Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 12
Aldrei hefur verið jafn gott að komast í hús og eftir göngu gærdagsins. Veðrið var hund- leiðinlegt; rok og rigning, og svo sem óðs manns æði að vera á göngu við svona að- stæður. Sannast sagna leist okkur ekkert á blikuna þegar við vöknuðum í gærmorgun en auðvitað létum við okkur hafa það að ganga af stað. Dagleiðin var líka óvenju stutt miðað við undanfarna daga, aðeins 22 kílómetrar(!), sem við gengum á rúmum fjórum tímum. Það má segja að veðurofsinn hafi gert það að verkum að við gengum hraðar en ella en í verstu kviðunum þurftum við að stoppa og halda okkur fast í göngustafina og passa hreinlega að fjúka ekki inn á veginn. Fjöldi bíla kom á móti okkur, flestir líklega á heimleið eftir humarhátíðna á Höfn í Horna- firði. Margir flautuðu og veifuðu til okkar en sumir stoppuðu og spurðu hvort ekki væri í lagi að halda áfram. Héldu hinir sömu að við værum björgunarsveitarmenn og að er- indi okkar á veginum væri að segja fólki að snúa við vegna veðurs. Eftir svona dag er gengið snemma til náða en þó ekki fyrr en góð máltíð er afstaðin og búið að spila og syngja nokkra Bubba slagara. Hann er kóngurinn og fylgir okkur á göngunni með ódauðlegum lögum sín- um. Í dag verður gengið frá Hrollaugsstöðum langleiðina á Höfn og er spottinn um það bil 30 kílómetrar. Er vonandi að veðrið verði ögn skárra en í gær. Kær kveðja, Bjarki, Guðbrandur og Tómas. 12 4. júlí 2005 MÁNUDAGUR Eru› fli› í björgunarsveitinni? HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI nær og fjær „Halldór ber fullt traust til Ríkisendur- sko›unar og fletta álit, sem greitt er fyrir af stjórnarandstö›unni, breytir engu flar um.“ STEINGRÍMUR ÓLAFSSON BLAÐAFULLTRÚI FORSÆTISRÁÐUNEYT- ISINS Í FRÉTTABLAÐINU. „fietta er uppsafna›ur áhugi. Ma›ur fylgist me› fréttunum og sér börnin svelta og fer náttúrlega bara a› gráta eins og anna› fólk.“ BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Í MORGUNBLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ Fyrir flesta er sumarfríið hvíld frá amstri hvers- dagsins en fyrir Jarþrúði Þórhallsdóttur, sem á ein- hverfa dóttur, getur álag og umstang aukist í frí- inu. Hún hvetur kvenna- hreyfinguna til að berjast fyrir bættum hag for- eldra fatlaðra og lang- veikra barna. „Þegar kom að sumarfríi fór allt upp í loft,“ segir Jarþrúður Þór- hallsdóttir, móðir Gunndísar sem er einhverf, þegar hún rifjar upp árin sem Gunndís bjó enn í foreldrahús- um. Hún er nú orðin 22 ára og flutt að heiman. „Það er heilmikil vinna að púsla öllu saman og fólk þarf bæði að hafa mikla þekkingu á kerfinu og enda- lausa orku. Það þarf að skipuleggja hverja stund fyrir sum börn því þau þola ekki lausung.“ Sumardvöl fyrir einhverf börn hefur verið rekin í gegnum árin en fólk hefur aldrei haft vissu fyrir hvort hún verði starfrækt aftur. „Sumardvölin hefur aldrei verið á föstum fjárlögum og því aldrei neitt í hendi,“ segir Jarþrúður.“Árlega þurftum við að fara í ráðuneytið og athuga hvort peningum yrði veitt til starfseminnar.“ Sumardvölin varði aðeins í til- tekinn tíma sumars og bæði fyrir og eftir þurfti að brúa bil. Jarþrúður tók sér þá frí úr vinnu og segir slíkt yfirleitt koma í hlut mæðranna, sem margar hverjar hverfa jafnvel al- gjörlega af vinnumarkaði. „Þess vegna er þetta jafnréttisbarátta og ég vildi gjarnan sjá kvennahreyf- inguna taka málið upp á sína arma. En þetta er ekki bara jafnréttisbar- átta kynjanna heldur snýst þetta líka um annars konar jafnrétti. Nefnilega jafna möguleika fjöl- skyldu sem er með fatlað barn á framfæri og ekki síður jafna mögu- leika barnanna sjálfra til tilbreyt- ingar og þátttöku í samfélaginu.“ Jarþrúður kveðst þekkja marga foreldra sem lent hafa í miklum erfiðleikum með börn sín en segist sjálf hafa verið heppin og alltaf hafi greiðst úr flækjum. Engu síður hafi ástandið reynt á. „Það er erfitt að vera aldrei öruggur og vita ekki hvort barnið fái að njóta sumarsins á viðeigandi stað eða ekki.“ bergsteinn@frettabladid.is JARÞRÚÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR Það er erfitt að vera aldrei öruggur og vita ekki hvort barnið fái að njóta sumarsins á viðeigandi stað eða ekki. fietta sn‡st um jafnrétti Fyrirtækið Skessuhorn ehf, sem gefur út héraðsfréttablaðið Skessu- horn á Vesturlandi og vefmiðilinn skessuhorn.is, hefur fest kaup á hestavefnum 847.is. 847.is hefur verið til í fimm ár en sjálfur Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra opnaði vefinn með til- heyrandi pompi og prakt á sínum tíma. Á vefnum er fjallað um allt sem lýtur að hestum og hesta- mennsku og er hann í flokki vinsæl- ustu vefja landsins á sínu sviði. Daníel Ben Þorgeirsson stofnaði vefinn og ritstýrir honum áfram. Guðbjörg Ólafs- dóttir og Magnús Magnússon eru eigendur Skessuhorns. Nafn sitt dregur vefurinn af aðaleinkunn stóðhestsins Dyns frá Hvammi sem var hæst dæmdi stóðhestur Íslands í röðum klárhesta um árabil og hljómar talan sem sinfónía í eyrum hestamanna. -bþs Skessuhorni vex ásmegin: Kaupir hestavefinn 847.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.