Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 52
> Plata vikunnar ...
TEAM SLEEP:
Team Sleep
„Söngvari Defto-
nes kemur
skemmtilega á
óvart með hliðar-
verkefni sínu Team Sleep. Þessi
nýja sveit er að gera mun betri
hluti en Deftones í dag, vonandi
heldur hann sig hérna megin
skógarins.“ - BÖS
40 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
Hljómsveitin The Fugees steig
óvænt upp á svið á BET-verðlaun-
unum á dögunum og tók lagið eft-
ir áralanga pásu. Sveitin spil-
aði þrjá slagara; Ready or
Not, Fu-Gee-La og Killing
Me Softly With His Song við
frábærar undirtektir áheyr-
enda.
„Bara það að sjá kollega
sína standa upp fyrir sér var
frábært,“ sagði Pras eftir
tónleikana. „Við höfum ver-
ið í pásu í dálítinn tíma þannig að
þetta var alveg stórkostlegt.“ Með
Pras uppi á sviðinu voru Wyclef
Jean og Lauryn Hill. Öll hafa
þau gefið út sólóplötur á
undanförnum árum með
ágætum árangri.
Að sögn Pras er von á
nýrri plötu frá The Fu-
gees á næsta ári. Um
er að ræða langþráð
framhald The
Score sem kom út
1996, sem er mest
selda hipp hopp-
plata allra tíma. ■
The Fugees tók lagi›
tonlist@frettabladid.is
Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI
KK og Maggi Eiríks: Fleiri ferðalög, Davíð Smári:
You Do Something To Me, Efterklang: Tripper,
Jamiroquai: Dynamite, Röyksopp: The Understand-
ing, Rob Thomas: Something to be og Sumarpartý.
>
KK
o
g
M
ag
gi
>
Jam
iroquai
Hljómsveitin Kimono kemur fram á tón-
leikunum Áttalíf sem haldnir verða í
Hljómskálagarðinum í kvöld. Alex Mac-
neil, söngvari og gítarleikari sveitarinnar,
sagðist vera mjög spenntur fyrir tónleik-
unum enda umhverfið mjög ólíkt því
sem Kimono hefur verið að spila fyrir.
„Við erum ekki vön að spila á svona
stórum tónleikum,“ segir hann.
Alex er greinilega búinn að
kynna sér hlutverk Live 8 en
markmið tónleikana er meðal
annars að láta átta ríkustu þjóð-
ir heims fella niður skuldir fá-
tækustu ríkja heims. „Ég styð
þetta heilshugar,“ segir hann.
Aðspurður af hverju hann haldi
að poppstjörnur á borð við Bob
Geldoff og Bono séu að einbeita
sér að málefnum sem þessum
segir hann að þeir vilji eflaust nota frægð sína
til þess að koma einhverju jákvæðu til leiðar.
„Frekar heldur en að enda á forsíðum slúður-
blaðanna,“ bætir hann við.
Það hefur verið í nógu að snúast hjá
hljómsveitinni því hún er nýkomin úr
hljóðveri. „Diskurinn er farinn út
og við vonumst til að hún sé
væntanleg á næstu vikum.
Maður veit samt aldrei,“
segir Alex. Þá áætlar sveitin
að flytja föggur sínar til
Berlínar þar sem hún
skipuleggur viðreisn um
Evrópu. „Við stefnum á
að vera komnir til lands-
ins áður en Airwaves
byrjar.“ Því er allt brjálað
að gera hjá Alex og félög-
um hans í Kimono.
> Popptextinn ...
„We’d go down to the river
and into the river we’d dive.
Oh, down to the river we’d ride.“
Stjórinn sjálfur, Bruce Springsteen, tók
meðal annars lagið sígilda The River á
óvæntum tónleikum í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar fyrir skömmu.
Vill n‡ja heim-
ildarmynd
Popparinn Michael Jackson er um
þessar mundir staddur í París þar
sem hann ræðir við kvik-
myndagerðarmenn um
gerð nýrrar heimild-
armyndar um sig.
Síðasta heimildar-
myndin sem gerð var
um Jackson var upp-
hafið að málshöfðun
gegn honum eftir að
hann viðurkenndi í
myndinni að hafa deilt rúmi sín-
um með börnum. Jackson vann
dómsmálið á dögunum og reynir
nú allt hvað hann getur til að
bjarga æru sinni og tónlistarferl-
inum. Mun heimildarmyndin vera
fyrsta skrefið í þá áttina. ■
WYCLEF Wyclef Jean og félagar í
The Fugees ætla að gefa út nýja
plötu á næsta ári.
Foo Fighters: In Your Honor
„Tvöföld plata Foo Fighters hefur tvöfalt eðli.
Rokkplatan er frekar litlaus og slöpp, en sú óraf-
magnaða lifandi og mjög aðlaðandi. Grohl hefði
átt að skipta þessari útgáfu í tvennt, því saman er
ekki hægt annað en að gefa henni miðlungs-
einkunn.“
BÖS
Hot Damn!: The Big’n Nasty
Groove’O Mutha
„Smári og Jenni ná virkilega vel saman og sanna
það enn frekar, rétt eins og The White Stripes hafa
gert, að dúettar geta hiklaust spjarað sig í rokkinu
þrátt fyrir mikinn einfaldleika.“
FB
Bubbi: Ást
„Ást er nokkurs konar uppgjör Bubba við ástarmál
sín. Þrjú lög skara fram úr en meiri Barða-stemn-
ingu vantar í afganginn.“
FB
British Sea Power: Open Sea-
son
„Það er ekki mikil von í nýjustu von Breta. Ef þetta
er afli breska sjóveldisins, þá legg ég til að við
hendum af stað öðru þorskastríði, því við myndum
valta yfir þá.“
BÖS
Coldplay: X&Y
„Coldplay kaupa sér nýtt hljómborð og gera enn
eina „örugga“ plötu. Full af grípandi lögum sem
við eigum öll bókað eftir að fá hundleið á áður en
útvarpsstöðvarnar hætta að spila þau.“
BÖS
Birgir Örn Steinarsson
Freyr Bjarnason
[ SMS ]
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
Audioslave í hljó›ver
Rokksveitin Audiosla-
ve ætlar að fara í
hljóðver um leið og
tónleikaferð hennar
um Evrópu lýkur. Eft-
ir hljóðverstímana
heldur sveitin aftur í
tónleikaferð um
Bandaríkin. Önnur
plata Audioslave er
nýkomin út en það
aftrar henni ekki frá
því að drífa sig í
hljóðver á nýjan leik.
„Okkur langar til
að hafa óskýrari línur
á milli æfinga, upp-
takna og tónleikaferða,“ sagði
Tom Morello, gítarleikari Audi-
oslave. „Það er mjög gott mál að
semja og taka upp tónlist jafnt og
þétt. Við viljum halda okkur
ferskum. Allir hafa spilað vel á
þessari tónleikaferð og við viljum
taka þessa stemmningu með okk-
ur, semja nokkur lög, taka upp og
fara síðan í tónleikaferð til Banda-
ríkjanna. Þess má geta að Audi-
oslave spilar á Live 8 tónleikum
sem verða haldnir í Berlín á
morgun. ■
Hita upp fyrir goðsögn
Strákarnir í rappsveitinni For-
gotten Lores vöktu mikla og verð-
skuldaða athygli íslenskra sem er-
lendra blaðamanna á Iceland
Airwaves hátíðinni í fyrra. Þeir
eru núna í sjöunda himni því þeir
voru valdir ásamt Hjálmum og
Hæstu Hendinni til þess að hita
upp fyrir sjálfan Snoop Doggy
Dogg. „Þetta er náttúrulega bara
frábært. Hann er algjört „legend“
í okkar augum og þetta er örugg-
lega einn sá mesti heiður sem okk-
ur hefur hlotnast hingað til,“ seg-
ir Baldvin Þór Magnússon eða
Class B eins og hann kallar sig.
Ný plata í bígerð
Þeir félagar gáfu út breiðskífuna
Týnda Hlekkinn árið 2003 og
fengu góða dóma fyrir enda var
þar prýðisgott hiphop á ferðinni.
„Við erum búnir að vera mikið að
vinna í hliðarverkefnum upp á
síðkastið. Ég er búinn að vera úti í
Finnlandi og Addi í Amsterdam og
það er erfitt að semja nýja plötu
þegar meðlimirnir eru ekki á ein-
um og sama staðnum. Benni er að
gera mix disk, Addi og Birkir eru
að gera saman EP plötu sem heit-
ir 7, 9, 13. Diddi Fel og Stjáni úr
Afkvæmum Guðanna eru að gera
plötu saman og svo hef ég verið að
vinna að tveimur litlum plötum.
Núna erum við hins vegar að
byrja að semja nýja plötu,“ segir
Baddi og ættu þær fréttir að
gleðja hina fjölmörgu aðdáendur
sveitarinnar.
Ferli tónlistarinnar
Aðspurður hvort tónlistin þeirra
hafi breyst að einhverju leyti frá
seinustu plötu segir hann: „Þetta
er alveg beint framhald af síðustu
plötu en svona með tímanum þá
höfum við farið að fínpússa að-
ferðirnar sem við notum til að
semja betur og pælum meira í
lagasmíðunum saman. Þegar við
semjum lög þá er ferlið oftast
þannig að Diddi, Addi og Benni
gera takta í sitt hvoru lagi og við
fáum svo hugmyndir út frá þeim
og sjáum hvaða möguleika takt-
arnir hafa. Svo semjum við Birkir
og Diddi texta sem okkur finnst
passa við og sjáum svo til hversu
góð lögin eru,“ segir hann og bæt-
ir við að ennþá séu engin lög tilbú-
in fyrir plötuna. „Aðallega erum
við komnir með grunna að lögum,
takta sem við viljum nota og hug-
myndir.“
Skrifum eins og við hugsum
Hægt er að greina alls konar áhrif
úr tónlist strákanna og greinilegt
að þeir hlusta ekki einungis á
hiphop. „Við erum allir voðalega
misjafnir þegar kemur að tónlist.
Auðvitað hlustum við eitthvað á
sömu hlutina en Benni til dæmis er
alltaf að spila á skemmtistöðum og
þarf að vera með sína partýmúsík
á hreinu og Diddi er líka pródúser
svo hann er með allt öðruvísi við-
mið og hlustar eftir öðru.“
Textar Forgotten Lores fjalla
mikið um daglegt líf auk þess sem
þeir innihalda oft pólitískar ádeil-
ur. Það vekur athygli að þeir fara
ekki sömu leið eins og margir
rapparar hið ytra sem semja níð-
yrði um aðra rappara eða tala nið-
ur til kvenna í textum sínum. „Ég
held að ástæðan sé sú að við skrif-
um bara eins og við hugsum. Við
hugsum ekki á þennan hátt og það
kemur fram í textunum okkar, við
erum náttúrulega bara svo góðir
strákar,“ segir hann og hlær.
hilda@frettabladid.is
AUDIOSLAVE Hljómsveitin Audioslave ætlar ekkert að
slappa af á milli tónleikaferða.
[ TOPP 10 ]
X-IÐ 977 - 29. JÚNÍ
LEAVES
The Spell
COLDPLAY
Speed of Sound
BECK
Girl
PAPA ROACH
Take Me
QUEENS OF THE STONE AGE
In My Head
CYNIC GURU
Drugs
USED/MY CHEMICAL ROMANCE
Under Pressure
KILLERS
Smile Like You Mean It
GREEN DAY
Holiday
RASS
Burt með kvótann
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Kimono flytur til Berlínar