Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 01.07.2005, Qupperneq 62
50 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR Eins og Fréttablaðiðgreindi frá í gær voru þrjár mismun- andi forsíður á síðasta tölublaði Grapevine. Á forsíðunum brugðu Spaugstofumenn á leik sem Davíð Odds- son, Halldór Ásgrímsson og Jó- hanna Sigurðardótt- ir. Eitthvað virðist sem dreifingin hafi verið ójöfn því blöðin með Halldóri og Jóhönnu ruku út en það sem skartaði Erni Árnasyni í gervi Davíðs gerði það ekki. Ósagt skal látið hvort eftirspurn eftir blöðunum endurspegli vinsældir þeirra sem túlkaðir eru á forsíð- unni en þess má geta að Davíð Oddsson hefur um árabil verið einn vinsælasti stjórn- málamaður landsins. Lárétt: 2 æra, 6 smáorð, 8 tíndi, 9 gugg- in, 11 í röð, 12 giskum, 14 flanar, 16 utan, 17 örn, 18 verkur, 20 tónn, 21 tréí- lát. Lóðrétt: 1 garð, 2 belti, 4 steintegund, 5 svei, 7 fréttir, 10 lifir í sjó, 13 dvelja, 15 umrót, 16 stefna, 19 gerist í hnefaleikum Lausn. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GLÆNÝR VILTUR LAX Stór humar - medium humar Starfsmaður bókaforlagsins Bjarts í hálfan annan áratug, Ásta S. Guð- bjartsdóttir, er ekki til. Danskir rannsóknarblaðamenn frá Politiken komust að þessu þegar þeir voru hér á landi nýlega. Ásta sinnti ýms- um mikilvægum störfum fyrir Bjart, þar á meðal sá hún um að þýða metsölubókina Da Vinci lykill- inn yfir á íslensku. Hinum glöggu blaðamönnum tóks að fá for- leggjara Bjarts, Snæbjörn Arn- grímsson, til að viðurkenna að Ásta sé aðeins sambland af skáldskap og ljósmynd af ónefndri austur-evr- ópskri konu. Ásta er þó enn starfs- maður bókaforlagsins og sinnir ein- hverjum verkefnum í framtíðinni. En hver var tilgangur sköpunar Ástu? „Þetta er ákveðin aðferð til að fjölga starfsmönnum þegar þörf er á því,“ segir Jón Karl Helgason hjá Bjarti. Svo var Ásta látin sinna þeim störfum sem aðrir starfsmenn bókaforlagsins vildu síður sinna eins og umsjón með innheimtu. Smám saman fóru verkefni hennar að verða bitastæðari og fékkst hún við þýðingar og hönnun á bókakáp- um. „Henni var nú bara farið að leiðast innheimtan,“ segir Jón Karl. Þar sem nafn Ástu hefur sterka vísun í söguna af Bjarti í Sumarhús- um er ljóst að starfsmenn Bjarts hafi ekki ætlað að láta tilvistarleysi hennar vera hernaðarleyndarmál. „Þetta var nú frekar svona óopin- bert leyndarmál. Það kemur manni stundum á óvart hverju fólki trúir,“ segir Jón Karl. ■ Skáldsagnapersóna afhjúpu› [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Hans Markús Hafsteinsson Í New York Brasilía Tónlistarmaðurinn Mugison spil- ar á Hróarskelduhátíðinni í Dan- mörku í dag. Með honum uppi á sviði verður Pétur Ben sem spil- aði undir í laginu Murr Murr á síðustu plötu Mugison, Mugimama is this Mon- keymusic? Einnig er líklegt að Rúna, kærasta Mugison, veiti honum hjálparhönd. „Ég er drulluspenntur,“ segir Mugison um tónleikana. „Ég hef aldrei komið þangað nema á lestarstöð- ina einu sinni. Ég er kominn með nýjar græjur og þarf ekkert að koma við tölvuna uppi á sviði. Það verður fróðlegt að sjá hvern- ig þetta kemur út.“ Mugison hitaði nýverið upp fyrir Mike Patton úr hljómsveit- inni Fantomas á tónleikum sveit- arinnar í London. Eins og kunnugt er hitaði Patton upp fyrir Korn í Laugardalshöllinni síðasta sumar auk þess sem hann aðstoðaði Björk á síðustu plötu hennar. „Fantomas er flottasta live-band sem ég hef séð síðan ég sá Quire- boys hér um árið. Ég trúði bara ekki mínum eigin eyrum,“ segir Mugison. „Á tíu mínútum með Fantomas kemur jafnmikið af hugmyndum og ég fæ allan feril- inn ef ég miða við eina plötu á ári í 40 ár. Þvílíkt hugmyndaflug.“ Mugison hefur einnig gert út- gáfusamnig við plötufyrirtæki Patton, Ipecac, um að dreifa Mugimama is this Monkeymusic í Bandaríkjunum. „Það eru mjög góð tíðindi. Ég hef verið einn og óstuddur í Bandaríkjunum,“ segir hann. Plötunni verður að öllum líkindum dreift í Bandaríkjunum í október. Á meðal fleiri listamanna sem eru á samning hjá Ipecac eru The Melvins, Tomahawk og að sjálfsögðu Fantomas. Mugison hefur í nógu að snú- ast um þessar mundir því sam- kvæmt heimildum Fréttablaðs- ins er hann að semja tónlist við kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip To Heaven. Myndin verður væntanlega frumsýnd í haust og skartar þeim Forest Whittaker og Juliu Stiles í aðal- hlutverkum. Mugison er ekki ókunnur kvikmyndatónlist því hann samdi tónlistina við Niceland eftir Friðrik Þór Frið- riksson og þótti takast ákaflega vel upp. freyr@frettabladid.is MUGISON Tónlistarmaðurinn Mugison hefur í nógu að snúast um þessar mundir. NÓG AÐ GERA HJÁ MUGISON: GERÐI ÚTGÁFUSAMNING Í BANDARÍKJUNUM Drulluspenntur með nýjar græjur á Hróarskeldu ...fær tónleikahaldarinn Kári Sturluson fyrir að uppfylla lang- þráðan draum Íslendinga og flytja Duran Duran til landsins. HRÓSIÐ Ég sat á kaffihúsi um daginn þegar ég heyrði „óvart“ fólkið á næsta borði segja: Jesús Pétur, borgin hefur verið hertekin af erlendum ferðamönnum og maður getur ekki stígið fæti neins stað- ar án þess að það séu alla vega svona tíu útlendingar á svæðinu. Eins og öll sumur í Reykjavík hefur hingað borist okkur heill hellingur af nýjum andlitum til að krydda tilveruna. Margir bölva því að þekkja engan á djamminu og að staðirnir „okkar“ hafi breyst í heila heimsálfu af einskismannslöndum. Margir sjá þennan nýja hóp tíma- bundinna Íslendinga sem tækifæri til að brydda upp á einhverju nýju. Þannig var það í það minnsta með eina vinkonu mína. Þannig var mál með vexti að hún var að skemmta sér á einum af stöðum borgarinnar sem er þekktur fyrir að skemmta frekar „fansí“ fólki. Þar hitti hún Ameríkana sem var nýkominn til landsins. Hún hugsaði sér gott til glóð- arinnar þegar hann bauð henni í drykk og eyddi bróðurparti kvöldsins á spjalli við hann. Eitt leiddi af öðru og þau kunnu svona líka vel við hvort annað og nóttin endaði uppi á hótelherbergi hjá honum. Hún, sem hafði lítinn sem engan áhuga á að komast í fast sam- band, hafði ekki miklar áhyggjur af þessu og hélt hún hefði fundið hina fullkomnu leið til að deita menn án þess að þurfa að eiga við þá frekari sambandsplön. Svo daginn eftir þegar þau voru að borða morgunmatinn spurði hún hann hversu lengi hann ætl- aði að vera á landinu. Þá fékk hún heldur betur gusuna í andlitið. Hann var ekkert á leiðinni burt því hann var nýbúinn að ráða sig í vinnu og skrifa undir árs starfssamning við fyrirtæki hér í borg. Hann væri hins vegar að leita sér að íbúð og einhverjum til að kynna sig fyrir borginni og fólkinu. Hún var ekki lengi að láta sig hverfa. Með þessa dæmisögu ofarlega í huga eigum við að njóta þess að hafa önnur andlit að sjá og kynnast, en passa okk- ur þó að ganga hægt um gleðinnar dyr! REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR HARPA PÉTURSDÓTTIR LAGÐI VIÐ HLUSTIR Íslenskt já takk? Lárétt:2sómi,6ef, 8las,9grá, 11 rs, 12 getum,14ganar, 16án,17ara,18tak, 20as,21trog. Lóðrétt:1vegg,3ól,4marmara,5iss,7 fregnar, 10áta,13una,15rask,16átt, 19ko. FRÉTTIR AF FÓLKI Snörp skoðanaskipti um fréttamatvikuritsins Hér & nú hafa verið plássfrek í þjóðmálaumræðunni alla vikuna en hasarinn jókst til mikilla muna á mánudagskvöld þegar málið var rætt bæði í Ís- landi í dag á Stöð 2 og Kastljósinu í Sjónvarp- inu. Eiríkur Jónsson, blaðamaður Hér & nú, mætti í báða þættina og skýrði sína hlið mála fyrst fyrir Hallgrími Thorsteinssyni, útvarpsmanni á Tal- stöðinni, og þáttastjórnandanum Þórhalli Gunnarssyni. Hann brun- aði svo beint niður í Sjónvarp þar sem hann mætti Helgu Völu Helga- dóttur, stallsystur Hallgríms á Tal- stöðinni, í Kastljósinu undir veikri stjórn Eyrúnar Magnúsdóttur og Sigurðar Valgeirssonar. Það var hart tekist á í þættinum sem vakti mikla athygli. Upptökur af Kastljós- inu má nálgast á vef Ríkisútvarpsins, www.ruv.is, en seinni part þriðju- dagsins var ekki nokkur leið að horfa á umrædd- an þátt á netinu og skýr- ingin hlýtur að liggja í því að aðsókn fólks í þáttinn hafi borið netþjón RÚV ofurliði. ÁSTA S. GUÐBJARTSDÓTTIR Í bók Hall- dórs Laxness, Sjálfsætt Fólk, er fjallað um Bjart í Sumarhúsum en hann hét fullu nafni Guðbjartur Jónsson. Dóttir hans hét Ásta Sóllilja og því sést gegnsæ vísun nafnsins greinilega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.