét því að stíga aldrei fæti
inn í hringinn aftur, hefur sagt frá
því að hann sé að undirbúa sér-
staka mótaröð þar sem fyrrum
stórstjörnur í þungavigtinni
munu leiða saman hesta sína.
Jeff Fenech, hinn ástralski um-
boðsmaður Tysons, sér fram á að
kappinn verði að berjast meira til
að bjarga sér frá gjaldþroti og
hefur í huga að setja á fót nokkra
fjögurra lotna bardaga, þar sem
fallnar stjörnur eins og Riddick
Bowe og Evander Holyfield eru
nefndar til sögunnar sem hugsan-
legir andstæðingar Tysons. „Þó
Tyson hafi ekki lengur það sem til
þarf í stóra tíu lotna bardaga er
hann enn fílhraustur og sannur
meistari,“ sagði Fenech. -bb
Fyrri umferð Íslandsmótsins lokið hjá konunum:
ætluðu að gera út um leikinn er
þeir fengu dæmda vítaspyrnu á
53. mínútu er Kristján Hauksson
braut á Allan Borgvardt. Tommy
Nielsen tók vítið en Gunnar Sig-
urðsson varði slaka spyrnu hans.
Ekki fyrsta vítið sem Gunnar ver
í sumar enda klárlega vítabani
mótsins til þessa.
Þess í stað jöfnuðu Framarar
með góðri sókn en Þórhallur Dan
Jóhannesson átti góða rispu upp
vinstri kantinn og gaf beint á koll-
inn á Ríkharði Daðasyni sem skor-
aði gott mark. Eftir það færðist
talsverð barátta í leikinn en svo
fór að FH-ingar náðu að sigla
fram úr á lokamínútum leiksins
með tveimur mörkum.
Þetta var langt í frá besti leik-
ur FH í sumar en þeir gerðu það
sem þurfti. Liðið virtist fremur
kraftlaust framan af en hætti
aldrei að spila sinn bolta og upp-
skar eftir því í leikslok. Framarar
reyndu hvað þeir gátu en sprungu
einfaldlega á limminu á lokakafla
leiksins.
„FH er með hrikalega sterkt lið
en mér fannst þeir ekkert betri en
við í dag. Við vorum að gera betur
en í undanförnum leikjum, vorum
að berjast og þeir áttu í vandræð-
um með okkur. Hinsvegar refsa
þeir fyrir hver einustu mistök og
við gerðum þrjú í dag. Það þarf
ekki mörg stig til að rífa sig frá
botninum og það er bara skemmti-
leg barátta framundan,” sagði
Þórhallur Dan eftir leik.
Auðun Helgason skoraði annan
leikinn í röð og var ánægður með
stigin þrjú. „Fullkomin horn-
spyrna frá Óla og ég náði að klára.
Ég er ánægður með þessa þraut-
seigju í okkur. Við erum ekkert að
spila neitt alltof vel og einbeiting-
in var ekki í fullu lagi. Við héldum
þó áfram að skapa og náðum
þremur stigum. Þetta var því góð-
ur sigur á frekar slökum degi.
Framararnir voru erfiðir en við
höldum áfram á beinu brautinni
og vonandi klárum við þetta mót
sem fyrst,“ sagði Auðun.
-esá, egm
*MAÐUR LEIKSINS
FH 4–3–3
Daði 7
Freyr 6
Auðun 7
T. Nielsen 6
Guðmundur 7
Heimir 6
Ásgeir 6
(79. Baldur –)
Davíð Þór 5
Ólafur Páll 6
Borgvardt 7
(89. Ármann Smári –)
Atli Viðar 5
(68. Hermann –)
FRAM 4–5–1
*Gunnar S. 7
Gunnar Þór 5
Þórhallur 7
Kristján 5
Eggert 6
(59. Nörholt 5)
Viðar 6
Ingvar 5
H. Matthiesen 5
(75. Kristófer –)
Ívar 6
Víðir 5
(68. Andri Steinn 5)
Ríkharður 7
3-1
Kaplakriki, áhorf: 2210 Egill M. Markússon (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12–9 (10–5)
Varin skot Daði 4 – Gunnar 7
Horn 1–4
Aukaspyrnur fengnar 12–14
Rangstöður 5–2
1–0 Auðun Helgason (31.)
1–1 Ríkharður Daðason (66.)
2–1 Allan Borgvardt (76.)
3–1 Ólafur Páll Snorrason (84.)
FH Fram
FÓTBOLTI Leikur FH og Fram fór
mjög rólega af stað og var fyrsta
mark FH einnig fyrsta skot þeirra
að marki. Atli Viðar Björnsson fór
reyndar illa að ráði sínu á 17. mín-
útu eftir að hafa komist einn inn
fyrir vörn Fram. Hann hefði átt að
skjóta sjálfur en gaf þess í stað
boltann á Ólaf Pál Snorrason sem
var vissulega í góðu færi en rang-
stæður.
Framarar áttu einnig sín færi
og voru síst lakari aðilinn í fyrri
hálfleik. Markaskorari FH, Auðun
Helgason, var reyndar nærri því
að skora sjálfsmark stuttu eftir
eigið mark en slapp með skrekk-
inn.
Það leit út fyrir að FH-ingar
TVÖ MÖRK Í TVEIMUR LEIKJUM
Auðun Helgason skoraði fyrsta
mark FH í gær og eins og sjá má
var honum vel fagnað af
liðsfélögum sínum.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA