Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 8
4. júlí 2005 MÁNUDAGUR Hverfandi kynjamunur í umönnun ungbarna: Fe›rum í fæ›ingarorlofi fjölgar Réttindi samkynhneigðra: Össur vill breyta lögum FLUGSTÖ‹ LEIFS EIRÍKSSONAR For›ist bi›ra›ir á flugvellinum Vegna aukinna öryggisrá›stafana á flugvöllum og til hæg›arauka hvetjum vi› farflega til a› mæta tímanlega í Leifsstö› flegar fari› er úr landi. Vi› mælum me› a› farflegar mæti í flug- stö›ina tveimur klukkustundum fyrir brottför. Ókeypis sætafer›ir frá BSÍ kl. 4.30 á morgnana í bo›i Flugstö›var Leifs Eiríkssonar. Gef›u flér tíma í Leifsstö› Finni› rúturnar me› okkar merki Athugi› a› innritun í Flugstö›inni hefst kl. 5.00. Tilbo›i› gildir frá 1. júní - 31. ágúst 2005 M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Ókeypis sætafer›ir frá BSÍ kl. 4.30 Byrlað ólyfjan og nauðgað á Færeyskum dögum Tvær aðrar stúlkur segjast hafa fengið nauðgunarlyfið Fimmtán ára stúlka leitaði til lögreglunnar í Ólafsvík um helgina ORLOFSMÁL Foreldrum í fæðingar- orlofi hefur fjölgað um rúmlega tvö þúsund á síðustu tveimur árum, samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins. Feðrum í orlofi hefur hlutfalls- lega fjölgað meira en mæðrum milli ára og kynjamunurinn er orðinn hverfandi. 50.5 prósent þeirra sem fengu greitt úr Fæð- ingarorlofssjóði í fyrra voru mæður en 49.5 prósent feður. Árið áður voru feður 46.3 prósent en mæður 53.7 prósent. Alls voru 10.663 foreldrar á vinnumarkaði í fæðingarorlofi á síðasta ári og hafði fjölgað milli ára um 1.083. Samtals greiddi Fæðingarorlofssjóður rúmlega sex milljarða króna til foreldra á síðasta ári, tæplega 3.4 milljónir til mæðra og rúmlega 2.8 milljón- ir til feðra. Fæðingarorlofssjóður greiðir enn fremur fæðingarstyrk til for- eldra utan vinnumarkaðar og þeirra sem eru í námi. Þar fengu 1.570 foreldrar fæðingarstyrk á árinu 2004, 1.218 mæður og 352 feður. Í árslok 2004 nam skuld Fæð- ingarorlofssjóðs við ríkissjóð rúmum einum milljarði króna. -jss STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson vill að á næsta þingi verði lögum breytt til að leyfa frumættleiðing- ar samkynhneigðra og kirkju- vígslu á hjónaböndum þeirra. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé gróf mismunun gagnvart samkyn- hneigðum að þeir fái ekki að helga hjónaband sitt frammi fyrir guði ef þeir eru trúaðir og óska þess,“ sagði Össur í samtali við Frétta- blaðið. Hann telur að lögin stangist á við breytingarnar sem gerðar voru á mannréttindaákvæði stjórnarskránnar 1995 sem segir að ekki megi mismuna vegna kyn- hneigðar. „Þess utan finnst mér slæmt að kirkjan skuli vera í fylk- ingarbrjósti þeirra sem vilja mis- muna gegn samkynhneigð- um,”segir hann. Össur vill að sam- kynhneigðir geti frumættleitt börn og segir að annað sé brot á stjórnarskránni; „Það er alveg ljóst að við þingmenn Samfylking- arinnar og hugsanlega fleiri leggjum fram þingmál um breyt- ingar á þessu á næsta þingi, ef ríkisstjórnin gerir það ekki.“ SENDIRÁÐSBÍLL FJARLÆGÐUR Sendiráðsbíll sést hér fjarlægður af vettvangi í Bagdad þar sem æðsta sendimanni Egyptalands var rænt. Æðsta sendimanni Egypta í Írak rænt: Saka›ur um a› vera bandarískur njósnari ÍRAK, AP Æðsta sendimanni Egypta í Írak hefur verið rænt. Einungis eru örfáar vikur síðan sendimað- urinn, Ihab al-Sherif, kom til Íraks en áður hafði hann verið sendimaður í Líbanon og Sýr- landi. Al-Sherif var rænt þegar hann stoppaði á götu við Bagdad til að kaupa sér dagblað. Að sögn sjón- arvotta réðust að honum byssu- menn sem börðu hann niður og sökuðu hann um að vera banda- rískan njósnara áður en hann var numinn á brott í bíl. Ránið er mikið bakslag fyrir Bandaríkjamenn sem hafa lagt þrýsting á löndin í arabíska heiminum að senda mikilsmetna sendimenn til að sinna diplómat- ískum störfum í Írak. Með því er vonast til að náist að treysta rík- isstjórn landsins enn frekar í sessi. Þetta er í annað sinn sem eg- ypskum sendimanni er rænt í Írak. Fyrir tæpu ári var Mo- hammed Mamdouh Helmi Qutb rænt af íslömskum öfgahóp og var í haldi í heilan mánuð. Honum var sleppt þegar Egyptar lýstu því yfir að þeir ætluðu ekki að senda hermenn til Írak til að berj- ast við hlið Bandaríkjamanna. ■ FÆÐINGARORLOF Algengara verður með hverju árinu sem líður að feður taki fæð- ingarorlof til að annast ungabörn sín. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Vill breyta lögum til að leyfa frumættleiðingar samkynhneigðra og kirkjuvígslu á hjónaböndum þeirra. M YN D /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.