Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 14
Háskólinn á Akureyri var settur í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Akureyrarkirkju laugardaginn 5. september 1987. Kennsla hófst á mánudeginum en nem- endur voru 47 talsins, í tveimur deildum; 13 í hjúkrunarfræðum og 34 í iðnrekstrarfræðum. Starfsmenn skólans voru fjórir. Í fyrra lögðu tæplega 1600 nem- endur stund á nám við skólann, í sex deildum, og starfslið skólans taldi um 200 manns. Þorsteinn Gunnarsson, rekt- or Háskólans á Akureyri, segir að skólinn hafi verið rekinn án halla allt frá stofnun til ársins 2002. Árið 2002 var reksturinn neikvæður um 36 milljónir króna og um 100 milljónir króna árið 2003 og í fyrra. Um síðustu áramót nam uppsafnaður rekstrarhalli skólans 235 millj- ónum króna eða ríflega 30 pró- sentum af framlögum ríkisins til skólans samkvæmt fjár- lögum ársins í ár. Vatnaskil Vöxtur Háskólans á Akureyri, hvað varðar fjölda nemenda, hefur verið hraður allt frá því hann hóf göngu sína en árið 2001 jókst nemendafjöldinn verulega eða um 37 prósent frá árinu á undan; nemendum fjölgaði úr 677 árið 2000 í 924 árið 2001. Árið 2002 fjölgaði nemendum um 148 og árið 2003 var aftur mikil fjölgun en það ár nam aukningin 35 prósentum; nem- endum fjölgaði úr 1072 í 1438. Í fyrra var nemendafjöldinn kominn í 1586. Aukin aðsókn að skólanum og vaxandi velgengni á síðustu árum hefur um leið verið vandi hans því undanfarin ár hafa fjárveitingar ekki verið í sam- ræmi við nemendafjöldann. Þor- steinn Gunnarsson, rektor há- skólans, segir að hækkun fjár- veitinga hafi undanfarin ár komið ári of seint, miðað við vaxandi nemendafjölda, og það sé rót vandans. „Þrátt fyrir að við gerðum okkur grein fyrir því að halli yrði á rekstri skólans frá og með árinu 2002, gripum við ekki til verulegra fjöldatakmarkana til að hemja útgjöld skólans. Ástæðan var sú að samkvæmt kennslusamningi við mennta- málaráðuneytið frá árinu 2001 var eitt af höfuðmarkmiðum skólans að fjölga nemendum. Þetta tvennt stangaðist því á; annars vegar að halda rekstri skólans innan fjárveitinga og hins vegar að fjölga nemendum verulega. Aukning í nemenda- fjölda fór hins vegar fram úr því sem við og ráðuneytið gerð- um ráð fyrir og afleiðingin varð rekstrarhalli,“ segir Þorsteinn. Mennta- eða byggðamál Niðurstöður könnunar sem Ingi Rúnar Eðvarðsson vann fyrir Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri árið 2000 benda til að Síðumúla 13, 108 Rkv. Sími 568-2870 ÚTSALA ÚTSALA 50 – 80 % afsláttur Meiri verðlækkun Dæmi um verð: Áður Núna Hettupeysa 6.500.- 2.900.- Jakkapeysa 6.100.- 2.900.- Peysu sett 8.600.- 3.900.- Peysa m/v-háls 6.900.- 2.900.- Vafinn toppur 2.500.- 1.200.- Siffonbolur m/perlum 6.600.- 2.200.- Röndóttur bolur 3.300.- 2.000.- Stutterma skyrta 3.300.- 1.500.- Síð skyrta 6.200.- 2.900.- Teinóttur jakki 6.200.- 1.900.- Kjóll m/blúndu 7.100.- 2.900.- Pils 3.500.- 1.500.- Dömubuxur 5.200.- 2.900.- Gallabuxur 6.000.- 2.900.- Kvartbuxur 5.700.- 1.900.- Úrval af fatnaði á kr. 500 og 999.- Og margt margt fleira Opið 10:00 – 18:00 www.friendtex.is Samtökin '78 hafa í áratugi barist fyrir jöfnum rétti samkynhneigðra á Íslandi. Skipta samtökin máli fyrir samkyn- hneigða á Íslandi? Ég segi að þau skipti miklu máli. Í grunninn erum við hagsmunasamtök fyrir lagalegum úr- bótum og sýnileika. Þar að auki rekum við þjónustumiðstöð og bóka- safn á Laugavegi 3. Hefur staða samkynhneigðra batn- að undanfarið? Staðan hefur gjör- breyst undanfarin ár, viðhorf al- mennings og öll löggjöf og slíkt. Við lifum samt ekki í fullkomnum heimi. Hvað er á döfinni hjá samtökun- um? Halda áfram á sömu braut. Við vonum að við fáum að sjá lagafrum- varp á næsta þingi þar sem sam- búðarmálin verða jöfnuð. Eins vantar mikið upp á fræðslumál í skólakerf- inu og atvinnulífinu. HRAFNKELL TJÖRVI STEFÁNSSON framkvæmdastjóri Samtakanna '78 Vantar enn upp á fræ›slu SKIPTA SAMTÖKIN '78 MÁLI? SPURT & SVARAÐ 14 4. júlí 2005 MÁNUDAGUR Gula spjaldinu beitt af hörku Menntamálaráðuneytið hefur undanfarin ár ekki viljað veita skólastjórnendum formlegar áminningar fari skólarnir fram úr fjárheimild- um, eins og ráðuneytinu ber skylda til sam- kvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga. Ráðuneytið hefur reynt að fara mýkri leiðir til að halda skólunum innan fjárveitinga en að mati Ríkisendurskoðunar verður ráðuneytið að láta af því og beita gula spjaldinu af hörku. Ráðningarsamninga forstöðumanna skólanna á ekki að endurnýja fyrr en ráðu- neytið hefur lokið skoðun á fjármálastjórn þeirra, segir Ríkisendurskoðun. Hvað var hallinn mikill? Árið 2002 var 36 milljóna króna halli á rekstri skólans og árið 2003 voru settar fjöldatak- markanir í öllum deildum háskólans. Sama ár var námskeiðum fækkað og samkennsla á námskeiðum milli deilda aukin. Hvernig á að spara? Í haust verða ekki teknir inn nýir nemendur í upplýsinga- tæknideild. Deildinni hefur fylgt hár fastur kostnaður en fáir nemendur. Takist skólanum að lækka kostnað og fjölga nemendum er stefnt á að opna fyrir innritun í deild- ina á ný. Rekstur auðlindadeildar verður endurskoðaður og námsbrautum hugsanlega fækkað en þær eru nú fimm. Rekstur félagsvísinda- og lagadeildar verður einnig endurskoðaður með að leiðarljósi að fækka námskeiðum, án þess að leggja niður námsbrautir. Einnig verður farið yfir stjórnsýslu og almenna þjónustu skólans og reynt að ná þar fram sparnaði. Jafnvægi ná› me› a›haldi FBL-GREINING: REKSTUR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI TEKINN VIÐ ÖLVUNARAKSTUR Í REYKJAVÍK Heimild: Ársskýrsla lögreglustjórans í Reykjavík Nemendum Háskólans á Akureyri hefur fjölga› ört en fjárveitingar til skólans ekki vaxi› a› sama skapi. Uppsafna›ur fjárhagsvandi skólans er 235 milljónir króna og hafa menntamálará›uneyti› og skólayfir- völd sæst á a› leysa fjárhagsvandann me› auknum fjárveitingum og sparna›i í rekstri skólans. KRISTJÁN J. KRISTJÁNSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Í velgengninni liggur vandinn BORGIR Rannsókna- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri var tekið í notkun í október í fyrra. REKTOR Þorsteinn Gunnarsson segir að samkvæmt drögum að samkomulagi á milli skólans og menntamálaráðuneytisins um lausn á fjárhagsvanda skólans muni nemendum fjölga hægar en undanfarin ár. 1999 928 2000 1.406 2004 737
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.