Fréttablaðið - 01.07.2005, Side 57

Fréttablaðið - 01.07.2005, Side 57
FIMMTUDAGUR 1. júlí 2005 45 Gríptu þessar tvær fyrir aðeins 1999 kr og bíómiði á hina frábæru gamanmynd Guess Who fylgir. 1.999 Söngkonan Emilíana Torrini spilar á fernum tónleikum á Ís- landi í næsta mánuði ásamt þriggja manna hljómsveit. Emil- íana hefur frá útkomu plötunnar Fisherman’s Woman leikið víðs vegar um heiminn og hefur hvarvetna hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína. Fisherman’s Woman hefur nú þegar selst í yfir 6.000 eintökum á Íslandi, sem þykir afar gott. Emilíana hefur ferð sína um landið á Nasa í Reykjavík 21. júlí og heldur síðan áfram vítt og breitt um landið. ■ Fyrir skemmstu sendi Sálin hans Jóns míns frá sér nýtt lag, „Þú færð bros“, og kemur það í kjölfar lags- ins „Aldrei liðið betur“. Verið er að leggja lokahönd á myndband við nýja lagið og verður það frumsýnt innan tíðar. Sálarmenn eru nýkomnir frá Jót- landi, þar sem þeir dvöldust í viku- tíma og tóku upp nýtt efni sem kem- ur út á plötu í haust. Samhliða tón- leikahaldi í sumar mun sveitin halda áfram að vinna nýtt efni á plötuna. Svo gæti farið að útgáfu- tónleikar vegna plötunnar verði haldnir í Danmörku í haust. Sálin spilar á Sjallanum á Akur- eyri á föstudags- og laugardags- kvöld. Töluverð spilamennska er fyrirhuguð í sumar enda er sveitin í góðu stuði um þessar mundir. ■ Emilíana í tónleika- fer› til Íslands N‡tt lag frá Sálinni Fergie söngkonan úr Black EyedPeas og Las Vegas leikarinn Josh Duhamel hafa trúlofað sig. Parið kynntist þegar Black Eyed Peas voru gestaleikarar í þáttunum en Josh hafði verið skotinn í Fergie úr fjar- lægð í einhvern tíma áður. „Mig dreymdi æsandi drauma um hana þótt ég hefði aldrei hitt hana,“ sagði Josh í viðtali við tímarit. Backstreet Boys söngvarinn NickCarter hefur játað að hafa keyrt undir áhrifum áfengis í mars síðast- liðnum. Hann fékk í kjölfarið þriggja ára skilorðsbundinn dóm og var sektaður um hundrað þúsund krónur. Nick var einnig skipað að fara á ökunám- skeið fyrir slæma ökumenn og missti ökuleyfið í þrjá mánuði. Lindsay Lohan gjörsamlega dýrkarScarlett Johansson. Lindsay er aðeins tveimur árum yngri en Scar- lett, sem hefur óneitanlega átt mun þroskaðari kvikmynda- feril en táningastjarnan Lohan. Nú ætlar Lindsay að taka hana sér til fyrirmyndar og hætta að leika í barna- og unglingamyndum og einbeita sér að því að finna bita- stæð hlutverk í vönduðum kvik- myndum. Sýningum kvikmyndarinnar AlphaDog,sem Justin Timberlake lék í, hefur verið frestað vegna lagalegra vandræða. Myndin er byggð á sögu meints morð- ingja en lög- fræðingur hans segir að myndin skaði skjólstæð- ing sinn komi hún út núna. Dómari fer yfir málið í næstu viku og þá kem- ur í ljós hvenær myndin kemst í kvikmynda- hús. Sharon Stone hefur ákveðið að fástaðgengil í öll nektaratriði sín í kvikmyndinni Basic Instinct 2. Það eru þó nokkur ástarat- riði í myndinni og þar á meðal sjóð- heitar lesbíusam- farir. „Það verða mjög margar kynlífssenur. Tugir kvenna fóru í prufur og Sharon ætlar sjálf að velja sinn staðgengil,“ sagði heimildar- maður. FRÉTTIR AF FÓLKI VIÐKOMUSTAÐIR SÁLARINNAR Á NÆSTUNNI: 8. júlí: Nasa 9. júlí: Akranes 16. júlí: Selfoss 22. júlí: Grundarfjörður SÁLIN Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns er á leiðinni í tónleikaferð. TÓNLEIKAFERÐ EMILÍÖNU TORRINI: Fimmtudagurinn 21. júlí Nasa í Reykjavík Föstudagurinn 22. júlí Bolungarvíkurkirkja Laugardagurrinn 23. júlí Borgarfjörður eystri Sunnudagurinn 24. júlí Ketilhúsið á Akureyr EMILÍANA TORRINI Söngkonan vin- sæla er á leiðinni í tónleikaferð um landið í næsta mánuði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A TL I M ÁR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.