Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 8
4. júlí 2005 MÁNUDAGUR
Hverfandi kynjamunur í umönnun ungbarna:
Fe›rum í fæ›ingarorlofi fjölgar
Réttindi samkynhneigðra:
Össur vill breyta lögum
FLUGSTÖ‹ LEIFS EIRÍKSSONAR
For›ist bi›ra›ir á flugvellinum
Vegna aukinna öryggisrá›stafana á flugvöllum
og til hæg›arauka hvetjum vi› farflega til a›
mæta tímanlega í Leifsstö› flegar fari› er úr
landi. Vi› mælum me› a› farflegar mæti í flug-
stö›ina tveimur klukkustundum fyrir brottför.
Ókeypis sætafer›ir frá BSÍ kl. 4.30 á morgnana
í bo›i Flugstö›var Leifs Eiríkssonar.
Gef›u flér tíma
í Leifsstö›
Finni› rúturnar me› okkar merki
Athugi› a› innritun í Flugstö›inni hefst kl. 5.00.
Tilbo›i› gildir frá 1. júní - 31. ágúst 2005
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Ókeypis sætafer›ir
frá BSÍ kl. 4.30
Byrlað ólyfjan
og nauðgað á
Færeyskum dögum
Tvær aðrar stúlkur segjast
hafa fengið nauðgunarlyfið
Fimmtán ára stúlka leitaði til
lögreglunnar í Ólafsvík um helgina
ORLOFSMÁL Foreldrum í fæðingar-
orlofi hefur fjölgað um rúmlega
tvö þúsund á síðustu tveimur
árum, samkvæmt upplýsingum
frá Tryggingastofnun ríkisins.
Feðrum í orlofi hefur hlutfalls-
lega fjölgað meira en mæðrum
milli ára og kynjamunurinn er
orðinn hverfandi. 50.5 prósent
þeirra sem fengu greitt úr Fæð-
ingarorlofssjóði í fyrra voru
mæður en 49.5 prósent feður. Árið
áður voru feður 46.3 prósent en
mæður 53.7 prósent.
Alls voru 10.663 foreldrar á
vinnumarkaði í fæðingarorlofi á
síðasta ári og hafði fjölgað milli
ára um 1.083. Samtals greiddi
Fæðingarorlofssjóður rúmlega
sex milljarða króna til foreldra á
síðasta ári, tæplega 3.4 milljónir
til mæðra og rúmlega 2.8 milljón-
ir til feðra.
Fæðingarorlofssjóður greiðir
enn fremur fæðingarstyrk til for-
eldra utan vinnumarkaðar og
þeirra sem eru í námi. Þar fengu
1.570 foreldrar fæðingarstyrk á
árinu 2004, 1.218 mæður og 352
feður.
Í árslok 2004 nam skuld Fæð-
ingarorlofssjóðs við ríkissjóð
rúmum einum milljarði króna.
-jss
STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson
vill að á næsta þingi verði lögum
breytt til að leyfa frumættleiðing-
ar samkynhneigðra og kirkju-
vígslu á hjónaböndum þeirra. „Ég
er þeirrar skoðunar að það sé gróf
mismunun gagnvart samkyn-
hneigðum að þeir fái ekki að helga
hjónaband sitt frammi fyrir guði
ef þeir eru trúaðir og óska þess,“
sagði Össur í samtali við Frétta-
blaðið.
Hann telur að lögin stangist á
við breytingarnar sem gerðar
voru á mannréttindaákvæði
stjórnarskránnar 1995 sem segir
að ekki megi mismuna vegna kyn-
hneigðar. „Þess utan finnst mér
slæmt að kirkjan skuli vera í fylk-
ingarbrjósti þeirra sem vilja mis-
muna gegn samkynhneigð-
um,”segir hann. Össur vill að sam-
kynhneigðir geti frumættleitt
börn og segir að annað sé brot á
stjórnarskránni; „Það er alveg
ljóst að við þingmenn Samfylking-
arinnar og hugsanlega fleiri
leggjum fram þingmál um breyt-
ingar á þessu á næsta þingi, ef
ríkisstjórnin gerir það ekki.“
SENDIRÁÐSBÍLL FJARLÆGÐUR Sendiráðsbíll sést hér fjarlægður af vettvangi í Bagdad þar
sem æðsta sendimanni Egyptalands var rænt.
Æðsta sendimanni Egypta í Írak rænt:
Saka›ur um a› vera
bandarískur njósnari
ÍRAK, AP Æðsta sendimanni Egypta
í Írak hefur verið rænt. Einungis
eru örfáar vikur síðan sendimað-
urinn, Ihab al-Sherif, kom til
Íraks en áður hafði hann verið
sendimaður í Líbanon og Sýr-
landi.
Al-Sherif var rænt þegar hann
stoppaði á götu við Bagdad til að
kaupa sér dagblað. Að sögn sjón-
arvotta réðust að honum byssu-
menn sem börðu hann niður og
sökuðu hann um að vera banda-
rískan njósnara áður en hann var
numinn á brott í bíl.
Ránið er mikið bakslag fyrir
Bandaríkjamenn sem hafa lagt
þrýsting á löndin í arabíska
heiminum að senda mikilsmetna
sendimenn til að sinna diplómat-
ískum störfum í Írak. Með því er
vonast til að náist að treysta rík-
isstjórn landsins enn frekar í
sessi.
Þetta er í annað sinn sem eg-
ypskum sendimanni er rænt í
Írak. Fyrir tæpu ári var Mo-
hammed Mamdouh Helmi Qutb
rænt af íslömskum öfgahóp og
var í haldi í heilan mánuð. Honum
var sleppt þegar Egyptar lýstu
því yfir að þeir ætluðu ekki að
senda hermenn til Írak til að berj-
ast við hlið Bandaríkjamanna. ■
FÆÐINGARORLOF Algengara verður með
hverju árinu sem líður að feður taki fæð-
ingarorlof til að annast ungabörn sín.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Vill breyta lögum til að leyfa frumættleiðingar samkynhneigðra
og kirkjuvígslu á hjónaböndum þeirra.
M
YN
D
/A
P