Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 VEÐURHAMUR Gríðarleg rigning á Austurlandi olli víða tjóni í gær. Um hádegisbil féllu skriður á veg- inn í Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða og var veginum fljót- lega lokað vegna skemmda og hættuástands. Vegurinn var lokað- ur allan daginn í gær. Víða varð mikið flóð í ám og lækjum og minnstu munaði að Fossá í Reyðarfirði ylli tjóni við bæinn Sléttu. Sigurður Baldursson, bóndi á Sléttu, sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki muna eftir slík- um rigningum á þessum árstíma. Áin stíflaðist skammt frá bænum og á tímabili virtust mannvirki á bænum vera í hættu. Með öflugum vinnuvélum tókst að beina ánni í réttan farveg og afstýra hættu- ástandi. Á Fáskrúðsfirði varð töluvert tjón vegna rigninganna. Lækur stíflaðist og breytti um farveg með þeim afleiðingum að vatn og drulla rann yfir götur bæjarins og inn í garða. Töluverðar skemmdir urðu í görðum en gatnamannvirki sluppu að mestu. Þá lak inn í kjallara á húsi í bænum. Ljósleiðari Símans á Austur- landi rofnaði um hádegisbil í gær vegna aurskriðunnar í Fagradal. Bilunin hafði engin áhrif á talsíma- samband en útsendingar Ríkissjón- varpsins láu niðri á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi. Þá hafði bilunin einnig áhrif á gagnaflutninga í gegnum internetið víða á Austfjörðum og GSM sambandslaust var á Fá- skrúðsfirði.Vegna ófærðar komust viðgerðarmenn ekki á staðinn í gær en viðgerð hefst í dag um leið og veður leyfir. - þo Mikið vatnsveður á Austurlandi: Talsvert tjón vegna rigninga LÉTTIR TIL SUÐVESTAN TIL Annars víða rigning eða skúrir, einkum austan til. Hiti 10-17 stig hlýjast suðvestan til. VEÐUR 4 MÁNUDAGUR 4. júlí 2005 - 178. tölublað – 5. árgangur Skoraði átta mörk Óskar Snær Vignisson, knattspyrnumaður með Hvöt á Blönduósi, náði þeim ótrúlega áfanga að skora átta mörk í einum og sama leiknum um helgina. Óskar fór hamförum gegn liði Afríku í 3. deildinni. ÍÞRÓTTIR 20 Í MIÐJU BLAÐSINS ▲ F‡lupúkinn settur út í sólina HELGA OG ERLINGUR: ● hús ● fasteignir ▲ AURSKRIÐA LOKAR VEGINUM Á Fáskrúðsfirði flæddi lækur yfir bakka sína og olli talsverðum skemmdum. Muna menn ekki eftir slíkum rigningum á þessum árstíma. Aurskriður féllu á veginn í Fagradal og var honum fljótlega lokað vegna skemmda og hættuástands. VIÐSKIPTI Hópur manna sem eiga og starfa á fasteignasölum ætlar í mál gegn ríkinu vegna laga um fast- eignasala sem tóku gildi í haust. Hópurinn telur sig hafa orðið fyrir hundruða milljóna króna tjóni vegna þessara laga. Halldór H. Backman hæsta- réttarlögmaður sér um málshöfðun hópsins. Hann segir að mennirnir telji að rökin fyrir nýjum lögum um fasteignasala séu ekki haldbær. Þetta gildi sérstaklega um höft á eignarhaldi á fasteignasölum en samkvæmt lögunum verða þær að vera í meirihlutaeigu löggildra fasteignasala. Slíkt hefur þó ekki alltaf gilt um fasteignasölur. Hópurinn telur að þessi höft á eignarhaldi standist ekki stjórnar- skrá og því sé verið að eyðileggja virði fyrirtækjanna með lagasetn- ingunni. Helgi Bjarnason, framkvæmda- stjóri Draumahúsa, segir að menn- irnir, sem standa að málshöfðun- inni, telji sig vera með fyrirtæki sem séu mikils virði ef eðlileg skil- yrði eru á markaði og hver sem er geti keypt, ekki bara 250 manna hópur löggiltra fasteignasala. „Þarna er verið að eyðileggja mögulegt söluandvirði þessara fyr- irtækja. Það er ekki gerð krafa um það í lögum að flugstjóri eigi meiri- hluta í FL Group enda væri virði fyrirtækisins þá allt annað en það er á frjálsum markaði. Það er ekki heldur gerð krafa um að verðbréfa- miðlari eigi Landsbankann þó að mikil ábyrgð fylgi verðbréfamiðl- uninni og verðbréfamiðlari verði að starfa þar á gólfinu,“ segir hann. „Aðalinntakið er að þarna verið að koma á viðskiptahöftum. Þetta er misskilningur þeirra sem sömdu lögin um það hvernig beri að verja hagsmuni aðila og rugla saman hugmyndafræði um hvernig hags- munir neytenda séu varðir og hvernig rekstur fyrirtækja gengur fyrir sig,“ segir Helgi. Vonir standa til að niðurstaða fáist í málið næsta vetur. - ghs HEIMILDARMYND REYKJAVÍKURROKK FEST Á FILMU: Spjalla› vi› fólk á bak vi› tjöldin FÓLK 30 Bubbi er einn af okkur Guðmundur Andri Thorsson segir að þegar ráðist er á Bubba og Brynju, þá er ráðist á okkur öll. Fjandskapur gegn þeim er fjandskapur gegn þjóðinni allri. UMRÆÐAN 16 Nýtt og spennandi embætti Gísli Tryggvason, nýr talsmaður neytenda segir að hann muni fyrst og fremst standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og að eftir nokkurn tíma verði embættið búið að sanna sig. TÍMAMÓT 18 VEÐRIÐ Í DAG TÓNLIST Upptökum á nýrri geisla- plötu hljómsveitarinnar Sigur Rósar er lokið en þær hafa staðið með hléum síðasta eina og hálfa árið. Upptökur fóru fram í hljóð- veri hljómsveitarinnar í Mos- fellsbæ en lokafrágangur í New York. Áætlað er að platan komi út í september. Flest lög hennar eru sungin á íslensku en nokkur eru á von- lensku – málinu sem Jónsi söngvari bjó til og söng á síðustu plötu sem kom út 2002. Var sú nafnlaus og lögin á henni einnig. Nýja platan er sögð ólík ónefndu plötunni en sverja sig frekar í ætt við Ágætis byrjun sem kom út árið 2000. Innan fárra daga hefst hljóm- leikaferð Sigur Rósar um Evr- ópu, Japan og Ástralíu. -bþs Viðskipti Baugs í Bretlandi: Ákæran skapar nokkra óvissu BAUGSMÁLIÐ Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, kann- ast ekki við að fyrirtækið hafi boðist til þess að draga sig út úr hópi fjárfesta sem á í viðræðum um kaup á bresku verslanakeðj- unni Somerfield. Bresk blöð sögðu í gær að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði boðist til að draga Baug út úr hópnum í kjölfar kæru Ríkislögreglustjóra á hendur fyrirtækinu. Telja blöðin að Baugur eigi ekki greiða leið að bankalánum á meðan óvissa ríkir um framtíð fyrirtækisins. Blaðamaður Daily Telegraph sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi hafa heimildir fyrir því að Baugur vildi halda samn- ingaviðræðum áfram en óvíst væri hvort hinir fjárfestarnir væru enn spenntir fyrir sam- starfinu. Sjá síðu 2/- bþs Fasteignasalar ætla í mál gegn ríkinu Upptökum nýrrar plötu lokið: Sigur Rós syngur á íslensku FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H JA LT I S TE FÁ N SS O N Veri› er a› undirbúa málshöf›un á hendur ríkinu vegna laga um fasteignavi›skipti sem tóku gildi fyrir tæpu ári. Menn í fasteignavi›skiptum segjast hafa or›i› fyrir hundra›a milljóna króna tjóni vegna fleirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.