Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 2
2 4. júlí 2005 MÁNUDAGUR
Fyrstu útgönguspár vegna þingkosninga í Albaníu:
Stjórnarandstö›unni spá› sigri
TIRANA, AP Fyrstu útgönguspár í
gær benda til þess að stjórnarand-
staðan hafi sigrað þingkosning-
arnar í Albaníu, sem haldnar voru
í gær. Von er á opinberri niður-
stöðu síðar í dag.
Eftir því sem einkarekna
stjórnvarpsstöðin Klan skýrði frá
í gærkvöld hafði Lýðræðisflokkur
Sali Berisha, sem er í stjórnarand-
stöðu, meirihluta í 11 kjör-
dæmum. Sósíalistaflokkur Fato
Nano forsætisráðherra, hafði náð
meirihluta atkvæða í fjórum kjör-
dæmum. Berisha hvatti stuðn-
ingsmenn sína til þess að sýna
stillingu og fagna ekki of
snemma. Frekar að bíða þar til úr-
slit kosninganna væru ljós. Hund-
ruð stuðningsmanna höfðu safn-
ast saman fyrir fram höfuðstöðv-
ar Lýðræðisflokksins til að fagna
þessum fréttum sjónvarpsstöðv-
arinnar. Gramoz Ruci, háttsettur
maður innan Sósíalistaflokksins
kallaði útgönguspána fáránlega.
Einhverjir kjörstaðir voru enn
opnir, tveimur tímum eftir að þeir
áttu að loka, til að þúsundir kjós-
enda sem mættu of seint gætu
kosið. Um fimmhundruð aðilar
frá alþjóðlegum stofnunum fylgd-
ust með því að kosningarnar færu
rétt fram.
Samkvæmt albönsku lögregl-
unni var starfsmaður á kjörstað í
Tirana skotinn í gærkveldi og lést
hann skömmu síðar á sjúkrahúsi.
Ekkert frekar er vitað um tildrög
málsins. ■
Gestir Humarhátíðar:
Flú›u í
íflróttahúsi›
LÖGREGLA All margir gestir humar-
hátíðar á Höfn þurftu aðstoð frá
björgunarsveitum við að taka sam-
an föggur sínar þegar veðrið tók að
versna í gærmorgun. Þar sem ekki
var ráðlagt að vera á ferðinni vegna
veðurs leituðu um 80 manns skjóls í
íþróttahúsinu og biðu þar eftir að
veðrinu slotaði. Starfsmenn Rauða
krossins buðu upp á heita súpu og
björgunarsveitamenn voru fólki
innan handar. Upp úr hádegi skán-
aði veðrið og menn fóru að tygja sig
til síns heima.
Humarhátíðin fór að öðru leiti
ágætlega fram en gestir voru tals-
vert færri en búist var við. Ölvun
var þó nokkur en lítið um slagsmál
og læti. - þo
SPURNING DAGSINS
Jón, eru› fli› rolur?
Það er nú annarra að dæma um það en
hæfi ráðherra verður að vera hafið yfir
allan vafa.
Davíð Oddsson segir stjórnarandstöðuna ekki
hafa þorað að láta lögmenn á sínum snærum
svara spurningunni um hvort Halldór Ásgrímsson
hafi verið hæfur í bankasölumálinu. Jón Bjarna-
son er þingmaður Vinstri grænna.
Óvissa me› kaup
Baugs á Somerfield
Í breskum fjölmi›lum í gær var sagt frá flví a› Baugur hafi bo›ist til a› draga sig
út úr vi›ræ›um um kaup á bresku verslanake›junni Somerfield í kjölfari› á kæru
Ríkislögreglustjóra. Hreinn Loftsson stjórnarforma›ur Baugs segir fletta rangt.
BAUGSMÁLIÐ Breska blaðið Sunday
Times greindi frá því í gær að Jón
Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs, hefði boðist til að draga sig
út úr viðræðum um kaup á bresku
verslanakeðjunni Somerfield í
kjölfar 40 liða kæru sem Ríkislög-
reglustjóri gaf út á hendur sex að-
ilum tengdum Baugi síðastliðinn
föstudag. Ein af ástæðunum er
talin vera sú að bankastofnanir
yrðu tregar til að lána Baugi fé
vegna kaupanna meðan óvissa
ríkti um framtíð fyrirtækisins.
Fleiri breskir fjölmiðlar fjölluðu
um málið í gær svo sem eins og
Financial Times, Daily Telegraph
og Sunday Herald.
„Fyrirtækið greindi frá því á
föstudag að þessi ákæra myndi
ekki hafa nein áhrif á starfslega
getu félagsins til þess að standa
við skuldbindingar sínar og mun-
um við kappkosta að halda áfram
okkar striki. Við leggjum höfuðá-
herslu á að fyrirtækið verði ekki
fyrir skakkaföllum Ég kannast
því ekkert við að Baugur hafi
boðist til að draga sig út úr fyrir-
tækjahópnum og Jón Ásgeir kann-
ast ekkert við að hafa gefið út
yfirlýsingu þess efnis,“ segir
Hreinn Loftsson, stjórnarformað-
ur Baugs, um fréttir breskra dag-
blaða um að Baugur hafi boðist til
að draga sig út viðræðum vegna
kaupa á Somerfield.
Baráttan um Somerfield stend-
ur milli tveggja fyrirtækjahópa,
annars vegar fjárfestingarfélags-
ins London & Regional og hins
vegar hóps þar sem eru Baugur
Group hf., Apax, Barclays Capital
og kaupsýslumaðurinn Robert
Tchenguiz. Fyrirtækahópurinn
hafði áformað kynningu á tilboði
sínu eftir örfáa daga.
Í Sunday Times var haft eftir
ónefndum ráðgjafa fyrirtækja-
hópsins, sem Baugur tilheyrir, að
hann væri viss um að Baugur
drægi sig út út úr samninga-
viðræðunum ef ákæran hefði
óæskileg áhrif á hópinn. Ráð-
gjafinn sagði að hópurinn myndi
halda áfram að undirbúa kauptil-
boðið þrátt fyrir að Baugur hafi
átt að leggja til 25 prósent kaup-
verðsins á Somerfield sem talið er
nema um 127 milljörðum króna.
Blaðamaður Daily Telegraph
sagði í gærkvöldi að hann hefði
heyrt að Baugur ætlaði sér að
halda áfram í fyrirtækjahópnum
en það væri spurning hvort hin
fyrirtækin í hópnum vildu halda
áfram samstarfi við Baug í ljósi
aðstæðna.
Ekki náðist í Jón Ásgeir
Jóhannesson vegna málsins.
ingi@frettabladid.is
Kjalarnes:
Fauk út af
BIFHJÓLASLYS Um klukkan fjögur
síðdegis í gær fauk bifhjól út af veg-
inum á Kjalarnesi. Gríðarlegt
hvassviðri og rigning olli því að víða
var illfært um vegi landsins og var
ástandið sérlega slæmt á Vestur-
landsvegi.
Ökumaður bifhjólsins slapp
ómeiddur og hjólið skemmdist lítið.
Í kjölfar slyssins var gefin út við-
vörun til fólks um að takmarka
ferðir sínar um Vesturlandsveg allt
frá Mosfellsbæ til Borgarness. Öku-
menn með fellihýsi og aðra aftaní
vagna voru sérstaklega varaðir við
að vera á ferðinni. ■
Lúðvík Bergvinsson um þýska bankann:
Ríkisstjórnin líklega blekkt
VIÐSKIPTI „Ef þýski bankinn
keypti aldrei bréf í Búnaðar-
bankanum, eins og haldið er
fram, hefur ríkisstjórnin líklega
verið blekkt,“ segir Lúðvík
Bergvinsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, um hinn þráláta
orðróm að þýski bankinn Hauck
& Aufhäuser hafi aldrei átt bréf
í Búnaðarbankanum.
„Gengið var út frá því að er-
lendur aðili reiddi fram eigið fé
til kaupanna. Þátttaka hans var
forsenda þess að kaupandi fengi
að kaupa bréfin. Forsætisráð-
herra, persónulega í gegnum
eignarhald sitt á hlut í hlutafé-
lagi, ásamt hlutafélögum í eigu
ættingja hans og vina úr fram-
sóknarflokknum og fleiri, áttu í
viðræðum um kaupin og keyptu
bréfin,“ segir Lúðvík og segir
kaupendur hafa hagnast um tugi
milljarða.
„Ef fullyrðingar háskóla-
manna, fjölmiðlamanna og fleiri
eru réttar um að erlendur banki
hafi aldrei lagt fram eigið fé til
kaupanna hafa kaupendur lík-
lega haft uppi blekkingar. Þá
vaknaði spurningin um hvað nú-
verandi forsætisráðherra vissi
um raunverulega aðild þýska
bankans, einkum í ljósi þess
hverjir keyptu. Það yrði mikil-
vægt að fá svar við þeirri spurn-
ingu, komi í ljós að þýski bank-
inn hafi aldrei reitt fram eigið
fé til kaupanna.“
- hb
LÚÐVÍK BERGVINSON
Lúðvík segir að spurningar hafi vaknað um
hvað Halldór Ásgrímsson vissi um raun-
verulega aðild Hauck & Aufhäuser að
kaupunum bréfa í Búnaðarbankanum.
ÁHRIF ÁKÆRUNNAR Samkvæmt frétt á vefsvæði Financial Times í gærkvöldi er talið lík-
legt að Baugur dragi sig út fyrirtækjahóp sem ætlar að bjóða í bresku verslunarkeðjuna
Somerfield í kjölfar útgáfu ákæru Ríkislögreglustjóra á hendur fyrirtækinu.
SALI BERISHA Fyrrum forseti Albaníu og leiðtogi stjórnarandstöðunnar hvatti til stillingar í
gærkveldi, eftir að sjónvarpsstöð hafði spáð flokki hans sigri í kosningunum sem haldnar
voru í gær.
LÖGREGLUFRÉTTIR
BÍLVELTA Í HVALFIRÐI Jeppi valt
við Hvammsvík í Hvalfirði á sjö-
unda tímanum í gærkvöld. Í bílnum
voru hjón með dóttur sína og voru
þau öll flutt á slysadeild. Þau eru
að líkindum ekki eins slösuð og
talið var í fyrstu. Bíllinn er gjör-
ónýtur. Mjög hvasst var á þessum
slóðum í gær og ekki ólíklegt að
slysið megi rekja til þess.
Snæfellsnes:
Húsbíll fauk út
af veginum
LÖGREGLA Síðdegis í gær fauk hús-
bíll út af veginum við Böðvarsholt í
Staðarsveit. Bíllinn er gjörónýtur
en allir sem í bílnum voru sluppu
nokkuð vel og fengu að fara heim
eftir læknisskoðun.
Að sögn lögreglu í Ólafsvík var
helgin lífleg á Snæfellsnesinu en
gekk stórslysalaust fyrir sig.
Margir héldu snemma heim af
færeyskum dögum vegna veðurs.
Talsvert magn fíkniefna fannst á
hátíðinni enda gerði lögreglan sér-
stakt átak í þeim efnum. ■
BÍLVELTA VIÐ BÖÐVARSHOLT Engin meiðsl
urðu á fólki en bíllinn er ónýtur.
M
YN
D
/T
H
EL
M
A
TÓ
M
AS
SO
N
Evrópubúar varaðir við:
Ásakanirnar
uppspuni
ÍRAN, AP Íran hefur varað Evrópu-
búa við því að falla í gildru Banda-
ríkjamanna og fordæma Ahmadi-
nejad, nýkjörinn forseta landsins.
Síðustu daga hafa birst fjölmargar
fréttir sem tengja forsetann við
gíslatökuna í Tehran árið 1979,
þegar stúdentar tóku yfir sendiráð
Bandaríkjanna og héldu gíslum í
444 daga.
„Ásakanirnar eru svo greinilega
rangar að þær verðskulda ekki einu
sinni að þeim sé svarað,“ sagði tals-
maður utanríkisráðuneytisins í
Íran. Hann segir að ásakanirnar séu
áróður sem runnin er undan rifjum
Síonista í Bandaríkjunum og að leið-
togar Evrópuríkja ættu ekki að taka
mark á þeim. ■