Fréttablaðið - 01.07.2005, Page 64

Fréttablaðið - 01.07.2005, Page 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Jæja, þá eru samtök samkyn-hneigðra í San Fransiskó búin að fara í sína árlegu prýðisgöngu – en ef einhverjir setja svip á bæinn eru það einmitt meðlimir þessara sam- taka. Án þeirra væri þessi fallega borg óttalega uppaleg. Hér ganga menn gjarnan í jakkafötum með bindi, eru allir í merkjum, búa á réttum stöðum og keyra rétta tegund af bílum, vinna sextán til átján tíma á dag, búa einir í stúdíóíbúðum árum og áratugum saman – til að hanga á framabrautinni eins og hundur á roði. ÞAÐ ER gaman að hitta fólk eins og trompetleikarann og vin minn sem gengur undir nafninu Marla, er nýgiftur fimmtu konunni sem hann elskar út af lífinu, er leigubílstjóri til að eiga fyrir vatni í grautinn, var árum saman í lögreglunni, þar áður í hernum – og gengur alltaf um í kjól- um og kvendrögtum, með neglur lakkaðar og mikinn andlitsfarða. Heldur mest upp á bleikan varalit og bleikt naglalakk. Á mikið af skart- gripum og hleður ávallt of miklu af þeim utan á sig. Getur sagt synd- samlega skemmtilegar sögur tímun- um saman. ÞAÐ VAR ekki lítil tilhlökkun að eiga þess kost að fylgjast með „Pride Parade“ í San Fransiskó, en þær göngur eru annálaðar fyrir skrautlega búninga og vagna, dynj- andi tónlist, mikið fjör og mikið gaman, fullkomin karnivalstemmn- ing. En vei, ó vei, þetta árið var gangan alger bolaganga. Það voru allir í bolum. VEÐRIÐ VAR grátt svona framan af, en eftir hádegi birti til og hlýn- aði. Samt birtust engir fallegir bún- ingar. Þeir sem voru ekki í bolum voru í engu. Þarna gengu rosknir karlar um á krumpnum dillanum sem þeir veifuðu framan í alla sem framhjá gengu og fengu kikk út úr því að leyfa fólki að mynda sig. ÉG SKIL þetta ekki. Í Bandaríkjun- um mega konur ekki bera brjóstin á ströndinni, en karlar mega dingla dillanum framan í börn í miðborg- inni. Ég ansa því ekki að það hafi verið í tilefni dagsins. Það eru engin tengsl á milli samkynhneigðra og þess hóps fólks sem haldið er sýni- áráttu. FORLÖGUNUM sé lof fyrir næð- inginn á Íslandi. Enginn vill fá kuldabólgu í dillann. Gay Pride get- ur þess vegna haldið reisn sinni þar. SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR BAKÞANKAR Pr‡›isgangan

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.